Pressan - 18.02.1993, Side 12

Pressan - 18.02.1993, Side 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri GunnarSmári Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Mikson-málið eins árs I dag er liðið ár frá því Davíð Oddssyni forsætisráðherra var afhent beiðni um rannsókn á meintum stríðsglæpum Evalds Miksons. Frá því fréttir af ásökunum Wiesenthal-stofnunarinnar bárust hingað hefur málið verið að gerjast meðal þjóðarinnar. f fyrstu einkenndust viðbrögðin af heiftarlegri reiði í garð ísraelsmanna. Almenningur lét í ljós hneykslan sína í þjóðarsálum útvarps- stöðvanna og lesendadálkum dagblaðanna. Nokkrir stjómmála- menn létu hafa eftir sér svipuð ummæli. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra sýndi af sér svipað dómgreindarleysi í þessu máli og flestum öðrum málum utan hins evrópska efha- hagssvæðis og lét hafa eftir sér að ef honum hefðu verið afhentar slíkar ásakanir á hendur íslenskum ríkisborgara hefði hann tekið leigubíl út á flugvöll og síðan fyrstu flugvél heim. PRESSAN hefur ffá upphafi lagt áherslu á að þessar ásakanir verði rannsakaðar. Það er einfaldlega skylda íslensku þjóðarinnar á sama hátt og það er skylda allra annarra þjóða. Málið snýst ein- faldlega ekki um hvort okkur geðjast að slíkri rannsókn. Annað sem PRESSAN hefur lagt áherslu á er að vitneskja íslenskra stjórnvalda um meinta stríðsglæpi Miksons verði rannsökuð. Það er nauðsynlegt fslendingum að fá upp á yfirborðið hvað stjómvöld vissu um þessar ásakanir þegar Mikson fékk landvist- arleyfi og síðar ríkisborgararétt og hvort þeim hafi verið kunnugt um að honum hafði verið meinað um hvort tveggja í öðrum vest- rænum ríkjum. Slík rannsókn er óviðkomandi því hvort og hvar stríðsglæparéttarhöld fara ffam vegna meintra glæpa Miksons. Hún er hins vegar nauðsynleg til að fslendingar fái að vita hvort afskipti íslenskra stjórnvalda af Mikson-málinu segja sömu sorg- arsöguna og önnur afskipti íslenskra stjórnvalda af stríðsglæpum nasista og ofsóttum gyðingum. Eftir að fýrstu reiðiöldurnar í kjölfar þess að ásakanir Wiesent- hal-stofrtunarinnar urðu opinberar tók að lægja hafa komið fram eðlilegri viðbrögð. Seint í haust skrifaði Júríj Reshetov, sendi- herra Rússa á íslandi, grein í Morgunblaðið og minnti íslendinga á að þeir væru aðilar að alþjóðlegum samningi um meðferð stríðsglæpa. Reshetov skrifaði greinina sem lögffæðingur og full- trúi í nefhd á vegum Sameinuðu þjóðanna um stríðsglæpi en ekki sem sendiherra Rússa. Þrátt fyrir það sá Jón Baldvin Hannibals- son ástæðu til að láta siðameistara utanríkisráðuneytisins kalla Reshetov á teppið og skamma hann fyrir afskipti af íslenskum innanríkismálum. Jón hefur því alla tíð verið gagnheill í dóm- greindarleysi sínu í þessu máli, alveg eins og í Banda-málinu, sem PRESSAN greindi ítarlega ffá í síðustu viku. Nú allra síðustu daga hafa nokkrir íslendingar síðan komið fram og viðrað svipuð viðhorf og Reshetov. