Pressan - 18.02.1993, Síða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993
11
Ofbeldi
Allnokkur tilfelli hafa verið
skráð á sjúkrastofhunura sem
leiða til gruns um að líkamlegt
ofbeldi hafi verið viðhaft gagn-
vart börnum. Sýnilegir áverkar
hafa verið allt frá marblettum og
minniháttar skrámum til mjög
ljótra beinbrota og brunasára.
Alvarlegustu tilfeUi sem PRESS-
AN hefur heimildir fyrir, og
grunur leikur á að um ofbeldi
hafi verið að ræða, leiddu til
dauða barna. Þrátt fyrir athugun
á öðru málinu og alvarleika þess
var aldrei lögð fram kæra.
Grunsemdir vöknuðu meðal
lækna- og hjúkrunarliðs um of-
beldisverknað fyrir nokkrum ár-
um er lítið barn lést eftir innvort-
is blæðingu. Ósæð, sem liggur
upp frá hjarta, hafði rifnað sem
vart getur átt sér stað nema við
mikil átök. Óljós saga foreldr-
anna leiddi til athugunar á mál-
inu af hálfu læknaliðs og kom í
Ijós að tvisvar áður hafði faðir
barnsins komið með það stór-
slasað á sjúkrastofnun.
Höfuðkúpubrot hafði verið
ástæða þess í fyrra skiptið að
barninu var komið undir læknis-
hendur, þá kornungt. Saga for-
eldranna um að barnið hefði
dottið niður af borði var tekin
trúarieg, enda engin ástæða til að
efast um réttmæti hennar þá, því
ekki er óalgengt að börn slasist á
þennan máta. f síðara skiptið
reyndist barnið vera illa brunnið
eftir að heitt vatn hafði hellst yfir
það. Var það þá meðhöndlað á
Marblettir, beinbrot og innvortis meiðsl eru meðal alvarlegustu áverka sem
börn hljóta af barsmíðum foreldra sinna. Sjaldan er hægt að sanna sekt
gerandans því börnin eru þögul sem gröfin og trygg foreldrum sínum. Þess
eru dæmi að börn hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi árum saman.
annarri sjúkrastofnun og þótti
ekkert athugavert skýringu for-
eldranna. Þegar komið var með
barnið í þriðja sinni nokkrum
mánuðum síðar, í því ástandi
sem áður er um getið og leiddi
það til dauða, þótti ástæða til að-
gerða þar sem sterkur grunur lék
á að um verulega vanrækslu og
ofbeldi af hálfu foreldra hefði
verið að ræða. Aldrei var lögð
fram kæra í málinu en Félags-
málastofnun var falið að kanna
aðstæður á heimili barnsins.
Ekki ósvipað ofbeldismál kom
upp á landsbyggðinni fyrir
nokkru en í því tilfeUi hlaut barn
höfuðkúpubrot og lést skömmu
síðar. Um ungabarn var að ra^ða,
ekki enn farið að ganga, en skýr-
ingar foreldra á atburðinum
þóttu afar óljósar.
Að síðustu má geta þess þegar
greint var frá fortíð sakamanns í
tímaritinu Maimlífi, en þar kom
frani að hann hafði verið beittur
mjög alvarlegu ofbeldi í æsku.
Segir að maðurinn hafi fundist,
drengur að aldri, ráfandi aUsnak-
inn á götu úti og brotinn á báð-
um handleggjum. Áverkar á úln-
liðum bentu einnig til þess að
hann hefði verið hengdur upp í
leðurólum með hendur spenntar
fyrir aftan bak. Þá hafði hann
einnig verið illa barinn, brennd-
ur með sígarettum og skorinn
með glerbrotum. Talið var að
fósturfaðir barnsins hefði borið
ábyrgð á ofbeldinu og það hefði
staðið yfir árum saman.
Á ári hverju eru mörg börn
beitt líkamlegu ofbeldi hérlendis
og standa varnarlaus gagnvart sér
eldri og sterkari aðilum, foreldr-
um eða öðrum aðstandendum.
