Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993
23
AÐGERÐIR
GEGN MlKSON
ERLENDIS
1946
Svíþjóð
Yfirheyrslur. Mikson rekinn úr
landi.
1946
Bandaríkin
Neitað um vegabréfsáritun vegna
stríosglæpa.
1961
Eistland
Málið rannsakað, en setttil hliðar.
1992
Bandaríkin
Mikson settur á lista yfir striðs-
glæpamenn og bannað að koma
til landsins.
Bretland
Stríðsglæpanefnd þingsins tekur
málið upp. (biðstöðu þar til Mik-
son reynir að koma til landsins.
Eistland
Forsætisráðherrann fyrirskipar
rannsókn.
nöfn þeirra.
Mikson er líka gefið að sök að
hafa starfað á vegum Gestapó í út-
rýmingarbúðunum í Tartú-borg
sjálfri. Um þær ásakanir er miklu
minna vitað, en allnokkur vitni
segja að Mikson hafi handtekið
fólk og að minnsta kosti sent það
til aftöku í Tartú, ef ekki drepið
það sjálfur. í frásögnum er vísað
til skýrslu starfsmanns búðanna,
Leo Tamm, til ofangreinds Viks
þar sem hann lýsir „aðstoðinni"
sem Mikson veitti. Einnig er skýrt
frá vitnisburði í réttarhöldunum
þar sem sagt er frá þátttöku Mik-
sons í fjöldamorðum við skrið-
drekaskurð fyrir utan borgina.
Biaðið hefur ekki séð þessi gögn
og ekki er ijóst hverra vitnisburð-
urþettaer.
Sjálfur skrifaði Mikson skýrslur
til yfirmanna sinna og má álykta
af þeim að hann hafi borið ábyrgð
á dauða fjölda óbreyttra borgara,
þótt þær lýsingar séu almennar.
ÍBATTARÍINU
Þjóðverjar náðu til höfúðborg-
arinnar Tallinn, nyrst í landinu, í
ágústlok 1941. Fyrsta september
var Mikson skipaður aðstoðarlög-
reglustjóri í stjórnmálalögregl-
unni. Því starfi gegndi hann þar til
25. nóvember, þegar Þjóðverjar
vörpuðu honum í fangelsi.
I Tallinn var nýjum stjómvöld-
um sérstaklega umhugað að ná til
gyðinga sem þar bjuggu og varð
þeim vel ágengt í því. Um störf
Miksons þessa mánuði liggur fyrir
bæði vitnisburður og töluvert af
samtímagögnum. Vitnisburður-
inn er einkum frá yfirheyrslum í
Svíþjóð árið 1946, en gögnin eru
frá Eistlandi, Finnlandi og Sví-
þjóð.
Fyrir liggur að Mikson undirrit-
aði fjölda handtökuskipana á
hendur gyðingum, svo sem hinni
fjórtán ára Ruth Rubirt, Salomon
Katz, Michail Gelb og dóttur hans
Inna, Rachel og Simon Rubin-
stein, Jenni Katsev og Minna
Pessin. Alit þetta fólk var tekið af
lífi ásamt öðrum gyðingum. I ffá-
sögnum er vísað í skýrslur lög-
reglumannsins Herbert Kitiila og
P. Reinsaar læknis sem sögðu að
Rubinstein-hjónin væru veik-
burða sakir sjúkleika og aldurs og
gætu ekki einu sinni skrifað nöfn-
in sín. Fyrirskipun Miksons var að
þau skyldu samt handtekin og
flutt í fangelsið. PRESSUNNI er
ekki kunnugt um hvort þessi skjöl
hafa fundist nú.
Mikson er gefið að sök að hafa
nauðgað og myrt Ruth Rubin.
Fyrir þessu liggur ekki skjalfestur
vitnisburður, nema hvað Mikson
er sagður hafa stært sig af því við
samstarfsmenn sína að stúikan
Evald Mikson á nuddstofu
sinni árið 1990.
hefði ekki farið í annan heim
óspjölluð. Vitnisburður Oswalds
Ungermann, sem var handtekinn
um leið og Ruth, frá rannsókninni
1961, bendir þvert á móti til þess
að Ruth og móðir hennar hafi ver-
ið sendar í einangrunarbúðir í
Harku og ekki verið teknar af lífi
fýrr en nokkru síðar og ber Un-
germann Mikson sjálfan fyrir
þeim upplýsingum. Dóttir Unger-
manns, Elga, var handtekin á
sama tíma og býr enn f Tallinn.
