Pressan - 03.10.1991, Síða 7

Pressan - 03.10.1991, Síða 7
FIMMTUDAGUR PRJESSAN 3. OKTÓBER 1991 7 Forráðamenn Hraðfrystihúss Ólafsvíkur HIRTll ALLT Bústjóri í þrotabúi Hraðfrystihúss Ólafsvíkur hefur fariö fram á rannsókn á viðskiptum dótturfyrirtœkja í eigu for- rádamanna Hradfrystihússins við fyrirtœkiö. Eru viðskipti upp á 250 milljónir króna talin vafasöm og bendir flest til þess ad gífurlegar fjárhœöir hafi veriö teknar med skipu- legum hœtti út úr fyrirtœkinu fyrir og eftir gjaldþrotiö. FEMÆTT OG SETTU Ólafur Gunnarsson. Hann hleypti málinu í hart þeg- ar hann leyndi banka- stjórn Landsbankans því að hann hafði afsalað bátum fyrirtækisins yfir til Tungufells hf. Þegar það fróttist var krafist gjaldþrots og kæra send til saksóknara. Bústjóri þrotabús Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, Jóhann H. Níelsson, hefur ráðið Þorvald Þorsteinsson, löggiltan endurskoðanda, til að rannsaka bókhald Hraðfrystihúss- ins. Sú skýrsla verður síðan send Rannsóknarlögreglu ríkisins. Það sem bústjóri vill rannsaka eru viðskipti fé- lagsins við; Lóndranga hf., Útgerðarfélagið Tungufell hf., Varakoll hf„ Fisk- og síldarmjölsverksmiðjuna hf. og Sjó- búðir hf. Öll þessi fyrirtæki eru að nokkru eða öllu leyti í eigu forráðamanna Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. andvirði stofnfjársjóðs með þremur skuldabréfum að fjárhæð 22,5 millj- ónir króna. Þessi skuldabréf voru síðan afhent hliðarfyrirtækinu Lón- dröngum hf. sem greiðsla á húsa- leigu, að stórum hluta fyrirfram greidd húsaleiga. Fyrirtækið Lóndrangar virðist gegna sérstöku hlutverki í kringum kaupin út úr Hraðfrystihúsinu. Haustið 1987 keyptu Ólafur Gunn- arsson og fjölskylda hans 52% afföll um 30%. Við rannsókn bú- stjóra á viðskiptunum með þessi skuldabréf hélt Ólafur því fram að þau hefðu verið notuð segi greiðsla í kaupum Lóndranga á hlutafé Hrað- frystihússins. Var bústjóra tjáð að ekki væru til neinir peningar til að greiða andvirði skuldabréfanna. Bú- stjóri leggur til að riftunarmál verði höfðað út af þessu. Gunnar Bjarnason SH 25. Hann er stærstur bátanna sem Garðar II. Kaupum hraðfrystihússins á honum var þing- deilt er um og með mestan kvóta. Verðmæti kvótans á lýst fjórum dögum áður en Ólafur og félagar fóru fram á Gunnari Bjarnasyni er rúmar 72 milljónir króna. gjaldþrot frystihússins. Auk þess vill bústjóri láta rann- saka einkareikninga og greiðslur til framkvæmdastjóra, Ólafs Gunnars- sonar, stjórnarmannanna Gunnars Inga Gudmundssonar, formanns, Jónasar E. Gudmundssonar, Helgu Hlínar Fridriksdóltur og Ólafs Krisl- jánssonar og annarra sem tengjast stjórn félagsins. Sömuleiðis vill hann að stemmd verði af lán með veði í eigum félagsins og viðskipta- reikningar félagsins við Lands- banka Islands. Þá á í rannsókninni að athuga hvort greiddar hafa verið skuldir sem rifta mætti samkvæmt riftunarreglum gjaldþrotalaga. Þessi krafa um bókhaldslega at- hugun á fyrirtækinu kemur ofan í beiðni Landsbanka íslands, frá 3. júlí. til bæjarfógetans í Ólafsvík um opinbera rannsókn á athöfnum stjórnarmanna Hraðfrystihússins. Bæjarfógetinn sendi kæruna til rík- issaksóknara sem hefur sent hana til RLR. ALLAR VIÐSKIPTA- KRÖFURNAR GAGNVART HLIÐARFYRIRTÆKJUNUM Skiptafundur í þrotabúinu var haldinn 30. september síðastliðinn. Þar kom fram að lýstar kröfur eru upp á 743 milljónir króna, en bú- stjóri samþykkti kröfur upp á 647 milljónir. Þar af voru forgangskröfur upp á 33 milljónir, almennar kröfur 26 milljónir og kröfur utan skulda- raðar upp á 587 milljónir. Allar fast- eignir eru mikið veðsettar og verð- ur ekki séð að andvirði þeirra hrökkvi einu sinni til greiðslu veð- skulda. Samkvæmt ársreikningi 1990 átti félagið útistandandi viðskiptakröfur að fjárhæð 68,2 milljónir króna. Megnið af þessum kröfum er vegna viðskipta við hliðarfyrirtækin í eigu stjórnarmannanna, þ.e.a.s. Lón- dranga, Útgerðarfélagið Tungufell og Varakoll. Tengjast þessar kröfur viðskiptum sem lagt er til að verði rift. Þá er augljóst að skuld eins hliðar- fyrirtækisins