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona varð fyrst íslenskra stjórnmálamanna til að taka undir þau í blaðagrein fýrir skömmu. Á málþingi Orators, félags laganema, á þriðjudaginn benti dr. Gunnar G. Schram lagaprófessor á að íslendingum bæri að virða alþjóðaskuldbind- ingar sínar og hefja rannsókn ef ffam kæmi rökstuddur grunur um stríðsglæpi íslensks ríkisborgara. Eiríkur Tómasson, hæsta- réttarlögmaður og annar höfundur slcýrslu til ríkisstjórnarinnar þar sem meginniðurstaðan var sú að eklti væri ástæða til rann- sólcnar, sagði á sama málþingi að tímabært væri að talca upp í ís- lensk lög ákvæði um stríðsglæpi. Frá því PRESSAN hóf að fjalla um þetta mál fýrir einu ári hef- ur blaðið rætt við fjölda fólks og dregið ffam fjölmörg gögn sem mörg hver renna stoðum undir ásakanir Wiesenthal-stofhunar- innar. Grundvöllur þess að rannsókn á meintum stríðsglæpum Miksons fari fram er að rölcstuddur grunur sé fýrir þeim. í ljósi upplýsinganna sem birst hafa í PRESSUNNI er erfitt að hafna því að þessi grunur sé rökstuddur. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar. Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson. PENNAR: Stjómmál og viðskipti; Árni Páll Ámason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar; Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun:ODDI HVERS VEGNA Er svona erfittfyrir fórnarlömb lœknamistaka að náfram rétti sínum? DAVlÐ ÞÓR BJÖRGViNSSON DÓSENT SVARAR f spurningunni felst að spyrj- andi gefur sér að það sé erfitt fýrir fórnarlömb læknamistaka að ná fram rétti sínum. Mér er ekki ljóst við hvað spyrjandi miðar í því efhi. Er t.d. erfiðara fýrir fórnar- lömb læknamistaka að ná rétti sínum en t.d. þá sem verða fýrir tjóni vegna mistaka lögmanna, verkfiræðinga, endurskoðenda eða annarra sérffæðinga. Á þessu hef- ur ekki verð gerð sérstök úttekt mér vitanlega. Þá felst í þessu að spyrjandi hafi vitneskju um að í mörgum tilfellum hafi menn beð- ið tjón vegna læknisaðgerða þar sem tjónið sé raunverulega að rekja til mistaka læknis og sjúk- lingur eigi rétt til bóta en eklci náð ffam þeim rétti sínum af einhverj- um ástæðum. Þetta síðastnefnda er einmitt kjarni málsins. Það sem er erfitt er að sanna að um mistök læknis hafi verið að ræða, sem reikna verði honum til sakar, og þar með að fá viðurkennt að rétt- ur til bóta úr hans hendi, eða vinnuveitanda hans, hafi stofnast. Skal þetta nú skýrt nánar. I íslenskum rétti er ekki að finna sérstök ákvæði sem lúta að bótaskyldu vegna mistaka lækna. Þegar tekin er afstaða til þess hvort slík bótaskylda hefur stofn- ast verður því að byggja á almenn- um óskráðum reglum skaðabóta- réttar. Meginregla í því sambandi er svokölluð sakarregla eða al- menna skaðabótareglan sem stundum er kölluð svo. Sam- kvæmt henni er það meginregla hér á landi að maður ber ekki skaðsbótaábyrgð á tjóni nema það verði rekið til sakar hans. Nánar er inntak reglunnar það, að maður ber skaðabótaábyrgð á tjóni sem hann veldur með sak- næmum (þ.e. af ásetningi eða gá- leysi) eða ólögmætum hætti. Kjami sakarreglunnar er sök. Að- alvandinn í öllum málum þar sem bætur em sóttar á grundvelli sak- arreglunnar er að sýna ffarn á að tjónið verði rakið til sakar við- komandi. Þegar tjón verður vegna aðgerða læknis kemur til greina að sækja bætur á hendur honum sjálfum eða vinnuveitanda hans. I báðum tilfellum verður að sanna sök læknisins. f einstaka tilfellum kemur til greina að reisa bóta- ábyrgð á hendur lækni á öðrum réttarreglum, t.d. hlutlægum bótareglum, en of langt mál er að