Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚLÍ 1991 Kuran Swing Stórmeistaraband í Berlín Ljóð frá land- lausri þjód Jón frá Pálmholti þýöir þjóðskáld kúrda LISTAPÓSTURINN ANDRÉS Indriðason hefur verið vinsælasti unglinga- bókahöfundur landsins und- anfarin ár og malað gull fyrir Mál og menningu. Nú hefur Andrés fært sig um set — yfir til Iðunnar . . . í DV á þriðjudaginn birtist rit- dómur Árna Blandon um bók dr. Arnar Ólafssonar „Rauðu pennarnir". Harka- legri ritdómur hefur ekki sést á prenti um langt skeiö, enda fann Árni bókinni, sem aö stofni til var doktorsritgerö Arnar, allt til foráttu. Örn er sagöur „seinheppinn" fræði- maöur, sem eigi „afar erfitt með að tjá sig á íslensku" og bók hans full af „gagnslaus- um staðreyndaþulum". Hinn harði ritdómur vekur sér- staka athygli í Ijósi þess að Örn Olafsson hefur sjálfur verið einn skeleggasti bók- menntagagnrýnandi lands- ins síðustu árin — einmitl á l)V . . . LJÓSMYNDASÝNING- ARNAR halda áfram í Gallerí Nýhöfn viö Auslurstræti. Á föstudaginn verður þar opn- uð sýning á myndum fíarkar Arnarsonar, sem hefur starf- að á Morgunblaöinu en var við nám í l.undúnum í vet- ur. . . ,, £g hafdi um skeid reynt ad fá nokkra hljóöfœraleikara til ud stofnsetja einskonar „Hot cluh swing band". Því midur, eöa sem betur fer, hafdi ekkert gerst í málinu fyrr en ég hafdi samband við Szymon Kuran, Björn Thor- oddsen og Þórd Högnason. ()g eftir ad vid liöfdum spilað Suieet (ieorgia Brown slógu piltarnir til og þannig vard KuranSwing til,“sagdi Ólafur Þórdarson um tilurð þessarar liljómsveitar, sem er engri annarri lík. Hljómsveitin var stofnuð árið 1989 og Ólafur segir tón- listina einskonar blöndu af „Hot club de France", sí- gaunatónlist og bandarískri blúgrasstónlist. Einhverju nær? Við getum eins orðað þetta svona: Kuran Swing er sveifluband sem skipað er miklum stórmeisturum. Efn- isskráin er úr ýmsum áttum, meðal annars eftir þá félaga. Kuran Swing hefur ekki leik- ið oft opinberlega en var síð- ast á Púlsinum og svo i Berlín á þriðjudagskvöldið með mjög vel heppnaða tónleika. Og þeir eru aftur á ferðinni í Berlín í kvöld, fimmtudags- kvöld. „Jú, ég get sagt að það hafi verið gerður góður rómur að spilamennskunni," sagði Ól- afur hógvær. Það mætti nota sterkari orð. Kuran Swing er svona skipuð: Szymon á fiðlu, Björn á sólógítar, Þórð- ur á kontrabassa, Ólafur á rythmagítar og Magnús Ein- arsson á ryt hmagítar og man- dólín. I kvöld taka þeir Berl- ín, og svo . . . „Kúrdar eru menningar- þjóö sem viö höfum lítiö vitaö um og Ijóö þeirra hafa mér vitanlega aldrei veriö þýdd áöur á íslensku. Þeir eru tald- ir af indó-germönskum stofni og þannig kennir nokkurs skyldleika þeirra og okkar. Þaö er þess vegna forvitnilegt aö kynnast kveöskap frœnd- þjóöar," sagöi Jón skáld frá Pálmholti sem hefur íslensk- aö bók meö Ijóöum Ebdullas Suleimans, helsta þjóöskálds kúrda; sem tók sér skálda- nafniö Goran. Jón þýöir Ijóö- Jón frá Pálmholti in úr sœnsku. Bókin heitir List og tár og er vœntanleg á nœstunni frá bókaforlaginu Hringskuggum. Kúrdar eru landlaus þjóð og hafa sætt grimmdarlegum ofsóknum íraka um langt skeið, en að auki hafa þeir átt undir högg að sækja í Tyrk- landi og Sovétríkjunum. Goran (1904—’62) var af furstaættum en missti föður sinn ungur, gerðist þá fyrir- vinna fjölskyldu sinnar og varð fyrir vikið að mestu af skólagöngu. Hann íagði stund á blaðamennsku og var útvarpsmaður í Jaffa í seinni heimsstyrjöldinni og stjórn- aði áróðri gegn nasismanum. Eftir styrjöldina varð hann fyrirlesari við háskóla í Bagd- ad, enda naut hann mikilla vinsælda sem ljóðskáld. Skáldskapur hans var þrunginn frelsisanda og Gor- an var tvívegis settur í fang- elsi. „Hann var mikið tilfinn- ingaskáld," sagði Jón, „en jafnframt baráttumaður eins og flest skáld kúrda. Hann var rómantískur og orti um konur, ástir og