Pressan - 18.04.1991, Page 28

Pressan - 18.04.1991, Page 28
Ómar Ragnarsson snerist til varnar eftir að plata með laginu Karla- grobb var eyðilögð hjá Ríkisútvarpinu. Hann bannaði sjálfur tvö lög á næstu plötu sinni, til þess að koma i veg fyrir að hin lögin tíu færu í ruslafötuna. Ómar Ragnarsson, Kamarorg- hestarnir, Skapti Ólafsson, Hall- björg Bjarnadóttir, Trúbrot, Stuðmenn, Bubbi og Megas. í fljótu bragdi virðast þessir aðilar ekki eiga annað sameigin- legt en tónlistina. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í Ijós að lög með þessum tónlistarmönn- um hafa verið bönnuð í lengri eða skemmri tíma í Ríkisútvarp- inu. Plötur þeirra hafa verið eyðilagðar, stimplaðar í bak og fyrir með aðvörunarorðunum „Má ekki spi!a“, eða þær hafa án nokkurra skýringa horfið úr plötusafninu. KYNÞÁTTAFORDÓMAR Á sjötta áratugnum kom upp hörö andstaöa við rokktónlist meðai áhrifamanna í Bandaríkjunum. Siðavandir bandarískir borgarar dreifðu áróðursmiðum með slag- orðinu: „Leyfið ekki börnunun ykk- ar að kaupa negraplötur.'- Litið var á rokkið sem fyrsta skrefið á vegi glöt- unar. Misnotkun áfengis og kynlíf utan hjónabands voru bein afleiðing af rokkinu, samkvæmt skilningi siðapostulanna. Áhrifa Ku Klux Klan gætti sterk- lega í þessari hreyfingu og eitt helsta baráttumálið var að koma í veg fyrir að „svartir tónar" heyrðust úr útvarpsviðtækjum hvitra borg- ara. Hreyfingunni varð vel ágengt í fyrstu og sem dæmi heyrðist tónlist Little Richards aðeins í flutningi Pat Boone. Sama gilti um Chuck Berry, reynt var að þegja hann í hel. Síðar heyrðist af plötubrennum, Karlmannagrobb eftir að John Lennon lét þau orð falla að Bítlarnir væru frægari en Jesús. Kristnir Bítlaaðdáendur gengu þar með í lið með sómakærri borgarastéttinni sem taldi að nú væri lýðurinn á undanhaldi og stytt- ist í fullnaðarsigur. Nokkrum árum síðar uppgötvaði heimurinn Víetnam stríðið og þá brustu allar stíflur. Síðhærðir ungl- ingar þustu út á göturnar og sungu ádeilutexta Bob Dylans og hinna átrúnaðargoðanna. Hægri öfga- menn áttu fá tromp á hendi í barátt- unni næstu árin, en fundu samherja meðal trúarhópa og sjónvarps- presta. DJÖFLADÝRKENDUR DREGNIR FYRIR RÉTT Og nú var ráðist af hörku gegn djöfladýrkun í textum þungarokk- ara. Ásakanirnar voru þungar. Heilu hljómsveitirnar voru dregnar fyrir rétt og ákærðar fyrir meintan þátt í dauðsföllum fjölda ungmenna. Hljómsveitin Dead Kennedys var sýknuð, en leystist upp í kjölfar rétt- arhaldanna. Ozzy Osbourne og Jud- as Priest voru látnir svara til saka um fjölda sjálfsmorða unglinga og SAMVISKUBIT vafasamt innlegg til uppe.ldismála, en voru sýknaðir af þyngstu ásök- unum á grundvelli stjórnarskrárinn- ar. Baráttan gegn poppurum heldur áfram í Bandaríkjunum og hafa stór- stjörnur á borð við Prince, Mad- onnu og Michael Jackson fengið að finna fyrir því. Fyrir aðeins sjö árum voru myndbönd með Michael Jack- son á bannlista hjá myndbandarás- inni MTV. Eina skýringin var hör- undslitur poppgoðsins, sem þó var búinn að fara í lýtaaðgerð í þeim til- gangi að „hvítþvo" sig. HYSTERÍA Á BBC Sama hysterían hefur loðað við breska ríkisútvarpið BBC. Á bann- lista þar á bæ hafa verið lög eins og „Let's Spend The Night Together" með Rolling Stones, „Give Ireland Back To The Irish" með Paul McCartney og „Birmingham Six" með The Pogues. Meðan Persaflóastríðið stóð sem hæst var rykið aftur dustað af gömlu ritskoðunargleraugunum hjá BBC. Gefinn var út sérstakur bann- listi með mörgum af perlum síðari ára: Friðarsöngur John Lennons, „Give Peace A Chance" var algjör- lega bannaður, „I Shot The Sheriff" með Eric Clapton, „Walk Like An Egyptian" með The Bangles og múslimurinn Cat Stevens mátti þola algjört straff. HÆNUHANA- GREY BROTIÐ í BEINNI ÚTSENDINGU Á íslandi hefur ritskoðunarárátt- an einnig loðað við, en með mun óskipulagðari hætti en tíðkast í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fyrsta platan sem bannað var að leika í út- varpi kom út árið 1955, „Björt mey og hrein" með Hallbjörgu Bjarna- dóttur og „Vorið er komið . ..“ Það voru ekki textarnir sem fóru fyrir brjóstið á ráðamönnum heldur sú nýbreytni að djassa upp gömul þjóð- Megas, Magnús Þór Jónsson. Fyrsta platan hans „Megas" fannst ekki i plötusafninu þrátt fyrir itrekaða leit. Lisa Pálsdóttir og félagar í Kamarorghestunum. Ekki fínt að segja: „Samviskubit að fá sér á snipinn". Eg er nú svo gamall sem á grönum má víst sjá, með Gunnu minni blessaðri ég átján börnin á. í hartnær sextíu ár við höfum hangið saman tvö, og hún er áttatíu og eins en ég áttatíu og sjö. Ég er með einni blindri sem misst hefur sinn mann, en mærin er svo kölkuð að hún heldur að ég sé hann og kallar mig því Hannes þótt ég heiti reyndar Jón og hamingjan mun fylgja okkur nema hún fái sjón. (Fyrsta og síðasta erindið i texta Ómars Ragnarssonar) Samviskubit yfir að vera ekki heima hjá barni. Samviskubit yfir að fara út á kvöldin. Samviskubit yfir að fá sér á snípinn. (Brot úr texta Kamarorghestanna)

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.