Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 4
B 4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 BÆKUR & PLÖTUR Stjörnubœkur UÓÐ Gyrðir Elíasson: Mold í skuggadal Mál og menning ★★★★ Meiri mannleg nærvera, hlýja og angur- værð sem tengjast aðskilnaði og missi, algerlega nýju stefi í sjálfhverfum heimi Gyrðis. (JHS) Sigfús Bjartmarsson: Zombíljóðin ★★★★ Zombíljóðin eru eitt metnaðarfyllsta verk sem komið hefur út lengi og á nokkuð örugglega eftir að verða eitt af kennileitum nýhafins áratugar. (JHS) Guðbergur Bergsson: Hið eilífa þroskar djúpin sín (þýðingar) Forlagið ★★★ Einstæður lykill að spænskri Ijóðlist en frágangur textans er sumstaðar ekki nógu góður. (JHS) Vilborg Dagbjartsdóttir: Klukkan í turninum Forlagið ★★★ Góð bók en ekki mjög persónuleq. Vil- borg hefur áður gefið meira af sjálfri sér, hér einbeitir hún sér fyrst og fremst að reynslu annarra og þegar kemur að stóru spurningunni er það ekki hún sjálf sem yrkir. (JHS) ÞÝÐINGAR Richard Brautigan: Silungsveiði í Ameríku Gyrðir Elíasson íslenskaði Hörpuútgáfan ★★★★ Verulega fyndin bók sem kemur manni stöðugt á óvart með óvæntum hug- myndum, skringilegum uppátækjum og spriklandi myndlíkingum. (JHS) Romain Gary: Lífið framundan Forlagið ★★★★ Lesandinn þarf að'búa yfir einstöku kaldlyndi til að komast hjá að verða snortinn. (KB) Mikhail Búlgakov: Hundshjarta Mál oq menninq ★ ★★★ Verkið er unnið af miklum vitsmunum og ögun. Búlgakov er hvass penni og fyndni hans háðsk og grimm. (KB) Pascal Quignard: Allir heimsins morgnar Mál og menning ★★★★ Undrafallegt verk sem situr í minning- unni löngu eftir að lestrinum er lokið. (KB) Erik Fosnes Hansen: Sálmur að leið- arlokum Mál og menning ★ Lærður og hátíðlegur, málfræðileqa kórréttur en steinrunninn. Textinn hefur verið pússaður svo vandlega að allt líf hefur um leið nuddast af honum. (KB) Isabel Allende: Sannleikur allífsins Mál og menning ★ Það getur ekki talist vænlegt þegar hver skáldsaga eins höfundar er verri en sú næsta á undan, einsog tilfellið er með Isabel Allende. (JHS) BARNA- OG UNGLINGA- BÆKUR Friðrik Erlingsson: Benjamín dúfa Vaka-Helgafell ★★★ Friðrik gerir úr efniviðnum bráðlifandi fólk og sjálf sagan er óvenjuleg og spennandi. (JHS) Þorgrímur Þráinsson: Bakvið bláu augun Fróði ★ ★★ Höfundurinn heldur spennu allan tím- ann því b'ókin er vel upp byggð og ágætlega skrifuð þótt ekki sé hún laus við hnökra. (JHS) Jón Dan: Tveir krakkar og kisa Skjaldborg ★★★ Þetta er indæl lítil saga fýrir börn yngri en lOára. (JHS) Þórarinn Eldjárn/Tryggvi Ólafsson: Litarím Forlagið ★★ Sumar vísurnar eru fínar, en annars staðar dugar húmorinn ekki til að rétt- læta hortittina. (JHS) Ármann Kr. Einarsson: Grallaralíf í Grænagerði Vaka/Helgafell ★★ Grallaralíf í Grænagerði er ágætlega skrifuð bók en svolítið flöktandi, einsog höfundurinn hafi aldrei alveg ákveðið sig hvers konar sögu hann vildi skrifa. (JHS) Þorgrímur Þráinsson: Lalli Ijósa- staur Fróði ★ ★ Textinn er oft fjörlegur en dettur sums staðar niður í flatneskju endursagnar- stílsins. (JHS) Helgi Guðmundsson: Markús Árel- íus hrökklast að heiman Mál og menning ★ ★ Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn: Heimskringla Forlagið ★★ Helgi Jónsson: Myrkur í maí Skjaldborg ★ ★ Hann er misdökkur, blái liturinn í lífínu - segir Egill Ólafsson í spjalli um nýju plötuna og