Pressan - 18.02.1993, Side 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993
9
Jóhann G
'rsson aöaleigandi Hagvirkis-fyrirtœkjanna.
nn er meðal annars sakaður afbústjóra
um að hafa á löglausan hátt leitast
eigin skimii og meðeigenda
með tilfœrslum eigna ogyfirtöku
skulda í desember 1990.
Be
Valur Valsson, bankastjóri
(slandsbanka. Bankinn hefur
verið Hagvirki liðlegur, en
krefur nú þrotabúið um 440
milljónir. Grunur leikur á að
bankinn hafi verið plataður
vegna lóðar í Smárahvamms-
landi.
Gísla J. Friðjónssonar og komu
Hagvirki í raun ekkert við. Hag-
virki-Klettur tók á sig skuld við Is-
landsbanka upp á 50,7 milljónir,
en það var vegna lóða sem bank-
inn leysti til sín úr hendi gamla fé-
lagsins og greiddi Hagvirki-Kettur
þ\i' aldrei neitt af þessu. Hagvirki-
Klettur „yfirtók" rúmlega 12 millj-
óna króna skuld við sama banka,
en þar var skuldari Vélsmiðjan
Klettur, sem rann inn í Hagvirki-
Klett, og þar með var það fyrir-
tæki í raun að „yfirtaka" eigin
skuld. Þá má nefna yfirtöku á
skuldum við Lýsingu upp á 29,1
milljón, sem voru með sjálfskuld-
arábyrgð fslandsbanka og Sjóvár-
Almennra. Hagvirki-Klettur
greiddi ekkert, en það gerði fs-
landsbanki í júní 1991 og setur
vegna þessa ffam almenna kröfu í
þrotabú Hagvirkis.
ÞROTABÚIÐ MEÐ YFIR-
VEÐSETTAR OG VERÐ-
LAUSAR EIGNIR
Stór hluti greiðslna Hagvirkis-
Kletts, 124 milljónir, var síðan
fólginn í afhendingu fasteignanna
Skútuhrauns 2 til 4 og Dalshrauns
16. Bústjórinn bendir á að fast-
eignir þessar séu yfirveðsettar og
einskis virði fyrir þrotabúið,
markaðsvirði um leið ekkert.
Bústjóri gerir fjölmargar aðrar
athugasemdir við „greiðslur"
Hagvirkis-Kletts, sem ekki verða
tíundaðar hér. Almennt eru ásak-
anir hans mjög í anda fréttar
PRESSUNNAR frá því í septem-
ber síðastliðnum um tilfærslur á
eignum undan væntanlegu og
óumflýjanlegu gjaldþroti. Himin-
háar skuldir voru skildar eftir í
gamla fyrirtækinu og verðlitlar
eignir, sem þó eru bókfærðar á
tæpan milljarð. Sem fyrr segir eru
fasteignir þrotabúsins yfirveðsett-
ar. Það eru einnig aðrar helstu eig-
ur á nafni þrotabúsins, lóðir í
Smárahvammslandi og á Val-
húsahæð. Allar þessar eignir lenda
óumflýjanlega á uppboði eða
verða innleystar af veðhöfum og
ganga því ekki á nokkum hátt upp
í almennar kröfur.
Reyndar gætu orðið talsverð
effirmál vegna lóðanna í Smára-
hvammslandi, sem Hagvirki tók á
sínum tíma yfir frá hendi Frjáls
ffamtaks. Sumar þessara lóða eru
enn þinglýstar á Ftjálst framtak,
aðrar eru enn á nafni Hagvirkis og
íslandsbanki hefur leyst til sín að
minnsta kosti fjórar stórar lóðir.
Innlausnin er óbein, því hún hefur
farið fram í nafni Steinvirkis hf.,
verktakafýrirtækis sem íslands-
banki hefur eignast vegna gjald-
þrots fyrrum aðstandenda þess.
