Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 14
B 14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 Með þessum staf úr Galdrabókinni má „...stilla reiði, vekja ást og vináttu og eyða illum hug.“ (Sjá nánar í bókinni Galdrará íslandi, bls. 284-286). EFTIR Matthías VlÐAR Sæmundsson Kynngimögnuð BÓK! é> ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F - góö bólt iim jólin! Krakkarokk STÓRU BÖRNIN HÓKUSPÓKUS STEINAR ★★ 3Mér vitandi er „Hókus pókus“ eina nýja barnaplatan sem kem- ur út fyrir þessi jól. Það er dálítið furðulegt að aðeins fólkinu úr Todmobile skuli hafa dottið í hug að gefa út barna- plötu. Uppskriftin frá því í fyrra gekk vel; Þorvaldur B. Þorvaldsson hitti á gullæð með „Stóru börnunum", þar sem ýmsir popparar sungu bamalög. Það er því síð- ur en svo óvænt að ný plata skuli koma út núna, hvorki óvænt né slæmt því auðvit- að verða litlu krakkarnir að fá sitt rokk eins og aðrir. Todmobile-þrennan og Mó- eiður Júníusdóttir syngja öll lögin með stæl og lifa sig ágætlega inn í viðfangsefn- in. Ein best heppnaða barnaplata síðari tími var „Eniga meniga“ Olgu Guðrúnar og Ólafs Hauks. Þorvaldur gerir sér grein fyrir þessu og sótti lag þaðan á síðustu plötu og enn eru tvö hér; „Ég heyri svo vel“ og „Eniga meniga". önnur lög koma héðan og þaðan, og titillagið er frumsam- ið; ágætis krakkarokk. Öll lögin fá Todmobile-meðferðina, eru snyrtilega poppuð upp, gerð nýmóðins og förðuð með nýjustu græjum. Gott mál. Einna best tekst upp í „Litla kvæðinu um litlu hjónin“ og „Siggi var úti“, en annað er ekkert slor og flestir undir tólf eiga glaðan dag. Miðað við alla óskalistana sem ég hef fengið í hendumar hafa Stóm bömin enn á ný hitt á gullæð. Gunnar Hjálmarsson Djöh maður! GUNNAR HELGASON GOGGIOG GRJÓNI MÁL OG MENNING, 1992 ★ ★★ SGoggi og Grjóni er uppátækja- saga, syrpa af atriðum sem gerast á nokkrum sviðum með sömu tveimur aðalpersónunum. Það sem er best heppnað við bókina og gerir hana mjög athyglisverða er tungutakið: Gunnar fer þá leið að láta persónumar sínar tala í áttina við það sem böm gera í alvörunni, segja, djísus, djók og djöh, ókeibæ og kommon (ekki samt fokkjú) og maður á eftir hverri setningu. Honum tekst mjög vel að ritfæra þetta málfar, auk þess sem mamma annars stráksins talar færeysku og follorðnir tala ekki allir eins; almennt fer fram mikil málfarsleg umræða í text- anum, drengirnir ræða um orðtök og fær- eyski sonurinn leiðréttir mömmu sína. Höfondurinn sleppir því alveg að gera lít- ið úr persónum sínum fyrir að tala ekki samkvæmt forskrift, einhverjum þykir ef- laust fordæmið slæmt en ég held að því fari fjarri að svona bók geti spillt málfari einhvers, þvert á móti getur hún aukið sjálfstraust ungra lesenda gagnvart tungu- málinu og hjálpað þeim að skynja sitt eig- ið tungutak sem eitt af mörgum blæbrigð- um í gangi. Hluti af því að fullorðnast er að ná smám saman tökum á sem flestum þeirra, láta málfarslögguna ekki kúga sig um of og læra að tala lipurt mál án tepru- skapar. Þetta er semsagt prýðilega stíluð bók og textinn alltaf lifandi. Söguefoin sjálf eru ágæt og oft fyndin en frekar léttvæg. Gunnar kortleggur í þessum atvikum nokkuð skipulega mikil- vægustu svæðin í lífi krakka: heimilið, blokkin, hverfið, skólinn, barnaafmælið, heimili afans: hverjum vettvangi fyrir sig er lýst með trúverðugu atviki eða atvikum og í því sker hún sig frá mörgum uppá- tækjasögum sem láta krakkana gera ýmis- legt sem aldrei gæti gerst í raunveruleik- anum. Persónusköpun er laus við klisjur en frekar dauf. Til dæmis eru persónu- leikar Gogga og Grjóna sjálfs ekki nógu aðgreindir, þeir skilja sig reyndar svoh'tið hvor ffá öðrum gegnum málnotkun, sem er sniðug hugmynd en hefði mátt styðjast við bitastæðari einkenni. Ef til vill hefði bókin haft gott af einni léttri yfirferð eftir að myndirnar voru komnar við hana, það kemur ekki ffam í textanum hvernig þeir félagarnir líta út og karaktereinkennin í myndunum hefðu gjaman mátt rata inn í frásögnina. Nefndar myndir gerir Hall: grímur Helgason, þær era svolítið banda- rískar í sér og mjög skemmtilegar, húm- orinn í þeim og aðferðin minna á einn eða tvo gamla MAD-teiknara. Forsíðan er ekki slæm en ég felli mig aldrei almenni- lega við dofhandi grunna, hvemig sem á því stendur. Jón Hallur Stefánsson Bækur og blöð framleidd á íslandi skapa störf í landinu ■ Nú hriktir í stoðum íslensks atvinnulífs, atvinnuleysi er verulegt og fer vaxandi. ■ Við þurfum að sína samstöðu og velja ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLU. ■ Bækur og blöð, sem unnin eru á fslandi, skapa störf í landinu. Islensk bók er meira en góð gjöf VELJUM ISLENSKT! Félag bókagerðarmanna / Félag íslenska prentiðnaðarins

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.