Pressan - 18.02.1993, Side 4
4
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 18. FEBRUAR 1993
BÆTIFLÁKAR
„íltisipiiiir
flhfiiteflars-
íeMuiiiif
tanpsÉurmjifl
lliisnHuiiiliaf
ífliilt^tHii
ámtótaí^lii-
llpfiffluiiijti,
fifflroni
H «H tfp
ili. ænr
syuti
VARAA/IAÐURINN
MISNOTAÐUR
„Ólafur Ragnar Grímsson
(AbRn) kvaddi sér hljóðs í gœr
um þingsköp. Ólafur taldi að
ráðherrar vœru farnir að mis-
nota varamannakerftð til að
vtkja sér undan því að taka þátt
í umrœðum oggera þingmönn-
umgrein fyrirsínum ráðstöfun-
um. Ólafi Ragnari var á þessari
stundu efst í huga jjarvera Sig-
hvats Björgvinssonar heilbrigð-
isráðherra. Nú vœri ráðherra
með varamann vegna veikinda.
Öllum vœri kunnugt um hand-
leggsbrot það sem ráðherrann
hefði orðið fyrir. En á hinn bóg-
inn hefði það komið fram í
morgunútvarpi rásar 2 að ráð-
herrann sinnti sínum störfum í
þágu framkvœtndavaldsins.
Það hefði einnig komið fram í
auglýsingum í Alþýðublaðinu
að ráðherrann mœtti á fundi
Alþýðuflokksins og einnig ann-
arrafélagasamtaka.“
hvað varð um þessa aðila sem
töluðu hvað hœst utn aðfá Fi-
scher og Spasskí hingað aftur á
nýjan leik? Má skilja það sem
svo að enginn áhugi sé lengur
fyrir hendi á að sjá tvo af snjöll-
ustu skákmönnum heims etja
saman kappi.“
Björgvin Sigurðsson (DV.
Guðmundur G. Þórarins-
son, forseti Skáksambands
íslands: „Haft var samband við
þá Fischer og Spasskí um síð-
ustu áramót. Þá var þeim boðið
að koma hingað í febrúar, til að
vera viðstaddir afmælishátíð í
tilefni þess að 20 ár eru liðin frá
heimsmeistaraeinvígi þeirra, og
tefla nokkrar táknrænar skákir.
Spasskí hafði mikinn áhuga á að
koma. Hins vegar strandaði
málið á Fischer. Hann er staddur
í Belgrad og óttast að fara þaðan,
enda á hann yfir höfði sér tíu ára
fangelsisdóm vegna brota á við-
skiptasamningi Bandaríkjanna.
Fischer er logandi hræddur um
að verða framseldur og vill því
ekki fara úr landi eins og er.
Málið féll því um sjálft sig.“
uÉtaffl,sr
ItffluiiMMii-
Pffljipriil.
Úr þingfréttum Morgunblaðsins.
Sighvatur Björgvinsson
heilbrigðisráðherra: „í bréfi
mínu til Alþingis kom fram að
ég gæti ekki setið „reglulega" á
þingi. Handleggurinn var það
illa leikinn að hann var ekki sett-
ur í gifs, heldur spenntur saman
með miklum vírum. Þeir valda
óþægindum og því á ég erfitt
með að sitja lengi. Ég treysti mér
af heilsufarsástæðum ekki í
langar setur og af þeim sökum
hef ég ekki haft tök á að mæta
reglulega í ráðuneytið, frekar en
á Alþingi. Það er annars ein-
kennilegt að Ólafúr Ragnar skuli
koma með slíkar aðfmnslur.
Þegar hann var sjálfur fjármála-
ráðherra tóku aðrir ráðherrar
sér fri frá þingstörfum og sendu
varamenn sína fyrir sig, af þeirri
ástæðu einni að þeir hefðu svo
mikið að gera. Ég minnist þess
ekki að Ólafur hafi þá gert at-
hugasemd."
ÁHUGALAUSIR
SKÁKMENN
„Á síðasta ári mœttust Fi-
scher og Spasskí í miklu skák-
einvígi sem blöðin hér heima
fylgdust með af áhuga og í kjöl-
farið varfarið að tala um ann-
að einvígi þessara snillinga hér í
Reykjavík í tilefni af 20 ára af-
mœli einvígis þeirra 1972. En
GÁLGAHÚMOR
MISSIRMARKS
„Fréttaritari Sjónvarpsins á
Vestfjörðum gerðist svo fá-
dœma smekklaus að ota hljóð-
nema sínum upp í opið geðið á
einni fiskvinnslukonunni, setn
var að koma af fundi, þar sem
húnfékk atvinnuleysi sitt end-
anlega staðfest og spurði eftir-
farandi spurningar: „Er ekki
bara fint að nota spariféð og
fara bara í frí?“ Blessuð konan
kunni eflaust ekki að meta
gálgahúmor spyrilsins, en sagði
án þess að sjáanlega á hana
kcemi: „Það er ekkert sparifé.“
Líklega er eitt af því sísta sem
slíktfólk þarf á að halda, ein-
mitt það augnablik sem það
þarf að horfast í augu við hina
óþolandi óvissu sem framtíðin
ber í skauti sér, forkastanlega
heimskulegar spurningar á við
þessa frá fréttaritaranum á
Vestfjörðum."
