Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRMSSAM 25. JÚLÍ 1991 7 Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður kærði til landbúnaðarráðuneytisins eftir að hreppurinn framseldi jörðina til Jóns Magnúsar og Hrafnhildar og þau gerðust ábúendur þar. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra ógiltl ákvörðun hreppsnefndarinnar, sem þýðir að ungu hjónin verða að víkja fyrir Ólafi þingmanni. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra ógilti forkaupsrétt Stafholtstungnahrepps að bújörðinni Efranesi fyrir skömmu og kom jörðinni þar með í eign Ólafs Þ. Þórðarsonar alþingismanns. Hreppsnefndin ætlar ekki að una þessu og undirbýr nú málsókn á hendur ráðherranum. Engin fordæmi eru fyrir því að ráðherra ógildi forkaupsrétt með þessum hætti. Landbúnaðarráðuneytið lét í síðustu viku ógilda þá ákvörðun sveitarstjórnarinnar í Stafholtstungnahreppi í Mýrasýslu, að neyta forkaupsréttar síns til að ganga inn í kaupsamning að jörðinni Efranesi í Stafholtstungna- hreppi. Samninginn hafði eigandinn gert við Ólaf Þ Þórdarson, þingmann og bónda á Vilmundarstöðum. Sveitarstjórnin seldi jörðina aftur ungum hjónum, sem nú eru ábúendur í Efranesi. Ólafur vildi aftur á móti ekki sæta þessari niðurstöðu og kærði til landbúnaðarráðu- neytisins, sem felldi forkaupsrétt sveitarstjórnarinnar úr gildi. Jón Höskuldsson, lögfræðingur ráðuneytisins, segist ekki muna til þess að það hafi verið gert áður. Loka- ákvörðun í málinu var í höndum Halldórs Blöndal land- búnaðarráðherra. Eigandi jarðarinnar Efraness í Stafholtstungum var Ásclís Jóhann- esdóttir. fvrrverandi kennari í Revkjavík. og hafði hún í mörg ár leigt jörðina til ábúðar. í vor auglýsti hún hana til sölu og fékk þá meðal annars kauptilboð frá Olafi Þ. Þórd- arsyni. þingmanni og bónda á \'il- mundarstöðum i Reykholtshreppi. og hjónunum Júni Magnúsi Kuturín- usarsyni og Hrafnhildi Björnsdóttur. sem búsett hafa verið í Revkjavík en hafa bæði stundað búfræðinám. As- dís tók tilboði Ólafs. sem hljóðaði upp á 10.250.000 krónur. Þegar kaupsamningur hafði verið gerður ákvað sveitarstjórn Staf- holtstungnahrepps að neyta for- kaupsréttar síns. sem hún hefur samkvæmt jarðalögum. og ganga inn í kaupsamninginn. Hreppurinn framseldi jörðina strax til Hrafnhild- ar og Jóns gegn sömu skilmálum og yoru i samningnum milli Ólafs og Ásdísar. ÓLAFUR KÆRIR TIL RÁÐUNEYTISINS Hrafnhildur og Jón Magnús eru nú ábúendur í Efranesi. en þau tóku við búinu þegar gengið hafði verið frá kaupunum í lok maí. Ólafur Þórðarson sætti sig ekki við það að sveitarstjórn Stafholts- tungnahrepps nýtti forkaupsrétt sinn og lagði inn kæru til landbún- aðarráðuneytisins, þar sem hann fer fram á að forkaupsrétturinn sé gerð- ur ógildur. Kæran var í fimm liðum t)g féllst ráðuneytið á fjóra þeirra: Að sveitarstjórnin hafi ekki gætt réttar- og lagasjónarmiða eða fariö eftir jafnræðisreglum, að ólögmæt sjónarmið liggi að baki ákvörðun sveitarstjórnarinnar og hún hafi beitt valdníðslu, að einn hrepps- nefndarmanna hafi verið vanhæfur og að sveitarstjórnin hafi ekki kann- að alla málavexti og atriði sem lágu til grundvallar ákvörðuninni um að bjóða jörðina öðrum til kaups. Á þessum kæruatriðum byggist úrskurður Halldórs Blöndal land- búnaöarráðherra, sem