Pressan - 03.10.1991, Side 35
FIMMTUDAGUR PMESSAN 3. OKTÓBER 1991
35
Sigurður Pétur
Sigurður Pétur Harðarson er „sjóarinn" meðal út-
varpsprestanna enda með djúpsjávarrödd. Hann
er þóekki maðurhinna djúpu umraeðna en vekur
þess i stað upp sipp og hoj-stemmningu þar sem
rætt er um vertiðir og ballferðir. Sannkallaðir lifs-
hamingjuþættir þar sem rætt er við fólk af holdi
og blóði. Hann kann þó ábyggilega ýmislegt fyrir
sér á andlegu hliðinni enda góðvinur Jónu Rúnu
og á meðal annars röddina á simsvara hennar.
rnír
lifði það reyndar ekki af þeg-
ar hann hvarf á braut, enda
nýr samkeppnisaðili kominn
fram á sjónarsviðið.
.. Þjóðarsálin var svar rásar 2
og Stefán Jón Hafstein inn-
leiddi hina hörðu presta-
stefnu. í stað þess að vera
sammála fólki, eins og oftast
hafði tíðkast hjá kurteisum
útvarpsmönnum, var Stefán
Jón gersamlega ósammála
öllum. Allt í einu urðu menn
að rökstyðja delluna í sér og
hlustendur komust ekki upp
með neitt múður. „Ég held úti
ákveðinni útvarpspersónu í
Þjóðarsálinni. Fyrir hönd
híustenda geri ég kröfur og
og hún eigi lífið að leysa.
Meinhornið stendur vana-
lega undir nafni.
NÝÖLDIN í ÚTVARPINU
Undanfarin ár hefur þjóðin
gengið í gegnum nýöld og
það hefur haft sín áhrif á út-
varpsprestana. Það er sér-
staklega Aðalstöðin sem hef-
ur boðið upp á slíkt, en nú
mun vera búið að loka fyrir
það. Bylgjan virðist síðan
hafa tekið að sér að verða
helsti vettvangur fyrir slíka
strauma, en það héfur sýnt
sig að íslendingar hafa áhuga
á dulrænum efnum.
Jóna Rúna Kvaran hefur
Inger
IngerAnna Aikman,
„spámaðurinn"
með Bókina um
veginn á náttborð-
inu. Veitir hlustend-
um alþýðuspeki i
sinni tærustu
mynd.
um mikilvægt.
Og talandi um nýöld þá er
ekki hægt að ganga framhjá
þeim Inger Ónnu Aikman,
sem veitir lífsspeki í gegnum
sérstakar lífsspekibækur, og
Gunnlaugi Guðmundssyni,
sem spáir í stjörnurnar og
finnur sína speki þar. Stund-
um er freistandi að setja Sig-
urð Pétur Harðarson með
„Landið og rniðin" í þennan
flokk, en oft á tíðum tekst
honum að fylla þjóðarsálina
með útvarpspersónu sinni.
KÆRI SÁLI
Það er hins vegar dálítið
einkennilegt að enginn út-
varpsprestanna telst beinlínis
sérfræðingur í mannlegum
erfiðleikum (ef slíkir sérfræð-^
ingar eru yfirleitt
til) — stund-
um er reyndar
sagt að sér-
fræðingarnir
séu svo
dýrir að út
varpsstöðvarnai
hafi ekki
efni á þeim.
Einn slíkur lagði
þó mikið af
mörkum í því að
ég held reyndar að það sé
viss virðing fyrir fólki að gera
slíkar kröfur. Ég læt það eftir
mér að segja mitt álit og held
ekki aftur af mér,“ sagði Stef-
án Jón og tók fram að prívat-
persóna sín væri öðruvísi.
Það eru reyndar ekki allir á
því og sem dæmi um það hef-
ur Stefán Jón gefist upp á að
vera í símaskránni — þjóðar-
sálin hélt bara áfram að
hringja heim.
Stefán Jón hefur lengst af
séð um þáttinn en helsti sam-
starfsmaður hans er Sigurður
G. Tómasson. „Bubbi tekur
þá afstöðu að hann er dipló-
matískari. Það má segja að
langlundargeð hans sé meira
og því erum við ólíkir. Við
teljum það bara til bóta fyrir
þáttinn."
Með Þjóðarsálinni læðist
vikulegur þáttur, Meinhorn-
ið, sem er gagngert til að
þjóðarsálin geti kvartað eins
verið með þætti þar sem hún
leiðbeinir fólki í gegnum
þrautir lífsins. Hún byrjaði á
Bylgjunni í haust en er hætt.
