Pressan


Pressan - 03.10.1991, Qupperneq 22

Pressan - 03.10.1991, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 heifttilið féinéo 'obwim. UTVARPSKONAN „Minn þvottur fer í sérsmíð- aðan bláan kassa með loft- opum niðri í þvottahúsi. Ég þvæ svo jafnt oi> þétt, — þegar ég mannast til þess." Guörún Helgadóttir alþingismaöur POPPARINN ,,Kt> þvæ aldrei, — ég þvæ bara upp. Ég hef ekki þveg- ið fötin mín síðan ég fékk mér konu fyrir um það bil ári. Ég set bara fötin í dall- inn undir öhreinu fötin inni á baði hjá okkur og ef ég er að flýta mér hendi ég þeim á rúmið og konan sér um þau." Eyjólfur Kristjánsson söngvari ÍÞRÓTTAFRÉTTAKONAN „Eg bý eins og er í ferða- tösku. Þegar ég þarf að þvo set ég þvottinn minn í ferðatöskuna og fer svo með hann til mömmu upp í Borgarnes." Hjördis Árnadóttir íþróttafrétta- maöur PRESTURINN „Það eru nú áhöld um þetta á heimilinu. Ég set alltaf minn óhreina þvott í stóra „óhreina" dúnkinn við hlið- ina á þvottavélinni. En aðrir heimilismenn skilja þetta eftir um allt hús, undir sófa- borðinu, matarborðinu og hjónarúminu. Undir hjóna- rúminu finn ég venjulega gamlar, oft hálfmyglaðar, nærbuxur og sokka þegar ég fer í minn vikulega leið- angur að leita að þvotti." Katrin Baldursdóttir, dagskrár- geröarkona á rás 2 ALÞINGISKONAN „Ég set allt í óhreina tauið. Það er gulur plastdúnkur inni í þvottahúsi. Ég þvæ nú aldrei, en konan þvær ábyggilega tvisvar eða þrisvar á dag. Þetta er svo stórt heimili." Ingi Björn Albertsson, alþingis- maður, þjálfari og sjö barna faðir BANKASTJÓRINN „Ég set minn þvott í gula balann inni í þvottaher- bergi. Þar er hann þangað til við setjum hann í þvotta- vélina og svo í þurrkarann. Ég þvæ einstaka sinnum en konan sér oftast um þetta." Tryggvi Pálsson, bankastjóri ís- landsbanka RALLKAPPINN „Ég safna þvottinum saman í þær hirslur sem hendi. eru næstar í herberginu og svo, þegar allt er komið í vand- ræði, þvæ ég stórþvott." Steingrímur Ingason rallkappi LIKAMSRÆKTARKONAN „Ég sortera minn þvott í fimm grindur sem ég stafla hverri ofan á aðra inni í þvottaherbergi. Ein karfan er fyrir hvítan þvott, ein gráan, ein rautt og bleikt, ein fyrir tuskur og svo ein fyrir blandaðan þvott." Ágústa Johnson eróbikkkennari LOGMAÐURINN „Ég set minn þvott í óhreina tauið. Það er hvít plastkarfa með biáu loki sem tekur ofan þegar ég kem með þvottinn. Svo þvæ ég stundum, — en kannski alltof sjaldan. Séra Pálmi Matthiasson, sóknar- prestur í Bústaðaprestakalli ALÞINGISMAÐURINN „Konan mín þvær hann. Ég þarf ekkert að spá í þetta." Jóhann Pétur Sveinsson lögmaöur PIPARSVEINNINN „Þvotturinn minn fer í Ijós- bláa, sporöskjulagaða, plast- húðaða járnkörfu, sem er í sérstökum skáp inni á baði. Svo eru allar mínar skyrtur straufrjálsar, svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim. Hreggviöur Jónsson, fyrrverandi alþingismaður BORGARDÓMARINN „Þvotturinn fer í tvær tága- körfur. Önnur er uppi á lofti hjá svefnherbergjunum, hin niðri við þvottavélina. Það er aðallega ég sem sé um þvottinn á mínu heimili, en sonur minn, sem er fimm- tán ára, straujar sin föt þeg- ar hann þarf á því að halda. Maðurinn minn er svo bara í óstraujuðum skyrtum nema þegar við förum eit- hvað út. Þá strauja ég fyrir hann." Hjórdís Hákonardóttir borgar- dómari MÓDELIÐ BÓHEMINN „Minn þvottur fer í hvíta dallinn inni í þvottahúsi. Ég var að kaupa nýja þvottavél og það er svo gaman að þvo að þvotturinn safnast ekki fyrir í dallinum. Ég strauja nú ekki mikið. Það eru þá helst blússur og svo silkináttfötin. En ég strauja stundum rúmfötin, vegna þess að það er alveg meiri- háttar að fara upp í rúm þegar rúmfötin eru straujuð. Ég strauja ekki handklæði og viskustykki, heldur brýt þau bara vel saman.” Sólveig Grétarsdóttir, Ijósmynda- fyrirseeta og nuddari „Ég er með tvo hauga á góifinu. Annar er hreini þvotturinn og hinn er óhreini þvotturinn." Dagur Sigurðarson, skáld og myndlistarmaður KARLFYRIRSÆTAN „þvotturinn minn fer í hvíta stálkörfu, sem er eins og gömul amerísk, sjálflokandi ruslatunna. Ég þvæ allan minn þvott sjálfur, —• nema skyrturnar. Þær fer ég með i þvottahús. Stundum fer ég með eina skyrtu og stund- um allt að 40 skyrtum. Mér þykir svo gott að fá skyrt- urnar innpakkaðar og vel pressaðar til baka." Reynir Kristinson, fyrirsæta hjá Módel '79 DANSARINN „Minn þvottur fer í brúna bastkörfu sem er inni á bað- herbergi. Síðan þvæ ég svona tvisvar í viku og hengi upp á snúru. Ég strauja barnafötin og allan annan þvott, — nema nær- fötin mín. Að þvo og strauja er það leiðinlegasta sem ég geri, en þetta situr svo fast í mér frá uppeldi mínu að ég held þessu áfram. Sóley Johannsdottir djass- ballettkennari ÖKUÞÓRINN „Ég set hann alltaf í plast- körfu inni í þvottahúsi, sem ég held að sé hvít, og svo sé ég hann ekki meir fyrr en hann er orðinn hreinn. Ég lenti í því fyrir þremur árum, þegar konan mín veiktist, að ég varð að læra á þvottavélina. Það var mik- ið púl að hafa alltaf hrein föt til skiptanna. En ég er búinn að gleyma því núna, sem betur fer." Jón Ragnarsson rallókumaöur Þórunn Bjarnadóttir

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.