Pressan - 18.02.1993, Side 27

Pressan - 18.02.1993, Side 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993 B f Ó 27 POPP VEITINGAHÚS B A R I R ■n C Z 5? vt H 73 > vt m Hljómsveitin Funkstrasse er búin að vera hálfgerð feluhljómsveit síðan hún var stofnuð síðasta sumar. Hljómsveitin er funkdeild rokksveit- arinnar HAM að viðbættri Möggu Stínu úr Risaeðlunni. Annað kvöld, föstudagskvöldið 19., treður sveitin upp í fyrsta skipti á Tunglinu. Funkstrasse hefur átt lög á safnplöt- unum Bandalögum 5 og Sódómu- Reykjavík og miðað við þau gleði- verk ætti stuðið annað kvöld að verða magnað. PRESSAN fékk Pró- fessorinn (alias Óttarr Proppé), söngvara Funkstrasse, tii að segja undan og ofan af starfi sveitarinnar. „Island er vagga funksins," segir Prófessorinn, sem hefur stúderað fúnkleifafræði. „Funkið er alheims- gleðiafl sem sendi Papana til íslands til að frjóvga jörðina af fúnki. Áhrif Papanna eru margvísleg, þau bárust t.d. með Tyrkja-Guddu til Affíku og þaðan til Ámeríku með þrælunum. Nú hefúr fúnkið náð þeim þroska að breiðast út um heimsbyggðina. Hlutverk mitt, og okkar í Funk- strasse, er að endurvekja þessa fomu hefð á íslandi. Þetta hyggjumst við gera með því að framleiða fúnk og einnig er ætlunin að fjármagna kaup á flugvélinni TF-STUÐ, sem notuð verður til að ná í partíguðinn. Hann mun síðan skipa öllum í gott stuð.“ (junnar Hjálmarsson Það er mun meiri klassiyfir þeim veitingastöðum sem Humphrey Bogart sótti í kvikmyndinni Casablanca en skemmtistaðnum Casablanca, en hver veit nema útlit hans eigi eftir að teljast til sígildrar hönnunar eftir 45 ár. Casablanca SO ára en Casablanca Sára Það er einstök tilviljun að kvikmyndin Casa- blanca og skemmtistaðurinn Casablanca eiga af- mæli um sömu mundir. Hin ódauðlega kvikmynd Casablanca á fimmtugsafmæli á árinu en hefur aldrei verið vinsælli, enda í hópi bestu mynda sem gerðar hafa verið. Humphrey Bogart og Ingrid Bergman fóru með aðalhlutverkin og myndin fékk þrjá Óskara; fyrir myndatöku, leikstjórn og leik- mynd. Skemmtistaðurinn Casablanca á reyndar aðeins fimm ára afmæli en hefur þó gengið í gegnum ýmis- legt. Að sögn Árna Geirs Arinbjarnarsonar, eins af sex skemmtistjórum staðarins, hefúr Casablanca þó aldrei verið betri. Af þessu tilefni ætla Casablanca (þ.e. skemmti- staðurinn) og Sambíóin að taka höndum saman. Sambíóin ætla að sýna myndina og geta þeir sem fara á hana á föstudagskvöld nýtt miða sína inn í Casablanca, þar sem Órnar í Hárclass klippir alla lúðana, Jói Bachmann rokkar og flugeldasýning verður á miðnætti, ef leyfi fæst. BARIR • Eitt er það einkenni íslenskra bara sem menn verða ekki varir við svona dags daglega, enda ein- kennið ósýnilegt í eðli sínu. Það er ekki nema þegar einhvers staðar er brugðið út af vananum sem drykkjusvolar borgarinnar uppgötva hvers þeir hafa faríð á mis. Drykkjumaður PRESSUNNAR er á því að það sé þessi leiðindavanafesta sem er að fara með langfiesta bari landsins. Gera má ráð fyrir að þorri gestanna fari út til að gera sér daga- mun, en hvers vegna gera barirnir sér ekki oftar dagamun? Með orðasambandinu „að gera sér dagamun" er ekki átt við þessi elstu og ömurlegustu tríx ís- lenskra öldurhúsaeigenda þar sem reynt er að trekkja inn karipening með því að halda tískusýn- ingu