Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGURPReSSANl^DESEMBER1992
BÆKUR & PLÖTUR
B 13
JJppháttskal
það vera
SÖGUSTUND
365 VALDIR KAFLAR ÚR (SLENSKUM
BARNABÓKMENNTUM
MÁL OG MENNING, 1992
★★★★
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR SEGIR SÖG-
UR
BLINDRAFÉLAGIÐ, HUÓÐSNÆLDA, 1992
★ ★★★
IÐUNN STEINSDÓTTIR SEGIR SÖGUR
BLINDRAFÉLAGIÐ, HUÓÐSNÆLDA, 1992
★★★
OSilja Aðalsteinsdóttir velur eíhið
í Sögustund, sjöhundruð og
fimmtíu blaðsíðna bók, og ég get
ekki annað en óskað henni til hamingju.
Ég er reyndar ekki búinn að lesa hana alla
en bókin er þannig hugsuð að það kemur
hvort eð er ekki reynsla á hana íyrr en eft-
ir ár, í fyrsta lagi. Því fjöldi kaflanna er
auðvitað ekki tilviljun heldur er hver kafli
merktur einum degi og ædast til að ein-
hver fullorðinn lesi hann einmitt þann
dag fyrir barnið sem á bókina og kannski
systkini þess eða vini. Kvöldlestur er nú
sennilega það notkunarform á bókinni
sem allra skemmtilegast er, enda er bókin
blá að utan með stjömum einsog himinn-
inn. Efnið er ekki valið úr jafn mörgum
bókum og kaflarnir em, sums staðar em
nokkrir samstæðir kaflar í röð, í öðrum
tilfellum er köflum úr sömu bók sem geta
staðið sjálfstæðir dreift um safnbókina.
Stóra spurningin er hvort þessi brot virka
einsog til er ætlast, geti staðið sjálfstæð.
Öll þau sem ég hef lesið gera það, og ég
held það sé óhætt að treysta því að Silja
hafi séð um þá hlið mála. Einn af stærstu
kostum þessarar safnbókar er að hún vís-
ar á allar hinar bækurnar, kafli sem heillar
sérstaklega býður uppá að skroppið sé á
bókasafnið. Það hlýtur að liggja gríðarleg
vinna og umhugsun á bakvið þessa bók,
hversu vel lesinn í bamabókum sem safh-
arinn er. Fyrir utan verkið að velja og
hafna hefur hún stytt suma kaflana og
„Þessi bók er upp-
skrift að góðum
stundum. “
skrifað örfá orð fyrir framan hverja frá-
sögn til að skýra málin, stutt en nóg. Kafl-
arnir eru langflestir úr barnasögum frá
þessari öld, níundi áratugurinn er fyrir-
ferðarmestur, einnig er svolítið af ljóðum
og svo endursagnir á þjóðsögum. Röð
kaflanna er óháð ritunartíma og efni,
miðar annars vegar að því að gera lestur-
inn sem fjölbreytilegastan, hins vegar er
reynt að samræma söguárstíð og lestrar-
árstíð, ef svo má að orði komast. Þessi
bók er uppskrift að góðum stundum.
Hún er líka falleg að utan.
Sögusnældur eru þarfaþing, sérstak-
lega þegar börn em veik og raddbönd for-
eldranna verða undan að láta. Þessar tvær
frá Blindrafélaginu eru sérstaklega
skemmtilegar. Þær Vilborg og Iðunn
segja sínar fjórar sögurnar hvor. Vilborg
segir ffá Boggu á Hjalla og mælir textann
af munni fram. Það gerir sögurnar ótrú-
lega lifandi, munnleg frásagnarlist er al-
veg sérstök hvað það snertir, góður sögu-
maður kemst í beint samband við ein-
hverja taug í manni. Iðunn flytur sinn
texta líflega en af blöðum. Sögurnar eru
samt gömul ævintýri úr munnlegri
geymd, sögur sem hafa gengið í fjöískyldu
Iðunnar. Eg hef aldrei heyrt neina þeirra
áður og þær eru mjög sérkennilegar og
skemmtilegar. Mjög vel heppnað framtak
hjá Blindravinafélaginu.
Jón Hallur Stefánsson
Metsölubók íEyjum
ÞRÁINN BERTELSSON
SIGLA HIMINFLEY
SKJALDBORG 1992
★
BSkáldsaga Þráins Bertelssonar
gerist í Vestmannaeyjum og seg-
ir frá ungri konu sem er við-
skiptafræðingur að mennt og gerist fram-
kvæmdastjóri hjá afa sínum, gömlum út-
gerðaijaxli, í þeim tilgangi að koma fyrir-
tæki hans á réttan kjöl. Hún kynnist síðan
skipstjóra sem hún verður ástfangin af.
