Pressan - 18.02.1993, Page 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993
25
LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK
„Ég held að það finnist ekki neitt í samtíðarbókmenntum okkar
lands sem jafnast á við þennan dásamlega frjálslega húmoríska frá-
sagnarstíl," sögðu norrænir gagnrýnendur meðal annars um Einar
Kárason.
hengi við þær. „Það er ekki sama
flæði og kraftur í textanum og áð-
ur,“ segir annar og bætir við að
með því sé ekki verið að segja að
það sé tímasóun að lesa bókina;
hún sé bæði skemmtileg og un-
hugsunarverð — en ekki að sama
marki og þær fyrri. Sá þriðji tekur
undir og segir að bókin nái ekki
sama flugi og hinar, persónugall-
eríið sé útþynnt, söguþráðurinn
sömuleiðis. En eftir að hafa komið
þeirri aðfinnslu ffá Iætur ritdóm-
arinn þess getið að þrátt fyrir þetta
sé Einar Kárason einn mesti frá-
sagnameistari á Norðurlöndum.
Danskur gagnrýnandi túlkar ef
til vill best hið ríkjandi sjónarmið
gagnrýnenda gagnvart bókinni
þegar hann segir að þrátt fyrir
gallana sem finna megi á verkinu
sé ekki annað hægt en láta sér
þykja vænt um persónumar — og
höfundinn.
Af útgáfu á verkum Einars
Kárasonar er það að frétta að
væntanleg er útgáfa á Heimskra
manna ráðum í Danmörku, Sví-
þjóð og Noregi. Djöflaeyjan kem-
ur væntanlega út í Þýskalandi í
sumar í hinni virtu seríu Enzens-
bergers „Die Andere Bibliotheke“.
FRÍÐA Á. SIGURÐ AR-
DÓTTIR OG MEÐAN
NÓTTIN LÍÐUR
Fríða Á. Sigurðardóttir fær
mjög vinsamlega dóma hjá
dönskum og sænskum gagnrýn-
endum fyrir bók sína Meðan nótt-
in líður, sem hlaut bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs. Gagn-
rýnendur taka flestir fram að
verðlaunin séu mjög verðskulduð.
Nokkuð er kvartað undan rugl-
ingslegri atburðarás og flóknum
tengslum persóna. Einn gagnrýn-
andi segist hafa neyðst til að
teikna ættartré til að átta sig á
skyldleika persóna og því hver
hafi átt bam með hveijum. Annar
segist hafa tapað þræði af og til en
ekki getað fengið sig til að fletta
framar og leita skýringa, stíllinn
hafi einfaldlega hrifið svo að hann
hafi ekki getað annað en haldið
lestrinum áffam.
Bókin er kölluð sársaukafullt,
hlýtt, mannúðlegt listaverk. Mál-
farið er sagt aðlaðandi, einfalt en
hrjúft: „Það er lfkt og hún (Fríða)
fylli orðin með vindinum ffá haf-
inu eða angan frá heitum upp-
sprettum.“
Einum gagnrýnanda þykir ríkja
of mikil andstæða milli hins kalda
persónuleika Nínu og hinnar við-
kvæmnislegu en um leið skörpu
frásagnaraðferðar og segir þetta
draga úr trúverðugleika bókarinn-
innar. Gagnrýnin er þó í heild afar
vinsamleg en gagnrýnandinn lýk-
ur dómnum á því að minna á aðra
skáldkonu sem beri sama föður-
nafn, Steinnunni Sigurðardóttur,
og hefur greinilega mikla trú á
hæfileikum hennar.
GYRÐIR ELÍASSON OG
BRÉFBÁTARIGNINGIN
Bréfbátarigning Gyrðis Elías-
sonar kom út í Danmörku og
hlaut yfirleitt mjög góða dóma.
„Heillandi lesning og Gyrðir Elías-
son er með réttu rómaður fyrir
stílsnilld.“ „Gæti virkað ruglings-
lega en bókin á marga góða spretti
sem bera vott um innsæi...“ f
Ekstrabladet er bókin sögð athygl-
isverð og vel skrifuð og svo kemur
hið stóra En — og bókin er sögð
íslenskur sérréttur umn leið og
gefið er í skyn að hún eigi ekki er-
indi á erlendan markað. Lengsti
dómurinn og sá lofsamlegasti er í
Berlingske Tidende en þar segir
Henrik Wievel: „Það eru setningar
eða öllu heldur stemmningar í
þessari litlu bók sem erfitt er að
gleyma.“ Wievel segir verkið þó
ekki gallalaust: „Gyrðir Elíasson er
ekki laus við tilgerð í sögum sín-
um. En í aðalatriðum stjórnast
myndræn og sefjandi orðnotkun
hans af vilja til að opinbera gerðir
manneskjunnar og þau svik sem
fara ffam í kyrrþey.“ Wievel segir
höfund skrifa á þann hátt að ekki
sé annað hægt en leggja við hlust-
ir. Hann lýkur dómi sínum með
því að segja að Gyrðir Ehasson sé
góður mannþekkjari og mikill rit-
höfundur.
