Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 B Æ K U R & PLÖTUR B 15 Gamlir hippar ganea aftur Eitt og annað um endurútgá Lítil menntaskólastelpa í út- víðri hippamussu með klunna- legan kross um hálsinn kemur inn úr frostinu í Austurstræti. Hún fer að afgreiðsluborði plötu- búðarinnar og biður um Trúbrot. Árið er ekki 1969, nei þetta gerð- ist í gær. í ár er endurútgáfa á gömlum tónlistartidum næstum því jafn- viðamikil og á nýrri tónlist. „Áhuginn er fýrst og fremst á tónlist hippaáranna," segir Jónat- an Garðarsson, útgáfustjóri Steina hf. Það fýrirtæki á útgáfu- réttinn að meirihluta íslenskrar tónlistar og hefur verið duglegt við að koma gömlum titlum á markað á geislaplötum. Það er meira mál en sýnist að koma gömlu lögunum aftur á markað- inn. „Það er mjög mikið af tón- böndum týnt,“ útskýrir Jónatan. „Á þessum árum voru menn ekkert að halda upp á bönd og prentfilmur, sérstaklega ef platan gekk illa. Menn sáu ekki fýrir geislaplötuþróunina og hugsuðu ekki mikið um ffamtíðina.“ „Sumt er hagstætt, annað ekki,“ svarar Jónatan þegar ég spyr hann hvort endurútgáfumar borgi sig. „Það þarf auðvitað að selja ffekar fá intök þegar við fáum allt efhið á silfurfati, en það eru undantekningartilfelli; í mörgum tilfellum höfum við þurft að vinna með tæknimönn- um í vondum afritum — upp- runalegu böndin hafa glatast — og sú vinna tekur lengri tíma en margan gmnar. Einnig höfum við oft reynt að bæta upplýsingamar sem voru á upprunalegu útgáf- unni og það em ómældar kvöld- stundir og símtöl sem hafa farið í upplýsingaöflun." Eggið eða hænan En hvort kom á undan, eggið eða hænan? Varð hippamúsíkin vinsæl hjá krökkunum af því geislaplötunum var haldið að þeim, eða höfðu þau þegar fengið áhuga? .Þetta krækist saman og fylgist að,“ segir Jónatan. „Það gerðist á svipuðum tíma og við byrjuðum að gefa út „Aftur til fortíðar“-safnplöt- ; urnar að fyrsta söngkeppni fram- haldsskólanema var haldin. Ég tók eftir því að helmingurinn af lögunum sem krakkarnir sungu var gömul hippa- og bítlalög. Hera Björk Þórhallsdóttir varð t.d. í öðru sæti með „Án þín“, lag af fyrstu Trúbrotsplötunni, og lengi á eftir var þetta lag einskonar „cult“ í framhalds- kólunum. Með útkomu til fortíðar“-platn- anna gafst líka útvarpsfólki tækifæri á að spila lög þessa tíma á ný. Gömlu plöturnar voru orðnar hálfóspilanlegar í plötu- söfnunum.11 Ekki hlustaðir þú á tónlist foreldra þinna þegar þú varst á þessum aldri, það hefði líklega þótt ískyggilega púkó. Hvað er að krökkunum í dag? „Jú, ég grúskaði nú mikið í gamalli djasstónlist þegar ég var unglingur,“ leiðréttir Jón- atan, „en það er rétt, það hefði þótt hallærislegt að hiusta á sömu tónlist og foreldrarnir. Ástæðan fyrir þessari hippa- dýrkun er líklega að tónlist þessara tíma var svo hrikalega góð, í samblandi við að það er ekki eins mikið framleitt af melódískri og grípandi dægur- tónlist 1 dag.“ Músíkhlustun ungmenna hefur breyst mikið þau rúmlega tuttugu ár síðan hipparnir voru og hétu. „Það var mjög algengt að það væru í það minnsta tíu manns í hveijum bekk sem voru að pæla alvarlega í tónlist," rifjar Jónatan upp. „Það virðast fáir verulega djúpt þenkjandi músíkpælarar í dag af yngra fólki. Áreitið er orðið svo gífurlegt; allar þessar útvarps- stöðvar. Ég segi nú kannski ekíd að það hafi verið betra að hafa bara gömlu gufuna, en allt þetta framboð hefur vissulega vatnað út tónlistaráhuga fólks. í gamla daga voru allir á sömu bylgjulengd; „Á nótum æskunnar“ hét t.d. þáttur sem Pétur Steingríms- son sá um á laugardögum. Hann spilaði það sem þótti merkilegast og skipti þá engu máli þótt lagið væri korterslangt, eins og algengt var hjá rokkurum í þá daga. Næsta mánudag í skólanum var svo pælt í