Pressan


Pressan - 03.10.1991, Qupperneq 13

Pressan - 03.10.1991, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 13 Hjá rannsóknarlögreglunni er nú til frekari rannsóknar fjöldi mála á hendur Eddu Sigrúnu Ólafsdóttur ur héraösdómslögmanni. Ríkissaksóknari hefur nýveriö sent rannsóknarlögreglunni 38 mál til frekari rannsóknar, en nokkrir mánuöir eru síöan saksóknari fékk málin til ákvöröunar. Saksóknari vill aö 25 mál af þessum 38 veröi skoöuö frekar og Edda Sigrún veröi kölluö fyrir og yfirheyrö á nýjan leik. Ríkissaksóknari hefur falid rannsóknarlögreglunni að rannsaka betur 25 mál af 38 málum gegn Eddu Sigrúnu Olafsdóttur héraðsdómslögmanni. Nú er rétt um ár frá því Edda Sigrún var kærð til rannsóknarlögreglunnar fyrir að hafa dregið sér hluta af slysabótum skjólstæð- inga sinna. Frá því fyrsta kæran barst hafa mörg mál bæst við, þau eru nú 38 eins og áður sagði. Annað hefur vakið athygli við rannsóknina. Það er hversu lélegt bókhald Eddu Sigrúnar er. Þar vantar mikið upp á og eflaust tefur það rannsóknina eitthvað. Þrátt fyr- ir að rannsóknarlögreglan hafi farið yfir 38 mál hefur ekkert þeirra mála ratað inn á borð stjórnar Lögmanna- félagsins, sem er jafnframt siðanefnd lögmanna. Vegna þeirrar stefnu sem máiið hefur tekið er með öllu óvíst hve- nær ríkissaksóknari kemur til með að kæra í málinu. Samkvæmt því sem PRESSAN kemst næst skipta svikin milljónum króna og senni- lega á annan tug milljóna. MEIRA EN HALDIÐ VAR Þegar rannsókn á vinnuaðferðum Eddu Sigrúnar hófst, fyrir rúmu ári, grunaði fáa að málið væri eins um- fangsmikið og það í raun er. Ríkissaksóknari vill að rannsókn- arlögreglan tali aftur og betur við tuttugu og fimm af þeim þrjátíu og átta skjólstæðingum sem Edda Sig- rún er talin hafa féflett. Ríkissak- sóknari var með málið í allt sumar. Það var ekki fyrr en seint í ágúst sem það var sent aftur til rannsókn- arlögreglunnar. Samkvæmt heimildum PREISS- UNNAR er RLR langt komin með þá viðbótarrannsókn sem saksóknari bað um. Búið er að tala við þá tutt- ugu og fimm skjólstæðinga sem sak- sóknari vildi að rætt yrði við. Eins er búið að ræða við Eddu Sigrúnu á ný. RÚMT ÁR LIÐIÐ Það voru forráðamenn Sjóvár/AI- mennra sem fyrstir vöktu athygli rannsóknarlögreglunnar á uppgjör- smáta Eddu Sigrúnar. Snemma sum- ars 1990 komst fyrir hreina tilviljun upp um að Edda Sigrún hafði dregið sér stóran hluta þeirra bóta sem skjólstæðingi hennar bar eftir slys. Þegar starfsmenn tryggingafélags- ins komust að hinu sanna fékk rann- sóknarlögreglan gögn í hendur. Eftir skamma rannsókn var það mál sent til saksóknara til frekari skoðunar. Ríkissaksóknari sá ekki ástæðu til að halda málinu áfram. Við svo búið varð ekkert af frekari rannsókn á málunum. Það var sem fyrr segir fyrir al- gjöra tilviljun að upp um svikin komst. Ung kona, sem Edda Sigrún hafði unnið fyrir, varð að fá læknis- vottorð sem fylgdi máli hennar. Edda Sigrún var á ferðalagi og unga konan leitaði því til viðkomandi tryggingafélags. Þegar hún fletti gögnum málsins með starfsmönn- um tryggingafélagsins kom í Ijós að ungu konunni höfðu verið dæmdar bætur sem voru fimm hundruð þús- und krónum hærri en Edda Sigrún hafði staðið skil á. FORMLEG KÆRA BARST Einn skjólstæðinga Eddu Sigrún- ar viidi ekki una uppgjöri frá henni. Þrátt fyrir að hafa reynt að fá Eddu Sigrúnu til að standa skil á þeim peningum, sem honum bar, gerði hún ekki skil á greiðslunum. Við svo búið fór maðurinn til rannsóknarlögreglunnar og lagði fram formlega kæru. Það var þá sem hjólin tókust að snúast á ný og alls komu mál Eddu Sigrúnar og þrjátíu og átta skjólstæðinga hennar til rannsóknar. Ríkissaksóknari hefur sem sagt óskað eftir frekari rannsókn á tutt- ugu og fimm málum af þrjátíu og átta. Að hluta eru það sömu mál og embætti saksóknara sá ekki ástæðu til að halda áfram að rannsaka þeg- ar málin gegn Eddu Sigrúnu komu þangað í fyrstu umferð. Varðandi það mál sagði Hallvarð- ur Einvarðsson ríkissaksóknari í samtali við PRESSUNA á síðasta ári að skort hefði kæranda þá og því hefði málinu ekki verið framhaldið. DÆMI UM SVIKIN Til að sýna hvernig uppgjörsmál- um Eddu Sigrúnar var háttað verð- ur hér rakin saga eins af skjólstæð- ingum hennar. Ungur maður leitaði til hennar ár- ið 1988. Hann hafði áður lent í tals- vert alvarlegu umferðarslysi. Ári eftir að Edda Sigrún fékk málið til meðferðar tilkynnti hún unga manninum að honum hefðu verið dæmdar 900 þúsund krónur í bætur. Ungi maðurinn hafði fylgst talsvert með hvað aðrir höfðu í fengið bætur sem höfðu lent í ámóta slysum. Því átti hann von á hærri fjárhæð og sagði Eddu Sigrúnu að hann væri ekki ánægður. Þegar hann kom til Eddu Sigrúnar að sækja peningana sagði hún hon- um að sér hefði tekist að fá upphæð- ina hækkaða um eitt hundrað þús- und krónur, í milljón. Ungi maður- inn var sáttur við það, en fannst ein- kennilegt að bótafjárhæðin skyldi vera nákvæmlega ein milljón. Skömmu síðar frétti hann af máli ungi konunnar sem sótti gögn til tryggingafélagsins, sem varð til þess að fyrstu grunsemdir vöknuðu. Hann fór að efast um uppgjörið frá Eddu Sigrúnu. Hann fór til trygg- ingafélagsins og fékk að skoða upp- gjörið á sínu máli. Þá kom í Ijós að Edda Sigrún hafði tekið á móti 1.357.564 krónum. Hún hafði sem sagt haldið eftir yfir 350 þúsund krónum. Edda Sigrún mátti, vinnu sinnar vegna, halda eftir um 78 þús- und krónum, en tók til sín 350 þús- und. Þetta var ekki allt. Hún hafði einn- ig tekið í heilu lagi bætur sem ungi maðurinn fékk vegna tapaðra lífeyr- isréttinda, 62 þúsund krónur. Við svo búið fór maðurinn til rannsóknarlögreglunnar og þar með fékk málið fyrst alvörurann- sókn, sem enn stendur yfir, rétt um ári eftir að formleg kæra barst. Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.