Pressan - 04.03.1993, Blaðsíða 20
E RLE NT
2Q PRESSAN
Fimmtudagurinn 4. mars 1993
Maður vikunnar
Fidel Castro
Á hraðri leið á sorphauga
" Vondaufur og vinafár
Hann er orðinn vinafár eftir
rúmlega þrjátíu ára valdasetu á
Kúbu. Hálfsjötugur situr Fidel
Castro í pólitískri kreppu í hálf-
gjaldþrota hagkerfi og finnur
það helst tii lausnar að boða til
þingkosninga. Að marxískum
hætti náttúrlega, enda stendur
ekki til að svíkja málstaðinn og
láta undan ofsóknum yanqui-
heimsveldisins í norðri. Hetju-
legt, segja sumir. Sorglegt dóm-
greindarleysi, muldra jafnvel
vinir félaga Fidels.
í viku hverri reyna hundruð
• ímanna að flýja Kúbu yíir sundið
til Miami. Flestir nota bátskeljar
eða heimasmíðaða fleka, en æ
fleiri úr hærri þrepum þjóðfé-
lagsins, menntafólk, embættis-
menn og hermenn, nota aðrar
leiðir. Um áramótin yfirbuguðu
flugstjóri og farþegar í innan-
Jandsflugi aðstoðarflugmann-
inn, rændu vélinni og flugu til
Miami. Allir farþegarnir 53, að
fimm undanskildum, sóttu um
hæli sem pólitískir flóttamenn,
þótt það hefði ekki verið ætlunin
í upphafi ferðar. I’etta var efna-
fólk á kúbverskan mælikvarða
_pg var reyndar á leið á vinsælan
1 ferðamannastað í frí.
Flestir flýja einfaldlega ömur-
Iegt efnahagsástand. Sérfræðing-
ar áætla að kúbverska hagkerfið
hafi dregist saman um næstum
helming eftir hrun austur-evr-
ópsku kommúnistaríkjanna árið
1989, þegar Sovétblokkin hætti
''Svo til allri aðstoð við Kúbu.
Svarti markaðurinn er hugsan-
lega orðinn stærri en sá sem er
ofan jarðar. Skömmlunarseðlar
duga fyrir einu bjúga á mánuði,
einu litlu brauðstykki á dag, fjór-
um eggjum á viku og um 350
grömmum af kaffi á mánuði.
xRafstraumur er rofinn t átta til
tíu tíma á dag. Olía og bensín er
varla fáanlegt og hestvögnum
Ijölgar ört.
Vinum Castros innanlands
fer fækkandi og mótmæli þeirra
heyrast æ oftar opinberlega.
Einn slíkur var Carlos Aldana,
yfirmaður hugmyndafræði og
alþjoðatengsla hjá miðstjórn
flokksins. Hann hugsaði upphátt
um umbætur í átt til markaðs-
búskapar og vísaði til reynslu
gömlu kommúnistanna í Aust-
ur-Evrópu. Hann varð að finna
sér aðra vinnu. Annar var Alvaro
Prendes, fyrrum ofursti í hern-
um og þjóðhetja frá misheppn-
aðri Svínaflóainnrás. Hann
skrifaði félaga Fidel opið brél'þar
sem hann hvatti til umbóta, op-
inna umræðna og lýðræðis.
bingkosningarnar í síðustu
viku voru líklega ekki það sem
Prendes hafði í huga með auknu
lýðræði, enda breyta þær engu
um stjórnmál eða efnahag
landsins. Einu frambjóðendurn-
ir voru kommúnistar og cina
ógnin sem embættismönnum
stóð at' kjósendum var að fólk
myndi strika yfir nöfn á kjör-
seðlum.
Hættulegustu andstæðingar
Castros eru þó kúbversku útlag-
amir í Miami. Þeir eru vel skipu-
lagðir, eiga valdamikla vini og
hafa úrslitaáhrif á stefnu Banda-
ríkjastjórnar gagnvart Kúbu.
