Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 10
FIMAmJDAGUR^PRFS^N^^DESEMBERJ^ BÆKUR & PLÖTUR B 10 Stjörnuplötur Ýmsir: Reif ífótinn Steinar ★★ Lögin renna saman í taktfastan reif- graut sem maður mundi kannski ekki fúlsa við úti á einhverju dans- gólfinu. (GH) Inferno 5: Jörð 9 ★ ★ Það þarf að taka Inferno 5 í skömmt- um, að minnsta kosti ef maður er bláedrú. (GH) Ingi Gunnar Jóhannsson: Undir fjögur augu Fimmund/Steinar ★ Það eru fjórtán lög á plötunni, hæfi- leg gomma fyrir þá sem fíla létt- vægt poppgutl, en aðrir ættu að halda sig í hæfilegri fjarlægð. (GH) Ýmsir: Grimm sjúkheit Steinar ★ lalalalalong með Inner Circle er svo bjánalegt að maður verður umsvifa- laust snortinn. (GH) ENDURÚTGÁFUR Guðmundur Jónsson: Lax lax lax Steinar ★★★★ Hefur hinn skemmtilega sakleysis- hljóm sem einkenndi íslenskt popp á sjöunda áratugnum. Frábær stuð- plata og ætti að hleypa glensi í flest partí. (GH) Hljómar Steinar ★★★★ Engilbert er engilbjartur og tær. Þegar hann fer upp á háa C-ið á maður allt eins von á að hann springi og skjótist til himna. (GH) María Baldursdóttir: Ef Geimsteinn ★ Það má hafa gaman af Maríu ef maður er í algjöru sprellstuði eða vill losna við leiðinlegt fólk úr partíi. (GH). Einkahúmor ogstuðrokk KÁTIR PILTAR BLÁIHÖFRUNGURINN SKÍFAN ★★ IKátir piltar er tónlistar- klíka sem sex kátir Haíh- firðingar leika sér í ann- að slagið. „Einstæðar mæður“ hét íyrsta platan þeirra sem kom út 1988. Sú plata vakti enga sérstaka athygli og nýja platan á líka eflaust eftir að renna hljóðlega framhjá plötukaupendum. Kátir piltar eru bara ekkert sérstök hljómsveit. Þeir hljóma eins og bílskúrslegt sambland af Stuðmönnum og Rolling Stones, spila ófrumlegt stuðrokk en eiga stundum ágæta spretti. Það eru þrettán lög á nýju plötunni; helmingurinn minni- háttar Stónsrokk en hinn helm- ingurinn ágætt gutl. Það er eins og þeir ráði ekki alveg við groddalega Stónsrokkið; það hljómar kreist- ingslega hjá þeim, blöðrulega. Kátir piltar eiga miklu betur heima í rólegum stemmum, létt- blúsuðu töffaradútli eins og laginu „Jenný“, besta lagi plötunnar. Steinn Ármann leikari syngur það með miklum persónutöfrum, eða að minnsta kosti djúpum gæja- fílingi. Brennivínslögin hjá Atla Grétars; „Brennivínsþokan" og „Enn eitt kvöld“, eru líka ágæt lög, og „Stína“ er einnig flott. „Höfr- ungur“ er best af stuðrokkinu, ekki alveg jafn yfirþyrmandi ófrumlegt og t.d. „Páver svaka stuð“ og „Varirnar“. Kátir piltar er grínhljómsveit, eða það skilst mér; ég veltist nú ekki beint um á gólfinu í hláturs- krampa. Þeir hrærast í uppskrúf- uðum heimspekipælingum — sem eiga að vera fyndnar af því kátu piltarnir eru að velta þeim fyrir sér — og volgu einkagríni; syngja t.d. um vini sína, Bóbó og Halla fyllibyttu, og fyllirísferð sem þeir fóru til Þórsmerkur. Ég efast ekki um að þeim sjálfum finnist þetta ofsafyndið, en hinir, sem eru ekki í hinni voldugu Hafnarfjarð- arklíku, láta sér örugglega fátt um finnast. Gunnar Hjálmarsson Einar Már Guðmundsson hefur sent frá sér Fólkið í steinunum: „Textinn sjálfur er ágætur og greinilega skrifaður með upp- lestur í huga, maður heyrir Ein- ar fyrir sér