Pressan - 04.03.1993, Side 2
FYRST & FREMST
2 PPESSAN
Fimmtudagurinn 4. mars 1993
EFNISYFIRLIT
4
„Ég berst áfram
fyrir hin börnin“
Segir Jóhanna Guðbrands-
dóttir, sem missti son sinn úr
krabbameini.
6
Valdabarátta
i íslandsbanka
Tíu menn berjast um sjö
stjórnarsœti
7
Kaus Vöku tvisvar
Framámaður í stúdentapóli-
tíkinni í eldlínunni eftir að
upp komst að hann greiddi
ekki aðeins einu sinni atkvœði
í kosningum til stúdentaráðs.
Ætluðu að flytja inn kókaín
en keyptu staðdeyfilyf með
ótrúlega líku nafni
8-9
Hörður
Sigurgestsson
Risinn íEimskip
11
íslandsbanki hefur tapað 7
krónum af hverjum 10 sem
hann fékk í hlutafé
12
Á Albýðuflokkurinn fylgis-
hrunið skilið?
13
Hvers vegna eru
þrír bankastjórar í
Seðlabankanum?
14
Tíska
15
Nú á hárið að vera stutt
Ástir og örlög
dyravarðanna
16
Næturlífið
í Reykjavík
18
Lögmenn
eru leikarar
örn Clausen skammar Stíga-
mót og talar um lauslœti ís-
lenskra kvenna
20-21
Hver kom njósnaranum
Spiro fyrir kattarnef?
Saga úr samtímanum um
njóstii ogglœpi
22-23
Hvaða íslendingar
eru ofmetnir?
Þeirri áleitnu
spurningu svarað
24-25
Af hverju taka skáldin
ekki þátt í umræðunni?
Guðrún Gísladóttir
26-27
Koma Bono og U2
tíl Hafnarfjarðar?
Popp og Bíó
28-29
Sjónvarp og íþróttir
31
GULA PRESSAN
Lítil eftirspurn
eftir fréttamönnum
UMMÆLI VIKUNNAR
„Ég vilfrekar hlusta
á góða tónlist en horfa
á sjónvarpið, en égfer
yfirleitt að sofa um
ellefuleytið.“
^■ SÆVAR KARL ÓLASON KAUPMAÐUR
Skalla-Grímur
hefði hins vegar
kunnað við DV
„Það er gott að Ari fróði er
dauður og þarf ekki að lesa
DV.“
SteingrímurJ. Sigfússon
Hefði þjóðböninga-
úQHho eHHi dugað?
„Ég flutti til fslands
vegna þess að íslensk
stúlka, sem fór til
náms í Noregi, vildi
hafa minjagrip með sér
heim.“
Jon Kjell sigurvegari.
Vill hann ekki bara
að skipstjórinn fari
niður með bátnum?
„Jón Baldvin er pottþétt-
ur í brúnni.“
Guðmundur Oddsson
Kópavogskrati.
Athyglisgáfa
„Sýslumaður og fjármálaráðherra
eru bræður.“
Guðmundur Sophusson sýslumaður.
Væri ekki líka sparnað-
ur í að hafa bara einn
stjórnarandstæðing?
„Árlega væri hægt að spara um 20
milljónir með því að hafa einungis
einn bankastjóra í Seðlabankanum.“
Ólafur Ragnar Grímsson
stjórnarandstæðingur.
SlGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR. Væntanleg hörð kosn-
ipgabarátta til að koma henni ístjórnarnefnd UNESCO.
ÁGÚST ElNARSSON.Bætir á sig rósum, nú síðast í stjórn
Vimmavinafélagsins með öðrum frjálslyndum krötum.
Sígríður Dúna x
öðruvísi kosn-
ingabaráttu
í haust fer fram kjör í stjórn-
arnefnd UNESCO, menningar-
málastofnun Sameinuðu þjóð-
anna, og eiga íslendingar
nokkra von um fulltrúa þar í
þetta sinn. Framboð verður
væntanlega ekki tilkynnt íyrr en
skömmu áður en frestur rennur
út í apríl, en heimildir okkar
herma að kandídat íslendinga
verði Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir.
Hún er engan veginn örugg
um kjörið, þar sem flogið hefur
fyrir að Bretar og Bandaríkja-
menn hugleiði aftur inngöngu í
UNESCO og ættu væntanlega
stjórnarmann vísan, en allt um
það kostar töluverða kosninga-
baráttu að tryggja henni kjör. Ef
Sigríður Dúna hlýtur kjör fylgja
því nokkurra vikna fundasetur á
ári í París, en hún nyti væntan-
lega aðstoðar nýs sendiherra í
Frakklandi, hver svo sem það
verður.