Haldbærar upplýsingar virðast í
fýrstu ekki benda til tilvistar
vandamálsins, en þau tilfelli sem
komið hafa til meðferðar starfs-
fólks sjúkrastofnana gefa aðra
mynd. Skráðir áverkar á börnum,
sem grunur leikur á að séu til
komnir af manna völdum, geta
verið marblettir og smáskrámur
en einnig beinbrot, bruni og önn-
ur alvarleg meiðsl, svo gróf að þau
hafi leitt til dauða barns. Mál af
þessu tagi er afar erfitt að nálgast,
hvað þá að rannsaka, og sönnun-
arbyrði í þeim er þung. Auðvelt
reynist að spinna upp sögur, dylja
ofbeldið og láta sem slysfarir
hendi bamið ítrekað. Barnavernd-
aryfirvöld, læknar, hjúkrunarfólk,
sálfræðingar og aðrir sem hafa
með mál þessi að gera eru sam-
mála um að mikið fari framhjá
þeim og vandamálið sé stærra en
opinberar tölur gefa til kynna.
DÆMIUMAÐ BÖRN
HAFIVERIÐ BARIN
ÁRUMSAMAN
„Við höfum engar haldbærar
tölur um tíðni líkamlegs ofbeldis
hérlendis en ætla má að hún sé
svipuð og á hinum Norðurlönd-
unum,“ segir Jón R. Kristinsson,
barnalæknir á Landsspítalanum.
„Þetta er hlutur sem við sjáum í
starfi okkar, en beint líkamlegt of-
beldi er ef til vill ekki jafnalgengt
og kynferðisleg misbeiting, þótt
þetta tvennt vilji fara saman.
Helsta form á misþyrmingum er
blanda af líkamlegu og andlegu
ofbeldi, Grunsemdir sem vakna
reynist erfitt að sanna eða afs-
anna, jafnvel þótt einhvers konar
athugun eigi sér stað.“
Ofbeldistilfelli eru skráð á
slysadeild Borgarspítalans en
skráningarkerfi deildarinnar er
ónákvæmt. Tölur yfir ofbeldistil-
felli eru almennar og lítt skil-
greindar auk þess sem sjaldan er
staðfest að um ofbeldi á barni hafi
verið að ræða. Rannsóknir sem
byggja á þessum tölum sýna því
lága tíðni ofbeldis gegn börnum,
en ljóst er að skráð tilfelli eru að-
eins toppurinn á ísjakanum.
Yfirlæknir slysadeildar, Brynj-
ólfur Mogensen, segir starfsfólk
meðvitað um tilvist vandamálsins
og árvekni þurfi til að komast til
botns í þeim. Hann segir þau
verða vör við fáein tilfelli árlega en
börn leyni svo vel misbeitingu að
þrátt fýrir ýmsar grunsemdir
reynist erfitt að færa sönnur á
augljósa mishöndlun. „Þetta er
ekkert sem æpir á mann,“ segir
hann. Böm eru afar trygg foreldr-
um sínum og þarf ekki einu sinni
ógnanir til að þagga niður í þeim.
Gerandinn er yfirleitt sá sem kem-
ur með barnið til meðferðar sem
veldur því enn síður að barnið
segi frá.
Félagsmálastofnun tekur öll
þau mál til meðferðar þar sem
gmnur um líkamlegt ofbeldi reyn-
ist á rökum reistur.
„Ofbeldismál af þessu tagi
koma upp öðru hvoru þótt ekki
séu þau algeng,“ segir Annie
Haugen, yfirmaður fjölskyldu-
deildar Félagsmálastofnunar.
„Talsvert meira er um andlega
kúgun, að böm búi við óöryggi og
þeim sé sýnd lítilsvirðing, en ugg-
laust hafa einhverjir þessara ein-
staklinga búið við ofbeldi. Hér er
sem betur fer lítil hefð fyrir líkam-
legu ofbeldi sem uppeldisaðferð,
þótt vissuiega sé við það notast, en
erfitt er að draga mörkin hvar
sleppir aga og hvar ofbeldið tekur
við.“ Á barna- og unglingageð-
deild koma inn gróf ofbeldistilfelli
að meðaltali annað hvert ár og eru
dæmi þess að böm hafi verið bar-
in ámm saman með reglubundn-
um hætti.
