Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 40

Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 líj ejjtisi Á fimmtudagskvöldið eftir viku frumsýnir Borg- arleikhúsið nýtt leikrit eft- ir SVEINBJÓRN I. BALDVINS- son sem ber nafniö „Þétting". Meðal leikenda eru þau kristján franklín MAGNÚS, PÉTUR EINARSSON og SOFFÍA JAKOBSDÓTTIR. Sveinbjörn, sem sendi frá sér smásagnasafnið „Brúnar fjaðrir" fyrir jólin í fyrra, nam handritagerð í sólinni i Suður-Kaliforn- íu og hefur fengist þó nokkuð við gerð handrita og auk þess sent frá sér Ijóðabækur. „Gaia", nafnið á víkinga- skipinu sem lagði upp frá Noregi siðastliðið vor og áleiðis til Vínlands, er einnig nafn á plötu sem kemur út nú fyrir jólin og inniheldur lög eftir val- geir guojónsson sem hann hefur útsett og hljóðritaö í samvinnu við EYÞÓR GUNNARSSON. Hér er um að ræða tónlist án orða og koma fjölmargir islenskir og erlendir tón- listarmenn við sögu, þar á meöal grænlensk söng- kona og brasilískur áslátt- arleikari. Það koma hvorki meira né minna en tvær bækur eftir GYRÐI ELÍASSON Út hjá Máli og menningu nú fyr- ir jólin. Önnur þeirra inni- heldur örsögur og hin er Ijóðabók. Gyrðir verður 'að teljast með afkasta- meiri skáldum i yngri kantinum, en hann var sem kunnugt er með skáldsöguna Svefnhjólið fyrir jólin í fyrra. Hátíðarsy tingin á Töfra- flautunni heillar að sjálf- sögðu. En það er líka hægt að sparasér að setja smók- inginn í hreinsun og kanna heldur næturdrottningarn- ar í Ömmu Lú. Þar eru heilu saumaklúbbarnir á útkíkk- inu. UppÁlHAlds VÍNÍð Marteinn Sverrisson verkfræðingur ..UpiHihaldsDÍiiid inill cr spian.ska randi'inid (iran Caranas (lilack hihcl) írá Mii>nd 'l'arrcs. Vinii) cr upp- riinnii) i Katalaniuhcrafti i uin 50 hilátnclra fjarUcni) frá liarcclana. Vínii) cr hruí’í’ai) úr Ca- hcrncl Sauvii’nan-vinhcrinu ai’ ai) i’crjun lahinni cr þai) i’cymt i Ifi niiinudi i lunnuin úr huinlaríshri cih ut> hcr vii) /xii) ciharilnnin scin cin- hcnnir sva iniirt’ spicnsh rín. (iran Caranas cr iltihhl ai> iljiípraull <i lilinn. hrai’i)i<) cr inihn) ai> 1(1)11 juhwa’t’i á inilli sýru at’ stcniniu. I’clla cr ci)- alvin." Á fostudagskvöldið verða GCD, Bubbi og Rúpar á Tveim- ur vinum, á Hotel íslandi verð- ur ný skemmtidagskrá, Aftur til fortíðar, frumflutt. Það eru gullaldarlögin frá árunum 1950 til 1980, sem ráða ríkjum i flutningi landsfrægra söngv- ara og dægurlagacombós Jóns Ólafssonar (leiðist þegar menn þurfa að skíra alla skap- aða hluti eftir sjálfum sér), kynnir verður Siggi sjómaður og eftir skemmtunina leikur Upplyfting fyrir dansi. Á Hótel Sögu er uppselt á Næturvakt- ina, Hal'a, Ladda og Bessa í Sulnasal föstudagskvöld. Á Mímisbar skemmta Við tvö á laugardagskvöld, á Moulin Rouge er Kabarett og á laugar- dagskvöldið líka. A Öndinni leikur hljómsveitin Klang og kompaní i kvöld, en hún hefur leikið viða á höfuðborgar- svæðinu undanfarið, á Blús- barnum leikur hljómsveitin Perez, sem er að hluta skipuð meðlimum Centaurs sáluga. Sveitin milli sanda (margir Brimklóarfélagar) leikur föstu- dags- og laugardagskyöld á Fógetanum, Halldór Óskars- son verður á píanóinu á Furst- anum fram á sunnudag, Blús- menn Andreu verða á Púlsin- um á föstudagskvöldið ásamt blusmanni DV (h'ver það verð- ur veit nú enginn ...). Anna Vilhjálms og Bjarni Ara á Borg- arkránni i kvöld. Blúsmenn Andreu verða á Púlsinum á laugardagskvöld- ið, vonandi með blúsara DV með sér eins og á föstudags- kvöldið, Loðin rotta verður á Tveimur vinum á laugardags- kvöld, á