Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR MttÍSSAN 25. JÚLÍ 1991 19 Athugasemd viö „smáfrétt“ „Slúður er ósannindi. Það eru smáfréttirnar okkar ekki." Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, annar ritstjóri Pressunnar, í fjölmiðlapistli sínum í síðasta tölublaði. Stoltið og trúarvissan leynir sér ekki. En því miður er í sama blaði tvíprentuð ,,smáfrétt“ þar sem því er haldið fram, að fyrirtækið Marei hf., en framkvæmdastjóri þess er Geir A. Gunnlaugsson, nýskipaður formað- ur stjórnar Iðnlánasjóðs, sé einn af stærstu skuldunautum Iðnlána- sjóðs. Þetta er fjarstæða. Skuld Mar- els hf. við Iðnlánasjóð er nú 4,4 milljónir króna, en heildarútlán Iðn- lánasjóðs voru um síðustu áramót tæpir 10 milljarðar króna. Þetta þýðir einfaldlega að skuld Marels hf. er um 0,04% af útlánum sjóðsins. Þá á Iðnlánasjóður 10 milljón króna hlutafé í Marel hf. Skuldin við Iðn- lánasjóð skiptir heldur engum sköp- um fyrir Marel hf. Niðurstöðutölur efnahagsreiknings fyrirtækisins voru um sl. áramót 170 milljónir króna. Iðnlánasjóðsskuldin er því um 2,6% af skuldum og eigin fé Marels hf. Að gefa í skyn að þessi tengsl valdi vanhæfi hjá forstjóra Marels hf. til að gegna stjórnarfor- mennsku í Iðnlánasjóði er fjarri öllu lagi. Stjórn sjóðsins fjallar reyndar ekki um einstakar lánveitingar nema í undantekningartilfellum, heldur fjallar hún fyrst og fremst um meginstefnu í lánveitingum sjóðs- ins. Eg vísa til föðurhúsanna að- dróttunum um óeðlileg vinnubrögð við skipun nýs stjórnarformanns sjóðsins. Jafnframt lýsi ég þeirri ein- lægu von minni að „smáfréttirnar" í Pressunni hætti að vera þvílíkt „slúður" sem ritstjórinn sjálfur kall- ar ósannindi. Jón Sigurðsson, idnaðar- og viðskiptaráðherra. Það er Ijóst af athugasemdum Jóns Sigurðssonar að ofmælt var í síðustu PRESSU að Marel væri einn af stærstu skuldunautum Iðnlána- sjóðs. Við biðjum því hlutaðeigandi velvirðingar og látum þeim eftir að velta fyrir sér hvort 4,4 milljóna króna skuld Marels við Iðnlánasjóð sé innan eða utan þeirra marka sem gera skipun Geirs A. Gunnlaugsson- ar sem formanns sjóðsins siðlega. Þrátt fyrir vilja og mikla vinnu munum við seint komast hjá því að gera mistök á borð við þessi. I hverri PRESSU fjöllum við um mörg mál sem almenningur og blaðamenn hafa ekki greiðan aðgang að en við teljum engu að síður nauðsynlegt að komist í almenna umræðu. Dæmi um þetta eru viðskipti ein- stakra fyrirtækja við opinbera sjóði, en upplýsingum um þau er nær und- antekningarlaust haldið leyndum. Og því fastar sem opinberir aðilar og forsvarsmenn fyrirtækja liggja á upplýsingunum því hættara verður okkur við að misstíga okkur. En það verður hins vegar aldrei afsökun fyrir að birta rangt mál. Því höfum við tekið við athugasemdum og birt leiðréttingar þegar tilefni er til. Sem betur fer höfum við ekki þurft að gera meira af því en aðrir fjölmiðlar sem á annað borð sinna slíku. Blað allra landsmanna, Morgunblaðið, gerir til dæmis síður en svo færri mistök en við og heldur blaðið sig þó frekar við upplýsingar sem eru opnar öllum og jafnvel öllum kunn- ar. En við erum ekki að hreykja okk- ur af því að birta það sem satt er og rétt. Það er sjálfsagt mál — eins og það verður aldrei sjálfsagt eða rétt- lætanlegt að fara með fleipur. FJALLABÍLL Á FÍNU VERÐI Lada Sport er ódýr 4 manna ferOabíll sem treysta má á jafnt sumar sem vetur. Aldrifið og læsta drifið gera bílinn mjög öruggan og stöðugan í akstri. Hann er með 1600 cnf vél og er fáanlegur bæði með fjögurra og fimm gíra skiptingu. Farangursrými má stækka með því að velta fram aftursæti. Lada Sport er fjallabíllinn í ár. & LADA SPORT BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykiavik Símar 6812 00 & 312 36 Um leið og örlar á stærilæti er okkur refsað, eins og öðrum sem í smástund missa sjónar á því að allir geta gert mistök. Það sannaðist á fjölmiðlapistlinum, Marel og Iðn- lánasjóði. Ritstj. lldORE, I UORÉA 1 Í,8,'Bira L'OREAL Hvemig sem á stendur Viðerumávakt allan sólarhrínginn UREVFlll / 68 55 22 » t?i:- i, 'k. .. u, i> Wi »• ti iv ii' n m j

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.