Pressan - 25.07.1991, Page 8

Pressan - 25.07.1991, Page 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚLI 1991 AFSKRIHIB SEM ■ Foreldrar sem lent hafa í því að börnin hafa verið tekin frá þeim segjast varnarlausir gagnvart dómum barnaverndarnefndar OHÆFAR ■ MANMESKJUR Rannsóknar- og dómsvald er í höndum sömu aðila segir Einar Magnússon sem ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni var sviptur forræði yfir tveimur bömum þeirra. Undanfarið ár eða svo hafa birst harkaleg lesendabréf og kjallaragreinar í blöðum þar sem deilt er á störf Barnaverndarnefndar. Einkum hefur borið á athuga- semdum frá talsmönnum samtakanna Fjölskylduvernd- ar, en það eru samtök einstaklinga sem hafa misst for- ræði yfir börnum sínum. Það mál sem kannski mesta at- hygli hefur vakið undanfarið er mál Annýjar Margrétar Olafsdóttur er átti að svipta forsjá með nýfæddu barni sínu, en hún hafði lent í kasti við Barnaverndarnefnd fjórum árum áður. Margir sem eiga um sárt að binda eftir slík mál halda fram að þeir reki sig á vegg í kerfinu. Barnaverndarnefnd er pólitískt skipuð fimm manna nefnd og er úrskurður hennar í barnaverndarmálum bindandi að öðru leyti en því að hægt er að áfrýja honum til Barnaverndarráðs. Dómar, rannsóknir og refsivald eru því í höndum sömu aðila, og hefur málsmeðferðin m.a sætt gagnrýni vegna þess. ,,Það vill einkenna þessi mál að öll umræða um þau er einlit og markast af því að við erum bundin trúnaðarskyldu og getum því ekki tjáð okkur um einstök mál,“ sagði Anni Haugen, félagsráðgjafi og starfsmaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. „Það er þó ljóst að all- ur málatilbúnaður af okkar hálfu miðar að velferð barnanna." Aðspurð sagði Anní Haugen að þau hefðu orðið vör við aukið álag síðustu árin: „Sifjaspellamálin liafa verið að koma meira fram í dagsljósið á síð- ustu árum, auk þess sem venjulegt fólk er aðþrengdara í fjármálum og lendir frekar í þroti með mál sín. Að- eins lítið brot af þeim málum, sem koma hér inn til vinnslu, fer inn á borð til Barnaverndarnefndar og aðeins brot af þeim málum, sem koma til kasta nefndarinnar, endar með forsjársviptingu. Þetta ber að athuga þegar þessi mál eru til um- ræðu. Æsifréttir um starfshætti Barnaverndarnefndar geta leitt til þess að fólk hræðist að leita sér þeirrar aðstoðar sem það þarf nauð- synlega með og á rétt á.“ MÁL KOMA INN MEÐ ÝMSUM HÆTTI „Það er með ýmsum hætti sem mál geta komið til kasta Barna- verndarnefndar," sagði Anní Haug- en. „Stundum kemur fólk hérna inn og biður um aðstoð og viðkomandi ráðgjafi verður var við að eitthvað meira er að. Stundum koma tilkynn- ingar frá nágrönnum og í sumum til- fellum eru það opinberir aðilar, svo sem læknar, kennarar eöa lögregla, en samkvæmt lögum um barna- vernd er hverjum sem verður var við vanrækslu barna skylt að til- kynna það. í einstaka tilfellum er um að ræða bráðamál, þar sem gripa verður strax til róttækra að- gerða. Þegar tilkynning berst er byrjað á að kanna aðstæður og reynt að fá sem besta mynd af högum og að- stæðum fjölskyldunnar. Því næst verður að meta þann stuðning sem hægt er að bjóða. Þar finnast mörg úrræði og má þar nefna fjárhagsað- stoð, tilsjónarmenn, stuðningsfjöl- skyldur og húsnæðisaðstoð, t.d. mæðraheimili. RÖNG MYND AF barnaVerndarnefnd Sú mynd sem margir hafa fengið af Barnaverndarnefnd er að hún komi á vettvang og fjarlægi börnin um leið og tilkynning berst. Sú Markvisst reynt að klippa á tiltinningatengsl mín við börnin „Þegar alll er komiÓ í þrot vill það verða þraulaleiuliiií’in aö fólk fer að hella íxiif brennivíiii oi> það iferðixt í mínu lilfelli," xaifði Einar Intjvi Mai’inixxon í xamlali við PRESSUNA, en liann lenti íþvi fyr- ir tveinmr áriiiii að börnin hanx Ivö oi’ fyrrverandi eij’inkonu