Ágúst gerist
frjálslyndur__________
í síðustu viku var kjörin ný
stjórn Félags frjálslyndra jafnað-
armanna, eins aðildarfélaga Al-
þýðuflokksins, en uppistaðan í
því eru gamlir Vimmavinir og
aðrir ’68- kynslóðarkratar. Úr
fyrri stjórn vék Guðmundur
Einarsson, nú starfsmaður
EFTA í Genf, en í stað hans tók
sæti Ágúst Einarsson, hag-
fræðiprófessor og formaður
stjórnar Seðlabankans. Formað-
ur félagsins er sem fyrr Margrét
S. Björnsdóttir, endurmennt-
unarstjóri og fyrrum allaballi.
Barist um
stjórnarsætin
í Stöö 2
eign þeirra mjög mismunandi
og enginn á einn og sér nægilega
mikið til að vera öruggur með
stjórnarsæti sitt.
Tíminn hættur
aö standa í staö
Framkvæmdastjóri Tímans,
Hrólfur Ölvisson, undirbýr nú
róttækar breytingar á blaðinu.
Heyrst hefur að hugmyndin sé
meðal annars að breyta Tíman-
um í fjórblöðung, líkt og Al-
þýðublaðið er, að minnsta kosti
til að byrja með. I tengslum við
þær breytingar hefur blaða-
manni og ljósmyndara blaðsins
verið sagt upp störfum frá og
með 1. júní næstkomandi. Þeir
sem fengu reisupassann eru Atli
Magnússon, gamalreyndur
blaðamaður, fyrrum fféttastjóri
og starfsmaður blaðsins til
fjölda ára, og Ámi Bjamason,
eini starfandi ljósmyndari Tím-
ans.
Já ráöherra...
Árleg þingveisla var haldin á
dögunum og kostaði skattgreið-
endur ríflega eina milljón lö-óna.
Sem fyrr voru kvennalistakonur
fjarstaddar, enda ákváðu þær
fyrir margt löngu að taka ekki
þátt í veislum af þessu tagi. Það
var ekki síst fyrir áeggjan Sig-
ríðar Dúnu Kristmundsdótt-
ur, þá þingkonu, að þessi stefna
var teldn. Innan Kvennalistans
heyrum við að það hafi valdið
stallsystrum hennar undrun og
vonbrigðum að hún hafi nú
skipt um skoðun og mæti til
þingveislna á kostnað skatt-
greiðenda, reyndar í fýlgd Frið-
riks Sophussonar fjármálaráð-
herra.
Búist er við hörðum átökum á
aðalfundi fslenska útvarpsfé-
lagsins sem haldinn verður 12.
mars. Þar verður tekist á um eitt
af þremur stjórnarsætum þeirra
Jóhanns J. Ólafssonar stjórn-
arformanns, Jóns Ólafssonar í
Skífunni og Haraldar Haralds-
sonar í Andra. Þeir þremenn-
ingar (þrír/fjórðu „fjórmenn-
ingaklíkunnar") eru nú í minni-
hluta innan stjórnarinnar, sem
skipuð er sjö mönnum, og ráða
aðeins yfir um 200 af um 548
milljóna króna hlutafé stöðvar-
innar. Meðal þeirra sem taldir
eru styðja þremenningana eru
Víðir Finnbogason í Teppa-
landi, Guðjón Oddsson í Litn-
um, Gunnar Ólafsson í Út-
herja og Sigurður G. Guðjóns-
son lögmaður. Styrkur meiri-
hlutans, sem ræður yfir 350
milljóna króna hlutafé, er hins
vegar orðinn slíkur að lfldegt er
talið að einn þremenninganna
verði að gefa eftir stjórnarsæti
sitt. Ljóst er að Jóhann verður
ekki áfram stjórnarformaður, en
hver missir sæti sitt í stjórninni
er ekki gott að segja. Þótt hluta-
fjárstyrkur þeirra sé mjög
áþekkur er persónuleg hlutaþár-
JÓHANN J. ÓLAFSSQN. Sæti hans ístjórn Stöðvar 2 er eitt þriggja sem óvissa ríkir um. FRIÐRiK S0PHUSS0N. Fékk Sigríði Dúnu til að skipta um skoðun varðandi
þingveislurnar. ÓLAFUR G. ElNARSSON. Ofsterkur íþingflokknum til að honum verði hnikað úr ráðherrastóli. JÓN SlGURÐSSON.Gefur enn ekki gert upp hug
sinn um bankastjórastöðuna. ElÐUR GUÐNAS0N. Sá eini sem fer örugglega, fái hann sjálfur um ráðið og fáist sendiherrastaðan. ATLI MAGNÚSS0N. Fékk
reisupassann vegna skipulagsbreytinga eftirmargra ára starfá Tímanum.