þruma þetta yfir börnunum sínum." Guðrún Helgadóttir er með Vel- Herdís Egilsdóttir skrifaði kominn heim, Hannibal Hans- son: „Þetta er bók með boð- skap, sem felst þó ekki í siðafyr- irmælum heldur hvatningu til málræktar og landræktar." Vatnsberana: „Hér er siðferðis- boðskapurinn afar skýr, það á ekki að vera vondur við þá sem eru öðruvísi." Iliugi Jökulsson skrifar Litla skógarbjörninn: „Hún fjallar um litla skógarbjörninn sem er svo einmana að hann fer að gráta, tárin mynda læk sem hann fylg- ir á vit ævintýranna." Þjóðlegt og ekki jafn þjóðlegt Fimm bækur fyrir smábörn ATLIVIGFÚSSON/HÓLMFRÍÐUR BJARTMARSDÓTTIR PONNIOG FUGLARNIR SKJALDBORG, 1992 ★ EINAR MÁR GUÐMU NDSSON/ERLA SIGURÐARDÓTTIR FÓLKIÐISTEINUNUM ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, 1992 GUÐRÚN HELGADÓTTIR/BRIAN PILKINGTON VELKOMINN HEIM, HANNIBAL HANSSON ★★★ HERDlS EGILSDÓTTIR/ERLA SIG- URÐARDÓTTIR VATNSBERARNIR ★ ★ ILLUGIJÖKULSSON/GUNNAR KARLSSON LITLISKÓGARBJÖRNINN IÐUNN, 1992 ★★★★ Algengustu og vinsæl- ' _J ustu bækurnar fyrir ' yngri börnin eru stuttar sögur með litprentuðum mynd- um sem eru oft ekki síður mikil- vægar en textinn. Langsamlega flestar þeirra hafa verið þýddar úr erlendum málum en þó er sífellt meiri gróska í gerð svona bóka á íslensku. Hér höfum við til merkis um það fimm íslenskar sögur með myndum fyrir yngri börnin, höfundarnir gera hver um sig metnaðarfulla tilraun til að móta hefðir í gerð slíkra bóka á ís- lensku, en tekst misvel upp. Ponni og fuglarnir gengur útffá mjög fallegri hugmynd, að láta dreng fylgjast með íslenskum fuglum um vor, varpi þeirra og lífsbaráttu þangað til þeir koma ungunum úr hreiðri. Myndir Hólmfríðar eru lfka mjög fallegar. Það sem dregur úr gildi þessarar bókar er stíllinn. Atli gerir tilraun, sem útaf fyrir sig er virðingarverð, með að nota stuðlun og rím í lausamálinu til að leggja áherslu á frásögn sína en þetta ásamt mikilli upphafningu tungumálsins gerir frásögnina allt of þunglamalega og hátíðlega. Textinn gæti lifnað í innblásnum upplestri, til dæmis leikara, en annars er hann of lang- dreginn og erfiður fyrir þann ald- ur sem bókin er ætluð. Þar fyrir utan er of mikið af persónum í bókinni til að nokkur þeirra verði skýr, ógnvaldar fuglanna eru til dæmis of margir, vænlegra hefði verið að byggja upp spennu í kringum eitthvert eitt óféti. En það er góð tilfinning fyrir náttúr- unni og mikil væntumþykja í þessari bók, styttri og hnitmiðaðri texti hefði getað skilað sér í vel heppnuðu verki. Bók Einars Más er auðvitað ekki illa stHuð en hún á það sam- eiginlegt með Ponna og fuglunum að ganga útfrá þjóðlegum efniviði og reyna að segja sögu án þess að hafa söguhetju. I Fólkinu í stein- unum er engin, eða 1 mesta lagi ein persóna. Sagan minnir svolítið á suður-ameríska barnabók sem kom út hér fyrir nokkrum árum og heitir Leikvöllurinn okkar, í báðum tilfellum er miðpunktur sögunnar leiksvæði sem fullorðnir vilja leggja undir mannvirki sín. f suður-amerísku sögunni fengu börnin tækifæri til að berjast fyrir rétti sínum en í bók Einars láta þau valta yfir sig án þess að aðhaf- ast neitt. Huldufólkið sem býr í steinunum og sem