LÓÐ VEÐSETT FYRIR 70
MILLJÓNUM MEÐ RANGT
TILGREINDU BYGGINGA-
MAGNI
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR var bankinn um það bil
að innleysa fimmta lóðarreitinn,
3.150 fermetra reit undir fjölbýlis-
hús, þegar í ljós kom að bankinn
hafði verið plataður til að sam-
þykkja veð upp á 69 til 70 milljón-
ir á reitinn, sem er margfalt hugs-
anlegt virði hans. Það gerðist á
þann hátt, að þegar Hagvirki tiltók
væntanlegt byggingamagn vegna
lóðarinnar í lánsumsókn var gefið
upp tiltekið magn, sem síðar kom
í ljós að átti við lóðirnar aliar á
svæðinu, en ekki bara þennan til-
tekna reit. Á þeim reiti mátti gera
ráð fyrir innan við þriðjungi bygg-
ingamagnsins á svæðinu.
íslandsbanki er því í vondum
málum hvað Smárahvammsland-
ið varðar og reynir nú að semja
við Kópavogskaupstað um að
hann taki til sín umræddan lóðar-
reit og vill viðræður um söluverð.
Bankinn getur vart búist við að fá
nema brot af því sem reiturinn er
veðsettur fyrir.
Reyndar er með ólíkindum
hvað íslandsbanki hefur verið
Hagvirki sveigjanlegur á síðustu
árum og var fýrirtækið þó þegar
orðið mikið vandamál hjá gamla
Iðnaðarbankanum. Bankinn virð-
ist hafa samþykkt hinn umdeilda
samning ffá því í desember 1990,
enda í mun að tryggja eigin hags-
muni, sem ekki voru tryggðir með
öruggum veðum.
AÐSTANDENDUR HAG-
VIRKIS TIL SAMANS
STÆRSTIKRÖFUHAFINN
En hvernig sem bankinn ann-
ars h'tur á hinn umdeilda samning
þá hefur hann lagt fram umtals-
verðar kröfur í þrotabú gamla fé-
lagsins, alls 442 milljónir króna.
Þar af eru aðeins 111 milljónir
tryggðar með veðum og því til
viðbótar hefur bústjóri hafnað
kröfum ffá bankanum upp á 91,5
milljónir. Tap bankans gæti því
numið 330 milljónum hið
minnsta, en vitaskuld mun meiru
ef hinar veðsettu eignir hrökkva
skammt upp íveðkröfurnar.
í raun er Islandsbanki ekki
stærsti kröfuhafinn heldur Jóhann
G. Bergþórsson sjálfur, fyrirtæki
hans og aðstandendur gamla fé-
lagsins. Þessir aðilar lögðu alls
fram kröfur upp á rúman hálfan
milljarð, 535 milljónir króna. Jó-
hann vildi fá 116 milljónir, Aðal-
steinn 157 milljónir og Gísli 41
milljón, en öllu þessu hafnaði bú-
stjóri alfarið. Hagvirki-Klettur
lagði fram 208 milljóna króna
kröfu, en bústjóri samþykkti að-
eins 19 milljónir. Þá vildi Verk-
fræðistofa Jóhanns G. Bergþórs-
sonar fá nær 13 milljónir, en bú-
stjóri samþykkti aðeins 2 milljón-
ir.
Að öðru leyti eru helstu kröfur
vegna opinberra gjalda alls 391
milljón, þar af 327 milljónir frá
sýslumanninum í Hafnarfirði og
36 milljónir frá Gjaldheimtunni í
Reykjavík. Þar fyrir utan má nefna
40 milljóna króna kröfu Blikks og
stáls hf., sem lagði fram upphaf-
lega gjaldþrotakröfu, 23 milljónir
ffá Byggðastofnun og 22 milljónir
ffá Hlaðbæ-Colas hf.