Sumir áhrifamenn meðal demó-
krata vilja þó halda sig í hæfiiegri
fjarlægð frá þeim, enda margir
þeirra ekki beinlínis neinir lýð-
ræðiselskendur. Þeir bíða þess
að Castro falli og þjóðfélagsgerð-
in á Kúbu hrynji og ætla þá að
fylla tómarúmið.
Vandinn er að einungis 15
prósent útlaganna í Miami segj-
ast myndu snúa aftur til Kúbu ef
Castro missir völdin. Þeir hafa
það einláldlega of gott í Miami.
Það er nefnilega líklegra að
straumurinn lægi í hina áttina:
að tugþúsundir Kúbana myndu
nota tækifærið og flýja til Miami
þegar farbanni væri aflétt.
51)c 'JJctu 5tmcs
Fagmaðurinn
Warren Christopher
Warren Christopher er ekki þekktur fyrir áhrifamikið látbragð, en
af'honum fer það orð að hann geti af fagmennsku greitt úr alvarleg-
um og flóknum vandamálum. Hann notaði fyrstu ferð sína sem
utanríkisráðherra til að kljást við tvö stórmál á verkefnaskrá utanrík-
ismála; hleypti nýju lífi í friðarviðræður Miðausturlanda og seildist
yfir til Boris Jeltsín í Rússlandi.
Niðurstöðurnar, sem utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rúss-
lands, Warren Christopher og Andrei Kozyrev, kynntu sameiginlega
í Genf, eru hvetjandi, ekki síst þar sem þær gefa til kynna, að Bill
Clinton forseti hafi tekið ákvörðun um að bægja utanríkismálunum
ekki ffá sér með útréttan arminn, líkt og í amerískum fótbolta.
Warren Christopher hefúr sýnt og sannað að hann er góður hlust-
andi og varkár viðmælandi. Yfirmaður hans er enn sem komið er
einkum upptekinn af innanríkismálum. Með leiðtogafundinn í apríl
í sjónmáli verður utanríkisráðherrann nú að krefjast þess að Banda-
ríkjaforseti gefi utanríkismálunum meiri gaum.
Dularfullur dauði bresks
njósnara, sem starfaði fyrir
Bandaríkin að frelsun gísl-
annaíBeirút, hefurvakið
feikna athygli. Málið er óupp-
lýst og nú, fjórum mánuðum
síðar, er mörgum óþægilegum
spurningum enn ósvarað.
Hver kom
njósnaranu
Spiro fyrir
kattarnef?
«
€
i
C
Fjölskylda Spiros fannst myrt á heimili sínu í Kaliforníu í nóv-
ember. Viku síðar fannsthann sjálfur látinn íbílsínum og benti
allt tilþessað um sjálfsmorð hefði verið að ræða. Fljótlega
vöknuðu þó grunsemdir um morð, tengd íran-Contra-málinu.
Terry Waite erkibiskup, fyrrum gísl í Beirút
Spiro sagðist hafa fengið Waite lausan úr haldi mannræn-
ingja með því að greiða þeim reiðufé fyrir hönd bresku rík-
isstjórnarinnar.
Á níunda áratugnum starfaði
breski njósnarinn Ian Spiro með
bandarísku leyniþjónustunni
CIA að því að fá lausa hina
mörgu gísla sem hafðir voru í
haldi í Líbanon. Spiro reyndist
þó ekki allur þar sem hann var
séður og með tímanum fór
hróður hans minnkandi. í nóv-
ember síðastliðnum fundust
eiginkona hans og þrjú börn
skotin til bana á heimili fjöl-
skyldunnar í Suður-Kaliforníu.
Viku síðar fannst Ian Spiro lát-
inn af völdum eiturs í bfl sínum.
Málið vakti þegar í stað mikla
athygli, enda allt hið dular-
fyllsta, og var því slegið upp í
fjölmiðlum, bæði í Bandaríkjun-
um og á Bretlandi. Áður en
varði var farið að tengja örlög
fjölskyldunnar Íran-Contra-
málinu.