Inn í þessa eiginlegu sögu blandast frá-
sagnir ffá liðnum tíma sem tengjast sögu
Vestmannaeyja.
Á bókarkápu segir: „Samkvæmt sí-
gildri íslenskri ffásagnarhefð er sögumað-
ur nafnlaus..." Þessi nafnlausi sögumað-
ur stendur nokkuð fyrir utan atburði, lýs-
ir þeim úr íjarlægð. Sögumaður Þráins er
ekki nógu skemmtilegur sögumaður. Ef
menn ætla sér að segja sögu þá er allt í lagi
að víkja frá eiginlegum söguþræði með
innskotum en þessi sögumaður er óþarf-
lega gefinn fyrir útúrsnúninga, langlokur
og þreytandi og einhæff gamlingjatal um
ættir manna.
Frásögnin vaknar aldrei fyllilega til lífs-
ins, hún flýtur á lygnu yfirborði, verður
aldrei beinlínis banal en rís heldur ekki yf-
ir meðalmennsku. Hér er hvorki hin
dramatíska stígandi sem einkennir Tröll-
akirju Ólafs Gunnarssonar né hin óhefta
frásagnargleði sem gerir Heimskra
manna ráð svo skemmtilega aflestrar.
Þetta er pen, rislítil frásögn sem lesa má
sér að skaðlausu og skilur ekkert eftir.
Persónusköpun er ekki tilþrifamikil.
Það sést í útlínur en vantar fínu drættina
svo persónur verði trúverðugar. Sam-
dráttur unga fólksins er samkvæmt gam-
alkunnugri formúlu. Þar kemur ekkert á
óvart, allt fyrirsjáanlegt.
Þráinn er ekki slæmur penni, skrifar
einfaldan og skýran frásagnarstíl en
nokkuð einhæfan. Þó bregður fyrir blæ-
brigðum og stílþrifum í upphafi bókar-
innar. Sá hluti er að mínum dómi nokkuð
góður en höfundur endurtekur ekki það
aff ek. Þar má finna myndrænar og snyrti-
legar lýsingar á borð við þessa: „Fyrir
neðan hann sátu fuglar á syllum í berginu
eða svifu um þöndum vængjum, skuggar
þeirra liðu hljóðlaust yfir hafflötinn og
öldurnar féllu að rótum bergstálsins,
samtal án orða eins og rödd úr djúpinu
hvísli leyndarmál."
Mér finnst ekki ólíklegt að þessi bók
verði metsölubók í Eyjum. Hún tengist
sögu staðarins, fortíð og nútíð og kann
því að þykja forvitnileg. Hún er langt frá
því að vera með verri íslenskum skáldsög-
„Bókin er langtfrá því
að vera með verri ís-
lenskum skáldsögum á
markaði en hún er
hvorki tilþrifamikil né
minnisstœð, en þolanleg
afþreying. “
um á markaði en hún er hvorki tilþrifa-
mikil né minnisstæð, en þolanleg afþrey-
ing.
En upphafskaflinn er góður og af hon-
um þykist ég fullviss um að höfundur geti
gert miklu betra skáldverk en þetta.
Kolbrún Bergþórsdóttir
Unglingar
ogeiturlyf
HRAFNHILDUR VALGARÐSDÓTTIR
IHEIMAVIST
ÆSKAN, 1992
★
Þetta er þokkalega stíluð saga,
ekki samt alveg laus við klúðurs-
lega hluti einsog „mannfólkið
undirbjó veturinn hvert á sinn hátt“ í
annarri setningu bókarinnar. Helstu gall-
arnir liggja þó í söguþræðinum, persónu-
sköpuninni og umframt allt í þeirri ein-
földuðu og bjöguðu mynd af viðfangsefn-
inu sem bókin dregur upp.
Sagan gerist í heimavistarskóla. Þrír
vinir koma í skólann, sá ffakkasti kynnist
stelpu en sá feimnasti kynnist eiturlyfjum.
Við það breytist hann í hálfgerðan um-
skipting sem á sér engrar viðreisnar von
og Hrafnhildur er ekkert að tvínóna við
hlutina, í miðri bók er hann fyrst gerður
að glæpamanni og svo verður hann úti.