Hótel Islandi verða Is- lenskir tónar í 30 ár, eins og á föstudagskvöld, og Nætur- vaktin i Súlnasal. Hallbjörn Hjartarson og Hilmar Sverris- son skemmta á Öndinni á laugardag og sunnudag, (Hall- björn kopist ekki um síðustu helgi), í Ölveri er karaoke-tón- list, þar sem gestir skemmta sjálfum sér með aðstoð Jap- anans, KGB leika á Blúsbarn- um á laugardagskvöldið og The Freshmen á sunnudag „Við bara verðum að hafa opið lengur til að hafa kúnnann ánægðan," segir Jón Snorra- son yfirkokkur. Noztursala á Cafá Ópcru ,,Vid erum fyrst og fremst ad ueita góda þjónustu. Viö urdum ad gera þetta því ís- lendingar fara almennt seint út ad boröa um helgar. Viö getum bara tekiö á móti 60 manns í einu og þetta tekur allt sinn tíma, þannig ad til aö hafa kúnnann ánœgöan uerdur maöur bara ad hafa opid lengur" sagdi Jón Snorrason, yfirkokkur á Café Óperu. Café Ópera hefur þá sér- stöðu meðal matsölustaða í vandaðri kantinum að þar getur maður fengið hvaða rétt sem er á matseðlinum til klukkan hálfeitt eftir mið- nætti um helgar og af grillu; lamb, naut og jafnvel lúðu, til klukkan eitt. A virkum dög- um eru grillið og eldhúsið op- in til hálftóif. Þetta er lengri afgreiðslutími en hjá nokkru öðru GÓÐU veitingahúsi í bænum. Café Ópera er einn af fáum matsölustöðum í betri kantinum í höfuðborg- inni sem staðið hefur af sér alla helstu hvirfilbylji veit- ingarekstrar á undanförnum árum. 1-2-3-4-5 Dimmalimm „Hún er stórkostleg, fal- lega tekin, suart/huít mynd tpn börn sem búa ífangabúd- um í Síberíu eftir sídari heimsstyrjöld," segir Friðrik Þór Friðriksson um eina af þremur souéskum myndum sem sýndar uerda á tíundu kuikmyndahátíd Listahátíd- ar. 1-2-3-4-5 — dimmalimm sýnir hvernig krakkar geta lifað hörmungarnar af vegna þess að þeir eru börn og lata ástandið ekki fara inn á sál- ina. Myndin er sýnd frá sjón- arhóli krakkanna. Hún vann Evrópuverðlaunin árið 1990 Taxablús heitir sovésk mynd sem sýnd verður nú um helg- ina á KvikmyndahátíA. Mynd- in er um tvo ólíka menn, leigu- bílstjóra i Moskvu og tónlist- armann af gyðingaættum. Fundir þeirra verða mjög ör- lagaríkir þegar þeir lenda saman i undirheimum Moskvuborgar. Myndin fékk verðlaun í Cannes í fyrra fyrir besta leikstjórn. sem besta mynd byrjanda. Leikstjórinn, Vital Kane- veski, er byrjandi í kvik- myndagerð þó svo að hann sé fimmtugur að aldri. Kvikmyndahátíðin byrjar á laugardaginn og stendur í tvær vikur. Fyrsta myndin er norska myndin „Til hins óþekkta" og leikstjórinn, Unni Straume, verður við opnunina. Til að gera hátíðina að- gengilegri almenningi verða í fyrsta sinn sýndar myndir með íslenskum texta. Þær eru: Bandaríska myndin „Góði tannhirðirinn" eftir Carlos Sorin. Þessi mynd er um tannlækni sem fer um heim- inn á mótorhjóli og gerir við tennur í fólki ókeypis. Breska myndin „Launráð" eftir athyglisverðasta leik- stjóra Bretlands um þessar mundir, Ken Loach. Myndin segir frá lögreglumanni sem fær það verkefni að rannsaka morð á bandarískum lög- fræðingi, sem fór til írlands að afla sér upplýsinga um meint mannréttindabrot bresku öryggissveitanna á ír- landi. Franska myndin „Of falleg fyrir þig“ eftir Bertrand Bli- er er um mann sem er leik- inn af Gérard Depardieu, frægasta leikara Frakka í dag. í henni er hinu hefðbundna mynstri framhjáhalds snúið við. Spánska myndin „Ó Car- mela" eftir Carlos Saura. Leikkonan í myndinni fékk Felix-verðlaunin sem besta leikkonan í fyrra. Myndin gerist í borgarastyrjöldinni á Spáni og er byggð á söngleik. Svissneska myndin „Vegur vonar“ eftir Xaviae Koller sem fékk Óskarsverðlaun 1991. Myndin er um tyrk- neska fjölskyldu sem fer til fyrirheitna landsins, sem er Sviss. Þýska myndin „Homo Fa- ber“ eftir leikstjórann Volker Schlöndorf. Myndin er um mann sem lendir í flugslysi og fær hjartaáfall. Hann endur- metur allt sitt líf og verður ástfanginn af ungri konu. Myndin er byggð á skáldsögu Max Frisch, sem kom út í ís- lenskri þýðingu 1987. jb^auma dúutea Jón Ólafsson tónlistarmaöur PRESSAN bað Jón að vera gestgjafa i ímynduðu kvöldverðarboði þar sem hann mætti bjóða hverj- um sem er. Gestir Jóns eru: Sjöfn Kjartansdóttir konan min og kokkur kvöldsins, en hún gerir besta pasta á Norður- löndum. Steingrímur Olafsson bróðir minn. Honum væri gaman að bjóða því við höfum svo margt að ræða. Við hittumst nefnilega allt- of sjaldan. Stefán Hjörleifsson kennari. Hann vildi ég fá til að leika undir borðum. Eyjólfur Kristjánsson mundi sjá um fjölda- söng á milli rétta og segja gamansögur. Pétur Kristjánsson hann er svo flottur. Sigurður Bjóla Garð- arsson við vinnum svo mikið þegar við erum saman að við höfum varla tíma til að spá og spekúlera. Friðrik IX mér hefur sýnst það vera „in" að hafa látið fólk í mat í þessum dálki. Ég ætla líka að vera „ in ". PIXIES TROMPE LE MONDE Þetta er ekki þunga- rokksplata en Nell Yo- ung er sterkur („feed- back" og „fuzz" á gítar og svo framvegis) og þetta er hávaðaplata með mikilli yfir- spennu, sem er undir- stöðuatriði í lifandi rokki. Hörkugóð. Fær 8 af 10. (Kristján Hauksson, Björn Sig- urjónsson og Siguröur Ragn- arsson). BB-bandið, Anna Vil- hjálms og Bjarni Ara verða á Borgarkranni á laugardags- kvöldið. Á sunnudagskvöldið verða lokatónleikar irsku þjóðlaga- og rokksveitarinnar Diarmuid O'Leary & The Bards á Púlsin- um, en þeir hafa verið undan- farin kvöld á Tveimur vinum. Með iokatónleikum hljóm- sveitarinnar hér á landi að sinni hefst vikulöng afmælis- dagskrá Púlsins i tilefni af 1 árs afmæli staðarins. Fyrir- hugað er að vera með atriði sem sýna eiga þverskurð af því sem verið hefur i húsinu á liðnu ári. Á mánudagskvöldið verður róleg stemmning með mat og píanóleik, þriðjudags- kvöldio þungarokk, miðviku- dagskvöldið djass. Við segjum betur frá dagskránni í næsta blaði. KK-bandið verður á LA Café á sunnudagskvöld og Sniglarnir verða á Gauknum á sunnudags- og mánudags- kvöld. BB-bandið og Anna Vil- hjálms verða á Borgarkránni á sunnudagskvöldið. Tunglið var fullt um siðustu helgi og verður það sjálfsagt um þessa líka. Það er hið besta mál. Það væri til skammar ef ekki væri hægt að reka diskó- tek i þessu húsnæði, sem er án vafa það besta í bænum til slíks. Byrjunin hjá nýjum eig- endum lofar góðu. Þeir þurfa hins vegar að hafa allar klær úti ef þeir vilja halda fólkinu. Næturklúbbar i New York þurfa að skipta um innrétting- ar á þriggja mánaða fresti og LÁRÉTT: 1 verks 6 helsingi 11 smákorn 12 heiti 13 niðurgangurinn 15 kvöld 17 sig 18 þefa 20 sjó 21 högg 23 umboðssvæði 24 stafur 25 skjáta 27 rétt 28 býsnin 29 himna 32 dreng 36 hvíld 37 hlut 39 vesölu 40 fæða 41 slá 43 þræll 44 skynsöm 46 hræðsluna 48 hlunn- indi 49 kaup 50 sindri 51 hljóðaði. LÓÐRÉTT: 1 deyja 2 örvar 3 næstum 4 gróður 5 ósvikna 6 gerviefni 7 slökkvara 8 tíðum 9 seytli lOvanræksla 14 flakk 16lengdarmál 19 ávítur 22 kaldi 24 mála 26 flýtir 27 strit 29 áköf 30 gleði 31 spéfugl 33 beljakana 34 keraldið 35 þekktri 37 áorki 38 nótt 41 flói 42 óhreinkar 45 bjargbrún 47 tala.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.