Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 15

Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 15
FIN.MTUDAGUR PKESSAN 25. JÚLÍ 1991 15 Völundarhúsið DÚTTURFYRIKTÆKISHIN- TAKS VERDIFENGID TIL AD LJÚKA FRAMKVÆMDUM gjaldþrot Steintaks seldi fyrir- tækið Völundarverki steypu- mótin sem þarf til þess að halda áfram byggingarfram- kvæmdum. Nú eru allar líkur á því að stjórnendur hins nýja hlutafélags láti það verða sitt fyrsta verk að semja við Völ- undarverk, sem í raun er dótturfyrirtæki Steintaks. „Við getum ekki verið með neina tilfinningasemi í þessu máli,“ sagði íbúðareigandi í húsinu í samtali við PRESS- UNA, en húsbyggjendurnir urðu fyrir miklu fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Steintaks. „Við viljum að sömu menn ljúki byggingunni og byrjuðu. Þ.e. menn sem rata um lóðina og vita að hverju þeir ganga. Við höfum bara ekki efni á því að hugsa um fortíðina í þessu rnáli." Þróunarfélagið Afskrifar 70 milljónir vegna fiskeldlsins Gunnlaugur M. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarfé- lagsins, situr í stjórnum 11 fyrirtækja á þess vegum. Eitt þeirra opinberu fyrir- tœkja sem tapad hafa veru- legum upphcedum vegna fiskeldisins er Þróunarfélag íslands hf. Hefur félagid af- skrifad um 70 milljónir kóna vegna fódurkaupalána sem þad veitti nokkrum fiskeldis- stödvum, en upplýsingar um þetta koma fram í ársreikn- ingi fyrir 1990. Tap Þróunarfélagsins á síð- asta ári var 39,5 milljónir króna. Rekstur fyrirtækisins breyttist þó á síðasta ári í þá veru að það hætti að veita áhættulán eins og það hafði gert frá upphafi. Þess í stað miðast starfsemi þess ein- göngu við að leggja hlutafé til nýrra fyrirtækja. Þá hefur eignarstaða fyrirtækisins breyst mikið, því það hefur orðið að leysa til sín miklar eignir í kjölfar gjaldþrota. Þróunarfélagið á hlutafé í 20 fyrirtækjum en eitt þeirra varð gjaldþrota fyrir skömmu. Það er fyrirtækið lcelandic Crown, sem var sölufyrirtæki starfrækt í Hamborg. Hjá Þróunarfélaginu vinna fjórir starfsmenn og voru laun og launatengd gjöld um 10 milljónir króna. Greiðslur til fimm stjórnarmanna, þeirra Ólafs Davídssonar, Björgvins Vilmundarsonar, Dagbjarts Einarssonar, Er- lends Einarssonar og Magn- úsar Gauta Gautasonar, námu 2,4 milljónum eða um 40.000 krónum í mánaðar- laun til hvers stjórnarmanns. Starfsmenn Þróunarfélags- ins eru iðnir við að sitja í stjórnum hlutafélaga á þess vegum. Að sjálfsögðu situr Gunnlaugur M. Sigmunds- son, framkvæmdastjóri fé- lagsins, í flestum þeirra. Hann situr í stjórnum eftirtal- inna fyrirtækja: Fjölnemar hf„ GKS hf„ Hlaðbær . Colas hf„ lcelandic Crown (sem nú er gjaldþrota), Marel hf„ Tölvusamskipti hf. Silfurberg hf„ íslenska eignarhaldsfé- lagið hf„ Hagþróun hf„ ísteka hf. og Kögun hf. í síðustu fjór- um fyrirtækjunum er hann einnig framkvæmdastjóri. Aðrir starfsmenn Þróunar- félagsins, þau Hreinn Jakobs- son og Sigrún Edda Jónsdótt- ir, eru einnig iðin við að sitja í stjórnum félaga sem Þróun- arfélagið á hlut að. í þremur fyrirtækjum, þar sem Þróun- arfélagið á allt hlutaféð, situr bara starfsfólk félagsins. Fulltrúar frá Reykjavíkur- borg, íslandsbanka og Húsfé- laginu Völundi vinna nú aö stofnun nýs hlutafélags sem á aö taka ad sér að semja um lokafrágang á stórhýsinu á Völundarlóðinni. Fram- kvœmdir hafa legið niðri síð- an Steintak hf. varð gjald- þrota í febrúar á þessu ári. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er áformað að heildarhlutafé verði rúmlega 42 milljónir. Þar af mun Is- landsbanki leggja fram 17 milljónir og Reykjavíkurborg 9. íbúðareigendur í Völund- arhúsinu þurfa að leggja fram um 16 milljónir í hlutafé en auk þess verður húsfélagið sérstakur hluthafi. Alls var búið að byggja, að hluta til eða öllu leyti, 85 íbúðir en bygging 115 íbúða var fyrir- huguð. Þegar Steintak fór á haus- inn voru stofnuð tvö önnur fyrirtæki, Völundarverk og Ráðverk, og eru í höndum ættingja Vignis Benedikts- sonar, sem var aðaleigandi í Steintaki. Skömmu fyrir Sighvatur Bjorgvmsson hefur venö samfleytt i frettum vikum saman, m.a vegna breytinga á lyfjaverói og deilna um vistun ósakhæfra afbrotamanna. „Við erum búnir að eiga mikið samstarf, sitt hvorum megin við borðið í fjárveitinganefnd. Mér líkaði það vel. Hann er fvlginn sér og fastur fvrir þegar hann tekur ákvöröun. Hann er hrein- skiptinn í samstarfi." sagði Pálmi Jónsson al- þingismaður. „Hann var góður fléttumaður í pólitík og hugmvndaríkur. Gat verið skemmti- lega snöggur til orða og athafna." sagði fyrr- verandi samherji. „Hann er hress maður og skemmtilegur félagi." sagði Pálmi Jónsson. „Sighvatur er fantaduglegur og nákvæmur. Hann er með okkar snjallari ræðumönnum og góður talsmaður jafnaðarstefnunnar." sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson, fv. alþingis- maður og bekkjarbróðir Sighvats. „Hann er vinnusamur. ákveðinn og óhræddur við að taka ákvarðanir." sagði Sigurður Símonarson, framkvæmdastjóri Norræna félagsins. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra „Her aður fyrr hafði hann helstil morg jarn í eldinum. Vegna annarra starfa varð hann oft að bregða sér frá. Það kom niður á vinnusemi hans,“ sagði Pálmi Jónsson. „Hann á til að flækjast í eigin plottum, eins og hendir inargan góðan drenginn í pólitík. Sighvatur er hættur aö láta hjartalagið ráða og lætur nú stjórnast af reiknistokknum. Þaö er spurning hvort tölva gæti ekki sinnt ráðherrastarfinu jafn vel eða betur en hann,“ sagði fyrrverandi samherji. „Sighvatur fer einum of fljótt í vörn ef honum finnst á sig ráðist, meðan hann er enn með góða stöðu,“ sagði Jón Sæmundur. „Það er ansi erf- itt að ná í Sighvat, hann er svo upptekinn maður,“ sagði Sigurður Símonarson. UNDIR ÖXINNI Eggert Magnússon .formaður KSI — Af hverju var Bo Johansson látinn fjúka eftir stórsigur- inn á móti Tyrkjum? „Hann var í fyrsta lagi ekki látinn fjúka. Það var samkomulag milli okkar að við töl- uðum saman strax eft- ir landsleikinn við Tyrki. Við hittumst svo á þriðjudaginn og þar kom fram sá vilji beggja að samningur- inn yrði ekki endurnýj- aður þegar hann renn- ur út um áramótin. Báðiraðilar, KSI og Bo, eru mjög sáttir við þessa lausn." — En af hverju starfar Bo ekki út samningstímann ? „Ég hitti Ásgeir El- íasson á þriðjudag og lagði mikia áherslu á að niðurstaða fengist strax, m.a. vegna þess að Fram stendur nú i erfiðri toppbaráttu og öll óvissa er slæm. Bo er góður og skynsam- ur maður og honum fannst eðlilegt að nýr þjálfari tæki við sem fyrst:." — Ertu óánægður með árangurinn hjá Bo? „Ef árangurinn hjá honum er skoðaður þurfa menn ekki að kvarta. Við höfum tap- að með minnsta mun fyrir sterkari þjóðum, en yfirleitt unnið þjóðir sem eru á svipuðum slóðum og við. Bo er góður og nákvæmur þjálfari sem hefur inn- leitt ný vinnubrögð að sumu leyti." — Hvers vegna er hann þá að hætta? „Það er talsvert langt síðan islenskur þjálfari var fastráðinn með landsliðið. Það fylgja því ýmsir erfið- leikar að hafa erlenda þjálfara, þeir eru m.a. mikið i burtu frá fjöl- skyldum sínum. Sam- kvæmt samningnum við Bo þurfti hann að vera hérlendis átta mánuði á ári, og það er ekki auðvelt fyrir fjöl- skyldumann. Það var mjög erfitt fyrir Bo, mjög erfitt." IKSI hefur ákvedið aö endurnýja ekki samninginn viö Bo Johans- son, hinn sænska landsliðsþjálf- ara sem hefur stýrt liðinu i 14 leikjum siðan imars 1990. Þá mun Bo láta af störfum þremur mán- uðum áður en samningurinn rennur út. Undir stjórn Johans- sons unnust 6 leikir en 8 töpuð- ust.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.