DÓTTURFYRIRTÆKIÐ
HAGTAK AÐ LEYSA HAG-
VIRKI-KLETT AF HÓLMI
Öllum þeim sem PRESSAN
ræddi við bar saman um að staða
Hagvirkis-Kletts væri í dag
ískyggileg og fyrirtækið dauða-
dæmt ef hinar tilfærðu eignir
ganga til baka. Gildir þar einu þótt
„verkefnastaða“ kunni að vera
góð um þessar mundir, því slík
staða kemur aðallega starfsmönn-
um til góða miðað við þau lágu til-
boð sem hafa verið í gangi. Jó-
hann G. Bergþórsson bindur
miklar vonir við að málaferlin við
ríkissjóð vinnist og fyrirtækið nái
þá til sín nokkrum hundruðum
milljóna króna, en sú trúa virðist
byggð á sandi. Rifja má upp að
þegar undirréttur sýknaði ríkið af
kröfu um endurgreiðslu á 108
milljóna króna söluskatti var kraf-
an lögð fram í átta liðum og höfn-
uðu dómararnir þrír öllum liðun-
um.
Fari Hagvirki-Klettur í gjald-
þrotaskipti standa eftir fáein önn-
ur skyld en mun minni fyrirtæki.
Þar má nefna Verkffæðistofu Jó-
hanns G. Bergþórssonar, sem hef-
ur hannað fyrir Hagvirki. Verk-
fræðistofan er skráð fýrir nokkr-
um fasteignum, svo sem Vestur-
braut 22 og Stekkjarhvammi 10,
auk þess sem hún er skráð fyrir
nokkrum fbúðum sem Hagvirki
hefur reist, svo sem í Álfholti í
Hafnarfirði. Það var einmitt verk-
fræðistofan sem ætlaði að kaupa
SH-verktaka og yfirtaka verkefni
SH áður en það fýrirtæki var tekið
til gjaldþrotaskipta. Þá má nefna
dótturfyrirtækið Hagtak, en Jó-
hann hefur að undanfömu gjam-
an beitt því fýrirtæki í forvölum.
Loks má nefna strætisvagnafýrir-
tækið Hagvagna, en PRESSAN
hefur áður greint ítarlega frá
samningi þess fýrirtækis við sam-
starfsfélag sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu. Hugsanlegt gjald-
þrot Hagvirkis-Kletts mundi án
efa hafa talsverð áhrif á Hagvagna,
því 10 vagnar sem það fýrirtæki
notar eru í eigu Hagvirkis-Kletts,
sem keypti þá af Kópavogsbæ.
Friörík Þúr Guðmundsson
Aðalsteinn Hallgrímsson, einn eigenda gamla Hagvirkis. Krefur
þrotabúið um 157 milljónir vegna persónulegra ábyrgða. Áein-
býlishúsi hans, eins og á húsum annarra helstu eigenda, hvíla þung
veð frá (slandsbanka. Nú hafa Jóhann G. Bergþórsson og Svavar
Skúlason keypt þá Aðalstein og Gísla J. Friðjónsson út úr
Hagvirki-Kletti.
Jóhann G. Bergþórsson svarar
bústjóra fullum hálsi
Engar eignir
gefnar og
eigendum
ekki hyglað
Jóhann G. Bergþórsson í Hag-
virki-Kletti hefur sent frá sér ítar-
lega greinargerð vegna ásakana
Ragnars H. Hall, bústjóra Hag-
virlus, þar sem Jóhann mótmælir
flestöllum ásökunum Ragnars
sem röngum.
Jóhann segir það rangt hjá
Ragnari að þegar hinn umdeildi
samningur var gerður í desember
1990 hafi staða Hagvirkis verið
slík að taka hefði orðið fýrirtækið
til gjaldþrota. Forráðamenn fýrir-
tækisins hefðu þá haft fulla
ástæðu til að telja framtíð fyrir-
tækisins góða og eignir í því sam-
bandi í raun langt urnffam skuld-
ir. I þessu sambandi nefnir Jó-
hann margumrædda meinta
skattinneign hjá ríkinu og að þá
hafi ekki verið annað vitað en
framkvæmdir vegna Fljótsdals-
virkjunar færu í gang.
Jóhann segir að engar athuga-
semdir hafi komið frá bústjóra
um kaupverðið, þegar Hagvirki-
Klettur keypti eignir af Hagvirki
fýrir 616 milljónir. Fullyrðingu
um gjöf á eignum sé hafnað, enda
niðurstaða frlandsbanka að verð-
ið hafi verið of hátt. Yfirtaka lána
sé greiðsla og því rangt að tala um
gjöf.
