Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚLÍ1991 FJOLMIÐLAR Útgefandi: Blað hf. Fram k væ m d astj ó ri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson. Augiýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Ritstjórn, skriístoíur og auglýsingar: Hveríisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftlr lokun skiptiborös: RJtstjóm 621391, dreifing 621395, tæknideíld 620055. Áskriftargjaid 550 kr. á mánuöi. Veröí lausasölu 170 kr. eintakiö. Ríkisstjórnin aöstoöar apótekara Þaö er margt skrítið í kýrhausn- um á ríkisapparatinu. Á sama tíma og ríkisstjórnin gefur út hverja yf- irfýsinguna á fætur annarri um að hún sé hætt aö styðja viö bakið á atvinnufyrirtækjum í vandræðum lánar hún Pharmaco rúmar 30 milljónir í áhættulán vegna fiskeld- is. Pharmaco er sem kunnugt er vellauðugt fyrirtæki í eigu apótek- ara. Það hefur ásamt dótturfyrir- tækjum sínum hlaðið upp auði á lyfjasölu og -framleiðslu. A undan- förnum misserum hefur fyrirtækið síðan fært út kvíarnar og keypt fjöldann allan af fyrirtækjum í öðr- um atvinnugreinum. Nú siðast keypti Gosan, dótturfyrirtæki Pharmaco, stóran hlut í veitinga- staðnum Berlín fyrir um 14 millj- ónir. Á sama tíma og apótekararnir koma ár sinni betur fyrir borð hef- ur útsöluverð lyfja til almennings verið hækkað. Álagning apótekar- anna er hins vegar óbreytt. Og á meðan þessu fer fram réttir ríkisstjórnin apótekurunum hjálp- arhönd með því að veita þeim rúmlega 30 milljóna króna lán á lágum vöxtum og með ríkis- ábyrgð. Sjálfsagt botna fáir í til hvers það var gert. Kemur ríkisstjórninni yf- irhöfuð við í hvaða braski apótek- ararnir eru? Af hverju var þeim ekki sagt að nota í fiskeldið pen- ingana sem þeir lögðu í veitinga- staðinn? Blaöastyrkir og flokkastyrkir Samhliða því að skera nið- ur kaup ríkisins á dagblöðum ætti Friðrik Sophusson að taka til endurskoðunar tvo liði fjárlaga: Styrki til blaða- útgáfu samkvæmt tillögum stjórnskipaðrar nefndar og til útgáfumála samkvæmt ákvörðun þingflokka. Á yfir- standandi ári fara rúmar 93 milljónir af skattpeningum landsmanna í þessa tvo liði. Þótt dagbiöð og tímarit fái á endanum hluta af þessum fjármunum er ekki rétt að kalla þetta blaða- eða útgáfu- styrki. Flokkunum er full- komlega í sjálfsvald sett hvort þeir láta eitthvað af hendi rakna til málgagna sinna eða APAPLÁNETAN ENDURSÝND „Það er dæmigert fyrir óþolandi hugarfar Islendinga, að lögreglustjóraembættið í Reykjavík skuli láta viðgangast, að miðbærinn breytist í apabúr á nóttunni." Jónas Krlstjánsson rltstjórl. Sighvatur heppni „Sigfwatur er heppinn áð hafa mig en hemn veit ekki af því.“ Lára Halla Maack réttargeðlæknlr. Þá er hvalkjötið betra! „Það orðspor fer af mér hér í Bretlandi að vera lítt hrifinn af grænmetisfæði." John Gummar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Breta. nota styrkinn til að fjár- magna kosningabaráttu eða til daglegs rekstrar á flokks- skrifstofunum. Það er því réttnefni að kalla þessa tvo liði styrki til stjórnmála- flokka. Sjálfstæðisflokkurinn, sem fær stærsta hlutann af styrknum, lætur þannig ekk- ert af hendi til dagblaða. Og um leið og eðlilegt er að umskíra þessa tvo liði er rétt að sameina þá. Það er óskilj- anlegur leikur að hafa þá í tvennu lagi þar sem sama nefndin sér um að útbýta þeim á milli flokkanna. Þegar þessu er lokið geta menn síðan farið að velta fyr- ir sér hvort yfirhöfuð eigi að styrkja útgáfu blaða og tíma- rita og hvort rétt sé að sá styrkur sé tvöfalt hærri en framlag ríkisins til Listasafns íslands. Og