Þetta er siðferðislega afar vafasamur boð-
skapur til unglinga, ekki síst þeirra sem
eru byijuð að fikta eitthvað við vitundina:
að annaðhvort sértu réttu megin við strik-
ið og sleppir sjálfkrafa við díki eiturlyfj-
anna eða glötuð manneskja sem fer illa
fýrir. Það sé jafnvel nóg að vera feiminn
og listrænn til að illa fari! Kannski er eins
gott að þessi tveggja eða þriggja mánaða
vítisganga drengsins ffá sakleysi til ráns-
árásar á gamlan mann er svo ósannfær-
andi að boðskapurinn dettur dauður nið-
ur, það trúir þessu enginn. Mangarinn í
skólanum er líka vægast sagt hæpin per-
sóna, illur í gegn og fláræðið slíkt að opin-
berlega er hann hetja skólans sem kenn-
arar og nemendur dýrka... nema sögu-
hetjurnar okkar. Svona tær mannvonska
er algjörlega óraunhæf í sögu sem þykist
vera um venjulega unglinga, dýrið sjálff er
ekki nema sextán ára og fær aldrei að
sýna á sér mennska hlið. Siðferðisboð-
skapurinn hér, að eiturlyfjasalar séu al-
vondir hversu góðir sem þeir sýnast,
höfðar kannski til einhverra foreldra og
baráttufólks gegn eiturlyfjum en ég held
að þegar lengra er litið grafi svona einfald-
aður boðskapur undan sjálfum sér. Ég ef-
ast ekki um góðan vilja Hrafnhildar þegar
hún setur málin svona upp en er sann-
færður um að hún er á villigötum.
Önnur frásagnaratriði falla svolítið í
skuggann af þessari sorgarsögu en það
eru góðir punktar í bókinni. Frakki strák-
urinn er ágætlega gerð persóna og sam-
bandið milli hans og þriðja vinarins býð-
ur upp á skemmtilega útfærslu. Ástamál-
in eru hins vegar svolítið einkennileg í
bókinni. Höfundur setur siðferðismörkin
við kelerí, það eru einhver óskráð lög í
gangi um það atriði sem gjarnan hefðu
mátt koma upp á yfirborð textans svo les-
endurnir gætu tekið eigin afstöðu. Yfir-
hylming drengjanna með eiturlyfjavinin-
um og blinda hinna fullorðnu á að eitt-
hvað sé að er heldur ekki trúverðug hegð-
un.
Kápan er gerð af Almennu auglýsinga-
stofunni og mér finnst hún mjög vel
heppnuð.
Jón Hallur Stefánsson
100.000
orda ordasafn ásamt
660.000
orða samheitaorðasafni
Handhœg, lítil og frábær tölva sem
athugar stafsetningu á 100.000 orðum.
Orð má slá inn eftir framburði
(t.d. laf = laugh).
660.000 orða samheitaorðasafn. Orðaleikir.
Jólatilboð kr. 5.930,-
EMM / Nóatúni 17 / sími 68 88 18
VISA - EURO
Póstsendum
Tilvalin j ólagj öf fyrir -
skólafólk - mömmu og pabba
og alla hina.
WordFinder 220 "
í
1
SPHIING CHÉMfRHHtSAURUS
(£)(w)(DCS)(D(ÐCH)CD(£)(Ð
(D(D(DCÐ(2)<S)C£)(S>©0
©®©©®®®®Q
333333333
|1
WordFinder™
Orðaleitari og réttritari
fyrir enskuna.
FULLHUGAR A
FIMBULSLÓÐUM
- þættir úr Grænlandsfluginu
eftir Svein Sæmundsson
Bókin hefur að geyma frásagnir af merkum þætti í ís-
lenskri flugsögu. Um langt árabil hafa íslendingar
stundað flug til Grænlands og áttu þar með ríkan þátt í
að rjúfa einangrun þessara granna okkar í vestri. Oft
voru aðstæður í Grænlandsfluginu ótrúlega erfiðar,
ekki síst í sjúkraflugi þegar teflt var á tæpasta vað
enda oft líf að veði. Margar frásagnir í bókinni taka
öllum spennusögum fram. Þær eru ótrúlega magnað-
ar en samt sannar. Þetta eru frásagnir af fullhugum
sem létu sér það ekki fyrir brjósti brenna að fljúga á
fimbulslóðir. Oft hékk líf þeirra á bláþræði en auðna
réði að alltaf komu þeir heilir heim.
Góð bók frá Fróða
FROÐI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
tl
i,
1. ímm