Hún hefur ekki viljað ræða mál
Miksons við fjölmiðla.
Um örlög Alexanders Rubins,
föður Ruth, liggur fýrir vitnis-
burður Eik Varep, bflstjóra Mik-
sons í lögreglunni, frá Svíþjóð
1946, sem segist hafa orðið vitni
að yfirheyrslum og barsmíðum
Miksons á Rubin. Vitnisburður
hans, Ungermanns og annarra
bendir eindregið til að Mikson
hafi viljað koma höndum yfir
verðmæti í fórum Rubin-fjöl-
skyldunnar, sem átti skartgripa-
verslanir í Eistlandi.
Allir ofangreindir gyðingar eru
á lista stjómmálalögreglunnar yfir
gyðinga sem teknir voru af lífi, en
ekki kemur ffarn hver drap fólkið.
Þennan „dauðalista" sendi undir-
maður Miksons, Martin Jensen,
til eistneska manntalsins. Þegar
PRESSAN náði tali af Jensen í vor
sagði hann þá Mikson ekki hafa
tekið þátt í neinum gyðingaof-
sóknum. Nýleg rannsókn kanad-
ískra stjórnvalda gengur þvert
gegn þessari fullyrðingu og hafa
mtóal annars fúndist aftökuskip-
anir sem Jensen undirritaði.
Vitnisburðir liggja fyrir um
hrottalegar handtökur Miksons í
Tallinn, stundum með hvítan
borða Omakaitse á handleggnum.
Bókhaldarinn Karl Eduard
Lindma skýrði frá einni slíkri í
Svíþjóð, svo og stuttri vist sinni í
Battaríinu. Þar komu fangar blóð-
ugir frá yfirheyrslum Miksons, að
sögn Lindma, sem sjálfúr þakkaði
almættinu að Mikson hefði ekki
yfirheyrt hann.
Að minnsta kosti tveir fyrrver-
andi og núlifandi fangar muna eft-
ir Mikson úr Battaríinu. Anu
Uusman segist hafa heyrt Mikson
stæra sig af því við Omakaitse-fé-
laga sína að vera búinn að drepa
fjörutíu manns. Erika Schein lýsti
því í samtali við Þór Jónsson, fyrr-
um fféttamann Stöðvar 2, hvernig
Mikson hefði aðstoðað Þjóðverja
við útrýmingu gyðinga.
En nákvæmustu lýsingar á
störfum Miksons í Tallinn er að
finna í skýrslu finnska lögreglu-
mannsins Olavi Viherluoto, sem
PRESSAN birti í fyrra. Viherluoto
dvaldi hjá eistneskum starfs-
bræðrum sínum 1.-12. október
1941 og skilaði yfirboðara sínum í
Helsinki skýrslu um ferðina. Vi-
herluoto hitti Mikson nokkrum
sinnum og hefur effir honum
óhugnanlegar lýsingar á „áhrifa-
ríkum“ pyntingum og morðum á
gyðingum, meðal annars fjölda-
morðum á áttatíu gyðingum sem
skotnir voru á skurðarbarmi fyrir
utan borgina á meðan á dvöl Vi-
herluotos stóð.
Daginn sem Viherluoto fór frá
Tallinn, 12. október, sendi Martin
Sandberger, yfirmaður Sonder-
kommando Ia, yfirboðurum sín-
um skýrslu um að „sjálfsvarnar-
sveitir“ Eistlendinga væru að taka
gyðinga Tallinn-borgar af lífi og
væru þegar búnir að drepa 440.
FANGIÞJÓÐVERJA
f tengslum við störf Miksons í
Tallinn var iðulega nefnt að hann
hirti verðmæti af handteknu fólki,
en þau áttu með réttu að renna til
ríkisins. Þessa skýringu gefa gyð-
ingar á því að Þjóðverjar fangels-
uðu Mikson 25. nóvember 1941
og renna eistnesk skjöl stoðum
undir fúllyrðingar um þjófnað. Af
þeim má þó ráða aðra ástæðu fyr-
ir fangelsun Mikson: hann og
samstarfsmaður hans, Harry
Mannil, handtóku og tóku um-
svifalaust af lífi mann að nafni
Otto Rodall, en skömmu áður
höfðu Þjóðverjar fyrirskipað að
hann skyldi ekki saka. Þetta kom
Vöm
Miksons
Karl Th. Birgisson
Karl Sare.