Eiginkonan
og börnin myrt
Eiginkona Ians Spiro, Gail, og
börn þeirra þrjú sáust síðast á
lífi á heimili sínu 1. nóvember
1992. Daginn eftir mætti heimil-
ishjálpin eins og venjulega til
vinnu sinnar. Enginn virtist vera
heima. Skyndilega birtist Spiro,
klæddur morgunslopp og afar
þreytulegur. Hann sagði að fjöl-
skyldan væri ekki heima og ekki
væri þörf á aðstoð þann daginn.
Spiro sendi stúlkuna heim og
kvaddi hana afsakandi með
þeim orðum að „hann ætti í
vandræðum". Næstu fjóra daga
sást ekkert til Spiro-fjölskyld-
unnar, hvorki Ians, Gail né
barnanna. Nágrönnunum þótti
það einkennilegt, enda hafði
enginn heyrt á það minnst að
fjölskyldan ætlaði í ferðalag. Við
nánari eftirgrennslan sáu þeir í
gegnum svefnherbergisglugg-
ann hvar húsmóðirin Gail lá í
blóði sínu í rúminu.
Gail var úrskurðuð látin af
Iögreglu. Hún hafði verið skotin
í höfúðið með kraftmiklu vopni
og var hræðilega illa útleikin.
Börnin þrjú, Adam, Sara og
Dina, fundust öll látin í her-
bergjum sínum og höfðu sömu-
leiðis verið skotin í höfuðið.
Hvorki fannst tangur né tetur af
fjölskylduföðurnum, Ian. í
fyrstu féll grunurinn ekki á hann
og voru uppi getgátur um að
honum hefði verið rænt. Þegar
rannsóknarlögreglan hins vegar
fann fingraför hans í blóðbletti í
þerbergi sonar hans var Ian
Spiro samstundis grunaður um
morð á fjölskyldunni og hafin að
honum umfangsmikil leit.
Spiro finnst látinn
Ekkert fréttist af Spiro fyrr en
viku síðar, er ferðalangar gengu
fr am á bíl hans á afviknum stað í
Anza-Borrego-þjóðgarðinum í
Kaliforníu. Bfllinn var læstur en
við nánari eftirgrennslan kom í
ljós að Spiro lá látinn í ffamsæt-
inu og voru bíllyklarnir í
kveikjulásnum. í farþegasætinu
lá plastpoki með leifum af natr-
íumblásýrusalti. Ekkert vopn
fannst í bflnum. Nokkrum vik-
um síðar fannst skjalataska Spi-
ros og tvær ferðatöskur í gljúfri
skammt frá staðnum þar sem
líkið fannst. í töskunum var að
finna ýmis skjöl, minnisbækur
með punktum yfir öll mikilvæg
samtöl sem Spiro átti í við-
skiptaerindum sínum og segul-
bandsspólu. Lögregla vildi ekki
upplýsa hvort um væri að ræða
týndu spóluna úr símsvara Spi-
ros, en skömmu áður en hann
fannst látinn hafði hann sagt
mági sfnum að einhver ókunn-
ugur hefði skilið eftir óhugnan-
leg skilaboð á símsvaranum, þar
sem honum var hótað öllu illu.
Líkskoðun leiddi í ljós að Gail og
börnin þijú höfðu látdst af völd-
um byssuskots í höfuðið. Ian
lést af völdum blásýrueitrunar
og hafði því hlotið afar kvalafull-
an dauðdaga.
Samsæriskenningar
fjölmiðlanna
Harmsaga Spiro-fjölskyld-
unnar komst strax í hámæli og
ruku fféttamenn upp til handa
og fóta, enda ljóst að um
óvenjulegt mál var að ræða.
