Pressan - 18.04.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. APRIL 1991
9
íslands sem sett voru seint á sjöunda
áratugnum. Fram eftir áttunda ára-
tugnum tóku ýmsir ráðherrar sér
aðstoðarmenn en það var hins veg-
ar ekki algilt. Það var ekki fyrr en
með ríkisstjórn Gunnars Thorodd-
sen, sem tók við völdum árið 1981,
að það varð regla að ráðherrar
væru með aðstoðarmenn.
Frá síðustu kosningum hefur að-
stoðarmannahópurinn hins vegar
vaxið jafnt og þétt og er nú svo kom-
ið að telja má um 19 af launuðum
starfsmönnum ráðuneytanna til pól-
itískra aðstoðarmanna ráðherr-
anna. Það er því um 1,7 aðstoðar-
maður á hvern ráðherra.
Varlega áætlað má gera ráð fyrir
að samanlögð árslaun þessa hóps sé
um 45 milljónir króna.
800 MILLJÓNIR Á
KJÖRTÍMABILI
Samanlagt nemur styrkur ríkis-
sjóðs til stjórnmálaflokkanna eftir
ofantöldum leiðum um 206 milljón-
um. Á einu kjörtímabili renna með
þessum hætti rúmlega 800 milljónir
úr ríkissjóði til flokkanna.
Hér að neðan verður rakið hvað
hver flokkur fær í sinn hlut.
ALÞÝÐUFLOKKURINN
FÆR 40,3 MILLJÓNIR
Alþýðuflokkurinn fær 3 milljónir
og 580 þúsund krónur í sérfræðiað-
stoð á þessu ári. Auk þess fær hann
um 14 milljónir og 820 þúsund krón-
ur í blaða- og útgáfustyrk. Þar á ofan
kaupir ríkissjóður 750 eintök af mál-
gagni flokksins, Alþýðublaðinu, og
borgar fyrir það 9,9 milljónir á ári.
Beinn styrkur til flokksins er því
28.3 milljónir króna.
Mörg undanfarin ár hefur Alþýðu-
flokkurinn notað blaða- og útgáfu-
styrkinn sjálfur. Hallarekstri Al-
þýðublaðsins hefur vanalega verið
mætt með því að minnka blaðið.
Þessar rúmu 29 milljónir króna hafa
því runnið nær óskertar til flokks-
starfsins.
Ráðherrar Alþýðuflokksins hafa
hver sinn aðstoðarmann. Jón Sig-
urðsson hefur Guðmund Einarsson,
Jóhanna Sigurðardóttir hefur Grét-
ar J. Guðmundsson og Jón Baldvin
Hannibalsson hefur Birgi Dýrfjörð.
Auk þess hefur Jón Baldvin ráðið
Þröst Ólafsson til sérverkefna í utan-
ríkisráðuneytinu. Bílstjóri Jóns
Baldvins, Kristinn Haraldsson, verð-
ur einnig að teljast til aðstoðar-
mannahópsins þar sem hann tekur
virkan þátt í starfi Alþýðuflokksins
og er einn af helstu ráðgjöfum Jóns.
Aðstoðarmannahópur Alþýðu-
flokksins er því fimm manns. Miðað
við 200 þúsund króna mánaðarlaun
færþessi hópurum 12 milljónir í árs-
laun.
Samanlagt renna því rétt rúmar
40.3 milljónir til Alþýðuflokksins úr
ríkissjóði í þessa liði.
Kvennalistinn er ekki í ríkisstjórn og
gefur ekki út dagblaö. Samt fær
flokkurinn 13,1 milljón.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FÆR 54,6 MILLJÓNIR
Framsóknarflokkurinn fær 5
milljónir og 30 þúsund krónur í sér-
fræðiaðstoð til þingflokksins. Blaða-
(.g útgáfustvrkur flokksins er síöan
17 milljónir og 750 þúsund krónur.
Þessu til viðbótar kaupir ríkissjóður
750 eintök af báðum flokksblöðum
Sjálfstæöismenn gjalda þess að vera ekki í ríkisstjórn og fengu ekki nema 33,4
milljónir.
Kvennalistinn gefur ekki út dag-
blað. En samkvæmt samkomulagi
við flokkinn kaupir ríkissjóður 200
eintök af málgagni fiokksins, Veru.
Það blað kemur út sex sinnum á ári
og kostar ársáskrift þess 2.400 krón-
ur. Ríkið greiðir því 480 þúsund
krónur í áskrift til blaðsins.
Kvennalistinn er ekki í ríkisstjórn
og hefur því enga aðstoðarmenn á
launum hjá ríkissjóði. Heildarstyrk-
ur flokksins er því 13.1 milljón
króna.
BORGARAFLOKKURINN
FÆR 19,2 MILLJÓNIR
Borgaraflokkurinn fær á þessu ári
styrk vegna sérfræðiaðstoðar sem
nemur um 2 milljónum og 155 þús-
und krónum. Flokkurinn fær auk
þess blaða- og útgáfustyrk að upp-
Framsóknarflokkurinn fékk mest eöa
54,6 milljónir.
hæð 9 milljónir 890 þúsund krónur.