á kvennærfötum, eða leyfa skrílnum að kyrja með einhverjum trúbadornum eða (Gud bevare os) tæknin er látin hefja innreið sína í gervi kara- oke-apparats. Það er ekki þetta sem þyrstir ís- lendingar þurfa á að halda til að létta lund sína á þessum síðustu og verstu. En hvað er þá til ráða? Til að mynda vildi drykkju- maður PRESSUNNAR sjá fleiri taka upp „happy hourí'-kerfið þar sem boðið er upp á áfengi á hálf- virði árla kvölds. Þetta hafa reyndar ýmsir vertar reynt en með misjöfnum árangri því landinn virð- ist ekki hafa tekið við sér sem skyldi. (Sem er stór- furðulegt því yfirleitt hafa fslendingar kunnað að meta áfengi á hálfvirði, sbr. ráðherrabrennivín- ið.) Og hvar eru grínistarnir? Steinn Ármann (leikari) treður upp sem „stand-up-comedian" en þá er það iíka upp talið. Miðað við hvað fslendingum finnst þeir sjálfir yfirleitt fyndnir og skemmtilegir er með ólíkindum að þessi ágæta listgrein, að standa og segja sögur, skuli ekki hafa náð hér fót- festu. Eins og sumir geta rifið af sér brandarana þegar þeir sitja við borð með glasið í heljargreip- um. Drykkjumaður PRESSUNNAR varð þess heiðurs að- njótandi fyrír skömmu að vera boðið á tveggja ára afmæli Bíóbarsins, þar sem drykkjumannaað- all Reykjavíkur var saman kominn, barþjónarnir í kjól og hvítu og ókeypis áfengi; sumsé sollurinn eins og hann gerist bestur. Gamall siður, sem þvi miður hefur legið allt of lengi niðrí, var endur- reistur með þvi að hafa sígarettur á boðstólum um getvallan staðinn. Hið eina sem að mátti finna var hörgull á eldspýtum við sigarettuglösin. Til að rífa stemmninguna frekar upp komu KK, Kommi og Þorleifur og héldu uppi akústísku djammi, en i kjölfarið sigldi Blái hatturinn. Sannast sagna var skemmtunin þvílík að drykkju- maður PRESSUNNAR hefði verið reiðubúinn að kaupa sig inn. Nú veit hann reyndar ekki hvað áfengisgjöfin hefur kostað Bíóbarínn, en með til- liti til þess að hætt var að splæsa klukkan tíu og barinn opnaður fyrir hefðbundnum viðskiptum kæmi honum ekki á óvart þótt halast hefði inn fyrir veigunum. (ofanálag gladdi barínn fasta- kúnna, sem munu vafalaust sýna barnum enn frekari tryggð í framtiðinni. Það sem mestu máli skipti var þó sú stemmning sem þama skapaðist og eralltof sjaldgæf á ís- lenskum börum. Og í sjálfu sér er engin sérstök von til þess að þetta batni almennt og yfirleitt þótt til séu kærkomnar undantekningar. Helsta von drykkjumannsins er sú að með tilkomu EES streymi hingað ftalir og Spánverjar og sýni land- anum hvernig reka á veitingastaði, kaffihús og barí. Þá hefur ión Baldvin einhverju áorkað sem máli skiptir. Jane March, táningsstúlkan sem leikur aðalhlutverkið í Elskhuganum, hefur neitað þeim sögu- sögnum að ástadífs- senurnar í myndinni séu Ekkert eftir handa ímyndunaraflinu Eftir fáeina daga verður ein umtalaðasta og djarf- asta kvikmynd síðasta árs Elskhuginn frumsýnd. Myndin er byggð á sam- nefndri metsölubók eftir Margaret Dumas og segir frá evrópskri unglings- stúlku sem verður ást- kona vel efrtaðs Kínverja á nýlendutímanum. Brími þeirra er forboðinn af mörgum ástæðum en þau láta allt tiltal sem vind um eyru þjóta. Fjölmiðlar veittu myndinni mikla athygli þegar hún var sýnd ytra. Höíðu gagnrýnendur meðal annars orð á því í greinum sínum að