Þótt bók Gyrðis hafi ekki kom-
ið út á sænsku skrifa tveir bók-
menntafræðingar um hana í
sænsk dagblöð. Báðir geta þess að
bókin hafi verið tilnefnd til bók-
menntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs og segja að hún hefði orðið
mjög verðug verðlaunabók og
annar þeirra segir að fyrr eða síðar
hljóti að koma að því að Gyrðir
„Það finnast hundruð annarra
bóka sem það sama gildir um,
og kannski voru væntingar mfn-
ar of miklar, en þegar maður á
eftir að lesa einhverja fslend-
ingasöguna, þá er engin ástæða
til að lesa Gunnlaðar sögu,"
sagði einn gagnrýnandinn um
bók Svövu Jakobsdóttur.
hreppi verðlaunin.
Bréfbátarigningin hefur verið
seld til Þýskalands. Svefnhjólið
kemur út í Danmörku, Svíþjóð og
Noregi mjög fljótlega.
STEINUNN SIGURÐAR-
DÓTTIR OG TÍMAÞJÓFUR-
INN
Tímaþjófurinn hefur komið út í
Danmörku og Svíþjóð og fengið
mjög lofsamlega dóma. Gagnrýn-
endur segja bókina frumlega og
efnið áleitið. Þeir sem sterkast
taka til orða segja að það sé ákveð-
in lífsreynsla að lesa bókina.
Það er áberandi meiri hrifning í
skrifum gagnrýnenda um þessa
bók en bók Fríðu Sigurðardóttur
„Það er líkt og hún (Fríða) fylli
orðin með vindinum frá hafinu
eða angan frá heitum upp-
sprettum," var sagt um Fríðu Á.
Sigurðardóttur í gagnrýni á bók
hennar Á meðan nóttin líður.
sem þeir tóku þó mjög vel: „Sá
sem eyðir nokkrum klukkustund-
um í að lesa Tímaþjófinn verður
ekki svikinn.“ „Ástarsaga sem lík-
ist engri annarri... gamalkunnugt
stef um ástina er afgreitt á algjör-
lega nýjan hátt.“ „Lýrík og prósa
er blandað saman í
þessu myrka drama
og úr verður hag-
anlega samsettur
vefur þar sem form
og inntak varpa
ljósi hvort á ann-
að.“ „Tímaþjófur-
inn heillar, gagn-
tekur oghrífur."
Expressen,
stærsta dagblað á
Norðurlöndum,
nefnir verkið lítið
kraftaverk. „Lestu '
það!“ segir gagn-
rýnandinn.
Gagnrýnandi
Dagens Nyheter
velur Tímaþjófinn
sem eina af þrem
bestu bókum ársins
í Svíþjóð, setur
hana efst á blað og segir að verkið
gefi nýja von um skáld-söguna.
SVAVA JAKOBSDÓTTIR OG
GUNNLAÐAR SAGA
Það kemur kannski á óvart að
Svava Jakobsdóttir fær ekki ein-
róma lof fyrir Gunnlaðar sögu. Já-
kvæðir dómar eru nokkrir en
flestir á hófsömu línunni án þess
að segja ýkja margt. Einn gagn-
rýnandi segir að ýmsir hlutar bók-
arinnar séu skrifaðir í stíl sem
minni á Eddukvæði og Snorra-
Eddu. Annar ritdómari kvartar
undan því að symbólisminn kæfi
verkið. Einn dómur um verkið
verður ekki kallaður annað en
slátrun og er harðasti dómur sem
undirrituð hefur séð í dönskum
og sænskum blöðum um íslenska
skáldsögu. Þar er sagt að söguna
skorti ljóma og stíllinn sagður ein-
kennast af óöryggi og orðagjálfri.