þættinum út frá öllum sjónarhornum. Sá sem var ekki með á nótunum var talinn algjört viðundur." Sú hippatónlist sem Steinar hf. hafa verið að gefa út að undan- förnu eru t.d. plötur Trúbrots „Undir áhrifum“ og sú fyrsta, sem bar nafn sveitarinnar, plata Selfosshippanna Mána og safn- platan „Blóm og friður“. En það er endurútgefið fleira en hippatónlist, þemaplötur ým- iskonar hafa verið vinsælar, t.d. „Tónlist síldaráranna" og safn- platan „Fyrstu árin 2“ sem Skífan gefur út. Þar eru ýmis lög sem Skífan á í fórum sínum. Annað athyglisvert sem hefur verið að koma út upp á síðkastið er t.d. sólóplata Jóhanns G, „Langspil", „f gegnum tíðina" með Mannakorni, tvær fyrstu plötur Þursaflokksins, „Bráða- birgðabúgí", „Götuskór“ og „Sturla" með Spilverki Þjóðanna, Stuðmannaplötumar „Tívoh"" og „Sumar á Sýrlandi", safh vinsælustu laga Grafíkur sem heitir „Sí og æ“, „16 ára“ með brot af því besta sem stuðfyrirtækið Geim- steinn hefur gefið út, fyrsta plata Hljóma og sú síðasta, „Hljómar ’74“, „Mávastellið“ með Grýlunum og margar fleiri, þ.á m. auðvitað hellingur af jóla- og barnaplötum. Margtáleiðinni Það eru þegar uppi áætlanir um endurútgáfur næsta árs og enn virðast Steinamenn ætla að verða iðnir við að veita úr safn- inu. Á næsta ári má búast við hljómleikaplötu Þursaflokksins og fjórðu plötu sveitarinnar, „Gæti eins verið“. Einnig kemur út tímamótapönkplata Fræbb- blanna, „Viltu nammi væna?“; miðplata Hljóma frá 1969, sem þarf mikla endurvinnslu því upp- runalegu teipin týndust annað- hvort í útlöndum eða fóru á öskuhaugana; „Frelsi“ og „Blús fyrir Rikka“ með Bubba Mort- hens; „ísland“ með Spilverkinu og fyrsta plata Mannakorns. Aðrar fyrirhugaðar endurút- gáfur eru t.d. safn með Brimkló, síðasta Trúbrotsplatan „Man- dala“ og „Allt heila klabbið“ með Svarthvítum draumi, sem kemur út í vor. En hvað á eftir að koma út og hvað ætti að koma út? Af hippa- efninu fer flest að verða komið, en þó vantar tilfinnanlega plöt- una „Magic Key“ með Náttúru. Platan er jafnan talin meistara- verk íslenska hipparokksins ásamt „Lifun" Trúbrots, sem Geimsteinn gaf út í fyrra. Einnig væru Svanfríðar-platan „What’s hidden there“ og ballöðuplata Jónasar R. og Einars Vilbergs kærkomnar. Margar barnaplötur síðustu áratuga hafa verið endurútgefhar en enn eru margar ókomnar; þ.á m. ein sú allra besta, „Eniga men- iga“, eftir Olgu Guðrúnu Árna- dóttur og Ólaf Hauk Símonarson. Margar grínplötur hafa elst illa en þó ætti „Látum sem ekkert c“ með Halla, Ladda og Gísla Rúnari að koma á markaðinn á ný. Nýrokkbylgjan hefur verið vanrækt og því ekki seinna vænna að á markaðinn komi á ný plötur Þeysara, Purrks Pillnikks, Tappa Tíkarrass og Kuklsins. Það hefur lengi staðið til hjá Smekk- leysu að gefa þessar plötur út á ný, en enn er óvíst um fram- kvæmdina. Svo eru það auðvitað plötur Megasar, þær eru orðnar tólf tals- ins og lítið af þeim er fáanlegt í dag, m.a. engin sem hann gerði fyrir 1980. Það er mikill áhugi á þessu efhi, t.d. seldist „Megas all- ur“ upp á sínum tíma, en það var kassi með öllum plötunum sem hann hafði gert 1985. Skífan á út- gáfurétt að plötum Megasar og sagði Megas nýlega að endurút- gáfa væri fyrirhuguð, en ekki vit- að hvenær eða hvernig. Það þyrfti að ná góðu lagi á markaðinn og bíða eft ir hentugum tíma.