Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚU 1991 Gunnar Valdimarsson fornbókasali „Þeir sem ekki lærðu að lesa voru nánast eins og fatlaðir" 'Jííljnr tðlcnðíint* þjoðéogttr Ungur og óharönaöur Héraösbúi haföi á ferö sinni til Reykjavíkur komist í kynni viö krakka í Flokki mannsins. Ungi maðurinn geröi sér í sakleysi sínu ekki. fulla grein fyrir hvaö fylgdi slíkum kunningsskap, aö minnsta kosti hvarflaði ekki aö honum aö nú vaeri hann orðinn tengiliöur Flokks mannsins á Austurlandi. Þaö frétti hann hins veg- ar síðar þegar félagar í Flokknum voru á heilmiklu feröalagi í kringum landið. Gerðu þeir boö á undan sér áöur en þeir komu til Egils- staöa og reyndu hvaö þeir gátu aö komast í samband viö „tengiliöinn". Hann virt- ist hins vegar hafa gufað gersamlega upp. Vinir unga mannsins höfðu séö aumur á honum og skotiö skjólshúsi yfir hann á meðan félagar í Flokknum stoppuöu á Eg- ilsstööum. Öruggasta skjóliö sem fannst handa honum var inni á klósetti í íbúðarhúsi í bænum. Segir sagan aö hann hafi ekki einu sinni þoraö aö líta út um glugg- ann af ótta viö félaga sína í flokknum. (Úr dreifbýlissögum) Austfiröingur á ferö í Reykjavik var ekki alveg meö umferöarljósin á hreinu og brunaði yfir á rauöu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Lögreglubill var nálægur og náöi aö elta kauöa uppi. — Hvaö er þetta maöur, þú ferö yfir á eldrauöu eins og ekkert sé? — „Iss, þaö var bara aö- eins farið aö roöna," svaraði Austfiröingurinn og geröi sig líklegan til aö halda för sinni áfram. (Úr dreifbýlissögum) Kerling fyrir austan varö oft til aö skemmta sveit- ungum sínum sem nenntu aö fylgjast með henni í sveitasímanum. Einhverju sinni, er hún ætlaði aö ræöa viö hús- freyju á innsta bænum í dalnum, kom dóttirin á bænum í símann. „Sæl gæskan, er þetta mamma þín?" (Úr dreifbylissogum) Fornbókauerslanir hafa lengi haft yfir sér dularfullan og seiöandi blæ. I hugum flestra eru fornbókasalar lík- legast jafnan taldir kynlegir kvistir sem uiti lengra en nef þeirra nœr. Fornbókabúdir hafa lengi verid gridastadur þreyttra manna og kvenna sem þykir fátt betra en ad líta inn í slíkar verslanir eftir langan og strangan vinnu- dag. Gunnar Valdimarsson er einn þeirra sem enn reyna að leiðbeina ungum sem öldn- um bókaunnendum, sem kjósa að fá bækur fyrir sem minnstan pening. Hann er búinn að vera við fornbóka- sölu síðan 1977 og segist áhyggjufullur yfir þróun lestr- arkunnáttunnar og óttast að fyrr en menn gruni verði margir sem ekki geti stautað sig fram úr öllum venjulegum bókmenntum. En er Gunnar sjálfur forfall- inn bókasafnari? „Nei, það get ég ekki sagt. Ég ásetti mér þegar ég byrj- aði í þessu að safna ekki bók- um. Þetta verður oft mikil ástríða og þá vantar mann sí- fellt aukið húsrými. En hins vegar hef ég alltaf haft áhuga á að lesa bækur." Er það eitthvað sem ein- kennir mikla bókasafnara að mati Gunnars? „Flestir bókasafnarar hafa geysimikinn áhuga á að ná í góðar bækur, hvort sem þeir safna vissum flokki bóka eða eru alhliða safnarar. Þetta fólk á það almennt sameigin- legt að það vill lesa og fræð- ast eins og það getur." Gunnar segir að nokkuð sé um að menn safni bókum nánast eingöngu úr einum eða tveimur tilteknum flokk- um, s.s. ljóðabókum, leikrit- um eða ferðasögum, svo dæmi séu nefnd. Hann segist vita um menn sem hafi safn- að ferðabókum og lagt mikið á sig til að ná í allt sem skrifað hefur verið um ísland á er- lendum tungumálum. Það sama megi segja um ljóða- bækur; þar séu til menn sem eigi geysilega góð söfn og mesti ljóðabókasafnarinn er að mati Gunnars séra Sigurð- ur Guðmundsson, sem til skamms tíma var vígslubisk- up á Hólum. Gunnar segir að hér áður hafi menn m.a. safnað bók- um vegna þess að