Hún er miðill, eins og Þór-
hallur Guðmundsson, sem
verður með þátt á Bylgjunni
í vetur í bland við Kvöldsög-
ur. Þórhallur hefur áður verið
á Bylgjunni og ræðir við fólk
á trúarlegum nótum og
finnur lausnir á *
vandamálum þess eftir
slíkum leiðum.
Sumir kvarta yfir því
að þessir þættir séu
einhæfir og
lausnirnar hver
annarri líkar,
en augljóslega þykir
mörgum þægilegt
að ræða við þau.
Þau eru samúðarfull
og ná að skapa
trúnað við
hlustandann, sem
er útvarpsprestin-
Jón B.
Jón B. Cunnlaugsson hóf spjallþætti og var kallaður
„besti vinur húsmæðranna" fyrir vikið. Opnaði simann og
sprengdi skiptiborðið. Útvarpið þorði ekki að opna sim-
ann aftur fyrr en rás 2 kom.
leiða útvarpsprestana fram á
sjónarsviðið.
Sigtryggur Jónsson sál-
fræðingur hélt lengi vel úti
þætti á rás 2 þar sem hann
tók við fyrirspurnum ungl-
inga og gaf síðan út bók um
allt saman, „Kæri sáli“. Hann
hefur síðan öðru hvoru verið
með slíka þætti, en meðal sál-
fræðinga þykir þess konar
framhleypni ekki fín.
Nú og svo eru auðvitað
prestarnir á útvarpsstöðinni
Alfa, en einhverra
hluta vegna tekst
þeim ekki að fá mik-
ið af hlustendum,
svo að með réttu má
segja að það séu
einu útvarpsprest-
arnir sem þegja.
Sigurður Már
Guðmundsson
Eiríkur
Eiríkur Jónsson er „afhjúparinrí' meðal
útvarpsprestanna, i senn „heillandi og
hættulegur". Fær fólk til að segja alla
söguna og oftast meira en það ætlar að
segja. Hann spyr allra þeirra spurninga
sem þarf að spyrja.
I
JL yrstu fréttamenn sjónvarpsins,
Markús Örn Antonsson og
Magnús Bjarnfreðsson, iásu frétt-
ir í aðalfréttatíma á
afmælisdegi sjón-
varpsins. Dóttir
Markúsar, Sigríður
Ása, er fréttamaður
hjá sjónvarpinu og
sonur Magnúsar,
Árni, nýhættur
fréttamennsku. Ætla má að frétta-
mennska hjá sjónvarpinu gangi í
erfðir...
M
1» JLikil óeining hefur verið með-
al ísfirðinga vegna nauðsynlegrar
kirkjubyggingar. Gunnlaugur Jon-
asson bóksali hefur beðist undan
frekari setu í sóknarnefnd. Vest-
firska fréttablaðið segir að seta í
sóknarnefnd sé þegnskylduvinna,
með þeirri undantekningu að menn
geti beðist undan setu í nefndinni í
jafnlangan tíma og þeir hafa setið
þar. Þar sem Gunnlaugur hefur setið
lengi í sóknarnefnd getur hann beð-
ist undan allt til ársins 2026 . . .
R
Mmeiknað er með að hart verði
deilt um málefni Ríkisskips á Al-
þingi í vetur. Steingrímur Her-
---------- mannsson, formað-
ur Framsóknar-
flokksins, mun vera
mjög óánægður
með niðurskurðinn
á fyrirtækinu, ekki
síst þar sem hann og
. Guðmundur Ein-
arsson, forstjóri Rikisskips, eru
miklir vinir. Guðmundur Einarsson
er í stjórn kjördæmisráðs Framsókn-
arflokksins á Reykjanesi og eins er
hann í efnahagsnefnd Framsóknar-
flokksins...
v
▼ iðskipta- og hagfræðideiid Há-
skólans heldur námskeið í haust,
þar sem fjallað verður um mat fjár-
festingarhugmynda. Kennari á
námskeiðinu er Kristján Jóhanns-
son lektor. Kristján var áður fram-
kvæmdastjóri Almenna bókafélags-
ins, einmitt á þeim tíma sem tók að
siga hvað mest á ógæfuhliðina hjá
fyrirtækinu. Kristján hefur senni-
lega reynslu af röngum fjárfesting-
um ...
s
k««Jamband hargreiðslu- og hár-
skerameisjara gengst nú fyrir „viku
hársins". Ýmislegt verður gert til að
vekja athygli á hári
og umhirðu þess.
Meðal annars verð-
ur samkeppni um
nýyrði yfir sjampó
og permanent. Sam-
keppnin er haldin í
samvinnu við rás 2
og Samvinnuferðir'Uandsýn. Helgi
Jóhannsson, fra.nkvæmdastjóri
Samvinnuferða, hefur tryggt að sig-
urvegari í samkeppninni fái sólar-
landaferð í verðlaun . ..