þeim félögum í koll,
segja skýrslurnar, en
húsgögn og listaverka-
safn, sem Rodall bjó yf-
ir, var aukinheldur
hvergi finnanlegt. Mik-
son var fangelsaður, en
Mannil virðist hafa
sloppið. Hann sagðist í
samtali við PRESS-
UNA hafa flúið Eist-
land undan Þjóðverj-
um.
Mikson sat í fangelsi
þar til í september
1943. Við rannsóknina
1961 bar Gerhard Isup,
aðstoðarmaður yfir-
manns gæsluliðsins í
fangelsinu, að Mikson
hefði starfað með Þjóð-
verjum þar og meðal
annars komið upp um
sjö fanga sem hafi verið
hengdir. Sjálfur lýsir
Mikson því í ævisögu
sinni að hann hafi
gengið í leyniþjónustu
þýska hersins þegar
fangelsisvistinni lauk
og notið ýmissa fríð-
inda hjá Þjóðverjum
þar til hann flúði til Sví-
þjóðar haustið 1944.
Allar helstu skýringar Evalds Miksons í
málinu velta á yfirheyrslum hans á einum
manni, Karli Sare, eistneskum konunún-
ista og sovéskum njósnara. Hann kveðst
Mikson hafa yfirheyrt allan septembermán-
uð 1941 og fengið hjá honum nákvæmar
upplýsingar unt starfsaðferðir og njósnanet
Sovétnianna. Þetta haíði tvær afleiðingar, að
sögnMiksons.
Þjóðverjar urðu æfir yfir því að svo mikil-
vægur njósnari skyldi ekki sendur beint til
Berlínar svo upplýsingar hans gætu nýst
Þjóðverjum strax og án milligöngu eist-
nesku lögreglunnar. Fyrir þetta var Mikson
ekki aðeins varpað í fangelsi í tæp tvö ár,
heldur kveðinn upp dauðadómur yfir hon-
um líka, að hans sögn.
í annan stað voru Sovétmenn svo hrædd-
ir við vitneskju Miksons að þeir gerðu allt til
að korna höndum yfir hann og lugu (þeim
tilgangi upp á hann stríðsglæpum í Svíþjóð
1946, settu á svið réttarhöld í Tallinn 1961,
fylgdust grannt með honum hér á landi og
ófrægðu hann allt fram á þennan dag. Mik-
son hefúr ekki skýrt frá þvt' hverju hann bjó
yfir sem ógnaði þannig öryggi Sovétríkj-
anna áratugum saman.
Af þessari skýringu leiðir að Sovétmenn
hefðu þurft að falsa ótal skjöl með undir-
skrift Miksons (og samstarfsmanna hans),
múta eða hóta tugum manna til að bera
upplognar sakir á hann - mörgum árum
eftir að hann var sloppinn til íslands - og
koma því þannig fyrir að það fólk segði
bömum sínum og vinum frá reynslu sinni
lengi á eftir. Það er hins vegar engin leið fyr-
ir utanaðkomandi að álykta af gögnum og
vitnisburðum að þar sé á ferðinni vel skipu-
lagt samsæri KGB — til þess eru þau ein-
faldlega of veigalítil og óskipuleg og gefa
enga heildarntynd af mcintum glæpum.
Um það leyti sem Mikson var að ljúka
yfirheyrslum á Sare kom í heimsókn til Eist-
lands finnski lögreglumaðurinn Olavi Vi-
herluoto. Skýrsla hans er nákvæm lýsing á
störfúm Eisfiendinganna, en Mikson segir
hann hafa verið fyllibyttu á mála hjá Sovét-
mönnum — einkunnir sem flest önnur
vitni fá líka. Sama dag og Viherluoto fór frá
Tallinn sendi hins vegar Martin Sandberg-
er, yfirmaður þýsku öryggissveitanna,
skýrslur tii yfirmanna sinna í Berlín, skýrsl-
ur sem staðfesta lýsingar Viherluotos í öll-
um aðalatriðum.