verðbólg- an hafi farið svo illa með pen- ingana. „Þá þótti mönnum betri eign í góðum bókum en peningum, en þetta er allt að breytast og við fornbókasalar fórnum bara höndum og vit- um hreinlega ekki hvað er að gerast. Það er engu líkara en bóksalastéttin sé að deyja út. Og það eru forlögin sjálf sem standa fyrir bóksölunni og þeir eru núna komnir með bækur á einhverju örvænt- ingarverði árið eftir að bókin kemur út. Og þegar menn verða búnir að venjast því að kaupa bækur ári eftir útkomu á örvæntingarverði þá kippir það fótunum undan því að hægt sé að gefa út bækur En eru þessir ástríðufullu bókasafnarar að hverfa? „Já, því miður, ekki fæ ég betur séð. Eitthvað er þó um safnara á milli tvítugs og fer- tugs og þeir eru ekkert öðru- vísi en góðir bókasafnarar voru, en þeir eru mjög fáir miðað við það sem var hérna fyrir nokkrum árum.“ Eru þessir dæmigerðu bókasafnarar almennt eins og fólk er flest? „Ég vil nú segja að fólkið sem kemur hérna sé unginn úr þjóðinni. Þetta er alveg einstakt fólk.“ En eru bókasafnarar yfir- leitt að kaupa bækur til að lesa? „Já, ég er stoltur yfir hvað sumt fólk er virkilega duglegt að lesa, þetta fólk fer gjarnan í gegnum tvær til þrjár bækur á kvöldi, og nær oft'ótrúleg- um hraða í lestri." Gunnar segist muna vel hvert metnaðarmál það hafi verið á heimilum í sinni heimasveit, Vopnafirðinum, að kenna ölium að lesa. „Það var skoðun manna þá að þeir sem ekki lærðu að lesa væru nánast fatlaðir. Og ég kvíði þeirri stundu, sem kann að renna upp, að börn komi kannski í stórum stíl illa læs út úr skólanum," sagði Gunn- ar Valdimarsson og var rok- inn til að leiðbeina áhuga- sömum safnara sem þurfti að leita ráða hjá fagmanninum. SJÚKDÓMAR OG FÓLK Verö á lyfjum Einhvern tíma í fyrrahaust kom kona til heimilislæknis síns og sagðist vera að fara til Spánar í frí. Þetta var frú á miðjum aldri, íklædd smekklegri Ijósgrárri drakt og skóm í stíl. í hendinni bar hún Hagkaupspoka með einhverjum vörum. Læknir- inn óskaði henni alls velfarn- aðar á ströndum og diskó- tekum Spánar. „Ég þarf að fá lyf með mér til ferðarinnar," sagði konan. „Hvaða lyf?" spurði læknirinn og tók upp reseptablokkina og nýja kúlupennann sinn. „Ég er alltaf svo vangæf í nýrunum i útlöndum," sagði konan, „gæti ég ekki fengið þetta nýja lyf sem margir láta svo vel af; Ciproxin?" „Ekkert mál,“ sagði læknirinn og skrifaði upp á 20 töflur, 500 mg. „Svo verð ég að fá eitt- hvað við maganum," sagði konan, „ég er svo gjörn á að fá brjóstsviða af þessum heita pipar sem blóðheitir Spánverjar setja í allan mat.“ Hún blikkaði lækninn stríðnislega. Hann fór allur hjá sér en sagði svo; „má ekki bjóða frúnni Zantac, það er ágætt við svona magaverkjum." Konan kink- aði kolli. „Jú, ég hef heyrt vel af því látið." Hann skrif- aði upp á 150 mg töflur, 100 stykki. Konan tók lyfseðil- inn sinn, kvaddi með virkt- um og fór í næsta apótek til að ná í þessi lyf. Fyrir þetta greiddi hún nokkur hundruð OTTAR GUDMUNDSSON krónur, Tryggingastofnun ríkisins borgaði fyrir þessi tvö lyf; Ciproxin = 7.280 kr. og Zantac = 11.000 kr., eða samtals 18.250 kr. Nokkru síðar kom konan til sama læknis, sólbrún og sælleg í brúnleitum, þröngum leð- urbuxum og ljósum jakka. „Hvernig gekk?