fleira. Egill Ólafsson er stjarna. Ein sú skærasta á meðal vor. Hans verð- ur vart daglega á öldum ljósvak- ans, hann á metið í leik í íslensk- um bíómyndum og er á fjölunum þess á miÚi. Þá er það tónlistin. Egill var Stuðmaður frá byrjun og í Spil- verki þjóðanna á fímm plötum 1975-1978 (sé „Á bleikum nátt- kjólum" með Megasi talin með). Hinn íslenski þursaflokkur kom næst, líklega hápunktur tónlistar- ferils hans. Loks meira stuð með Stuðmönnum, þá sólóplatan „Tifa tifa“ í fyrra og nú „Blátt blátt“. Hvað hefur Egill að segja um nýju plötuna? „Hvað er hægt að segja?“ spyr Egill á móti og kímir, „maður miðar alltaf að því að þurfa að segja sem minnst, það er nógu margt sagt með því að gera plöt- una. Það er ákveðin fullnæging í því að gera plötu; maður losnar við lögin í eitthvert form og þá er hægt að segja að ákveðnum kapít- ula sé lokið. Ef piatan er skoðuð í því ljósi að þetta er önnur platan sem ég geri vaknar spurningin: Á að halda áífam á sömu línu eða á að láta eins og fyrsta skrefið hafi aldrei verið stigið? Ég held að ég hafi valið ómeðvituðu leiðina; ég er ekki að fylgja fyrstu plötunni eftir á neinn hátt.“ Það er leikhúsþefur af mörgum lögunum hjá þér. Ertu lagstur í revíurokkið? „Því er ekki að leyna að ég hef fengið leikhúsbakteríuna og hrif- ist af mörgum sem hafa samið músík fyrir leikhús. Þetta form hentar mér ágætlega. Ef ég geri aðra plötu held ég að hún verði mikið í þá veruna, kannski með formerkjunum „fysna-vísna-rev- íu-söngvar“.“ Verða sólóplötur árlegur við- burður hjá þér hér eftir? „Það er voðalega erfitt að segja, — fer að sjálfsögðu allt eftir við- tökum og áhuga útgefenda. En það er alltaf léttir að koma tónlist frá sér. Það sem ég sé ffam á næst er að setja saman band snemma á næsta ári og taka næstu plötu upp „læf‘; semja sérstaklega fyrir hljómsveit." Ertu með ákveðna menn í huga? „Já og það er allt í lagi að nefna þá; Richard Korn á bassa, Árna Scheving á víbrafón og harmón- íku, Ásgeir Óskars á slagverk og Jónas Þóri á píanó.“ Nýja platan er mjög fjölbreytt og þú hefur líka margskonar söngstíl, áttu fleiri karaktera í pokahorninu? „Þetta eru nokkrir gírar sem maður getur sett sig í,“ segir Egill og hlær, „ætli ég sé ekki búinn að spreða þeim öll- um, enda lögin líklega komin yfir tvöhundruð sem ég hef sungið, en það er aldrei að vita. Platan fer nokkuð víða, en samt finnst mér hún ekki vera nema í þremur kategoríum: Efni sem gæti verið Þursaefni, þótt útfærslan sé önn- ur, svo eru lög sem tengjast því sem ég var að gera á „Tifa tifa“ og loks þessi leik- húsættaða tón- list.“ Hver er mark- hópurinn; hvaða fólk kaupir Egil? Seturðu þig í ein- hverjar stellingar til að höfða til ákveðins hóps? „Ja, ég hef nú eiginlega ekki hugsað út í þetta með markhóp- inn,“ stynur Egill. „f sumum til- fellum er það líklega fólk sem hef- ur haft gaman af því sem ég hef gert í gegnum tíðina. Öðrum líkar kannski við eitt lag sem þeir hafa heyrt. Ég veit ekki með stelling- arnar... eina leiðarljósið sem ég hef er að gera það sem mig langar til að gera. í nafngiftinni, „Blátt blátt“, er aðeins verið að vitna í þennan blús sem þetta líf er jú alltaf. Hann er misdökkur, blái lit- urinn í lífinu; stundum alveg svar- blár en þegar best lætur nálgast hann tærleika himinsins. Það er eitthvað blátt í öllum lögunum, einhver tregi.