Víkverji Morgunblaðsins.
Hafþór Gunnarsson,
fréttaritari Sjónvarpsins á
Vestfjörðum: „Það eina sem
ég hef að segja um þessa athuga-
semd er að ég nenni ekki að elta
ólar við Morgunblaðið í þessum
Bolungarvíkurmálum né öðr-
um. Mér fmnst aðfinnslan ein-
faldlega ekki svaraverð.“
F Y R S T
&
F R E M S T
Samgönguráðuneytið
Tveir stjórar
á fullum launum
löngu efftir að þeír
létu af störfu
f tveimur ríkisstofnunum á vegum samgönguráðuneytisins eru greidd
tvöföld ríkisforstjóralaun, til núverandi og fyrrverandi forstjóra. Þetta
er hjá Vita- og hafnamálastjórn og Flugmálastjórn. Samningar þessir
eru tilkomnir vegna skyndilegs brotthvarfs beggja forstjóranna sem
virðist hafa gert þeim kleift að semja um sérstök launakjör.
Á miðju síðasta ári lét Pétur
Einarsson flugmálastjóri af störf-
um, en uppsögn hans fyrr á árinu
kom mjög á óvart. Pétur var einn
þeirra embættismanna sem nutu
æviráðningar en þau réttindi féllu
að sjálfsögðu niður við uppsögn-
ina.
Þegar Pétur hætti gerði hann
samkomulag við Halldór Blöndal
samgönguráðherra um að hann
mundi inna af hendi sérfræðiað-
stoð fyrir ráðuneytið í tiltekinn
tíma.
Fyrir þessa sérfræðiaðstoð er
greitt af fjárlögum Flugmála-
stjórnar þannig að Pétur er þar
áfram á launaskrá. Fólst sam-
komulagið í því að Pétur héldi
launum sínum sem flugmálastjóri
en greiðslur til hans yrðu í því
formi að hann fengi greitt fyrir út-
selda vinnu sem verktaki. Flug-
málastjórn greiðir því tveimur
mönnum flugstjóralaun. Sam-
kvæmt upplýsingum frá ráðu-
neytinu á samningur þessi að
gilda í tvö ár eða fram á mitt ár
1994. Aðrar heimildir segja að
samningurinn sé í raun til fjög-
urra ára, en það hefur ekki fengist
staðfest.
Ef gert er ráð fyrir að samning-
uririn sé til tveggja ára og laun
flugmálastjóra um 300.000 krónur
á mánuði má gera ráð fyrir að
þessi sérfræðiþjónusta Péturs
kosti 7,2 milljónir króna.
GEFUR HALLDÓRIMUNN-
LEGAR SKÝRSLUR
Þegar leitað var eftir því í sam-
gönguráðuneytinu að fá skýrslur
sem Pétur.hefði látið af hendi fyrir
sérffæðiaðstoð kom fram hjá Þór-
halli Jósepssyni, aðstoðarmanni
samgönguráðherra, að Pétur gæfi
ráðherra munnlegar skýrslur.
Slíkir fúndir munu vera á tveggja
til þriggja mánaða fresti. Auk þess
situr hann fundi þar sem þau mál,
sem hann tók að sér, eru til um-
ræðu.
Það sem Pétur gerir lýtur fyrst
og fremst að endurskoðun laga
um flugmál. Einnig snertir samn-
ingurinn um evrópska efnahags-
svæðið starfssvið hans. Mörg lag-
anna sem Pétur er að skoða eru
orðin æði gömul; svo sem lög um
stjórn flugmála frá 1950, lög um
gildistöku alþjóðasamnings um
samræmingu nokkurra reglna
varðandi loftflutninga milli landa
frá 1949, lög um skrásetningu
réttinda í loftförum frá 1966, lög
um loftferðir frá 1964 og lög um
loftferðir frá 1929.1 sumum tilvik-
um á Pétur að semja ný lög en að-
alatriðið er endurskoðun gildandi
laga og tillögur um breytingar á
þeim.