Kratar bxöa
eftir Jóni
Stólahrókeringar í ríkisstjórn-
inni eru í biðstöðu í báðum
stjórnarflokkunum þessa dag-
ana, þótt af ólíkum ástæðum sé.
Innan úr Sjálfstæðisflokknum
heyrum við að á þessu augna-
bliki séu litlar líkur á að nokkrar
breytingar verði á ráðherraskip-
an flokksins; sá eini sem foryst-
an teldi hugsanlega að ætti að
víkja, Ólafur G. Einarsson,
njóti stuðnings í þingflokknum
til að sitja sem fastast, auk þess
sem annað ráðherraefni úr
Reykjanesi finnist ekki. í Al-
þýðuflokknum er þess nú beðið
að Jón Sigurðsson ákveði
hvort og þá hvenær hann vill
verða seðlabankastjóri, en heim-
ildir herma að hann sé alls ekki
búinn að gera það upp við sig.
Þó þykir líklegt að hann leggi
seint í að fara affur í ffamboð á
Reykjanesi álverslaus. Óvissa
ríkir einnig um fyrirætlanir
Karls Steinars Guðnasonar,
sem gæti í reynd valið á milli
ráðherrastöðu og forstjórastóls í
Tryggingastofhun, en lætur ekk-
ert uppi enn sem komið er.
Heimildum okkar ber hins veg-
ar saman um að Eiður Guðna-
son geti hugsað sér að láta af
embætti og líti til sendiherra-
embættis í því sambandi. Innan
úr Alþýðuflokknum heyrum við
að mörgum þyki orðið nóg um
bitlingana sem „umbótaflokkur-
inn“ hefur verið að dreifa til
flokksmanna.
• °S Ingimar og Sigrún til Genfar.
Bogi vildi til
Köben...
Eru það meint lág laun eða er eitthvað meira að á fréttastofu
Sjónvarps? Undanfarnar vikur hafa nefnilega að minnsta kosti þrír
fféttamenn Sjónvarpsins sótt um stöður erlendis, án þess þó að
hafa árangur sem erfiði. Við höfum áður skýrt ffá því að frétta-
stjórinn, Bogi Ágústsson, sótti nýlega um stöðu upplýsingafull-
trúa Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn og fór
meðal annars þangað í viðtal af því tilefni. Lengi vel var rætt um að
Bogi væri líklegur til að hreppa hnossið, en nú fféttir PRESSAN að
Bogi ætli að sitja sem fastast og fara hvergi. Ekki af því að hann
langi ekki, heldur af því að annar verði fyrir valinu. Reyndar er
ekki búið að taka endanlega ákvörðun um ráðningu, en af þeim
sem enn koma til greina þykir líklegast að
annaðhvort Svíi eða Dani verði ráðinn.
Sem var eitthvað svipað og gerðist með
Ingimar Inginiarsson og Sigrúnu Stefáns-
dóttur. Þau voru bæði á ferð í Genf í síðustu
viku til að eiga viðtöl við evrópska embættis-
menn. Bæði sóttu um stöðu upplýsingafull-
trúa við væntanlega eftirlitsstofnun EFTA,
sem verður til með EES- samningnum. Auk
þeirra sótti um stöðuna samkvæmt upplýs-
ingum okkar Sigríður Hrafnhildur Jóns-
dóttir, deildarsérff æðingur á forsetaskrifstof-
unni. Heimildir okkar ytra herma hins vegar
að sáralitlar líkur séu á að íslendingur fái
þetta starf — það verði umsækjandi af meg-
inlandi Evrópu.
Aukið Evrópusamstarf opnar nýja at-
vinnumöguleika fyrir vel menntað fólk héð-
an, en úr utanríkisráðuneytinu heyrum við að
illa gangi yfirleitt að tryggja íslendingum störf
í toppstöðum hjá alþjóðastofhunum, hverju
svo sem það er um að kenna. Ríkisstarfs-
mannalaunin verða því að duga eitthvað
lengur.