er töpuð. Það er skuld Fisk- og síldarmjölsverksmiðju Ól- afsvíkur hf„ en skuld hennar var um síðustu áramót 27,1 milljón króna. Þar sem fyrirtækið er nú gjaldþrota er þessi viðskiptaskuld augljóslega töpuð. HIRTU SKULDABRÉF FRÁ SH UPP í HÚSALEIGU En meðferð stjórnarmanna á skuldabréfum frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna vekur óneitanlega mikla athygli. Félagið var félagi í SH, en með yfirlýsingu frá 10. des- ember 1987 var ákveðið að segja frystihúsið úr SH. SH endurgreiddi hlutafjár í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur. Þetta var gert þannig að Ólafur keypti hlutafé Lóndranga hf„ sem var í eigu Hraðfrystihússins, á 8 milljónir. Með í kaupunum fylgdi gamalt frystihús, sem hefur gengið undir nafninu Hólavellir. Á sama tíma keyptu Lóndrangar 52% hluta- fjár í Hraðfrystihúsinu. Þannig var Ölafur með kaupunum á Lóndrangi búinn að eignast meirihluta í Hrað- frystihúsinu. Lóndrangar leigðu síðan Hrað- frystihúsinu þetta gamla frystihús, Hólavelli, meðal annars til ísfram- leiðslu. Leigan var ekki skorin við nögl, en fyrir árið 1990 var hún 6,8 milljónir króna þrátt fyrir að Hóla- vellir hefðu nánast ekki haft neitt verðgildi þegar kaupin voru gerð. Enginn leigusamningur finnst hins vegar. Húsaleigan til Lóndranga var greidd með skuldabréfunum frá SH, en í framsalinu til Lóndranga voru TÓKU KVÓTA UPP Á 162 MILLJÓNIR ÚT ÚR FYRIRTÆKINU Furðulegustu kaupin eru á bátum fyrirtækisins, en rannsókn bústjóra staðfestir að frystihúsið seldi báta og kvóta í kringum gjaldþrotið. Landsbankinn hefur þegar hafið riftunarmál út af því. Þau útgerðarfélög sem náðu að kaupa kvóta og báta voru Tungufell og Varakollur. Ölafur Gunnarsson er stjórnarformaður þeirra beggja og einn meirihlutaeigenda. Aðrir eig- endur eru Jónas E. Guðmundsson, útgerðarstjóri frystihússins, og Ólaf- ur Kristjánsson verkstjóri. Bátarnir sem um ræðir eru Tungu- fell, Tindfell, Garðar II og Gunnar Bjarnason SH 25. Samanlagður kvóti þeirra er upp á 1.014 þorsk- ígildi eða 162 milljónir króna í var- anlegri kvótasölu. Bústjóri leggur til riftun á þessu öllu. Segir í skýrslu hans: „Má þvi segja að þau fjögur skip sem hér hafa komið við sögu hafi beint eða óbeint færst úr eign- arhaldi Hraðfrystihúss Ólafsvíkur hf. til Útgerðarfélagsins Tungufells hf. á stuttum tíma.“ Dagsetningar þessara viðskipta vekja líka mikla athygli, en þau ger- ast rétt fyrir gjaldþrotið. Tungufeli Og Tindfell voru seld til Útgerðarfyr- irtækisins Tungufells með kaup- samningi dagsettum 10. janúar 1990 og afsali dagsettu 20. apríl 1991, tæplega 50 dögum fyrir gjald- þrotið. Þegar Landsbankinn hreyfði athugasemdum vegna kaupanna buðust Ólafur og félagar til að skila skipunum, með þeim annmarka þó að þeir væru búnir að selja kvótann af Tindfelli og því væri ekki unnt að rifta þeirri sölu. Þeir þvertóku hins vegar fyrir að skila Garðari II og Gunnari Bjarna- syni. Viðskiptin með Garðar II eru sérlega athyglisverð. Með kaup- samningi frá 11. janúar 1990 keypti Hraðfrystihúsið Garðar II af Birni & Einari sf. og fylgdi hluti verbúða og hlutabréf í Sjóbúðum hf. í septem- ber 1990 virðast Hraðfrystihús Ól- afsvíkur, Útgerðarfélagið Tungufell og Björn & Einar sf. gera samkomu- lag um að Útgerðarfélagið Tungufell gangi inn í kaupin og verði skráður kaupandi að Garðari II. Þeim kaup- samningi er þinglýst 7. júní — fjór- um dögum áður en gjaldþrotabeiðn- in kom. Landsbankinn krefst þess í riftunarmáli sínu að kaupunum verði rift. VERÐBRÉF UPP Á 46 MILLJÓNIR FINNAST EKKI En þetta eru ekki einu dæmin um það hvernig Útgerðarfélagið Tungu- fell hefur hagnast á viðskiptum við Hraðfrystihúsið. Samkvæmt árs- reikningi 1990 átti Hraðfrystihúsið 46.483.660 krónur í verðbréfum. Verulegasti hluti þess er vegna við- skipta við Útgerðarfélagið Tungufell hf„ en hins vegar verður ekki séð að skuldabréf hafi verið gefið út. Með öðrum orðum: Hvorki finnst tangur né tetur um að Hraðfrystihúsið hafi fengið þessar greiðslur. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.