“ Ertu ánœgður með útkomuna? „Ég er ánægður með margt, annað ekki. Maður er svo sem aldrei fullkomlega ánægður. Ann- markinn við að vera ekki með hljómsveit er að menn prófa sig ekki mikið áfram. Tónlist batnar oftast við það að hún er flutt og menn komast að því hvað virkar og hvað ekki. Hjá mér er tónlistin dálítið eins og skissur; jújú þær lifa sínu lífi, en ég er viss um að ef tónlistin væri flutt oftar mundi hún taka einhverjum breytingum, það myndaðist annað yfirbragð. Á þessum tveimur sólóplötum var ég fyrst og fremst að reyna að standa einn og ég get verið nokk- uð ánægður, mér hefur fundist eitthvað bitastætt á báðum plöt- unum.“ „Millimúsík“ er orð sem Agli er tamt að nota um tónlistina sína. Hann útskýrir hugtakið. „Það er alveg ljóst að það sem herjar á markaðinn er í mestu magni músík sem maður segir að sé miðja vegu á veginum. Það er tónlist nýjustu tískustrauma; hún vísar til frægra sveita sem eru að gera álíka hluti úti í heimi. Einnig eigum við til eitthvað sem á að fara þvert á það, og er þá enn önn- ur tíska sem iðkuð er í einhverjum kjallaraholum. Svo er til fyrirbæri í tónlist sem ég vil kalla millimúsík og er hvorugt þetta. Sú tónlist sækir ekki mjög mikið í það sem er nýjast af nálinni, heldur sækir í gamlar hefðir og fer langt aftur í tímann; tekur m.a. sitthvað úr klassískri tónlist og miðaldatónlist - er tímalaus. Ég hef dálítið farið eftir þeirri línu, hef sótt í það sem gamalt er; þ.e. sótt í þjóðlega tón- list ýmissa landa, sömuleiðis í þjóðiagið — sem er merkilegt fyr- irbæri því það er lag sem hefur flækst land úr landi og hver þjóð hefur tileinkað sér og sungið hver með sínu nefi. Tónlistin er ný þótt hún sæki í gamlar hefðir, er sem- sagt millimúsík.“ Hvernig skiptir millimúsíkin rnáli fyrir þá sem lifa í nútíman- um? „Fortíðin á alltaf erindi við nú- tímann. Maðurinn hefur í sjálfu sér lítið breyst. Ég sæki t.d. þessar línur í gamalt danskvæði: „Þrá að darka í djöfulsveðrum, dísarsali að heimsækja.“ — Maðurinn er enn við sama heygarðshornið," hnýtir Egill við til útskýringar og við látum það verða lokaorðin. Teygður lopi EGILL ÓLAFSSON BLÁTT BLÁTT SKlFAN ★ Mönnum eru mislagðar hendur og Egill Ólafsson er engin undantekning. Hann á ffekar slæman dag á nýju piötunni sinni; þetta er kraftlítið verk. Það er allt í lagi þótt plötur séu fjölbreyttar, en þessi er jafn- framt sviplaus, formlaus og í flesta staði heldur rýr. „Tifa tifa“, fyrsta sólóplata Eg- ils, kom út í fyrra og hlaut góðar viðtökur, enda ágætis verk. Efffið á „Blátt blátt“ hljómar eins og efni sem komst ekki inn á þá plötu, eins og hálfgert safn úr ruslakistu Egils — bragðdauf upphitun á leifum síðustu veislu. Það kviknar sjaldan neisti á plötunni og sumt er afspyrnu- slæmt; „Ma, ma, ma“, sem Egili bullar með Berglindi Björk Jónas- dóttur, er t.d. hræðilegt lag og „Er þetta satt?“ er annað mjög slæmt. Svona útbelgt revíu-leikhús-popp á lítið erindi út af fjölunum. Mað- ur spyr bara: Hvenær slapp Lilli klifurmús úr Hálsaskógi og fór að gefa út plötur? Revíupopp þarf þó ekki endilega að vera slæmt. Til- raunir Egils með formið eru bara ekki komnar nógu langt til að þær virki sannfærandi. Innan um lé- legu lögin státar platan þó af nokkrum ágætum, titillagið „Blátt blátt“ er t.d. gott, sömuleiðis „Seint á kvöldin“ og „Land og vegabréf': í þeim finnur Egill sig ágætlega. Egill