Samanlagt eru þetta 12 milljónir
króna.
Borgaraflokkurinn gefur hvorki
út dagblað né annað blað sem ríkis-
sjóður gæti gerst áskrifandi að.
Ráðherrar flokksins hafa báðir að-
stoðarmenn. Júlíus Sólnes hefur Jón
Gunnarsson og Óli Þ. Guðbjartsson
hefur Sigurð Jónsson. Auk þess hef-
ur Júlíus ráðið Guttorm Einarsson til
sérverkefna. Samanlagðar árstekjur
aðstoðarmanna Borgaraflokksins
eru því 7,2 milljónir.
Heildarstyrkur til flokksins nem-
ur því 19,2 milljónum.
SAMIÐ VIÐ AUGLÝSINGA-
STOFUR SEM RÁÐHERRA
OGFORMAÐUR
Það skal ítrekað að hér að ofan
hefur einungis verið fjallað um
kostnað ríkissjóðs af stjórnmála-
flokkunum sem auðveldast er að
benda á. PRESSAN fjallaði fyrir viku
um óeðlilega útgáfu ráðuneyta Al-
þýðubandalagsins rétt fyrir kosn-
ingar. Blaðið áætlaði að hún kostaði
skattgreiðendur um 10 milljónir.
Auk þess má benda á tíðar auglýs-
ingar um ríkisverðbréf að undan-
förnu, bæði í blöðum og í sjónvarpi.
1 þessum auglýsingum er lögð höf-
uðáhersla á að sannfæra fólk um að
markmið um innlenda fjármögnun
á halla ríkissjóðs hafi staðist á síð-
asta ári. Það er enginn vafi á því að
Alþýðubandalagsmönnum er ósárt
um ef það tekst að sannfæra al-
menning um það. Auglýsingaher-
ferðin um ríkisverðbréf að undan-
förnu kostar ríkissjóð tugi milljóna.
Annað sem benda má á í þessu
sambandi er að það er sama auglýs-
ingastofan sem sér um gerð þessara
auglýsinga, gerð bæklinga fyrir
ráðuneytið og auglýsinga og útgáfu
fyrir Alþýðubandalagið. Það hlýtur
að teljast mjög alvarlegur hags-
munaárekstur. Fjármálaráðherra
semur við sömu stofuna um stórar
auglýsingaherferðir, annars vegar
sem ráðherra og hins vegar sem for-
maður Alþýðubandalagsins.
Gunnar Smári Egilsson
Alþýðuf lokkurinn fékk í sinn hlut 40,3
milljónir.
framsóknar, Tímanum og Degi, og
greiöir fyrir það 19.8 milljónir.
Beinn styrkur til framsóknar er því
42.6 milljónir króna.
Framsóknarflokkurinn hefur látið
hluta af útgáfu- og blaðastyrknum
renna til málgagnanna tveggja en
það hefur verið misjafnt hverju
sinni.
Ráðherrar framsóknar hafa hver
sinn aðstoðarmann. Steingrímur
Hermannsson er með Jón Sveins-
son, Halldór Ásgrímsson hefur Her-
mann Sveinbjörnsson og Guðmund-
ur Bjarnason er með Finn Ingólfs-
son. Auk þess er Steingrímur með
Bolla Héðinsson sem efnahagsráð-
gjafa og hefur nýverið ráðið Helga
Pétursson til sérverkefna. Aðstoðar-
menn flokksins eru því jafn margir
og Alþýðuflokksins eða fimm. Árs-
laun jjeirra eru nálægt 12 milljón-
um.
Samanlagður stuðningur ríkis-
sjóðs við Framsóknarflokkinn eru
því 54,6 milljónir króna.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
FÆR 33,4 MILLJÓNIR
Sjálfstæðisflokkurinn fær mest
allra þingflokka í sérfræðiaðstoð
þar sem hann er stærstur. í ár nemur
þessi styrkur 7 milljónum og 550
þúsund krónum. Sjálfstæðisflokkur-
inn fær auk þess ríflegasta blaða- og
útgáfustrykinn eða 25 milljónir 835
þúsund krónur. Samanlagt nema
þessir styrkir 33 milljónum og 385
þúsund krónum.
Ríkissjóður kaupir 750 eintök af
Morgunblaðinu og greiðir fyrir það
9,9 milljónir króna. Sömu sögu er að
segja af DV. Þó þessi tvö blöð hafi
verið andlega skyld Sjálfstæðis-
flokknum þá eru þau ekki tengd
honum rekstrarlega. Það er því ekki
hægt að flokka þær 19,8 milljónir
sem ríkið greiðir fyrir áskrift þess-
ara blaða sem styrk til Sjálfstæðis-
flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í rík-
isstjórn og hefur því ekki aðstoðar-
menn á launum hjá ríkissjóði. Heild-
arstyrkur hans í í dag er því 33,4
milljónir króna.
