Pressan - 03.10.1991, Side 4
4
GUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991
Ég kalla nú ekki allt ömmu mína en nú er
mér spurn. Hvað er að gerast? Það líður
ekki sú vika að ég sé ekki boðin á eitt ef
ekki tvö konukvöld, og geta slík kvöld verið
ágæt og yndisleg á góðum veitingastöðum
og litlum ««•■■■■
klúbb-um.
En upp á
síðkastið
byrjar einn.
síðan tveir
og svo elta
allir himr! Þvi f i
nú er aðal-
malið að lata V ' - ^Hflfl
karlmenn af-
klæða sig á
slikum Frá ódýrum endi á annars
kvöldum og huggulegu dömukvöldi í
skaka sér til Ingólfscafé um síðustu helgi.
0C] fr£ Við konur lokuðum augunum
. ' og héldum að okkur höndum.
Yfirleitt eru
þetta stirðir vaxtarræktargæjar og því lítið
fyrir augað, minnir helst á ódýrt búllushow í
vondu úthverfi. En dömukvöldið sem
Aðalstöðin býðurupp á íkvöld keyrirum
þverbak. Hluti af dagskrá hljóðar svo:
Félagar úr stórsveit FÍH (Félag íslenskra
hljómlistarmanna) spila létta sveiflu, ekkert
alltof mikið klæddir.
GYM 80 taka á móti dömum með blómum
og huggulegheitum, og ,,pósa" líka
Lóa spáir í spil (ha, ha)
Ingólfur Guðbrandsson flytur minni
kvenna.
Páll Ó. Hjálmtýsson og meðsöngvarar
syngja í búningi (ath. í búningi!!!).
Undirfatasýning karla
Hvað er bak við rennilásinn er svo
rúsfnan í pylsuendanum og það kemur í Ijós
á Hótel íslandi í kvöld.
Okkur konum er misboðið með svona
jááýrum og hallærislegum uppákomum!
Knlapnrtift
Eg vil eindregið mæla með þessu litln og
persónulega hóteli. Hvert herbergi hefur hifej r-ú
sinn eigin stíl og er búið öllum flflflkfífl
nútímaþæginditm. Einnig eru tvær svítur
fyrir fólk sem vill hafa rúmgott í kringum sig. Þd er
"'"WHtit&.xr jl f? tilvalið fyrir
flt-.'l m kaupsýslumenn að taka
Sl þarna d móti
viðskiptavinum.
Hótelið er staðsett d
í A Laugavegi 140 og því
stutt að farn d alla
fljW M/, helstu menningarstaði ,
L___________ Mf Ogíverslanir.
Erlendis er það fastur liður um helgar að labba með fjölskyldu eða
vinum á markað. Stundum er verslað og þá gerð mjög góð kaup eða
mannlífinu gerð mjög góð skil. í Kolaportinu er allt fáanlegt. T.d.
dúsín af kókosbollum handa elskunni sinni, fatnaður notaður og
ónotaður á alveg ótrúlega lágu verði, gammósíur á krakkana í
leikskólann, grænmeti og ávexti fæ ég í kílóavís fyrir smápening hjá
skemmtilegasta grænmetissala bæjarins, broddur seldur í kílóavís,
góður fyrir kynhvötina, fjölbreytt gjafavara og blóm. f Kolaportinu er
skemmtilegt og ódýrt að versla.
Við erum alltaf að leita að góðum skóm!!! Spariskóm, fermingarskóm, skólaskóm og vinnuskóm. Besta og breiðasta úrvalið fundum við í versluninni 17
Stóri vinningurinn
ISflflDIH©UR
og ævintýri hans
í Reykjavík
Undir dynjandi músíkinni
í Breiöfirðingabúð æpti
Reimar upp í eyrað á mér að
við þyrftum ekki að lesa staf
til prófs þetta árið.
— Nú, hvernig stendur á
því? spurði ég. — Ertu orð-
inn spásserandi uppsláttar-
rit?
— Samasem vinur, sama-
sem. Reimar var draugfullur
og hafði hitt einhvern ísfirð-
ing, mikinn stuðjálk, sem
rotað hafði fleiri Bolvíkinga
en hann fékk tölu á komið.
Sá maður var prentari og
hafði troðið vindli upp í
Reimar. Reimar var stórkost-
legur að sjá með vindilinn i
kjaftinum. Hann hélt utan
um axlirnar á þessum ísfirð-
ingi og sleppti alls ekki af
honum takinu. Tónlistin
dundi, sólógítaristinn í Sturl-
ungum tók sóló, ég var i
stórsleik við Tinnu, sem
staðið hafði í minnst fjörutíu
og fimm mínútur. Þegar ég
var orðinn helaumur í kjálk-
unum af þessum sleik sagði
ég við Tinnu: — Svakalega
er ég orðinn fullur. Ef ég fæ
einn þrefaldan brennivín í
vatni þá er ég viss um að ég
bið þig að sofa hjá mér. Og
hún sagði: — Ég skal reyna
að fá sjúss handa þér hjá
strák. A meðan hún var að
sækja sjússinn vildi Reimar
endilega drífa okkur af stað
út í stórhríðina að redda
stórmáli.
