Pressan


Pressan - 03.10.1991, Qupperneq 38

Pressan - 03.10.1991, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 'Jííljnr télcitéítrtf jíjóöðöflttf Sagan segir aö Albert Guðmundsson, núverandi sendiherra í Paris, hafi eitt sinn verið að borða á einum af betri veitingastöðum Reykjavíkur. Þegar þjónn- inn kom með nautasteik Al- berts skar Albert í sneiðina og sagði kjötið of mikið steikt og bað um nýja steik. „Ekkert sjálfsagðara," sagði þjónninn og gekk burt með steikina. Mikið var að gera á veit- ingastaðnum og kokkarnir allir i óðaönn að elda mat fyrir gestina. Þjónninn vildi ekki ónáða kokkana vegna kvörtunar Alberts Hann sneri steikinni við á diskin- um og gekk aftur fram í sal og að borði Alberts. Lét diskinn fyrir framan hann og sagði; „gjörið þér svo vel." Albert skar í steikina og sagði þetta allt annað og þakkaði skjót og góö við- brögð. (Úr þjónasögum) Verið var að taka upp kvikmynd í Reykjavík um miðja nótt. Snögglega gerði leikstjórinn sér grein fyrir að hann vantaði stóran og mikinn vindil til að full- komna áherslu á eina per- sónu myndarinnar. Nú voru góð ráð dýr, því engai sjoppur eða verslanir voru opnar. Þá datt einum starfs- mannanna i hug að fara heim til Alberts Guð- mundssonar, þáverandi fjármálaráðherra, og leita hjálpar hjá honum. Albert er sennilega kunnasti vindlareykingamaður þjóð- arinnar. Bankað var upp á hjá Af- bert um miðja nótt. Ráð- herrann kom til dyra klæddur náttslopp og spurði hvað gesturinn vildi. Þegar ráðherrann hafði heyrt erindið brást hann vel við, gekk inn í íbúðina og kom til baka með vindil, sem var stærri en kvik- myndatökufólkið hafði get- að látið sér detta í hug. Myndatökunni var bjargao. (Úr mannbfssögum) Markvörður í einu af neðrideildarliðunum greip boltann eitt sinn öruggum höndum. í sömu mund braust sólin undan skýjun- um. Markvörðurinn sá að hann varð að sækja húfu sína, sem geymd var í markinu. Hann gekk inn í markið, tók upp húfuna og setti á kollinn á sér. Þá flautaði dómarinn og dæmdi mark. Að sjálfsögðu, þar sem markvörðurinn hélt enn á boltanum og var inni í markinu. (Úr markmannasogum) ..Jón J. Vídis, födurbrúdir minn, uur uppliufsmudur uö lirini’sjám liér ú landi. Hann Itannadi fyrslu liringsjána er hér uur setl upp árid 193H á Valliúsuhæd á Selljarnur- nesi. Á árunum li)5(>—11175 uar ét> adsloflarmaóur lians og hann kenndi mér lil rerku," sugfli Jakob Hálf- dánarson, læknifræflingur hjá Vegagerflinni, en hann hefur sell upp <>g hannufl hringsjár um margra ára skeifl. Flestir kannast við hrini<- sjárnar á Kambabrún og við Almannagjá á Þingvöllum. Þær haía þjónað því hlut- verki að gefa landslaginu nöfn, og í augum margra er það ötrúlega mikilvægt; án nafna eru fjöllin varla til. ,.Jón, föðurbróðir minn, lést árið 1975 og þá fór ég að , teikna og hanna sjálfur og þær eru orðnar nokkrar sem ég hef gert. Núna er ég að gera hringsjár fyrir Perluna. Þær verða þrjár, ein er komin upp en hinar tvær koma í okt- óber. A flestum sjám eru ein- göngu nöín og örvar, en á hringsjárnar á Perlunni er fjallahringurinn teiknaður. Það var dóttir mín, Þórný, sem teiknaði fjallahringinn. Sonur minn er aðstoðarmað- ur minn við þetta, en hann heitir einmitt Jón Víðis. Ég er einnig að vinna að þremur öðrum sjám núna. sem settar verða upp úti í Við- ey. á Áfangafelli á Kili og á Þverfellshorni á Esju." En huernig eru hringsjárn- ar unnar? ,,Fyrr á árum var farið með teikniborð á staðinn, það sett upp þar sem hringsjáin átti að vera-og svo var teiknað á staðnum. Þetta gat verið erf- itt í okkar veðráttu. Seinni ár er farið og mælt með þar til gerðum tækjum, síðan teikna ég heima." Jakob segir að sér finnist gaman að þessu. Þegar hann var mælingamaður hjá föðurbróður sínum, Jóni eldri, ferðaðist hann um allt landið. Hann bjó meðal annars í tjaldi í heil tíu sumur. Hann þekkirþví landið vei og hefur farið víða, fyrir utan ferðalög sín vegna hringsjánna. ,,í dag eru á öllu landinu um fimmtíu hringsjár en ég hef nú ekki verið viðriðinn þær allar. Ein sú skemmtileg- asta er á vatnstanki þeirra í Borgarnesi, efst á honum er útsýnispallur, um það bil sex metrar í þvermál. Á pallinum miðjum er útsýnisskífan sjálf á upphækkuðum palli og þar getur fólk verið. Á veggnum allan hringinn eru plötur sem benda á merka staði, þannig að fleiri en einn getur notað þetta í einu. Á þessum venjulegu er það þannig, eins og augljóst er, að standi