Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992
B 3
;;
AFREKSVERK
IORÐI OG FRÆÐUM"
Ævisaga Jóns Þorlákssonar
eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson
er stórviðburður í íslenskri persónu- og
stjómmálasögu, sannkallað afreksverk
um afreksmann!
ÚRUMSÖGN GÍSLA JÓNSSONAR,
MEN NTASKÓLAKEN NARA,
í MORGUNBLAÐINU 12. DESEMBER
„Bókin um Jón Þorláksson er á ... mannamáli, enginn fræða-
rembingur, ekkert hnoð. Hún er ótrúlega læsileg í allri sinni
lengd, jafnvel ættfræðin er bráðskemmtileg."
„Óhemjuleg vinna liggur í þessari bók H.H.G. Þar er
ekkert til sparað, enda margt nýtt dregið fram í dagsljósið,
bæði myndir sem ekki hafa áður verið prentaðar, svo og
stórfróðleg bréf og skjalagögn. Ef ég má álykta eftir því,
sem ég þykist best vita af lestri og lífsreynslu, er bókin
ákaflega traust."
„Að öllu samanlögðu finnst mér að bókin um Jón Þorláksson
forsætisráðherra sé mikill fengur íslenskri sögu og bókmenntum.'
Gísli lýkur umsögn sinni að sveitasið, eins og hann segir sjálfur,
með einfaldri stöku:
„Mikil bók að magni og gæðum,
mjög við hæfi Jóns,
afreksverk í orði og fræðum
okkar kæra Fróns."
ÚRRITDÓMI GUÐMUNDAR G. ÞÓRARINSSONAR
í DV2. DESEMBER:
„Bókin er afar fróðleg og skemmtileg aflestrar, vel skrifuð og í raun
þrekvirki. Að baki henni liggur gífurleg gagnasöfnun og hefur höfundur
verið óþreytandi við söfnun heimilda og dregið þær saman víða að."
„Bókin um Jón Þorláksson verður mörgum kærkomin. í henni er að finna
mikinn fróðleik og það svo að hún verður eitt þeirra rita sem menn grípa
til að fletta upp í til að rifja upp um atvik, menn og málefni."
W
I
1
0
JÓN ÞORLÁKSSON
FORSÆTISRÁÐH£RRA
g t
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ALVÖRU ÆVISAGA
Ævisaga Jóns Þorlákssonar er ævisaga fyrir fólk
sem gerir miklar kröfur og kann að meta gott bókmenntaverk.
Saga verklegra framkvæmda á íslandi, örlagasaga, ástarsaga,
stjórnmálasaga, skólasaga og Reykjavíkursaga.
|> Litríkar persónur koma við sögu: Hannes Hafstein, Valtýr Guðmundsson,
Ólafur Thors, Jónas frá Hriflu, Tryggvi Þórhallsson, Hermann Jónasson,
Einar Benediktsson, Ingibjörg Claessen, eiginkona Jóns Þorlákssonar, o.fl.
Stórviðburðir: Tímamótabrúin yfir Ytri-Rangá, vegalagning um landið allt,
stofnun Eimskipafélagsins og Milljónafélagsins, fyrsta vatnsveitan í Reykjavík,
fyrsta vísindaáætlunin um vatnsafl á íslandi, Elliðaárstöðin,
undirbúningur Sogsvirkjunar og Hitaveitu Reykjavíkur.
Ættfræði, skopsögur, kviðlingar, einkabréf, fágæt skjöl og ræður.
„...tvímælalaust einn merkasti
stjómmálamaður þessarar aldar..."
Davíð Oddsson, forsætisráðherra:
„Jón Þorláksson var tvímælalaust einn merkasti stjórn-
málamaður þessarar aldar á íslandi...Sú aldamóta-
kynslóð, sem Jón Þorláksson var af, lyfti vissulega
Grettistaki, því að hún lyfti Islandi inn í nútímann.
...Ég óska Almenna bókafélaginu og Hannesi Hólmsteini
Gissurarsyni hjartanlega til hamingju með þetta
stórvirki."
Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri:
„...öllum, sem kynntust Jóni og rituðu um hann, ber
saman um það, að þar hafi verið á ferð sérstakur
mannkostamaður sakir skarpleika og mannvits.
Minningin um hann lifir sökum hins góða orðstírs, sem
hann gat sér með störfum sínum, drenglyndi og
vitsmunum."
Vt'fill Oddsson, formaður Verkfræðingafélagsins:
„Hann gerði ótrúlega nákvæma áætlun um virkjanlegt
vatnsafl á Islandi árið 1919. Þá hafði hann forystu um
virkjunina við Elliðaár og síðar um Sogsvirkjun. Síðast,
en ekki síst, er það Jóni að þakka öðrum fremur, að
hitaveitu var hrint af stað hér á landi."
Þetta 600 bls. stórvirki kostar aðeins 3.995 kr.
d
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF
- góð bók um jólin!
HVITA HUSIÐ / SIA