svo langt væri gengið í kyn- lífssenunum að ímyndun- araflið hefði þar fáu við að bæta og Sharon Stone væri eins og Mjallhvít 1 samanburði við hina ní- tján ára gömlu aðalleik- konu myndarinnar, Jane March. March sjálf hefúr hins vegar andmælt öllum sögusögnum um að hún og mótleikari hennar, Tony Leung, hafi átt mök fyrir framan kvikmynda- vélarnar og segir það firru að gengið hafi verið al!a leið. Hvað sem því líður eru flestir á einu máli um að leikstjóranum, Jean Jacques Annaud (Leitin að eldinum, Björninn, Nafn rósarinnar), hafi tekist vel upp við gerð mjög erótískrar en jafn- framt fallegrar myndar sem segir einfalda, heita sögu. Umsátrið Under Siege-k-trk Töffaramynd. Eins konar þjófnaður á Die Hard. Þrátt fyrir að Steven Seagal eigi all- an heiður skilinn stelur Tommy Lee Jones senunni (það gera vondu mennirnir reyndar oftast í svona mynd- um). Háskaleg kynni Consenting Adults kk Þrátt fyrir undir- förult samsæri vantar allan neista í myndina. Lífvörðurinn The Bodyguard ★ Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Alone 2 - Lost in New York kkkk 3 ninjar ★ Fríða og dýrið The Beauty and the Beast kkk Umsátrið Under Siege •kirk Betra framhald af Die hard en Die Harder. Háskaleg kynni Consenting Adults ★★ Vondur maður rústar lífi ótrúlega venjulegs fólks. Farþegi 57 Passenger 57 kk 3 ninjar★ Systragervi SisterAct kk Eilífðardrykkurinn Death Becomes Her irk Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Aione 2 - Lost in New York kkkk HASKOLABIO Laumuspil Sneakers kk Hæg f gang og heldur ómerkileg þegar upp er stað- ið. En Redford og öllum hans ólíkindatólum tekst að láta áhorfandann gleyma sér eftir hlé. Baðdagurinn mikli ★★ Forboðin spor Strictly Ballroom kkk Karlakórinn Hekla ★ Geðklofinn Raising Cain ® Brian de Palma er sjálfsagt of- metnasti leikstjóri Hollywood. Hér er hann hrár, óblandaður og óþolandi, nema fyrir þá sem finnst gaman að hnippa í sessunautinn, benda á tjald- ið og segja með gáfulegu röddinni: Þetta er frá Hitchcock. Rauði þráðurinn Tracesof Red ★★ Þokkalegur þriller fyrir þá sem vilja horfa á fleiri en einn á viku. Nemo litli ★ ★★ Eilífðardrykkurinn Death BecomesHerkk REGNBOGINN Síðasti móhíkaninn The Last of the Mohicans kkk Ævintýramynd fyrir fullorðna. Svikráð Reservoir Dogs kkk (raun er þessi mynd bölvað ógeð, en frábær día- lógur og ágætur leikur gera hana að sérstæðri upplifun. Rithöfundur á ystu nöf NakedLunch kkk Burro- ughs og Cronenberg eru góð blanda fyrir þá sem hafa út- hald í yfirgengilegri raunir en hjá þeim Sjón og félögum. Miðjarðarhafið Mediterr- aneo kkk Lcikmaðurinn The Player kkkk Tommi og Jenni ★★★ Sódóma Reykjavík ★★★ Prinsessan og durtarnir ★★★ STJÖRNUBIÓ Hjónabandssæla Husbands and Wives kkkk Woody Allen upp á sitt besta — eða að minnsta kosti næstbesta. New York-útgáfa af Bergman; laus við leiðindin og snilldar- broddinn. Þrumuhjarta Tliunderheart kk Heiðursmenn A Few Good Men kkk Meðleigjandi óskast Single White Femalc kkk Á lausu Singles kkk Hjart- næm unglingasaga. Þorgrím- ur Þráinsson töluvert glöggari og miklu fyndnari. Lífvörðurinn The Bodyguard k Fríða og dýrið The Bcauty and the Beast kkk Jólasaga Prúðuleikaranna The Muppet Christmas Carol kkk

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.