fleiri en einn við hring- sjána sjá menn lítið annað en hver annan. Þannig að þessi hringsjá þeirra Borgnesinga hefur sérstöðu." Heldurflu afl sonur þinn komi lil mefl afl laka uifl af bér uifl þennan starfa? „Ég veit það ekki, en það gæti allt eins verið." Einhuer barnabörn farin afl sýna þessu áhuga? „Barnabarn mitt er nú ekki nema eins árs enn, en það veit enginn hvað gerist,” sagði Jakob Hálfdánarson hringsjársmiður. SJÚKDÓMAR OG FÓLK Brjóst og brjóstadýrkun Brjóstin (mammae) eru eitt af kyneinkennum kon- unnar. Aðaltilgangur þeirra er þó aö búa til mjólk handa nýfæddum einstaklingum en á Vesturlöndum gegna þau líka öðru hlutverki, því að brjóstastór kona er kyn- tákn. Stór hluti kvenna hef- ur þungar áhyggjur af stærð brjósta sinna og sköpulagi. Sá kvíði er sambærilegur við óróleika fjölmargra karla útaf stærð og lögun limsins. Þessi óróleiki er eðlilegur þegar brjóstaáhugi þjóðfé- lagsins er hafður í huga. í hvert skipti, sem ég fer á hjólbarðaverkstæðið mitt uppi á Ártúnshöfða, blasa við ótal stórbrjósta konur of- an af veggjunum. Strákarnir vilja hafa slíkar myndir fyrir augunum, þegar þeir skipta um dekk og negla vetrar- hjólbarða, enda eru stór brjóst tákn kynorku og kyn- töfra. Allar bókaverslanir eru fullar af blöðum með myndum af fallegum stúlk- um sem spenna og bera brjóstin. En áhugi karl- manna á brjóstum er skiljan- legur; „því að maðurinn er fyrst og síðast spendýr", eins og Magnús Þór Jónsson vinur minn sagði eitt sinn. Brjóstin breytast á kyn- ÓTTAR GUÐMUNDSSON þroskaskeiði, stækka og þroskast og eru mikið áhyggjuefni, hvort sem þau eru of lítil eða í stærra lagi. Unga stúlkan með stóru brjóstin uppgötvar að hún dregur að sér óskipta athygli karlmanna og það fyllir hana óöryggi. Smábrjósta stúlkunni líður líka illa, og finnst sér áfátt sem vaxandi konu. Brjóst kvenna eru ákaflega mismunandi eins og allir sjá á dagatölum bif- reiðaverkstæðanna. Sum eru stór og stinn, önnur minni, sum slöpp og hang- andi. Klæðaburður og brjóstahaldarar ráða miklu, enda veldur tíska hvers tíma áhuga og áliti manna á brjóstum og útliti þeirra. Á árunum kringum 1920 voru stór brjóst alls ekki í tísku og konur reyndu að klæða þau af sér með þröngum undir- fötum. Tískan veldur því nú að reynt er að gera brjóstin eins áberandi og hægt er, enda lifum við á tímaskeiði brjóstatilbeiðslu. SAGA BRJÓSTADÝRKUNAR Víða eru brjóstin frjósem- istákn og gegna stóru hlut- verki í frumstæðum trúar- brögðum. í Grikklandi var mikil hrifning á brjóstunum. í bókmenntum Grikkjanna eru frásagnir af Phryne og Helenu hinni fögru. Phryne var fyrir rétti, ákærð um hryllilegan glæp, og dómur- inn var að falla, þegar verj- andinn svipti hana klæðum. Fegurð brjósta hennar var slík að dómararnir gátu ekki dæmt hana seka. Þegar Menelaus fékk Helenu sína aftur, eftir styrjaldir og stímabrak Trójustríðsins, ætlaði hann að hefna ófara sinna og hótaði Helenu líf- láti með sverði. Hún sýndi honum þá brjóst sín og hann kastaði frá sér sverðinu, hugfanginn af glæsileika þeirra, og tók hana í faðm- inn. Brjóstin tengdust lífi og dauða. Kleópatra hin fagra fyrirfór sér með því að láta slöngu bíta sig í brjóstið. í mannkynssögu Vesturlanda hafa brjóstin gegnt veiga- miklu hlutverki. Kirkjufeð- urnir bönnuðu að konur ber- uðu líkama sinn, en á 13. öld var farið að brjóta gegn þessum boðum. Konur sýndu brjóstin og máluðu oft geirvörturnar á næstu öld- um, svo að þær væru meira áberandi. Brjóstin voru falin á 18. og 19. öld en eru nú aft- ur orðin fyrirferðarmikil kyntákn. STÓR/LÍTIL BRJÓST Brjóst geta orðið ákaflega stór og til vandræða fyrir konuna. Stundum er gripið til þess ráðs að minnka þau með einfaldri skurðaðgerð og finnst mörgum konum þungu oki af sér létt þegar búið er að létta á brjóstun- um. Á hinn bóginn láta margar flatbrjósta konur stækka brjóst sín, vegna þrýstings frá umhverfinu. Þá er silikoni dælt undir húð- ina og reynt að skapa falleg brjóst. Ég hef stöku sinnum rætt við fólk á stofu sem hef- ur haldið í alvöru, að brjósta- stærð konunnar skipti sköp- um fyrir framtíð hjóna- bandsins. Bara ef konan léti stækka eða minnka á sér brjóstin félli allt í Ijúfa löð og allir yrðu hamingjusamir á nýjan leik. Þetta varð þó aldrei raunin, af skiljanleg- um ástæðum. En brjóstin halda áfram að heilla menn og trylla, eins og þau hafa gert um aldir.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.