______ Gunnar Hjálmarsson Lúskrað á liðsmönnum Hitlers ÞORSTEINN E.JÓNSSON DANSAÐ í HÁLOFTUNUM SETBERG 1992 ★★★ QÁrið 1940 tók átján ára stráklingur sig upp, hætti í Menntaskólanum á Ak- ureyri og fór til Bretlands. Þar gekk hann í konunglega breska flugherinn, RAF. Og ævintýrin létu ekki bíða eftir sér. Þorsteinn hafði ungur hrifist af flugi, fylgst dáleiddur með þeim útlensku hetjum sem komu við á íslandi á fjórða áratugnum. Og í flughernum varð hann beinlínis ástfanginn af flugvélum: „Spitfire IX, nýja unnustan mín, var óneit- anlega fögur. Yndisþokki hennar fólst í mjúkum, bogadregnum lín- um, en jafnframt var hún þrótt- mikil og ögrandi." Flestar stúlkur létu sér svona lýsingar vísast vel líka. Áður en Þorsteinn gekk til liðs við Georg VI. kóng af Bretlandi var hann hæfilega kærulaus ís- lenskur unglingur. Reykti, drakk, spilaði billjard, fór á kvennafar og sprengdi enga einkunnaskala. Það var ævintýraþrá sem rak hann í breska flugherinn, þótt vísast hafi það haft sitt að segja að móðir hans var ensk. Hann fór.margar árásarferðir frá Englandi inná meginland Evr- ópu, var sendui til Norður-Afríku og síðar Belgíu og Frakklands. Stundum minnir frásögn Þor- steins á magnaðar hasarbækur, þegar hann lýsir viðureignum við Húnana í háloftunum. Það er ekki annað en að hrífast með. Þorsteinn E. Jónsson skrifar bókina sjálfur. Það er lofsvert áræði á tímum viðtalsbókaflóðs. Hann er lipur og skemmtilegur penni, og tekur sjálfan sig bara svona mátulega hátíðlega. „Strákabókin íár. MacLean getur pakkað saman.“ . Hann var einn af fáum íslend- ingum sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöldinni; og sá eini, eftir því sem næst verður komist, sem var í flughernum. Saga hans er fróðleg og ævintýraleg. Semsagt: Strákabókin í ár. MacLean getur pakkað saman. Hra&i Jökulsson Þokkaleg Pressublaða- mennska JÓNAS SIGURGEIRSSON OG PÁLMIJÓNASSON (SLENSKIR AUÐMENN ALMENNA BÚKAFÉLAGIÐ1992 ★ GSumir segja að frU merkjasafn Gísla á Grund sé feiknalega verðmætt. Flestir telja að eignir Jóhanns Óla Guðmundssonar séu nærri 200 milljónum og fari vax- andi. Kunnugir telja að Marta Bjarnadóttir og Þórarinn Ólafsson eigi ekki fjarri 200 milljónum króna. Kunnugir telja óvíst hvort Kristján Jóhannsson eigi yfir 200 milljónir enn sem komið er. Erfitt er að meta eignir Ásgeirs Sigur- vinssonar en kunnugir telja hann efnaðan mann sem sé að öllum líkindum í hópi íslenskra auð- manna. Erfitt er að meta raun- verulegan auð Halldórs Laxness, þar sem upplýsingar skortir, en... Þetta eru alltsaman sýnishorn úr bókinni Islenskir auðmenn og gefa góða mynd af þeim ályktun- um sem þar eru dregnar. „Kunn- ugir“ og „ýmsir“ og ekki síst „þeir sem til þekkja“ eru bornir fyrir niðurstöðum þegar þekkingu höf- unda þrýtur — sem er býsna oft. Á bókarkápu er upplýst að verkið sé byggt á margra mánaða rannsóknum höfundanna. Það getur vel verið. En það vantar mikið upp á að bókin veiti sann- færandi yfirlit um íslenska milla. Útgangspunkturinn er: Sá sem á hreinar eignir upp á 200 milljón- ir fær að vera með í bókinni. Það eru eitthvað á annað hundrað manns. Gott og vel. Höfundar hafa hinsvegar engin tök á því að kynna sér hvað þetta heiðursfólk skuldar. Það er ekki mjög burðug rannsóknarblaðamennska sem að baki liggur. Við höfum séð mun betur unnar greinar í Pressunni um einstaka athafnamenn. „Fyrst ogfremst er þessi bók saman- safn aflipurlegum kjaftasögum. “ Fyrst og fremst er þessi bók samansafn af lipurlegum kjafta- sögum. Stíllinn er ósköp notaleg- ur og höfundarnir passa sig sem betur fer á því að vera ekki á móti auðmönnunum okkar. Það væri afar forvitnilegt að sjá lista yfir auðugustu menn Islands, bók sem byggði á ítarlegum rann- sóknum þar sem ekki þyrfti að styðjast jafnmikið við ótilgreinda „kunnuga" og „ýmsa“. Efnið er forvitnilegt og bókin á sér margar fyrirmyndir í útlönd- um. Vitaskuld er ekkert við það að athuga þótt höfundar slíkra bóka byggi verk sín að talsverðu leyti á nafnlausum heimilda- mönnum. En það er ekki nóg. Það vita allir að ýmsum finnst Herluf Clausen ferlega ríkur. Er ekkert fleira í fréttum? Hrafh Jökulsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.