EÐLIOFBELDISINS
Þegar upp kemst um meint of-
beldi er oftast nær um einhverja
lemstrun að ræða og börnin
standa með öllu varnarlaus
frammi fýrir fullorðinni mann-
eskju. Ofbeldinu fylgir kúgun,
hræðsla og bæling. Vanlíðan má
merkja hjá börnum án þess að
fundnar séu fyrir henni raunveru-
legar orsakir, en það getur verið
ein vísbending þess að bamið býr
við ófullnægjandi heimilisaðstæð-
ur. Endurteknar komur á sjúkra-
stofnanir er yfirleitt fyrsta vís-
bending um að ofbeldi sé beitt, en
einnig má merkja það af mari,
áverkum, beinbrotum og öðrum
meiðslum á óeðlilegum stöðum
eða líkamshlutum. Oftar en einu
sinni hefur röntgenmyndataka
leitt í ljós að barn hafi beinbrotnað
áður á svipuðum stað án þess að
leitað hafi verið lækninga.
í alvarlegum tilfellum er oftast
nær um einhvers konar beinbrot
að ræða. Oft er því borið við að
bam hafi dottið niður stiga, rekist
á vegg, foreldrar hafi misst það
„óvart“ úr höndunum eða aðrar
sögur upplognar. Ef meint ofbeldi
reynist vera til staðar er algengast
að gengið hafi verið í skrokk á
barninu, það lokað inni í skáp eða
annarri hirslu, brennt með sígar-
ettustubbum, klipið eða barið
þannig að á því sjást ör og mar-
blettir eftir ólar eða bönd.
Andlegt álag sem fylgir ofbeld-
inu veldur þó off meiri vanlíðan
en sársaukinn sjálfur. Börnin sitja
skjálfandi úti í horni þegar von er
á foreldrinu en þau eru fljót að
átta sig á aðstæðum. Barnið veit
að misþyrmingar fylgja hugar-
ástandi foreldris og les hverju það
getur átt von á úr svipbrigðum
þess.
Annað form ofbeldis er það
sem kallað er óvirkt ofbeldi. Það
felst í almennu sinnuleysi og van-
rækslu og barnið fær ekki þá að-
stoð og umönnun sem það þarf.
Einnig að börn séu látin horfa upp
á hluti sem ekki eru börnum bjóð-
andi: hjónabandserjur foreldra,
kynlífsathafnir, vímuefnanotkun
og aðra mannlega niðurlægingu.
Andlegt ofbeldi getur líka falist í
drottnunareðli einhvers innan
veggja heimilisins. f flestum tilfell-
um er að ræða föður sem „stjórn-
ar eins og hershöfðingi“, nýtur
þess að finna vanmáttarkennd
heimilisfólks og fær útrás með því
að lítillækka aðra með undirgefni
og hlýðni, því enn eimir eftir af
þeirri hugmynd að karlmaðurinn
sé einhvers konar höfúð fjölskyld-
unnar sem deilir út hrósi og refs-
ingum. Sá sem fær ekki útrás ann-
ars staðar beitir ofbeldinu á sér
minni máttar.
Erlendar rannsóknir sýna að
það eru oftar feður en mæður sem
valda áverkum, þótt ekki sé það
einhlítt. Mæður virðast oftar nota
ofbeldi sem örþrifaráð til að þagga
niður í börnunum og þegar þær
brestur þolinmæði til að beita
öðrum uppeldisaðferðum.
LAGABÓKSTAFURINN
ÓFULLKOMINN
Andlegt ástand foreldra sem
beita ofbeldi er yfirleitt dapurt og
þol gagnvart bami og hegðun þess
í lágmarki. Ef einhver gmnur leik-
ur á að bami sé misþyrmt ber öll-
um þegnum landsins skylda til
þess samkvæmt lögum að til-
kynna meintan ofbeldisverknað.
