Pressan - 18.02.1993, Side 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993
29
MYNDLIST BÓKMENNTIR
Orðspé
MAGNÚS PÁLSSON
GALLERÍ EINN EINN
OG GALLERÍ GANGUR
ÉÞegar gengið er inn í Gallerí einn
“^^jeinn tekur á móti manni sér-
Ikennilegur ilmur, sem eitt sinn
var mjög kunnuglegur og dreifði sér víða,
en er fátíðari núna. Einnig berast til
manns andvörp og ánægjustunur. Fljót-
lega kemur í ljós hver upptökin eru. Úti í
hornum eru dávænar hrúgur af neftóbaki.
Umhverfis eru klasar af trúðslegum nefj-
um sem hrjúffa sig upp að tóbakshrauk-
unum. Rétt þar fyrir ofan eru hátalarar,
þaðan sem ýmis búkhljóð berast.
Þannig vill það til að maður er staddur
í „rjóðri" Magnúsar Pálssonar, en ijóðrin
eru reyndar tvö, eitt í fremri salnum og
annað í þeim innri. Rjóður er nafngift
sem Magnús hefur stungið upp á í staðinn
fyrir hið klunnalega orð „innísetning",
sem þýðing á enska orðinu installation.
Það er einkum, en ekki eingöngu, notað
um listaverk sem umlykja eða umkringja
áhorfandann. Rjóður er rammíslenskt og
fallegt orð sem nær merkingunni ágæt-
lega. Það verður gaman að fylgjast með
hvort það nær einhverri fótfestu í mynd-
„Sýningin í Gallerí einn
einn er lífsglöð ogglett-
in, án þess að verða
œrslafengin. Það er ekki
mikið að sjá; hlutunum
er komiðfyrir niður við
gólfinni í hornum, en
ilmurinn og raddirnar
sem berast úr öllum átt-
um skapa sérstaka
stemmningu, sem getur
komið minningunum af
stað. Hér er Magnús
Pálsson ífínuformi.“
listarmállýskunni.
En það er fleira en nýyrði Magnúsar
sem er rammíslenskt. Sýningin sjálf hefur
þjóðlega taug þótt hún sé sérkennileg fyrir
augað. Magnús hefur safnað ýmiss konar
kímni, bæði í bundnu og óbundnu máli,
sem rann upp úr mönnum í gamla daga,
kannski meðan þeir voru að fá sér í nefið,
og útsett fyrir nokkrar raddir. Hljóðverk-
in eru tvö; „Enginn gleypir sólina“, sem
flutt er í ffemri salnum, og „Herra Túrpur
Jónsson" í innri salnum. Sér til aðstoðar
hefur Magnús einvala lið: Baldvin Hall-
dórsson, Eyvind Erlendsson, Guðbjörgu
Thoroddsen, Guðrúnu Ásmundsdóttur,
Karl Guðmundsson og Tuma Magnús-
son. Þau flytja textann og framleiða alls
kyns hljóð af mikilli innlifun, sjúga af
sannfæringu upp í nefið og dæsa með til-
þrifum. í einum kaflanum er farið í gegn-
um ótal tilbrigði við hið hversdagslega
jájá.
Magnús hefur ekki valið textana effir
bókmenntalegu gildi þeirra. Allt saman er
þetta sakleysislegt bull, sem menn hafa
viðhaft til að gera að gamni sínu. Of
bamalega fáránlegt til að vera fyndið, eða
fyndið vegna þess að það er svo mikið
bull.
Áé segja þér nokkuð
pabbi þinn er kokkur
mamma þín er rokkur
og sjálfur ertu druliusokkur.
En það er ljóst af fyrri hljóðverkum
Magnúsar, t.d. Freyskötlu, sem var flutt í
útvarpi á páskum í fýrra, að það er ekki
síst hrynjandin og tónninn sem hann
sækist eftir og einangrar. Hann hlustar
eftir tónlistinni í tungumálinu frekar en
merkingu orðanna.
í Gallerí Ganginum á Rekagranda 8
hefur Magnús komið fyrir skjálistaverki
sem hann vann á Bretlandi. f forgrunni á
skerminum sést munnur og háls á Magn-
úsi, en í bakgrunni sést inn eftir skolpræs-
um Lundúnaborgar. Magnús þylur upp
alls kyns setningabrot sem snúast að einu
og öðru leyti um sígarettustubba. Sam-
tímis berast raddir ffá hátölumm víðsveg-
ar um herbergið.
Sýningin í Gallerí einn einn er lífsglöð
og glettin, án þess að verða ærslafengin.
Það er ekki mikið að sjá, hlutunum er
komið fyrir niður við gólf inni í hornum,
en ilmurinn og raddirnar sem berast úr
öllum áttum slapa sérstaka stemmningu,
sem getur komið minningunum af stað.
Hér er Magnús Pálsson í fi'nu formi.