Ef það var eitthvað sem ég
hafði lært var það þetta:
Hvað svo sem Reimari datt í
hug þá var best að drífa sig í
málið án þess að mögla. Eg
vissi ekki fyrr en ég var úti í
hríðinni með Reimari og ís-
firska prentaranum. Ég sótti
sjennapottinn í skaflinn. En
hvert vorum við. að fara?
Við vorum á leiðinni að
sækja miðsvetrarprófin í
prentsmiðjuna. Svo
skemmtilega vildi til að
prentarinn hafði einmitt ver-
ið að vinna við að prenta
þau öll um daginn. Gott var
að koma inn úr kuldanum.
Það snöggsveif á okkur.
Reimar fékk öll prófin eins
og þau lögðu sig. Ég varð allt
í einu svo þreifandi fullur að
ég átti bágt með að standa í
lappirnar. Reimar var ,að
segja endalausa sögu frá Isa-
fjarðarárum sínum og útlista
drauma sína um að setja upp
dósaverksmiðju í plássinu
daginn sem hann sneri
heim: — Hugsaðu þér allt
sem fæst úr hafinu sem
breyta má í pening. Speni
minn, við erum báðir sjó-
menn og Isfirðingar í húð og
hár og skiljum þetta þótt þú
sért í prentsvertunni og ég
tímabundið hér í Reykjavík
hjá frænda mínum. Reimar
tók utan um axlirnar á mér
og ég gleiðbrosti. Speni fann
prófin og Reimar tróð þeim í
vasann. Það var sama hvar á
hann var litið; upp úr einum
vasanum stóð íslenskupróf,
upp úr þeim næsta landa-
fræði, reikningsprófinu
stakk hann í rassvasann. Ég
tók landafræðiprófið
traustataki og sléttaði úr því,
vegna þess að ég hef alltaf
verið svo hraksmánarlegur í
landafræði.
Speni ætlaði að leggja sig
á prentsmiðjugólfið yfir blá-
nóttina áður en hann héldi
áfram að prenta próf. Við
Reimar flýttum okkur heim
á leið í fjúkinu og skafrenn-
ingnum. Við tipluðum á
glærum klakabunkum og
skulfum, brilljantínið í
hausnum á mér byrjaði að
frjósa i hellu. Við sáum ljós í
glugganum heima og þorð-
um ekki inn.
Örfá orð um húsið okkar.
Ekki gaf að líta jafn vinalegt
lítið timburhús við Lindar-
götuna og það. Þakið var
svart, veggir gulir. í kjallar-
anum var hægt að gramsa
endalaust. í garðinum útifyr-
ir ræktaði móðir mína rabar-
bara sem ég át og sagði að
aðrir krakkar hefðu stolið.
Bakatil stóð stór reyniviður
og hélt laufkrónu yfir þak-
inu. Þetta hús var hvorki of
stórt né of lítið. Það var ak-
kúrat mátulegt. Ég hafði
herbergi á loftinu, sem
Reimar hafði deilt með mér
eftir að Eiki og Eiríka skildu.
Fyrir utan þann glugga
sungu reyniviðarþrestir mér
margan brag. Ég óttaðist
mest að Eiki og Eiríka tækju
einn daginn saman aftur og
hetja æsku minnar héldi
norður yfir heiðar.
— Nasi, sagði Reimar.
— Við skulum setjast inn í
Kadilakkinn og orna okkur
og renna yfir prófin. Annars
held ég við kunnum þetta
allt.
— Gerum það, sagði ég.
Við settumst inn í breiðan
sendiráðsbílinn og skulfum
og nötruðum. Við létum
sjennapottinn ganga og kúg-
uðumst. Reimar dró prófin
upp úr vasa sínum og við
renndum yfir þau og vorum
góða stund að fá botn í hvort
nokkurt fag vantaði. Þau
voru öll á staðnum. Allt í
einu byrjaði Reimar að
hlæja þessum rosalega
hlátri, sem steypti ísköldu
vatni niður eftir hryggnum á
mér. — Ha ha ha ha ha, ég
ætla mér að dúxa í ár. Heyr-
irðu það frændi. Ég ætla mér
að dúxa í ár.
— Við dúxum báðir
frændi, sagði ég. — Hí hí hí
hí hí. Mikið hrikalega er kalt,
kveiktu á miðstöðinni mað-
ur.
— Það er ekki til neins ef
bíllinn fer ekki í gang, hálf-
vitinn þinn, sagði Reimar.
En af rælni sneri hann lykl-
inum og undrið gerðist.
Ólafur Gunnarsson