Ritdómarinn lýkur dómi sínum á
því að segja: „Það finnast hundruð
annarra bóka sem það sama gildir
um, og kannski voru væntingar
mínar of miklar, en þegar maður á
„Gyrðir Elíasson er ekki laus við
tilgerð í sögum sínum. En í aðal-
atriðum stjórnast myndræn og
sefjandi orðnotkun hans af vilja
til að opinbera gerðir mann-
eskjunnar og þau svik sem fara
fram í kyrrþey," sagði Ber-
lingske Tidende um bók Gyrðis
Elíassonar Bréfbátarigninguna.
eftir að lesa einhverja íslendinga-
söguna, þá er engin ástæða til að
lesa Gunnlaðar sögu.“
THOR OG NÁTTVÍG
Eitt sinn líkti Arthur Lundkvist
myndrænni skynjun Thors Vil-
hjálmssonar við kvikmyndir Fell-
inis og Pasolinis. Thor hefur feng-
ið mikið lof erlendis fyrir verk sín,
sérstaklega Grámosann. Hann fær
ffábæra dóma í einu sænsku dag-
blaðanna fyrir Náttvíg sem sögð er
„stórkostleg og grípandi“. Gagn-
rýnandinn bætir því við að ekki sé
fjarstætt að tala um bókmennta-
legt afreksverk. Annar sænskur
gagnrýnandi er ekki jafh hrifinn
og segir frásagnarháttinn reyna
nokkuð á þolinmæði lesandans.
Hann getur þess jafnframt að
bókin jafhist ekki á við Fljótt fljótt
sagði fuglinn og Grámosinn glóir.
Náttvíg er væntanleg í Dan-
mörku og Frakklandi fljótlega og
Grámosinn kemur út í Tyrklandi
á þessu ári.
AÐRAR ÚTGÁFUR Á ÍS-
LENSKUM SKÁLDVERKUM
Kvæðasafn eftir Stefán Hörð
Grímsson kom út í Þýskalandi
fyrir skömmu og hlaut afar góða
dóma. Áður hefur kvæðasafri eftir
hann komið út í Svíþjóð. fslenski
draumurinn hefur verið seldur til
Finnlands og þar kom fsbjörg út
fyrir stuttu. I haust er von á úrvali
nokkurra íslenskra ljóðskálda í
Þýskalandi og á næsta ári er vænt-
anlegt úrval íslenskra smásagna í
Frakklandi. Svanur Guðbergs
Bergssonar kemur út í Danmörku
innan skamms.
Mikil gróska er í (endur)útgáfu
á verkum Halldórs Laxness, t.d. í
Þýskalandi, Danmörku og Noregi.
Salka Valka kom út í Finnlandi í
lok síðasta árs og Atómstöðin
kom út á Spáni fyrir skömmu.
Barnabók Iðunnar Steinsdóttur
Gegnum þyrnigerðið er að koma
út um þessar mundir í Þýskalandi
og unglingabók Guðlaugar Richt-
er, Jóra og ég, hefur verið seld til
Færeyja.
Kolbrún Bergþórsdótti
30 prósenta verðlækkun
á myndlistarmarkaði
Mikil verðlækkun hefur orðið á svokölluðum meðalmyndverkum
eftir eldri listamenn. Verk yngri listamanna standa í stað og klass-
íkerar halda verðgildi sínu.
Víða í heiminum hefur orðið
vart mikillar verðlækkunar á
myndlistarverkum vegna aukins
ffamboðs og minni effirspumar á
síðustu tveimur árum. Hérlendis
hefur einnig gætt umtalsverðrar
verðlækkunar um nokkurt skeið,
sem ræðst þó nokkuð af aldri
verksins og listamanninum sem í
hlut á. Mest hefur verðlækkunin
orðið á verkum eftir eldri lista-
menn og látna, um 30 prósent, en
töluvert framboð er af slíkum
verkum á markaðnum. Til
glöggvunar má nefria að klassískt
málverk eftir listamenn á borð
við Kjarval og hans líka vom seld
á 1,7 til 1,8 milljónir króna þegar
best lét, en seljast nú á um það bil
1,2 milljónir króna. f þessu sam-
bandi ber þó að geta að ekkert lát
er á effirspum eftir stærri, klass-
ískum verkum listamanna á borð
við Jóhann Briem og Gunnlaug
Scheving. Hafa þau haldið verð-
gildi sínu. „Slíkar myndir falla
síður í verði vegna þess hversu
sjaldgæft er að þau séu boðin til
sölu,“ segir Gunnar B. Kvaran,
forstöðumaður Kjarvalsstaða.
„Hér er um að ræða verk sem
alltaferueftirsótt."
Framsækin myndlist hefur
einnig lækkað í verði og orðið
30-50 prósenta verðfall ytra.