En af hverju hætti Pétur svona
skyndilega? f raun hefur aldrei
fengist fullnægjandi skýring á því
nema að um almennan starfsleiða
hafi verið að ræða hjá honum. Á
undan mun hins vegar töluvert
hafa gengið á gagnvart flugráði og
var síðasti fundur Péturs með ráð-
inu mikill átakafundur. Sömuleið-
is var hart sótt að honum vegna
„flugskólamálsins“ og sérstæðrar
sölu á flugskýli á Reykjavíkurflug-
velli.
AÐALSTEINN HÉLT FULL-
UM LAUNUMí TVÖ ÁREN
FÓR SÍÐAN Á SÉRSTAKAN
EFTIRLAUNASAMNING
En þetta samkomulag við Pétur
er ekki einsdæmi í samgöngu-
Matthías Bjarnason: Hafði tvo
vita- og hafnamálastjóra á
launaskrá á sama tíma.
Halldór Blöndal: Fær munnlegar
skýrslur frá Pétri.
Aðalsteinn Júlíusson: Hætti sem
vita- og hafnamálastjóri 1985
en hefur haldið laununum síð-
ráðuneytinu. Því til viðbótar má
nefna samkomulag sem gert var
við Aðalstein Júlíusson, fyrrver-
andi vita- og hafnamálastjóra,
sem lét af störfum árið 1985, þá 59
ára.
Brottför Aðalsteins var hluti af
tilfæringum þáverandi sam-
göngumálaráðherra, Matthíasar
Bjamasonar. Matthías setti Her-
mann Guðjónsson, núverandi
vita- og hafnamálastjóra, í starfið
eftir að hann og Aðalsteinn höfðu
náð „samkomulagi", eins og Aðal-
steinn orðaði það, um starfslok
hans í samtali við PRESSUNA.
Eftir því sem komist verður næst
mun Aðalsteinn hafa haldið full-
um launum sem vita- og hafna-
málastjóri tvö fýrstu árin eftir að
hann hætti.
Síðan fór hann á eftirlaun sam-
kvæmt 95 ára reglunni (saman-
lagður starfs- og lífaldur tryggir þá
eftirlaun) og tók þá við sérstakt
samkomulag sem tryggði honum
fúllar greiðslur eins og hann væri
enn í starfi.
JAFNGILDIR 17 MILLJÓNA
KRÓNA AUKAÚTGJÖLD-
UM FYRIR RÍKIÐ
Fól samkomulagið í sér að Að-
alsteinn fengi greitt aukalega frá
vita- og hafnamálastjórn þannig
að sú upphæð að viðbættum eftir-
launum jafngilti launum eftir-
manns hans. Uppbótin jafngildir
um 107 þúsund krónum á mán-
uði í dag. Frá því Aðalsteinn lét af
störfúm hefúr hann því fengið ná-
Pétur Einarsson: Enn með full
laun flugmálastjóra fyrir sér-
verkefnaþjónustu sína.
lægt 17 milljónum króna umffam
það sem lífeyrisgreiðslur hans
segja til um ef tekið er tillit til
framfærsluvísitölu. Þar vega
reyndar þungt launagreiðslur til
hans tvö fyrstu árin.
f bréfi frá fjármálaráðuneytinu
árið 1988 til eftirmanns Aðalsteins
eru þessir skilmálar útskýrðir:
„Með tilliti til þess, að framan-
greind áform um að raska ekki
verulega tekjum Aðalsteins frá því
sem ella hefði verið hafi verið
markmið samkomulagsins, [sic]
telur fjármálaráðuneytið eðlilegt
að greiðslur á grundvelli sam-
komulagsins verði ákveðnar sem
hálf Iaun ríkisforstjóra á BHMR-
kjörum með 20 stundir í fasta
yfirvinnu eða 67.633 kr. sbr. ffam-
angreint.
Fyrrverandi vita- og hafna-
málastjóri hefur greint fjármála-
ráðuneytinu frá ósk þess efnis að
greiðslur þessar verði í formi
greiðslu á reikningum fyrir út-
selda vinnu af verkfræðistofú
hans. Ráðuneytið tekur ekki af-
stöðu til þess að öðru leyti en því,
að verði sú leið farin miðast reikn-
ingar við það að kostnaður ríkis-
sjóðs vegna samnings þessa verði
ekki meiri en að framan greinir
þegar tekið hefur verið tillit til
launatengdra gjalda og skatta.“
Þessi bréfaskipti fóru ffam eftir að
Hermann hafði leitað effir túlkun
ráðuneytisins á samkomulaginu.
Að sögn Aðalsteins hefur hann
allan tímann, sem þetta sam-
komulag hefúr verið í gildi, skilað
inn verkefnum. Hann sagðist að-
spurður hafa verið fyllilega sáttur
við að hætta á sínum tíma. Hins
vegar hefði vinnuffamlag sitt get-
að verið meira ef eftir því hefði
verið leitað.
Sigurður Már Jónsson