krakkarnir þekkja og umgangast á hins vegar líka hagsmuna að gæta og beitir yfirnáttúrulegum meðulum í bar- áttu sinni gegn framkvæmdun- um. Það verður að segjast einsog er að sú barátta er ekki nógu spennandi. Allt í einu er allt af- staðið og tapað án þess að lesend- urnir hafi kynnst neinu fólki eða upplifað neinar sterkar tilfinning- ar. Þó eru fi'nar hugmyndir í gangi í textanum, hugmyndir sem hefðu getað orðið gott söguefni með meiri mannlegri nálgun; textinn sjálfur er líka ágætur og greinilega skrifaður með upplestur í huga, maður heyrir Einar fýrir sér þruma þetta yfir börnunum sín- um. Vatnslitamyndir Erlu eru flestar góðar og sumar opnurnar eru mjög fallegar. Guðrún Helgadóttir og Brian Pilkington eru vön þessu formi og skila fínni bók. í Velkomin heim, Hannibal Hansson fylgjumst við með Hannibal fimm ára á leið til íslands í flugvél með foreldrum sínum, þau eru að koma heim frá námi; og þegar aUir fá sér blund hittir Hannibal „skýjabörnin“ og leikur sér við þau þangað til hann hrekkur upp á leiðarenda. Fantas- ían hjá Guðrúnu er í þetta sinni ekki þjóðleg einsog hjá Einari, en hugðarefnin eru mjög íslensk, þetta er bók með boðskap, sem felst þó ekki í siðafyrirmælum heldur hvatningu til málræktar og landræktar. Grunnhugmyndin er svolítið langsótt en snjöll: skýja- börnin geta hjálpað mannfólkinu við landgræðsluna með því að láta rigna, mennirnir geta hjálpað skýjunum með því að tala skýrt og fallegt mál því orð þeirra berast til skýjanna sem „málblóm“ og af þeim blómum læra skýin að tala. Það gerist ekki mikið í þessari sögu en hún er falleg, mjög vel skrifuð og mannbætandi. Loft- kenndar og dauflitaðar mynd- skreytingar Pilkingtons falla ótrú- lega vel að textanum, enda sniðn- ar fyrir hann. Textar Atla, Einars Más og Guðrúnar fjalla allir á einhvern hátt um sambúð fslendingsins við umhverfi sitt. Sögur þeirra Her- dísar og Illuga gerast hins vegar í öðrum heimum. Herdís byggir sína bók á samnefndu leikriti eftir sig. Sagan ber þess merki því per- sónurnar eru skýrar og byggingin góð. Hér er siðferðisboðskapurinn afar skýr, það á ekki að vera vond- ur við þá sem eru öðruvísi, og mjög snjallt hjá höfundinum að láta þann sem er öðruvísi vera einsog við, meðan hitt fólkið í bókinni er mjög framandlegt. Ég er ekki alveg sáttur við fantasíu- þáttinn í bókinni, það vakna spurningar sem textinn svarar ekki og ég mundi lenda í erfiðleik- um ef eðlisgreint og smámuna- samt barn krefði mig um skýring- ar. Vatnsberarnir eru nokkurs konar „grænt“ fólk, sjálfu sér nóg- ir um næringu því þeir rækta grænmeti og ávexti í poka á mag- anum á sér og vökva með vatni úr krana sem „vex“ uppúr höfðinu á þeim. Hjónin íbókinni eignast tvö böm, meðgangan fer ffarn í þartil- gerðum tunnum, og annað þeirra reynist vera venjulegur strákur. En, pabbi, hvaðan kemur þá vatn- ið? Hvernig er hægt að rækta ávexti ef það eru engin tré? Af hverju kunna vatnsberabörnin að tala þegar þau fæðast? Eru vatns- berarnir í fötum? Hvernig geta kranar vaxið? Ég veit það ekki, ástin mín. Að öðru leyti er þetta ágætis bók, textinn lipur og sam- tölin skemmtileg. Myndir Erlu eru mjög fínar, frábær opnan