Yngri listamenn hér á landi virð-
ast hins vegar ekki hafa fylgt
sömu þróun og starfssystkini
þeirra erlendis. „Það er ekki sjá-
anlegt að yngri listamenn hafi
lækkað verð verka sinna,“ segir
Gunnar og telur ástæðuna fyrst
og fremst að finna í aðstöðunni
sem þeir búa við. „Markaðurinn
fyrir nýrri myndverk er ákaflega
lítill og í reynd eru það nær ein-
göngu stofnanir og stærri fyrir-
tæki sem ráð hafa á að festa kaup
á þeim, telja það jafhvel siðferðis-
lega skyldu sína og innlegg til
menningarinnar. Listamennirnir
eru því meðvitaðir um að verð
verkanna skiptir slíka kaupendur
minna máli en ef um einkaaðila
væri að ræða og sjá af þeim sök-
um litla ástæðu til að selja á lægra
verði en þeir mundu neyðast til
að gera við aðrar markaðsað-
stæður.“
MYNDLIST
• Kolbrún Kjarval
fj'ú^sýnir leirlistaverk í
' Stöðlakoti. Opið alla
daga kl. 14-18.
• Ásgeir Lárusson sýnir tiu
myndir unnar með gvasslit-
um í Galleríi G15. Opið virka
daga kl. 12-18 og laugardaga
kl. 11-14.
• Gunnhildur Pálsdóttir
hefur opnað sýningu í Port-
inu í Hafnarfirði, þar sem gef-
ur að líta leirskúlptúra og mál-
verk. Opið alla daga nema
þriðjudaga kl. 14-16.
• Pétur Halldórsson sýnir
olíumálverk og vatnslita-
myndir i Hafnarborg, menn-
ingar- og listastofnun Hafnar-
fjarðar. Verkin eru unnin í oliu,
eða olíuvax og blandað efni á
striga.
• Hreinn Friðfinnsson. Yfir-
iitssýning á verkum hans í
Listasafni íslands. Sýningin er
samstarfsverkefni safnsins og
ICA, nýrrar sýningarstofnunar
í Amsterdam sem helguð er
nútímalist. Opið alla daga
nema mánudaga kl. 12-18.
• Ásmundur Sveinsson I
Ásmundarsafni stenduryfir
sýningin Bókmenntirnar í list
Ásmundar Sveinssonar. Opið
alla daga kl. 10-16.
• Samúel Jóhannsson frá
Akureyri opnar sýningu á
málverkum og teikningum í
Listhúsinu í Laugardal. Opið
alla daga kl. 14-18.
• Tíu norrænir listamenn
eiga verk á farandsýningunni
,Hvað náttúran gefur" á Kjar-
valsstöðum. Af fslands hálfu
eiga Jóhann Eyfells og Gunn-
ar Örn verk á sýningunni. Op-
ið daglega kl. 10-18.
• Guðrún Einarsdóttir sýn-
ir málverk í austursal Kjarvals-
staða.Opið daglega kl. 10-18.
Sigríður Hrafnkelsdóttir
opnar sýningu á verkum sín-
um í neðri sal á laugardag.
Opið daglega.
Ásta Ólafsdóttir opnar
sýningu á þrívíðum verkum,
lágmyndum og innsetning-
um í Gerðubergi á mánudag.
Opið daglega nema sunnu-
daga.
Inga Elín Kristinsdóttir
sýnir margbreytileg glerlista-
verk í Galleríi Sævars Karls.
Opið á verslunartíma.
• Guðjón Ketilsson sýnir
höggmyndir unnar í tré i gall-
erí Sólon Islandus. Opið á
sama tíma og kaffihúsið.
• Magnús Pálsson sýnir
raddskúlptúr, tvö rjóður, sem
settur er fram með átta hátöl-
urum í Galleríi 1 1.
• Kristinn G. Harðarson
sýnir 20 vinnuteikningar að
myndlistarverkum á Mokka.
Opið á sama tíma og kaffihús-
ið.
SÝNINGAR
• Nanna Bisp Bii-
chert, dansk-íslenski
Ijósmyndarinn, hefur
opnað Ijósmynda-
sýningu í Galleríi Úmbru. Sýn-
ingin nefnist „Öðruvísi fjöl-
skyldumyndir".
• Kaj Franck. Sýning á list-
iðnaði eftir hönnuðinn
finnska í Norræna húsinu. Þar
gefur að líta glervörur, borð-
búnað, skrautmuni og ýmsa
nytjahluti. Opið daglega kl.
14-19.
• Paul Nedergaard. Sýning
á Ijósmyndum Pauls Ne-
dergaards af gömlum íslensk-
um húsum stendur yfir í
Bogasal Þjóðminjasafnsins.
• Samkeppni var haldin
meðal arkitekta um bestu til-
löguna að Norrænu húsi i Nu-
uk á Grænlandi. Afraksturinn
er sýndur í anddyri Norræna
hússins.