landslag. Kúrdar áttu sér ákveðna ijóð- hefð, svipaða norrænni ljóð- hefð, en Goran var þáttaskila- maður að því leyti að hann braut upp formið en framan af hafði hann ort í hefð- bundnum stíl." Orðin Goran þýðir bóndi og hefur því táknræna merk- ingu fyrir þjóð á flótta. Og Goran er í hávegum hafður meðal kúrda: „Mörg ljóða hans eru þekkt meðal fólks- ins. Kúrdar eru enn á því stigi að búa til lög utan um kvæðin sín, bæði ættjarðarljóð og ástarljóð, eins og íslendingar gerðu á meðan þeir voru ennþá þjóð," sagði Jón frá Pálmholti. Goran Konan og fegurdin Eg hef starað á stjörnudýrd himinsins lesiö blóm úr nýsprottnum vorgaröinum. Rakafult kvöldtrén hafa laugad andlit mitt oft hef ég séð skuggana hylja sjóndeildarhringinn. Eg hef horft á regnbogann aö loknu slagviöri stilla strengi sína móti sólinni. Maísólir hafa komiö huert ár, tungl vors og sumars hafa komiö upp og gengiö undir daga og nœtur, marglitur áöi syngjandi lœkja hefur glitraö einsog þúsund silfurþrœöir í kvöldinu. t garöinum þroskaöir ávextir gulir og rauöir fuglasöngur og tíst ómaöi frá skógarhlíöinni. Hversu oft hefur ekki unaösleg tónlist komiö úr flautubarkanum og frá strengjum fiölunnar. Allt ber þetta vitni um yndisleik feguröarinnar og þaö hefur varpaö birtu á leiö mína. En náttúran án hláturs hennar sem ég elska er aöeins dauft skin í rökkrinu. Hve dýrölegur er ekki söngur vindsins sem ber rödd hennar til mín í gleöi sinni. Sérhver stjarna, sérhver litfögur rós tjómar líktog kinnar hennar, geirvörtur og varir. Hvílíkt töframyrkur geislar ekki frá augum hennar svip hennar, brúnum og hennar frjálsa hári. Er nokkur skógarhlíö svo fögur sem líkami hennar nokkur geisli svo skœr sem blik augna hennar? Er til nokkur sá máttur, löngun eöa þrá er jafnast á viö kynngi- magnaöan galdur ástarinnar? Jón fró Ftilmholti islenskadi TÍMARIT SKÝ Nýjasta Iwfti Skýs Iwfur ad geyma Ijód eftir 15 skáld frá sjö löndum: Islandi, Frakk- landi, Þýskalandi, Svíþjód, Rússlandi, Japan og Irak. Þannig er þettu Ský eins og önnur óliáð hmdunuvrum af öllu tai’i. Islensku Ijóöin í þessu hefti eru eftir Margréti Lóu Jónsdóttur, Jón Stefánsson, Hrafn Lárusson, Gyrði El- íasson, Bárð K. Jnnsson. .lónas Þorbjarnarson. Bubba Morthens, Kristján Kristjánsson og Óskar Árna Oskarsson. Það er að segja: Mörg af bestu skáldum okk- ar af yngri kynslóð plús til- hlýðilegt hlutfall nýliða. Af einhverjum ástæðum er íslenski skáldskapurinn helstil veigalítill að þessu sinni. Ljóð Oskars Árna, Ef við ulluöum öll í einu, er skemmtileg hugvekja; sömuleiðis Drög að jjjóö- sögu eftir (íyrði. Flest — ekki alveg öll — önnur skáld valda vonbrigöum. Ljóð Jónasar um leyndar- dóm striðs er ágætt dæmi um það þegar skáld setur sig í of hátíðlegar stellingar frammi fyrir framandi yrk- isefni. Athyglisvert er að lesa ljóð Bubba Morthens, en hann virðist velja sér (orm sem hæfir hvorki viö- fangsefninu né honum sjálfum. Eg hygg að hann mætti gefa sér lausari taum í stað þess að þrælbinda sig ákveðnu formi. En þýðingarnar standa upp úr í þessu hefti og ánægjulegt að fylgjast með leikni nýrra þýðenda í glímu við bókmenntir. Gunnar Harðarson fangar magnaöa stemmningu Stéphane Majlarmé; Oskar Árni og Torfi Tulinius ná fantagóðum tökum á hæk- um japanska skáldsins Kabayashi Issa. Sigfús Daðason, einn af stórmeisturum íslenskrar ljóðlistar, þýðir ljóö eftir Gottíried Benn, Fólk sem ég hef hitt: „Ég hef oft spurt og ekkert svar fengiö, hvaö- an mýktin og gæskan koma, veit þaö ekki heldur nú og þarf aö hafa hraðan á.“ Fóik, já. Þaö ætti aö hafa hraðan á út i bókabúð. Ský kostar ekki nema þrjú hundruö kall. Hrafn Jökulsson EKKI GRATA STEINI TIINN, SM'A TERAPlA 06HANN SURTUR B VERÐURE1NS OG I 'AÐEINS eitt HÆ6T AQ GERA ló SVQNA TIL- [fellum..... NýSLEGINN NlKONl sprautw NIÐURH! 018ARA’.! ÉG..ÉG HATA5PRAUTUR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.