með refnum sem er að reyna að telja drenginn á að láta sér vaxa skott. Saga Illuga gerist eiginlega hvergi, í kynjaheimi sem verður til með textanum. Hún fjallar um litla skógarbjörninn sem er svo einmana að hann fer að gráta, tár- in mynda læk sem hann fylgir á vit ævintýranna. Hann heldur áfram að vera einn og einmana þangað til hann ákveður að byggja sér hús, þá flykkjast til hans nýir vinir að aðstoða hann, og þeim fjölgar og fjölgar og fjölgar uns ekkert pláss er lengur fyrir litla skógarbjörninn þótt húsið hafi stækkað og stækkað. Það felst enginn beinn boðskapur í þessum texta, svo ég komi auga á, hann getur að vísu vakið upp hugrenn- ingar en virkar fyrst og fremst á tilfinningalegu og skáldlegu plani. Það er eitthvað sérlega heillandi við þennan skógarbjörn sem er á sérsamningi hjá skaparanum: grætur læk og smíðar höll úr hríslu; lesandinn lifir sig inn í ein- manaleika hans í upphafi, gleði yf- ir húsinu sem síðan tekur að rísa, og að lokum vonbrigði hans og undrun þegar sköpunarkraftur- inn sem hefur losnað úr læðingi við húsbygginguna fer úr bönd- unum. Það eru þó myndir Gunn- ars Karlssonar sem gera endan- lega útslagið um það hversu vel heppnuð bókin er og synd að hann skuli ekki fá nafriið sitt á for- síðuna. Fimm íslenskar sögur með lit- myndum, allar hafa þær eitthvað til síns ágætis. Auk þess legg ég til að allir kaupi sér endurútgáfúna af fyrstu múmínálfabókinni, hvort sem þeir eiga böm eða ekki. Jón Hallur Stefánsson Sannfœrandi ÞORSTEINN MARELSSON MILLIVITA MÁLOG MENNING, 1992 ★ ★★★ •••••••••••••••••••••••••••• BVirkilega trúverðugar lýsingar á lífi táningsins sjást ekki oft í íslenskum unglingabókum, jafnvel góðar frá- sagnir með raunsæislegu yfir- bragði eru oft einkennilega langt frá því að sannfæra mann um að einmitt svona geti það verið að vera unglingur, að þessa persónu geti maður rekist á úti í sjoppu. Söguhetjan og sögumaðurinn í Milli vita er slík persóna, nema hvað framan af bókinni er hann lítið gefinn fyrir að hanga í sjopp- um. Þrándur Hreinn heitir hann og getur ekki talist dæmigerður unglingur, en þetta er mjög vel heppnuð mannlýsing. Þrándur er sjálfsmeðvitaður krakki, illa hald- inn af komplexum, hefúr tilhneig- ingu til að gera ráð fyrir hinu versta og er þar að auki „íhalds- söm sál“, einsog hann orðar það sjálfur, hlustar á sinn Elvis Presley mitt I nútímanum og er alfarið á móti öllum breytingum. Það sem bjargar honurn frá sjálfsvorkunn og lesendunum frá leiðindum er kímnigáfan, hann kann að gera grín að sjálfúm sér, ýkja persónu- einkenni sín og keyra kvíðann skemmtilega „Aðfrátal- fram úr hófi- inni svolítið Þ5t‘a7er,svo!í!' neyðarlegri ]e Je0g°aðferð! byrjUIJ ei húmor og hún bokin gengur upp: skemmtileg að frátalinni Útígegn. svolítið neyð- arlegri byrjun er bókin skemmtileg út í gegn. Höfundinum tekst að búa til góð söguefni úr mörgum helstu tilvist- arvandamálum unglinganna, sjálfsmyndinni, sambúðinni við fjölskylduna, vinum sem þróast hver í sína áttina, sambandinu við hitt kynið, skólanum og félagslíf- inu, eiturlyfjaspursmálinu... öll þessi efni fléttast snoturlega sam- an í eina frásögn með mörgum góðum