ef menn vilja blaðastyrk er eðlilegt að hann renni til þeirra sem gefa út blöð en ekki þeirra sem reka Valhallir. Og þegar því er lokið geta menn síðan spurt hvort skatt- greiðendur eigi að styrkja. stjórnmálaflokka. Og ef menn svara því játandi er eðliiegt að kalla þá styrki réttum nöfnum í fjárlögum. Gunnar Smári Egilsson „Án þessara eðlisþátta verða hvorki til listir né lifandi sam- félög, heldur eitthvað þver- pólitískt á borð við þá kven- vísindalegu skýringu á grútnum á Hornströndum, að hann sé hvalabrundur." GUÐBERGUR BERGSSON RITHÖFUNDUR. landbúnað er það að hann hefur ekki verið aflögufær með fé enda hafa peningar gengið þangað úr ríkissjóði.“ Davíö Oddsson forsætisráöherra. KURTEiSIR HUNVETNINGAR „Það er ekki siður í Húnaþingi að leita í farangri fólks og gera eigur þess upptækar.“ Jón fsberg sýslumaður. Gúrkutíöin horfin „Við þurfum ekki lengur að notast við hálfgerðar dönskuslettur um fréttalaus tímabil. Bragðmikið íslenskt orð er komið í staðinn: Grútartíð.“ Bjöm Dagbjartsson matvælafræðlngur. að setja hattinn? Hvar á Stjórnarmyndunin í vor var áfall fyrir þá marga sem von- uðu að vaxandi samvinna frjálslyndra félagshyggju- manna bæri með sér breytt valdahlutföll, skynsamlega landstjórn vinstra megin við miðju, og nýja skipan fylk- inga. En þetta er búið og gert. Forysta krata ákvað að reyna mexíkanska bófaflokkinn. Verði þeim að góðu. Þetta eru annars vandræði' með forystumenn í stjórn- málum. Þeir hafa bæði annað tímaskyn og önnur hugðar- efni en almennir áhuga- menn, hugsa fyrst og fremst um andartakið, og aðallega um sjálfa sig. Þessvegna á að líta á forystumann svipað og góðan fótboltamann, — þarf- ur en aldrei ómissandi. „Don’t follow leaders," sagði Dylan. Fylgið ekki foringjum. Forystumenn aka seglum eftir vindi, og leiðtogar Al- þýðuflokksins hafa lengi ver- ið frægir fyrir listfengi við þá íþrótt. Hún hefur að vísu bitn- að nokkuð á farkostinum, og engin furða að nú horfa flokksmenn undrandi í kring- um sig á siglingunni. Um daginn var einmitt haldinn fundur um þetta í Al- þýðuflokknum. Og þar voru nýjungar. Sá stjórnmálagern- ingur sem greinilega spratt annarsvegar af ásetningi iðn- aðarráðherra og hinsvegar af þreytu og pirringi — sem virð- ist eitt helsta hreyfiafl í stjórn- málastarfi Alþýðuflokksins, þessi gerningur hefur nú eignast nýtt samhengi. Samstaða jafnaðarmanna var misskilningur, og hin nýja djarfa veröld í stjórnarráðinu einfaldlega upp komin til þess að gegn ógurlegum mið- stýringarflokkum geti sam- einast hin heiðríku öfl: frá Schram-fjölskyldunni til Dav- íðs og útí Hörð í Eimskip. Marx (— Karl Marx, þýskur blaðamaður á 19. öld) sagði um hugmyndafræði (nema auðvitað sína eigin) að hún væri fyrst og fremst afsökun og réttlæting, sprottin af efn- islegum aðstæðum, gerðum hlut, í senn sjálfsefjun og valdatæki. Hraust framfara- fólk í Alþýðuflokknum og á jaðri hans þarf nú að stíga of- ur gætilega til jarðar að ekki hríni á því þessi orð gamla mannsins. Vissulega er rétt að í stjórn- málum samtímans eru að skerpast skil milli afturhalds og skynsemi í til dæmis at- vinnumálum og ríkisfjármál- um. Þau skil ganga þvert á flokka, eru skýr í miðjum Sjálfstæðisflokknum en líka til í Alþýðuflokknum, og ganga um endilangt Alþýðu- bandalagið, og hafa þó skyn- semismenn haft undirtökin uppá síðkastið. Þessi pólitíska jarðsprunga getur því illa orðið grunnur samstarfsins við fjölskyldurnar fjórtán. Hinsvegar væri beinlínis hættulegt fyrir skynsama krata að rúissa sjónar á öðr- um mikilvægum