Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚLÍ1991 Pharmaco hf. FÉKK 30 MILLJÚNA RÍKISÁBYRGBARLÁN OFANÍ145 MILLJÓNA HAGNAB Á sama tíma og ljóst er að gríðarlegur hagnaður er af rekstri lyQafyrirtækisins Pharmaco hf. er tekin ákvörðun um að lána fyrirtækinu 30 milljónir króna í ríkisábyrgð. Sú lánveiting er hluti af lokalánveitingum hins opinbera til fískeldis og er á afar hagstæðum kjörum. Fyrirtækjasamsteypan Pharmaco hf. fékk nýlega út- hlutað 30 milljónum króna í rekstrarlán vegna fiskeldis- starfsemi fyrirtækisins. Um er að ræða ríkisábyrgðarlán á afar hagstæðum kjörum. Fyrirtækið á engin fiskeldis- fyrirtæki en hefur rekstur tveggja gjaldþrota fyrirtækja á leigu. Leigan er afar hagstæð; fyrir rekstur íslandslax greiðir Pharmaco 550.000 krónur á mánuði en fyrir rekstur Laxalindar greiðir fyrirtækið ekkert. Nú mun liggja fyrir að hagnaður af rekstri Pharmaco á síðasta ári var 145 milljónir króna, þannig að fyrirtækið virðist síður en svo þurfa á niðurgreiddum lánum að halda. Nýlega var úthlutað til örfárra fiskeldisfyrirtækja rekstrarlánum, sem eru hugsud sem lukalán til fisk- eldis. Pharmaco hf. fékk hæstu upp- hæðina, 30 milljónir króna, og er þaö í takt við úthlutunarreglur þær sem unnið var eftir, en þar var tekið mið af veðhæfni og framleiöslu- magni. Þetta mun duga fyrir rekstr- arkostnaði við fiskeldisstarfsemi fyrirtækisins í tvo eða þrjá mánuöi. Pharmaco hf. á enga laxeldisstöð en hefur rekstur tveggja slíkra á leigu. Annars vegar rekstur þrota- bús íslandslax við Grindavík og hins vegar rekstur Laxalindar, sem er fyrirtæki stofnað af kröfuhöfum í þrotabú Lindalax. BORGA 550.000 KRÓNUR í •LEIGU Á MÁNUÐI Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR greiöir Pharmaco 550.()()() krónur á mánuöi, miðað við verðlag í desember síðastliðnum, fyrir rekst- ur Islandslax eða 7,2 milljónir króna á ári. Fyrir rekstur Laxalindar greið- ir Pharmaco ekkert. Pað eru ekki háar upphæðir, í Ijósi þess að fast- eignamat þessara fyrirtækja er taliö í milljöröum króna. Þá hefur Phar- maco forkaupsrétt gagnvart íslands- laxi og getur hvenær sem er leyst til sín fyrirtækið og yrði kaupverðiö þá 350 milljónir króna, miðaö við des- emberverðlag. Leigusamningurinn er til fjögurra ára, frá síðustu ára- mótum að telja, og gildir forkaups- réttur Pharmaco allan þann tíma. Það liggur í augum uppi að samn- ingsstaöan gagnvart Pharmaco hef- ur verið rýr, sem sést meðal annars á því að eftir því sem komist verður næst greiöir fyrirtækiö fyrir fiskinn, sem það keypti af þrotabúinu, jafn- óðum og honum er slátrað. LÁNIN SKRÁÐ Á PHARMACO Það eru Islensk matvæli, dóttur- fyrirtæki Pharmaco, sem sjá um rekstur fiskeldisfyrirtækjanna og sagði Sii’ardur Hjörnsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, að þessi rekstrarlán yrðu notuð til rekstrar beggja fyrirtækja, þ.e.a.s. ís- landslax og Laxalindar. Sagði hann enda að upphæðin væri merkt Pharmaco sem sliku en ekki öðru hvoru fyrirtækjanna. Er rekstur fiskeldisfyrirtækjanna hluti af rekstri Pharmaco. Það kom fram hjá lni(imari Jó- hannssyni. formanni úthlutunar- nefndar rekstrarlánanna, að þaö væri Pharmaco sem væri í ábyrgð fyrir