Jóhann segir þá fullyrðingu
ranga að með samningnum hafi
verið stefnt að því að gera upp við
alla nema ríkissjóð og í því sam-
bandi að gera upp við útvalda
kröfuhafa eða aðra sem hefðu við-
skiptalega stöðu gagnvart Hag-
virki eða Hagvirki-Kletti.
Jóhann mótmælir því eindregið
að með samningnum í desember
1990 hafi Hagvirki-Klettur yfirtek-
ið rekstur Hagvirkis og að nánast
öllum eignum Hagvirkis hafi verið
ráðstafað. Hann bendir í því sam-
bandi á bókfærðar eignir upp á
1.100 milljónir hjá gamla fýrirtæk-
inu. Jóhann viðurkennir þó að
þessar eignir (fasteignir og lóðir)
hafi verið fullveðsettar.
Þá segir Jóhann alrangt að eigur
Hagvirlds hafi verið notaðar til að
greiða skuldir hluthafa. Lán frá
1986 í eigin nafhi hluthafanna hafi
runnið til fyrirtækisins og í raun
verið skuld þess.
Loks viðurkennir Jóhann þó að
sú fullyrðing bústjórans, að eignir
þrotabúsins hafi í nokkrum tilvik-
um verið notaðar til greiðslu á
kröfum sem Hagvirki-IGettur hafi
með samningnum tekið að sér að
greiða, eigi við rök að styðjast. Hér
er átt við 50,7 milljóna króna
skuld við Islandsbanka sem Hag-
virki- Klettur tók á sig, en greidd
var með lóðum á nafni Hagvirkis.
Jóhann segir hins vegar að það
hafi verið skilningur Hagvirkis-
Kletts að íslandsbanki hefði „við-
urkennt skuldskeytingu í þessu
sambandi" og skuldajöfnun átt
sér stað.
Þrátt fyrir ftrekaðar tilraunir
PRESSUNNAR náðist ekki í Jó-
hann G. Bergþórsson.
Asakanir bústjóra
styðja frétt
PRESSUNNAR
STAKK
700 MILLJONUIVI
UNDflN MEfl „ENDUR-
SKiPOLAGNinmr
Frétt PRESSUNNAR i september
þar sem greint var frá tilfærslum
eigna undan væntanlegu þrota-
búi...
Þann 3. september síðastliðinn,
nokkru fýrir fýrirséð gjaldþrot
Hagvirkis/Fómarlambsins, birti
PRESSAN frétt og greindi frá
því að með samningnum í des-
ember 1990 hefðu eignir upp á
urn 700 milljónir króna verið
færðar undan fýrirséðu þrota-
búi. „f væntanlegu gjaldþrota-
máli verður það þungamiðja
meðferðarinnar hvort salan á
vélum og tækjum Hagvirkis og
um leið skuldayfirfærslan í því
dæmi hafi falið í sér mismunun
kröfuhafa. Reynist það niður-
staðan er óhjákvæmilegt að reynt verði að fá þessum gjörningi rift og
viðkomandi eignir teknar inn í þrotabúið," sagði í fréttinni.
Guðmundur B. Úlafsson, fjármálastjóri Hagvirkis, ritaði nokkmm
dögum síðar svargrein í Morgunblaðið og fór háðulegum orðum um
frétt PRESSUNNAR. Hann sagði meðal annars að það væri fjarstæða
að tengja endurskipulagninguna undanskoti eigna, hvað þá skulda.
/greinargerð bústjóra er bent áfjölmörgatriði sem renna stoðum
undirfrétt PRESSUNNAR. Vegna óveðsettra eigna vill bústjóri fá til
baka um 350 milljónir frá Hag-
virki- Kletti og því til viðbótar segir , Jjjófar 0„ orlæpamer
bustjórinn veðsettar eignir sem , .* . y ——
Hagvirki fékk í skiptunum yfirveð-
settarogþrotabúinueinskis virði. i
... og þáverandi fjármálastjóri
Hagvirkis svaraði f Morgunblað-
inu og sagði það fjarstæðu að
„tengja endurskipulagninguna
undanskoti eigna".
Zrriíi
------“