persónum, það er ekkert asnalegt í þessari bók. Það er held- ur enginn siðaboðskapur, hann er ekki slæmur í sjálfu sér en á það til að koma harkalega niður á per- sónusköpuninni. Það er tiltölulega auðvelt að staðsetja Milli vita í flóru íslenskra unglingabóka. Fyrstupersónuffá- sögnin, strákasjónarhornið, frá- sagnargleðin, boðskapsleysið og auga fyrir pínlegum sitúasjónum, þessi atriði á hún sameiginleg með Gauragangi Ólafs Hauks og ég held að fáar aðrar bækur sameini þau öll. Aðalpersónurnar í þess- um tveimur bókum eru þó sláandi ólíkar og bók Þorsteins gerist núna, meðan Ólafúr Haukur leitar nokkuð aftur í tímann. í öllu falli er hér um mjög góða bók að ræða sem unglingar ættu að taka fegins hendi. Forsíðan er hönnuð af Guðjóni Ketilssyni og býsna vel heppnuð. Jón Hallur Stefánsson Refagildrur HELGI KRISTJÁNSSON REBBIFJALLAREFUR SKJALDBORG, 1992 ★★ ÍÞetta er að mörgu leyti ágætis bók og hefði get- að orðið mjög fi'n ef rétt hefði verið á málum haldið allt til enda. Hugmyndin er góð: Helgi skrifar um líf refsins af innsæi og þekkingu á dýrum, allt sem gerist í sögunni er sannfærandi og lær- dómsríkt fyrir börnin, sem fæst eiga þess neinn kost að komast í raunverulega snertingu við nátt- úru landsins. Það er líka vel til fúndið að persónugera landslag- ið, gera fjöll og læki og vinda, jafnvel brýr, að velviljuðum vætt- um sem fylgjast með lífsbaráttu dýranna; þessu fáum við að kynnast í skáldlegum einræðum, sem sumar líða að vísu fyrir að vera ekki nógu vel skrifaðar. Helsti galli bókarinnar liggur nefnilega í stílnum. Höfúndurinn velur sér dálítið upphafinn, gam- aldags stfl, notar talsvert af sjald- gæfúm orðum og forðast jafrtvel algengt orðalag. Þetta er sjónar- mið einsog önnur og virkar sums staðar ágætlega. En textinn er bara ekki nógu vel unninn, hann er ennþá of hrár, fúllur af ambög- um og minni háttar smekkleys- um sem auðvelt hefði verið að laga með sjálfsgagnrýni og grimmum yfirlestri; og hann er víða alls ekki nógu þéttur, höf- undurinn lætur móðan mása en gleymir að draga saman, strika út, sníða textann niður í það sem hægt er að komast af með, forð- ast að ofbjóða þolinmæði barn- anna. Hvað þessi atriði varðar er ekki síst við útgefandann að sak- ast, það er hann sem á að sjá um að í bókum hans standi ekki að söguhetjunni verði starsýnt „að einhverju" eða þá klúður einsog þetta: „Það var engu líkara en stelkarnir væru einsog þotur.“ Sagan er í nútíð og þátíð, einsog stundum er, en hér vill henda, sérstaklega í upphafi bókarinnar, að höfúndurinn stökkvi alltof ört milli tíða. Það ber líka svolítið á ákveðinni stílblindu, textinn hrekkur þá úr upphafna drifinu niður í talmálstóninn sem höf- undurinn er alla jafna að reyna að forðast. Þetta eru allt frekar auðviðráðanlegir gallar og synd að textafrágangur skuli hafa orð- ið til að spilla þessari annars skemmtilegu frásögn. Annar frá- gangur er til fyrirmyndar, bókin er í stóru broti, enda talsvert lengri en gerist og gengur um barnabækur, og hún er skreytt fallegum blýantsteikningum eftir Róbert Scmidt sem einnig gerir forsíðu. Jón Hallur Stefánsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.