láninu. Virðist því veðhæfni á fisk fyrirtækisins ekki skipta miklu, sem var þó ein af úthlutunarreglun- um sem unniö var eftir. Lánin sem hér um ræöir eru tekin á ríkisábyrgð og eru til sjö ára — þar af afborgunarlaus fyrstu þrjú árin. Þau eru verðtryggð en bera aðeins 5% vexti, sem er töluvert undir markaðsvöxtum. í ár verður úthlutaö 150 milljón- um og sömu upphæð á næsta ári. Kom fram hjá Sigurði að fyrirtækið mundi ,,aö sjálfsögöu" sækja um þá og staðfesti Ingimar að Pharmaco hefði rétt til að senda aftur inn um- sókn að ári liðnu. Hinar gífurlegu eignir íslandslax eru nú leigðar á 550.000 krónur á mánuði. milljónir króna fyrir skatta. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 980 milljónir króna. Pharmaco hefur, ásamt lyfjafyrir- tækinu Delta, verið þungamiðjan í fyrirtækjaveldi Werners Rasmus- sonar, apótekara í Ingólfsapóteki. Hefur Pharmaco á undanförnum ár- um keypt og selt fyrirtæki og í sum- um tilvikum notið töluverðs skatta- hagræðis. Slíku mun þó ekki vera til að dreifa varðandi laxeldisfyrirtæk- in, en þau skipta hins vegar tölu- verðu máli upp á rekstur islenskra matvæla í Hafnarfirði, en þar er lax- inn méðal annars unninn í neyt- endaumbúðir. Fyrirtækið íslensk matvæli varð til við samruna Norð- urstjörnunnar hf. í Hafnarfirði og ís- lenskra matvæla hf. Mun fyrirtækið nú hafa sömu kennitölu og Phar- maco og vera rekið sem undirdeild í því. Eftir því sem komist verður næst greiðir Pharmaco engan tekju- skatt fyrir síðasta ár, vegna yfirfær- anlegs taps hjá dótturfyrirtækjum. FRAMKVÆMDASJÓÐUR OG FISKVEIÐASJÓÐUR ENN í FRAMKVÆMDUM HJÁ ÍSLANDSLAXI Nú hefur veriö ákveðiö að verja ekki frekari fjármunum til fiskeldis en þeim 300 milljónum króna, sem þegar hefur verið ákveðið að vejta í sérstök rekstrarlán. Þrátt fyrir það virðist Ijóst að opinberir fjárfesting- arlánasjóöir veröi áfram að setja peninga í það. Núverandi eigendur íslandslax. eða réttar sagt þrotabús fyrirtækis- ins. eru Framkvæmdasjóður ís- lands. sem á 35%, og Fiskveiðasjóð- ur, sem á 65%. Frá áramótum hafa staðiö yfir margvíslegar fram- kvæmdir og lagfæringar sem þessir aðilar hafa þurft að kosta. Margar þessara framkvæmda voru orðnar aðkallandi. enda hafði reksturinn verið meö þeim hætti undir lokin að viðhald var nánast látið eiga sig. Meðal þess sem hefur þurft að gera er að skipta um vatnsleiðslu að stöðinni og lagfæra stæði undir hana. Einnig þurfti að lagfæra bor- holu fyrir heitt vatn og bæta dælu- búnaðinn. Mun það hafa veriö ákveðiö af bústjórunum fyrir ára- mót. Þá þurfti viðgerðir á rafmagns- búnaði. Eftir þeim upplýsingum sem PRESSAN hefur aflað sér virðist Sigurður Már Jónsson mega álykta að þessar framkvæmd- ir kosti tugi milljóna en starfsmaður Fiskveiðasjóðs, Hinrik Greipsson, neitaði því — taldi upphæðina ná- lægt 10 milljónum króna. 145 MILUÓNA HAGNAÐUR PHARMACO Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR varð hagnaður lyfjafyrir- tækisins Pharmaco á síðasta ári 145 Fyrirtæk Werners Ras- mussonar, Pharmaco, fékk 30 milljóna króna rikisábyrgðar- lán um leið og kemur i Ijós að hagnaður síðasta árs var 145 milljónir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.