Algengustu tilkynningar sem
berast félagsmálastofnun eru til-
felli um vanrækslu af einhverju
tagi, en hún kynnir sér þau mál og
fylgist í framhaldi af því með fjöl-
skyldunni. Tekið er upp eftirlit og
dagheimili eða skólayfirvöld eru
fengin til samvinnu. Um er að
ræða börn sem skilin hafa verið
éftir alein heima á kvöldin og
verður grátur þeirra til þess að
koma árvöknum nágrönnum á
sporið. Bandarísku foreldrarnir
sem komust í heimsfféttimar fyrir
grófa vanrækslu á börnum sínum
með því að skilja þau eftir í reiði-
leysi þegar þau fóru sjálf í ferðalag
er ekkert einsdæmi. Svipað atvik
átti sér stað hérlendis fyrir nokkr-
um árum þegar ungt barn var
skilið eftir eitt heima heila helgi
með nokkrá mjólkurskammta á
meðan foreldrirnir brugðu sér í
verslunarferð til útlanda.
Ótal dæmi eru um börn sem
dúsa mega í reiðileysi utan dyra
tímunum saman, oft illa klædd og
vannærð. Nágrannar láta einnig
vita ef þeir verða varir við háreisti,
öskur og torkennileg hljóð sem
benda til ofbeldis. Yfirvöld geta þó
lítið aðhafst ef íbúar neita því að
meint ofbeldi hafi átt sér stað inni
á heimilinu, og þegar lögregla er
horfin á braut getur hamagangur-
inn hafist á ný í skjóli friðhelgi
einkalífsins. „Það er margt illt sem
felst í fjölskyldulífinu í nafni þess
að það sé friðaður staður og sælu-
reitur,“ segir Þorgeir Magnússon,
sálfræðingur hjá Félagsmálastofri-
un.
Þegar grunsemdir vakna og
skýringar foreldra á áverkum
bamsins em ótrúverðugar er mál-
inu vísað áfram til barnaverndar-
yfirvalda. Þar tekur við athugun á
heimilisaðstæðum barnsins.
Sönnunarbyrði er afar erfið og lítt
má hafast að, jafnvel þótt grun-
semdir reynist réttar. „Það er eins
og löggjafinn geri ekki ráð fýrir að
ofbeldi gegn bömum sé til,“ segir
Sólveig Ásgrímsdóttir, barnasál-
fræðingur á barna-og unglinga-
geðdeild Landsspítalans. „Að vísu
er fjallað um að það varði lög að
beita börn ofbeldi í einhverri laga-
grein. Þó er óneitanlega meira
rými eytt í lagabókstaf um að for-
eldrar vandi orðbragð sitt og
ákvæði um kynferðisafbrotamál.
Það er eins og löggjafinn hafi ekki
gert ráð fýrir tilvist líkamlegs of-
beldis en það hefur sömuleiðis h't-
ið verið rannsakað.“
Uppi em raddir sem lýsa mikl-
um áhyggjum af vaxandi ofbeldi.
Talið er að 10 til 15 prósent bama
búi við einvers konar ofbeldi, and-
legt eða líkamlegt. Foreldrar þess-
ara barna reynast sjálf oftar en
ekki börn alkóhólista, hafa verið
misnotuð kynferðislega í æsku
eða þeim verið misþyrmt á annan
máta. Gunnar Viborg, skólasál-
fræðingur Breiðholtsumdæmis,
segir slíka einstaklinga hreinlega
vanhæfa til að sinna foreldrahlut-
verki sínu, enda hafi þeir ekki
fengið hjálp þegar þeir sjálfir
þurftu á að halda.
Skráð ofbeldi er mest að finna
hjá aldurshópnum 15-30 ára og
algengst í kringum tvítugt. Offast
er áfengi haft um hönd og karl-
menn verða fýrir mestu áreiti við
skemmtistaði, en konur inni á
heimilum. Helmingur ofbeldis fer
ffam um helgar.
Telma L Tómasson og
Guörún Krisrjdnsdóttir
í skjoli fri
einkalífsi
BARN LET LIFID
EFTIRINNVORTIS
BLÆDINGAR