stjórnmála- skilum. Tíðindi síðustu vikna hafa þannig vakið athygli á þætti húmanismans í stefnu jafnaðarmanna, mannúðar- Pólitíkusinn sem allir halda aö sé hættur í pólitík Það er einhvern veginn ómögulegt að muna að Ragn- ar Arnalds er ekki hættur í pólitík. Hann hefur allt til þess að bera að vera hættur. Hann er orðinn að nokkurs konar „grand old man“. Það er varla hægt að gera aðrar kröfur til hans í pólitík en að hann birti annað slagið grein- ar þar sem hann sussar á þá sem eru með ólíkindalæti og rifjar sitthvað upp úr fortíð- inni sem vert væri að gefa gaum. Og síðan þyrfti hann náttúrlega að skrifa heil ósköp um eigin afrek í gamla daga eins og gömlum hund- um er svo tamt. En það skrítna er að hann er bara ekki hættur. Hann vaknaði til dæmis upp með andfælum fyrir kosningarnar í vor og hélt langar ræður um veginn til Siglufjarðar og höfnina á Blönduósi. Og þá áttuðu sig allir á því að stjórnmál á Is- landi snúast að mestu um eitthvert bölvað húmbúkk. Það er nefnilega svo ein- stefnu sem ekki er síðri grundvöllur velferðarsamfé- lagsins en tæknileg skynsemi í atvinnumálum. Og önnur mikilvæg skil sem við höfum verið minnt á í sumar er heil- brigð lýðræðishyggja, gegn skrifræði og teknókrötum. Eftirfarandi spakmæli brosti til mín uppúr málfræði- bók um daginn. Það er á tungumálinu taki- taki sem er enskt kreólmál í Súrínam og hljóðar svo, hrá- þýtt innan sviga: Effí jú sei jú hedde (eftir þú selur höfuð), te jú bæ hattí (þá þú kaupir hatt), pe jú pottí eng? (hvar þú setja hann?). Nákvæm merking er mér enn ekki alveg ljós. En þeir í Jafnaðarmannaflokki íslands skilja þetta kannski betur. kennilegt að það er hægt að hafa gaman af því að sjá Pál Pétursson og aðra slíka gösl- ast áfram í kjördæmapotinu. En þegar virðulegt leikrita- skáld á borð við Ragnar Arn- alds fer með textann hans Páls verður hvort tveggja hjá- rænulegt; leikskáldið en þó sérstaklega textinn. Þetta er álíka og að hlusta á Peter Sell- ers fara með Hard Days Night eftir John Lennon. En hvers vegna í andskot- anum er Ragnar þá ekki hættur? Sjálfsagt vegna þess að hann er Páll Pétursson inn við beinið. Það vorum bara við hin sem bjuggum okkur til mynd af þessu virðulega leik- skáldi. En Ragnari er miklu tamara að leika kjördæma- potara í pólitíkinni en leik- skáldið. 1 raun hefur hann aldrei reynt að samhæfa þetta tvennt. Þegar hann er að skálda er hann í fríi frá pólitík og þegar hann neyðist til að snúa sér aftur að pólitík verður hann samstundis að sama kjördæmapotaranum og hann var. Og þeir sem líta yfir síðasta kjörtímabil sjá að Ragnar var mikið að skálda því að varla sást tangur eða tetur af stjórnmálamannin- um Ragnari á þessum fjórum árum. Og það á líka sinn þátt í því að okkur fannst Ragnar vera að fara með textann hans Páls en ekki sinn eigin. Þó að kjördæmapólitíkin sé svipuð hjólreiðum, þannig að sá sem einu sinni hefur lært að hjóla tapar aldrei niður kunnátt- unni, má samt alltaf sjá það þegar fólk dregur fram hjólið eftur áratuga hlé. Og þegar maður sér hálfryðgaðan Ragnar við hliðina á vel- smurðum Páli finnst manni að Ragnar sé að drattast þetta á eftir honum. En Ragnar var ekki að reyna að apa eftir Páli. Hann var að reyna að rifja upp hvernig hann, Ragnar Arn- alds, var meðan hann var upp á sitt besta heima í héraði. ÁS o o 5ÍCZfl AO EiM AF mnum 06 \f ÁUA f&iHGAVA SÉRSVBiTÍR (£ÍTA 'akAVT AÐ H>LFDÁM«‘ PjV/ UAHt e<j SWÍ srsr; PEMÍMGUajiAMJj p.^ig tXAHiAaT 0C &TTWCGT STÓPT MAMNv/iR.»cr Ú.R. STfifJi J

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.