ógildir þá ákvörðun sveitarstjórnarinnar að neyta forkaupsréttar síns. VILL TRYGGJA BÚSETU í HREPPNUM En hvers vegna vildi sveitarstjórn- in neyta forkaupsréttar og koma þannig í veg fyrir að Ólafur Þóröar- son eignaðist jörðina? Jón Þór Jón- asson, oddviti hreppsins, segir ástæðuna fyrst og fremst þá aö sveitarstjórnin vilji tryggja að jörðin s'é setin. ..Jörðinni fylgir mjólkurfram- leiðsluréttur og við töldum búsetu tryggja það best að sá réttur væri nýttur. Okkur fannst meiri líkur á að núverandi ábúendur gerðu það en maður sem ætlar að gera það með aðkeyptum vinnukrafti, því reynsl- an hefur sýnt að það hefur ekki lán- ast að vera með mjólkurframleiðslu nema vera í því sjálfur," sagði Jón Þór. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hefur Ólafur verið með hrossabúskap á Vilmundarstööum, en hann leigir þá jörð. Hún er án framleiðsluréttar. FORKAUPSRÉTTAR- ÁKVÖRÐUN DÆMD ÓGILD Þeir sem PRESSAN ræddi við sögðust ekki muna eftir því að ráðu- neytið hefði áður úrskurðað for- kaupsréttarákvörðun sveitarfélags ógilda og það staðfesti lögfræðingur ráðuneytisins, Jón Höskuldsson, í samtali við PRESSUNA. „Það hefur áður gerst aö mál af þessu tagi hafi verið kærð, en ekki að felld hafi verið úr gildi forkaups- réttarákvörðun. Að minnsta kosti ekki svo ég muni," sagði Jón Hös- kuldsson. Hann taldi þó ekki óeðlilegt aö ráöuneytið gripi til þess ráðs. „Þótt lög geri ráð fyrir að sveitarfélög eigi þennan forkaupsrétt, þá þarf eitt- hvað í aðstæðum að vera þannig að ástæða sé til þess að sveitarfélögin grípi inn í. Kannski vantar þau betri leiðbeiningar um það hvernig þau eiga að fara aö i þessum málum.1' Jón taldi það ekki næg rök að benda á að Ólafur Þórðarson væri þingmaður og því óhjákvæmilega mikið fjarverandi. „Menn eru ekki þingmenn til eilífðar og það eru ótal dæmi þess að búskapur sé byggður á aðkeyptum vinnukrafti," svaraði Jón Höskuldsson þegar ummæli oddvitans voru borin undir hann. BREYTIR STÖÐU SVEITARFÉLAGANNA Eins og áður segir virðast ekki vera fordæmi fyrir því að ráðuneyt- ið hafi vefengt hæfni sveitarfélags til að fjalla um forkaupsrétt sinn. „Við teljum þennan úrskurð ráðuneytis- ins ganga gegn því sem tíðkast hef- ur í þessum málum og að hann eigi eftir að breyta stöðu sveitarfélaga í framtíöinni hvað varðar forkaups- rétt þeirra, hvort sem er á lóðum eða jörðum," sagði Jón Þór. Hvað varðar þann lið kærunnar frá Ólafi, þar sem bent er á van- hæfni eins hreppsnefndarmanna, þá gerði sá kauptilboð í Efranes og var af þeim ástæðum ekki talinn fær um að taka hlutlausa afstöðu til málsins. ÚRSKURÐURINN KÆRÐUR? Sveitarstjórn Stafholtstungna- hrepps getur kært úrskurð landbún- aðarráðuneytisins og fer málið þá fyrir dóm. Engin ákvörðun hefur verið tekin ennþá um hvort það verður gert, en sveitarstjórninni varð kunnugt um úrskurð ráðuneyt- isins á mánudag. Samkvæmt hon- um er Ólafur Þórðarson nú eigandi jarðarinnar Efraness, en Hrafnhild- ur Björnsdóttir og Jón Magnús Kat- arínusarson eru ábúendur. Að minnsta kosti er staðan slík meðan ekki liggur fyrir endanlegur dómur i málinu, því allar líkur benda til að sveitarstjórnin kæri þennan úrskurð ráðherrans, sem ekki virðist eiga sér fordæmi. Margrét Elisabet Ólafsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.