Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚLÍ1991 Konur hafa haldiö því fram aö þœr þurfi aö leggja helmingi meira á sig í starfi en karlar til aö hljóta sömu metorö. Þá eiga þœr ekki viö barnauppeldiö, sem þœr sjá aö sjálfsögöu um á sama tíma og þœr eru tveggja karla makar í vinnunni. Og þetta dugir ekki allt- aftil. Fyrir þá karla sem eiga erfitt meö aö sœtta sig viö aö einhverjar konur séu svona miklu duglegri, hugmyndaríkari og í alla staöi betri starfsmenn en þeir sjálfir er til ákveöih áöferö til aö skilja þessa kenningu. Hán er sá aö velta fyrir sér hvort Markús Örn Antonsson vœri borgarstjóri í dag ef hann vœri kona. Eöa Steingrím- ur Hermannsson formaöur Fram- sóknarflokksins, Hörður Sigur- gestsson forstjóri Eimskips eöa Jón Skaptason borgarfógetinn í Reykjavík. Svariö er nokkuö Ijóst. Ef til vill, kannski, heföi einhver þessara manna náö þangaö sem þeir eru staddir í dag ef þeir heföu fœöst stúlkubörn. En þaö heföi aldrei nokkurn tímann getaö gerst aö þeir vœru þarna a/lir. Aldrei. Þótt þetta sé niðurstaðan er ekki endilega verið að halda því fram að ofangreindir karlmenn séu óverðugir þeirra starfa sem þeir sinna eða að þeir séu þarna fyrst og fremst vegna þess að þeir eru karlar — að þeir hafi potað sér þetta áfram með tippinu, eins og það mundi hljóma á götumállýsku. Málið er að þessir karlar hefðu sjálfsagt ekki komist svona langt ef tippið hefði vantað. Ef þeir hefðu haft áhuga á að reyna það hefðu þeir að minnsta kosti þurft Væri • • Markús Orn borgarstjóri ef hann væri kona? eða væri hann í fimmta sæti á borgarstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins, formaður félagsmálanefndar og blaðafulltrúi Tryggingastofnunar. Hefði Hannibal gamli ekki frekar veðjað á pólitískan frama tengdasonarins, Bryndísar Schram, en dóttur sinnar Jóns Baldvins? Væri Hörður Sigurgestsson enn í vinnu hjá fjármálaráðuneytinu ef hann væri kona? borgarstjórnarflokki sjálfstæðis- manna þegar hann stóð frammi fyrir að velja á milli þeirra Árna Sigfússonar og Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar. Katrin hefur haldið því fram, meðal annars í viðtali við Heimsmynd, að hún hafi gold- ið þess að vera kona. Ef hún væri karl hefði hún lík- lega allt eins komið til greina sem borgarstjóri eins og Árni eða Vil- hjálmur og því líkast til ekki lent í því að vera hugsanleg málamiðl- un. Og þótt svo hefði verið er ólíklegt að Markús Örn hefði verið sóttur út í bæ og tekinn framyfir hana. Og það er enn ólíklegra að flokkurinn hefði sótt Markús Örn út í bæ ef hann væri kona. í fyrsta lagi væri ótrúlegt að Markús hefði náð að krækja í jafn virðulega stöðu og embætti útyárpsstjóra. í öðru lagi er ótrúlegt að hann hefði á sínum tíma náð einhverj- um frama innan borgarstjórnar- flokksins. Líkast til hefði hann orð- ið að gefa þann frama upp á bát- inn til að geta sinnt börnunum á meðan þau voru lítil. Ef hann hefði komist í borgarstjórn væri hann líklega í fimmta sæti á fram- boðslista flokksins og formaður fé- lagsmálaráðs. Og um það leyti sem börnin kæmust á legg hefði flokkurinn útvegað honum ein- hverja huggulega vinnu í kerfinu; til dæmis sem blaðafulltrúi Trygg- ingastofnunar. Og þótt ævi Markúsar sem kvenmanns hefði getað orðið allt önnur en þessi þá er eitt víst; Hann hefði aldrei orðið borgar- stjóri. STEINGRÍMUR FENGI KANNSKI DÚSU EINS OG GUÐRÚN HELGA Og heldur nokkur að framsókn- armenn hefðu kosið Steingrím Hermannsson yfir sig sem for- mann flokksins ef Steingrímur væri kona? Ef hann væri ekki karl hefðu sjálfsagt beðið hans svipuð örlög og Guörúnar Helgadóttur. Þau eru bæði dálítið kjaftforir pólitíkusar, segja margt og ekki Hefði Jón Óttar Ragnarsson getað fengið 500 milljón króna lán út á blanka sjónvarpsstöð efhann væri kvenmaður? að leggja miklu meira á sig. Meinið er að konum er ekki treyst í þessu þúsund ára karlaríki. Það er þó ekki endilega svo að körlum sé treyst fyrir of miklu. Og þó. SUMIR KARLANNA VORU OF LATIR TIL AÐ DREKKA I raun er þetta karlaríki afskap- lega notalegt fyrir karlana. Og þannig hefur það verið lengi. Það sá John Ross Browne, bandarískur ævintýra- og blaða- maður, sem var hér á ferð upp úr miðri síðustu öld. Hann lýsir vinnuframlagi kynjanna svo í ferðabók sinni: „Konurnar eru þær einu íbú- anna sem sýna einhver merki lífs, að frátöldum flónum. Þótt þær séu óheflaðar í framkomu, fákunnandi og subbulegar má sjá með þeim nokkurn vott lífsorku og dugnað- ar, að minnsta kosti samanborið við karlmennina. Enda þótt þær séu ofhlaðnar heimilisverkum fara þær samt niður í fjöru þegar skip kemur inn og vinna sér með erfiðisvinnu inn nægilegt fé til þess að kaupa ofurlítið af fataræflum á börnin sín. Karlmennirnir eru jafn- vel of latir til að bera fiskinn upp úr sínum eigin bátum. Þegar þeir eru heima við hengslast þeir við húsvegginn reykjandi og rausandi og of oft drukknir. Sumir eru jafn- vel of latir til þess að stunda drykkju og gera ekkert annað en sofa." Eins og sjá má af þessari lýsingu var ástandið litlu skárra fyrir rúm- um hundrað árum. Eins og nú komust karlar æði langt á letinni og konur uppskáru að sama skapi lítið. þrátt fyrir lífsorkuna og dugnaðinn. MARKÚS HEFÐI FENGIÐ VINNU HJÁ TRYGGINGA- STOFNUN ÞEGAR BÖRNIN VÆRU KOMIN Á LEGG En hvar væri Markús Örn An- tonsson í dag ef hann væri kona? Hann var tekinn framyfir Katr- ínu Fjeldsted sem málamiðlun í

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.