Alþýöubanda-
lagiö fékk 40,9
milljónir.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
FÆR 40,9 MILLJÓNIR
Alþýðubandalagið fær í sérfræði-
styrk í ár 3 milljónir og 235 þúsund
krónur. í blaða- og útgáfustyrk fær
flokkurinn síðan 13 milljónir og 355
þúsund krónur. Þessu til viðbótar
kaupir ríkissjóður 750 eintök af
Þjóðviljanum, flokksmálgagni Al-
þýðubandalagsins, og greiðir fyrir
þau 9,9 milljónir króna. Samanlagt
gerir þetta 26 milljónir og 490 þús-
und krónur.
Þjóðviljinn hefur verið rekinn
með miklu tapi á hverju ári. Alþýðu-
bandalagið hefur því lagt hluta af út-
gáfustyrknum til blaðsins.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins
hafa hver sinn aðstoðarmann. Ólaf-
ur Ragnar Grímsson hefur Svanfríði
Jónasdóttur, Svavar Gestsson er
með Guðrúnu Ágústsdóttur og
Steingrímur J. Sigfússon hefur
Gunnlaug Júlíusson sér til aðstoðar.
Auk þessa hefur Svavar Gerði Ósk-
arsdóttur í sérverkefnum og Ólafur
Ragnar hefur Má Guðmundsson
sem efnahagsráðgjafa og Mörð
Árnason sem upplýsingafulltrúa.
Aðstoðarmenn Alþýðubandalags-
ins eru því helmingi fleiri en ráð-
herrarnir eða sex. Árslaun þeirra
eru um 14,4 milljónir.
Samanlagður styrkur til Alþýðu-
bandalagsins er því um 40,9 milljón-
ir.
KVENNALISTINN
FÆR 13,1 MILLJÓNIR
Kvennalistinn fær í ár 2 milljónir
og 515 þúsund krónur í sérfræðiað-
stoð til þingflokksins. Auk þess fær
flokkurinn 10 milljónir og 125 þús-
und krónur í útgáfustyrk. Saman-
lagt nemur þetta 12,6 milljónum.
mji
■ ýr skemmtanakóngur er nú
að rísa upp á Suðurnesjum en á
skömmum tíma hefur Axel Jóns-
son tekið við tveim
stærstu veitinga- og
skemmtistöðunum í
Keflavík. Fyrir ekki
löngu varð Veisla
hf., sem rak
skemmtistaðinn
Glaumberg, gjald-
þrota. Axel hefur nú tekið við
rekstri staðarins fram á haust. Um
leið yfirtók hann rekstur veitinga-
hússins Glóðarinnar í Keflavík en
fyrri rekstaraðili Glóðarinnar hafði
einnig orðið gjaldþrota ...
að gerist margt skondið í
kosningabaráttunni. Á kosninga-
fundi hjá Sjálfstæðisflokknum í
kauptúni einu á Suðurlandi var eftir
því tekið að flokkurinn bauð aðeins
upp á molakaffi og þótti það afleit
risna. Á fundi hjá Framsóknar-
flokknum skömmu síðar sáu fund-
armenn sér til ánægju stórt hlað-
borð á staðnum með öllu tilheyr-
andi og var vel veitt. Tvær grímur
runnu hins vegar á menn að fundin-
um loknum. Við útgöngudyrnar var
rukkað fyrir veitingarnar .. .
rátt fyrir hrakspár ýmissa hef-
ur Örlygi Hálfdánarsyni hjá Erni
og Örlygi gengið vel að selja Is-
lensku alfræðibók-
ina. Fyrsta sending-
in, samtals 2.400
bækur, er uppseld
og er bókaútgáfan
nú að hefja sölu á
næstu sendingu,
sem telur jafn marg-
ar bækur. Örlygur og hans menn
eru nú bjartsýnir á að íslenska al-
fræðibókin komi til með að standa
undir úgáfukostnaði fyrr en ráð var
fyrir gert...
ær sögur ganga nú meðal
þeirra nemenda, í Myndlista- og
handíðaskóla Islands, sem eiga
að útskrifast í vor, að þeir þurfi ekki
annað en labba sér upp i Háskóla og
biðja þar um stimpil á prófskírteinið,
til að vera komnir með BA-
gráðu . . .
V
w/ eitingastaðurinn Italía við
Laugaveginn skipti um eigendur um
síðustu mánaðamót. Nýi eigandinn
er af ítölskum upp-
runa, heitir Valur
p Tino og hefur hann
|P»%1 reyndar séð um mat-
seldina á Ítalíu frá
BQhK fl endur Vals, þeir Sal-
vacjore 0g Fabio, eru
einnig frá landinu Ítalíu og því ör-
uggt að matseðillinn mun áfram
byggjast upp á pitsum og pasta.
Fyrri eigendur Ítalíu, hjónin Einar
Oskarsson og Anna Peggý Frið-
riksdóttir, halda áfram að reka ind-
verska staðinn Taj Mahal við Lauga-
veg, auk þess sem þau ætla að opna
aftur á Hverfisgötunni veitinga-
stað, þar sem áður var Banditos. Þau
áttu þann stað, en höfðu hann í út-
leigu. Hvað boðið verður upp á við
Hverfisgötuna, við hliðina á Regn-
boganum, þegar líða fer á vorið hef-
ur enn ekki verið látið uppi . . .