“ spurði læknirinn. „Æðislega vel," sagði konan. „Þurftirðu að nota lyfin?" spurði læknir- inn. „Nei!" sagði konan, „þetta gekk allt svo æðis- lega vel að ég fleygði þessu drasli þegar heim var komið. Enda hef ég aldrei verið neitt fyrir lyf og er eiginlega á móti þeim!" BREYTT REGLUGERÐ Fáar þjóðir munu eyða eins miklu fé til sýklalyfja- og magalyfjakaupa og ís- lendingar. Enginn hefur tíma til að verða veikur og menn fá sér því litskrúðugan belg eða töflu í hvert skipti sem kvef læðist í nef eða streita, kaffi og reykingar erta viðkvæman maga. Margir eiga alltaf sýkla- eða magalyf heima „til vonar og vara", ef eitthvað skyldi koma upp. Þetta hefur verið gagnrýnt af mörgum, enda eru þessi lyf ákaflega dýr. Læknum hefur gengið illa að hafa hemil á þeim penn- um sem stundum fá líf og taka á sprett yfir resepta- blokkina eins og klárinn Sörli á Skúlaskeiði, þegar minnst er á lyf. Nýlega voru gerðar róttækar breytingar á reglum þeim sem gilda um lyfjaverð, breytingar sem ætlað er að breyta afstöðu lækna og almennings til gagnrýnislausrar notkunar þessara dýru efna. Það er mikil óhæfa, bæði fyrir lækna og sjúklinga, að dýr lyf dagi uppi í eldhússkápn- um vegna þess að enginn hefur tilfinningu fyrir gagn- semi þeirra og verði. Þessi breyting var gerð að frum- kvæði Sighvatar Björg- vinssonar heilbrigðisráð- herra og á hann heiður skil- inn fyrir. Islendingar hafa ekki lengur efni á því lyfja- bruðli sem fram hefur farið og einhverra breytinga var þörf. Öll lausasölulyf verður fólk nú að greiða að fullu. Mörg lyf, sem áður voru greidd að hluta, verður nú að borga fullu verði eins og sýklalyf, róandi lyf, svefnlyf, hóstalyf, hægða- lyf o.fl. Ég hefði sjálfur viljað bæta á þennan lista títt- nefndum magalyfjum. Sum lyf, sem áður voru ókeypis, verður nú að greiða fyrir, nema viðkomandi hafi lyfja- skírteini sem veitt eru þeim sem haldnir eru langvinnum erfiðum sjúkdómum og þurfa á stöðugri lyfjameð- ferð að halda. Þetta þýðir að almenningi og læknum er nauðsynlegt að afla sér sem bestrar þekkingar á lyfja- verði og lyfjaskömmtum, svo að kostnaður sjúklings verði sem minnstur við þau lyf sem þeir nú þurfa að greiða. Allir vilja spara fyrir sig en fæstir hafa áhuga á að spara fyrir ríkið. Konan í greinarbyrjun hefði því orð- ið að greiða sýklalyfið sitt að fullu samkvæmt nýrri reglu- gerð; þegar hún fleygði töfl- unum í ferðarlok með þótta- fullum hrokasvip hefði hún verið að fleygja eigin fé. í framhaldi af þessu hafa heil- brigðisyfirvöld gefið út svo- nefndan bestukaupalista, en þar er að finna þau lyf sem ódýrust eru í flokki lyfja sem hafa að geyma sama virka efni. Ekki fer það þó alltaf saman að ódýrustu lyfin séu best, frekar en á bílamarkaði eða í tölvubúð, en læknar hafa til þessa ekki verið nægilega meðvitaðir um verð þeirra lyfja sem þeir hafa ávísað. UPPLÝSINGA ER ÞÖRF Ef þessar breytingar eiga að nýtast almenningi sem best verður fólk að eiga greiðan aðgang að upplýs- ingum um lyfjaverð. Því miður hefur heilbrigðisráðu- neytið ekki staðið sig sem skyldi hvað varðar upplýs- ingamiðlun til almennings. Það var mér því mikið gleði- efni þegar ég frétti að Lyfja- bókaútgáfan, með þá Helga Kristbjarnarson lækni og Bessa Gíslason lyfjafræðing í fararbroddi, væri að gefa út lítið kver um kostnað allra lyfja á mark- aðnum. Bókin er nú komin út og þar er að finna mjög aðgengilegar upplýsingar um verð og reglugerðir. Auðvelt er að sjá hvað ein tafla af einhverju tilteknu lyfi kostar og bera saman við önnur efni með svipaða verkun. Það kemur t.d. í Ijós að ein tafla af Valium 5 mg kostar 16 kr., en tafla al Diasepam 5 mg kostar 6 kr. Ein tafla af sýklalyfinu Bac- trim kostar 41 kr., en tafla af lyfinu Primasol, sem er sambærilegt, kostar 22 kr. eða nær helmingi minna. Tafla af Gastran kostar 140 kr. en sambærileg tafla af Zantac 200 kr. Með þessa bók í höndunum ættu lækn- ar og sjúklingar þeirra að geta sparað fyrir ríkið 1—2 skuttogara á hverju ári. Þessi bók ætti að vera til á hverju heimili, enda eflir hún verð- skyn almennings. Fólk getur þannig sjálft tekið afstöðu til þeirra lyfja sem gefin eru hverju sinni. Ég vil þakka þeim Helga og Bessa fyrir þetta framtak.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.