hefur djúpa, alvöru- þrungna rödd sem nýtist honum í leik og söng. Röddin hefur þann eiginleika að virðast alltaf mæla heilagan sannleika. Kannski er Egill þess vegna svona vinsæll í auglýsingum. Röddin er gamal- reynd og gamla lopasokkajóðlið sem hann gerði ódauðlegt með Þursunum sprettur líka upp ann- að slagið. í „Myrtu og rósum“ kemur Egill á óvart og hljómar eins og Valli í Fræbbblunum og í „Far vel“ er eins og Egill hafi yngst um tíu ár og svipar til Eyfa — lag- ið er líka í skíðakofastílnum. Undirspilið á plötunni er allt í góðu lagi enda vanir menn í hverju rúmi. Notkun á kór Lang- holtskirkju eykur á loftkenndan hátíðleikann og textar eru yfir meðallagi. Það vantar ekki að Egill Ólafs- son er mikill listamaður, góður söngvari og hann hefur off fengið góðar hugmyndir — fyrri afrek hans sanna það. En Egill getur gert betur en þetta, miklu betur. Platan nær sér sjaldan á strik; „Blátt blátt“ er eiginlega ekki neitt neitt. Gunnar Hjálmarsson Ósköp vingjarnlegt viðtal ÓMAR VALDIMARSSON GUÐNI REKTOR VAKA-HELGAFELL 1992 ★★ Hann er kallaður Guðni kjaftur en upplýsir nú að sér falli viðurnefnið hreint ekki. Jón Thor Haraldsson kallaði hann lúsablesa í vísu fyrir nokkrum áratugum, og segir að hann hafi aldrei séð neitt jácvætt við Guðna rektor; hvorki fyrr né síðar. Það kemur fram í kafla sem ber hið dramatíska nafn „Upp- reisnin í 4.B“. Guðni hefur verið rektor í rúm tuttugu ár. Hann er ósköp hæfi- lega kjaftfor og gamaldags, en áreiðanlega fyrst og ffemst góður karl. Sjálfsagt er hann mikill ógn- valdur og goðsögn í hinu afmark- aða og lítið eitt forpokaða samfé- lagi við Lækjargötu. Og hann er trúlega síðastur íslendinga sem eitthvað leggur uppúr þéringum. Guðni rekur lífshlaup sitt sam- viskusamlega fyrir Ómari Valdi- marssyni á 182 blaðsíðum. Þetta er ósköp vingjarnlegt viðtal, og líka fengnar umsagnir frá öðrum. Jón Thor er sá eini sem er ekki ánægður með Guðna. En það er svolítið athyglisvert að rúmur helmingur bókarinnar fer í að rekja ævi Guðna þangað til hann varð hálfþrítugur. Síðan hefur sosum ekkert sérstakt gerst. Jú, hann fór að vinna á Alþýðu- blaðinu, kenndi í MR og varð rektor; gekk í hjónaband og eign- aðist sjö börn. En þessi bók (ein- sog raunar fleiri samtalsbækur þetta árið, Hjá Báru til dæmis) er til marks um að fyrstu tveir eða þrír áratugirnir eru það tímabil í ævi flestra þegar eitthvað gerist sem er í frásögur færandi. Það er þessvegna út í hött þegar verið er að skamma fólk fyrir að gefa út ævisögu sína á unga aldri. Ábyggilega gætu margir af núver- andi nemendum Guðna rektors Guðmundssonar gefið út öllu lit- ríkari ævisögur. Ómar Valdimarsson skráir sögu Guðna af mikilli samvisku- semi. Rektorinn kemur til dyr- anna einsog hann er klæddur. Hann er skólamaður og hefur áhuga á því að nemendur nái árangri: flokksbundinn jafnaðar- maður sem trúir því að sam- keppni sé af hinu góða. Sjálfur tekur hann sér stutt og stopul frí. Hann er alltaf í skólanum og seg- ist vera hæstánægður. En vitiði hvað, tossar og slóð- ar! Guðni rektor náði ekki inn- tökuprófi í Menntaskólann í Reykjavík, og varð að fara í menntaskóla norður á Akureyri. Svona getur nú ræst úr öllum. Hrafn Jökulsson „Hann er ósköp hæfi- lega kjaftfor oggamal- dags, en áreiðanlega fyrst ogfremst góður karl. “ '

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.