lumx voru lekin afþeim oi’xett lilfóxlur- foreldra. „Eg missteig mig hrapallega á þessum tíma og fjárhagsvandræð- in uxu okkur yfir höfuð. Við tók- um þann kostinn að leita til Félags- málastofnunar eftir aðstoð. Sú að- stoð sem stofnunin býður upp á í tilfelium sem okkar er að það var hent í okkur nokkrum þúsundköll- um og ástandið batnaði lítið við það. F.g leitaði því einnig til geð- iæknis og tók þunglyndislyf og önnur róandi lyf að hans ráði. Hann vildi þó ekki meina í samtöl- um við mig að annað gengi að mér en kvíði og spenna vegna erf- iðra aðstæðna. Eitt kvöldið hafði ég drukkið mjög illa og okkur hjónunum varð sundurorða og ég henti og braut einhverja lausamuni í íbúðinni. Án þess að til handalögmála kæmi barst hávaðinn til nágrannannaog þeir kölluðu til lögreglu. Lögregl- an kom á vettvang og tilkynnti málið harnaverndarnefnd, þar sem börnin voru til staðar í íbúð- inni. 011 mistök sem ég hafði gert á lífsleiðinni voru dregin fram í dagsljósið hjá nefndinni en annað látið liggja á milli hluta. Kg var við nám í guðfræðideild Háskólans þegar þetta kom upp á og þurfti að sýna þeim ýmis plögg þaðan auk meðmæla frá presti sem var tíður gestur á heimili mínu. I gegnum árin hafði ég til dæmis unnið með börnum og unglingum og hafði góð meðmæli þaðan. Ekkert af þessu var tekið til greina. Þegar ég sagði ráðgjafanum í örvæntingu minni að ég hefði leitað mér að- stoðar hjá geðlækni var því einnig snúið gegn mér. Það hlýtur að telj- ast undarlegt í þjóðfélagi þar sem sálfræðingar og geðlæknar eru á hverju strái og fólk er hvatt til að nýta sér þjónustu þeirra. Geð- læknirinn var settur í hlutverk fé- lagsmálalögreglu og framvísaði skýrslu sem gekk algerlega í ber- högg við það sem hann hafði áður sagt við mig. Þessi maður sá ekki ástæðu til að virða neinn trúnað við mig í þessu sambandi. Mat læknisins hlýtur að teljast rangt í Ijósi þess að í dag, þegar ég er laus við lyfin sem hann sjálfur skammtaði mér. keyri ég strætis- vagn og með honum ferðast hundruð barna á hverjum degi. Ég stunda einnig námið eftir bestu samvisku en fæ samt ekki að um- gangast börnin mín tvö. Konan min var síðan tekin inn á teppið hjá nefndinni og henni sett- ir tveir kostir: annars vegar að skilja við mig eða að öðrum kosti missa frá sér bæði börnin. Hún tók auðvitað fyrri kostinn. Eftir það tók Félagsmálastofnun málin í sín- ar hendur og setti börnin á vist- heimili fyrir börn á vegum stofn- unarinnar og konunni minni var gert að mæta þar og læra að ala upp börn. Hún gerði allt sem fvrir hana var lagt samkvæmt bestu samvisku og mætti á heimilið. sem er við Mánagötu. klukkan átta á morgnana. þar sem alls kyns fræð- ingar og starfsfólk heimilisins skráðu og mældu þá athygli og al- úð sem hún sýndi börnunum þar til hún fór heim klukkan tíu á kvöldin. Fólk getur rétt ímyndað sér þá alúð sem hægt er að sýna við slík- ar kringumstæður. undir nálar- auga fólks sem var í huga stnum þegar búið að dæma hana von- lausa. Enda fór það svo að hún var dæmd óhæf til að ala upp börnin sín sökum þess hve hún sýndi þeim takmarkaða hlýju og athygli. Það er bæði athyglisvert og sorg- legt í þessu sambandi að annað barnið höfuðkúpubrotnaði á þessu sama vistheimili og það vor- um við hjónin sem bentum á það við heimsókn að ekki væri allt með felldu með drenginn. Það er bæði til skvrsla frá læknum og lög- reglu sem lýtur að þessu slvsi. en málið var þaggað niður. Slysin gera auðvitað ekki boð á undan sér, en ég er hræddur um að þetta hefði verið notað af barnavernd- arnefnd ef slysið hefði hent barnið í umsjón okkar hjónanna. Börnunum var síðan komið til vel stæðra fósturforeldra sem fengu greitt með þeim mun meira en við höfðum getað fengið sem

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.