Gunnar J. Arnason
Fróðlegt rit
um óskiljan-
lega mann-
vonsku
INGA HULD HÁKONARDÓTTIR
FJARRI HLÝJU HJÓNASÆNGUR
MÁL OG MENNING 1992
★★★★
QI þessu einstaklega fróðlega og
merkilega riti fjallar Inga Huld
Hákonardóttir um það þegar
ástin varð að glæp. Sagt er ffá valdníðslu
og miskunnarleysi sem mætti þeim ein-
staklingum sem dirfðust að brjóta gegn
siðalögmálum samtíma síns. Þetta er safh
harmsagna og þegar líða fer á bók og
komið að dauðadómum og lýsingum á af-
tökum er farið að ganga nokkuð á sálarró
lesandans.
Inga Huld Hákonardóttir hefur safnað
gífurlegum ffóðleik í eina bók og kemur
efni sínu til skila á mjög aðgengilegan
hátt. Hún skrifar einnig eins og henni
komi málið við, án þess þó að blanda
einkaskoðunum sínum saman við text-
ann. Hún skilur greinilega ekki alltaf þá
mannvonsku sem segir frá, en það skilj-
um við hin ekki heldur. Hún spyr og leitar
skýringa og fer varlega í að fullyrða eins
og góðum sagnffæðingi sæmir.
Bókin er ágætlega skrifuð, á einstaka
stað sviðsetur Inga Huld atburði og það
tekst ekki sérlega vel, stíllinn verður þá
full fjálglegur: „Þar sem hún lá milli þúfna
og engdist sundur og saman af hríðum sá
hún upp í himininn. Þaðan var fylgst með
henni, en það var ekki Guð, því hann
hafði einhverjum öðrum hnöppum að
hneppa þann daginn, nei ekki Guð.“
Inga Huld felíir málshætti, orðtök og
ljóðlínur einstaklega vel inn í texta sinn,
slíkt er meiri list en margur hyggur.
Meginefni bókarinnar lýsir harmræn-
TALAÐU VIÐ OKKUR UM
BÍLASPRAUTUN
Auöbrekku 14, simi 642141
Vandaöur og spameytinn 5 dyrajeppi
Verð frá
1.678.000 kr.
Aflmikil 16 ventla vél með beinni innspýtingu, 96 hö.
Vökvastýri - vandaður búnaður
Gormafjöðrun á öllum hjólum, aksturseiginleikar í sérflokki.
Grindarbyggður - auðvelt að hækka bílinn upp.
Eyðsla frá 8 lítrum á 100 km.
$ SUZUKI
—.............
SUZUKIBÍLAR HF
SKEIFUNNI 17 . SlMI 685100
um atburðum, en Inga Huld segir einnig
frá siðum í sambandi við trúlofanir og
giftingar, lýsir ríkjandi viðhorfum og birt-
ir margar skemmtilegar tilvitnanir eins og
þessi athugulu ummæli Jóns Vídalíns um
hjónabönd sem stofnað er til af lítilli fyrir-
hyggju: „Alltof margir hlaupa saman með
litlu meiri áhyggju en hestar og múlar og
þegar girndin er slökkt um stundarsakir
þá yfirgefur hvort annað eða lifir í hjóna-
bandinu eins og vargar.“
Síðasti kafli bókarinnar fjallar um
landshagi, mannfjölda og siðaboð. Sam-
anborið við aðra kafla bókarinnar er sá
sérstaklega þurr og ekki verður séð að allt
sem þar stendur sé í beinum tengslum við
efni bókarinnar. Þátturinn um sjálfsmynd
íslenska bóndans er eins og byrjun á öðru
ffæðiverki. Þessi athugasemd er hins veg-
ar fremur léttvæg í samanburði við allt
þaðsemvelergert.
Eini áberandi ókostur bókarinnar er að
hún er of stutt. Um leið má flokka þessa
aðfinnslu sem hrós. Maður vill einfaldlega
fá meira að heyra, eins og til dæmis um
skriftamál Ólafar ríku, en þar talar auðug
kona opinskátt um ástalíf sitt. Þar hefði
mátt birta fleiri beinar tilvitnanir en eina.
Einhvern veginn finnst manni að það
hefði verið krassandi lesning.
Inga Huld hefur unnið ákaflega þarft
verk. Hún þakkar öðrum af miklu örlæti í
formála bókarinnar en á skilið að fá jafh
Síðustu dagar
útsölunnar
Enn meiri verðlækkun
Nýjar vörur í
næstu viku
K r i n g I u n n i
10% afsláttur
á barnamyndatökum út febrúar.
Við vorum 3 ódýrastir í íyrra
og erum það enn.
„Inga Huld
Hákonar-
dóttir hefur
safnað gífur-
legumfróð-
leik í eina
bók og kemur efni sínu
til skila á mjög aðgengi-
legan hátt. Hún skrifar
einnig eins og henni
komi málið við, án þess
þó að blanda einka-
skoðunum sínum sam-
an við textann. “
örlátar þakkir. Þetta er bók um dimma
kafla í íslenskri réttarsögu og verk fyrir
alia þá sem láta sig mannleg örlög ein-
hverju varða.
Frágangur bókarinnar er með miklum
ágætum en kápan er ekki sérlega aðlað-
andi.
Kolbrún Bergþórsdóttir
Hvar færðu mest og best fyrir peningana þína?
Berðu saman verð á ninum ýmsu myndastofum
Pantaðu fermingarmyndatökuna
tímanlega
n Liósmvndastofúrnar:
^ Bama- og fjöískylduljósmyndir sími: 677 644
^ Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07
Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4 30 20