rekja það hér. Álmennir dómendur hafa venjulega ekki nægilega þekkingu í læknisfræði til að meta hvort læknir hafi staðið að verki í sam- ræmi við viðurkenndar aðferðir læknisfræðinnar. Þeir eru því af skiljanlegum ástæðum mjög háðir mati annarra lækna á framferði þess læknis sem veldur tjóni með störfúm sínum. Álit læknaráðs ræður því oft úrslitum í málum af þessu tagi. Það þarf ekki mikinn speking til að sjá að margvísleg vandkvæði eru á því að sanna sök læknis, jafnvel þótt aðrir læknar séu kall- aðir til. Vandkvæði þessi stafa af ýmsum orsökum og nrá þar m.a. nefna eftirfarandi: Fyrst má nefna að ákvörðun um læknisaðgerð og ffamkvæmd hennar er oftar en ekki í höndum þess læknis sem stundað hefur viðkomandi sjúkling lengi og þekkir ástand hans betur en nokkur annar. Það getur því verið afar erfitt fýrir aðra lækna að full- yrða að um hrein mistök læknis hafi verið að ræða við ákvörðun eða framkvæmd aðgerðar, þótt síðar fari illa. í öðru lagi er ljóst að læknavís- indin eru ekki fullkomin vísindi í þeim skilningi að þar verði fúndin skýr svör við öllum spurningum. Við þetta bætast svo mismunandi skoðanir lækna, sem þó allir byggja viðhorf sín á viðurkennd- um aðferðum læknisfræðinnar. Þetta tekur bæði til sjúkdóms- greiningar, vals á lækningaaðferð- um og framkvæmdar aðgerða. Erfitt getur verið að meta hvort tjón sé að rekja til hreinna mistaka læknis eða hvort það er einfald- „Þaðþarfekki mik- inn speking til að sjá að margvísleg vand- kvæði eru á því að sanna sök lœknis, jafnvel þótt aðrir lœknar séu kallaðir til“ lega að rekja til þessa ófullkom- leika sjálfra læknavísindanna. Hafi ákvörðun verið tekin eða að- gerð ffamkvæmd eftir bestu þekk- ingu á hverjum tíma og á grund- velli rannsókna sem eðlilegt er og tíðkanlegt að gera við sambærileg- ar aðstæður verður erfitt að sækja bætur á hendur lækni eða vinnu- veitanda hans, enda þótt síðar komi í ljós að ákvörðun læknis var röng. Margir hafa haldið því ffam að læknar hafi tilhneigingu til að breiða yfir mistök stéttarbræðra sinna og að um sé að ræða sam- eiginlega hagsmunagæslu þeirra. Einhver kallaði þetta „læknamafi'- una“. Af þessari ástæðu sé álit annarra lækna ekki alltaf sett ffam af fullkomnum heilindum og óvarlegt sé að láta úrslit mála velta á þeim. Ég vil ekki gera þessi sjón- armið að mínum og tel að þau at- riði sem ég nefndi héf að ofan vegi þyngstíþessuefúi. FJÖLMIÐLAR Blaðamenn, fréttamenn og mennirnir íþeim Ofurtrú á einhvers konar lógík (oft aulalógík) hefurgert blaðamenn hrœdda við að glíma við tilfinn- ingalegt inntakfrétta. Ef til vill er að einnig vegna þess að vítin eru til að varastþau. Ogþar er Hallur Hallsson á Stöð2 gott dœmi.“ Mér hefúr alltaf leiðst sú hug- mynd að blaðamaður (eða ffétta- maður) geti falið sig í fréttinni. Að hans verk sé einungis að stilla saman staðreyndum af nánast vélrænu hlutleysi. Og þar sem skoðun blaðamannsins, afstöðu hans, sjónarhomi og skilningi er haldið utan við fréttina skiptir í raun engu hver skrifar hana. Blaðamaðurinn er ekki til sem persóna. Þetta er að sjálfsögðu ófram- kvæmanlegt. Ef blaðamaður heldur að það sé einhver annar en hann sjálfur sem kýs að leggja meiri áherslu á eitt atriði fféttar- innar ffemur en hitt, þá er hann að blekkja sjálfan sig og lesendur. Ef hann heldur að hann geti búið sér til einhverja mælistiku yfir hvað sé ffétt og hvað ekki í stað þess að treysta á tilfinningu sína, þá verður hann óþolandi leiðin- legur. Og jafnvel þó að blaðamannin- um tækist að koma sér upp yfir- náttúrulegu hlutleysi, þannig að hann kæmi helkaldur að hveiju verkefni, þá er spurning hvort það sé eftirsóknarvert. Allar ffétt- ir eru urn fólk og þær eru sagðar fólki. Því er affarasælast að þær séu skrifaðar af fólki. Ef blaðamaðurinn gerir sér grein fýrir að hann velur og hafn- ar þúsund sinnum þegar hann skrifar hverja ffétt er heiðarlegra af honum að minna lesandann annað slagið á að hann er að lesa frétt sem einstaklingur setur saman. Þess vegna er það ffekar sætt af Agnesi Bragadóttur að staglast á því að hitt eða þetta sé haft effir hennar eigin heimildum í stað þess að skýla sér á bak við Morgunblaðið eins og fréttin væri skrifuð af einhverri karakt- erlausri stofnun. Blaðamaðurinn á að vera með- vitaður um að hann kjósi sjálfúr að leggja áherslu á eitt atriði um- ffam annað, að hann eigi að leita eftir áliti þeirra sem hann telur að geti skýrt kjarna málsins í stað þess að fara í röðina og éta upp komment frá hagsmunaaðilum, að hann geti sjálfur fundið dæmi til að styrkja fréttina eða varpa ljósi á einstök atriði hennar og að með ffamsetningu sinni sé hann í raun að draga athygli lesenda frá öðrum atriðum málsins. Þetta á hann að vita. Það er ekki þar með sagt að blaðamaðurinn (eða fréttamað- urinn) eigi að fara á einkaflug og messa yfir lesendum sínum í stað þess að segja þeim fréttir. Þess vegna er erfitt að hlýða á fréttir Ólafs Jóhannessonar á Stöð 2, sérstaklega þær sem snerta beint hagsmuni Stöðvarínnar. Skemmst er að minnast yfir- heyrslu hans yfir grey mennta- málaráðherra um meinta lækkun á auglýsingataxta Ríkissjónvarps- ins. Ef þetta innskot í fféttatím- ann hafði eitthvert fféttagildi þá kafnaði það í áróðrinum. Og þótt blaðamannmum (eða fréttamanninum) eigi að vera ljóst að tilfinningar hans hafa áhrif á hvernig hann nálgast við- fangsefnið á hann ekki að láta þær gusast framan í lesandann. Ofurtrú á einhvers konar lógík (oft aulalógík) hefur gert blaða- menn hrædda við að glíma við tilfinningalegt inntak ffétta. Ef til vill er það einnig vegna þess að vítin eru til að varast þau. Og þar er Hallur Hallsson á Stöð 2 gott dæmi. Þau eru orðin mýmörg dæmin þar sem hann hefur ger- samlega kaffært fféttir í einhverri tilfinningavellu. Stundum er þetta svo yfirgengilegt að maður efast um að hjartað í honum slái - því það er eins með tilfinning- arnar og húmorinn; þeir sem hampa þeim með mestum bægslagangi hafa oftast lítið af þeim sjálfir. Ég tók hér tvö dæmi af ffétta- mönnum á Stöð 2 og það er eng- in tilviljun. Fréttastofa hennar er á einhverri hraðleið í átt til meiri umbúnaðar en rýrara innihalds. Flestallir fféttamenn í innlendum fféttum virðast ala með sér þann draum að verða Ómarar Ragn- arssynir þegar þeir eru orðnir stórir. Ég held að þeim væri holl- ara að leita sér að öðrum fyrir- myndum. Og þeir þurfa eklci að leita langt, því fféttamenn Stöðv- ar 2 sem sjá um erlendar fréttir eru til fýrirmyndar. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.