Breskir fjölmiðlar sökuðu
bandarísku rannsóknarlögregl-
una um að reyna að afgreiða
málið með þeirri „þægilegu“
skýringu, að Ian Spiro hefði
myrt konu sína og börn og síðan
tekið inn í eitur. Ymsar samsær-
iskenningar voru á lofti á Bret-
landi.
The Sunday Telegraph hélt
fast við þá skoðun að Spiro og
fjölskylda hans hefðu verið
myrt. Líklegasta skýringin væri
að Spiro hefði átt í miklum erf-
iðleikum með að framfleyta fjöl-
skyldunni og halda uppi lúxus-
lifnaði sínum og því í örvænt-
ingu sinni reynt að kúga fé út úr
líbönsku mannræningjunum.
Þeir hefðu hins vegar séð til þess
að hann ónáðaði þá ekki framar.
The Observer sagði að Spiro
hefði haft milligöngu um vopna-
sölu til írans og upp hefði kom-
ist að hann tók þrisvar sinnum
hærri umboðslaun en eðlilegt
gat talist. Fyrir það hefði Spiro
þurft að gjalda með lífi sínu.
Bandarískir fjölmiðlar sýndu
harmleik Spiro-fjölskyldunnar
ekki sama áhuga og þeir bresku
og lítið fór fyrir samsæriskenn-
ingum. The New York Times og
The Washington Post gáfú mál-
inu engan gaum og flest önnur
blöð sögðu söguna, en létu
spurningunni um það hver
myrti hvern ósvarað. Tveimur
mánuðum effir morðin birti The
San Diego Union-Tribune nýjar
upplýsingar um týndu segul-
bandsspóluna, sem komu sér
illa fýrir Ian Spiro, enda þótt lát-
inn væri. Fram kom að á spól-
unni væri að finna vísbendingu
óþekkts aðila, um að Spiro yrði
að „fórna fjölskyldu sinni“.
Ólíklegar skýringar
Mánuði síðar birti The Los
Angeles Times frétt um að á
spólunni hefði jafnframt komið
ffam að Spiro-hjónin hefðu átt í
erfiðleikum í hjónabandinu og |
Gail hefði haft í hyggju að yfir-
gefa eiginmann sinn. Fram að
þessu höfðu allir fjölmiðlar látið
í veðri vaka að um fyrirmyndar-
hjónaband hefði verið að ræða,
enda benti ekkert til annars.
Nýju upplýsingarnar urðu til
hleypa enn meiri hita í rannsókn
málsins og vangaveltur um það.
En allt kom fyrir ekki. Hvorki
lögreglu né blaðamönnum tókst
að komast til botns í málinu,
enda voru spurningarnar ótelj-
andi, þar sem hvað útilokaði
annað.
Mörgum þótti upphaflega
skýringin, að Spiro hefði myrt m
fjölskyldu sína og síðan stytt sér
aldur, lfldeg, en þó var ákaflega
margt sem mælti gegn þeirri út-
gáfú sögunnar. Hefði fýrirætlun
hans til dæmis verið sú hefði
verið mun nærtækara fyrir hann «
að skjóta fyrst konuna og börnin
og binda síðan enda á líf sitt á
staðnum, í stað þess að bíða í
heila viku og keyra út í óbyggðir
til að fullkomna verkið. Sömu-
leiðis reyndust getgátur um að
Spiro hefði verið mjög illa
staddur fjárhagslega ekki á rök-
um reistar og því gátu peninga-
áhyggjur tæpast verið skýringin.
Þeir sem aðhylltust þá kenningu
að utanaðkomandi aðilar hefðu
myrt Spiro-fjölskylduna ráku sig
sömuleiðis á vegg. Til dæmis
benti ekkert til þess að brotist
hefði verið frm í húsið. Þá fannst
engin skýring á því, hvernig á
því stóð að Spiro tilkynnti ekki
lögreglu að fjölskylda sín hefði
verið myrt, en fullsannað þótti
að þau hefðu öll verið látin þeg-
ar heimilishjálpin mætti til
vinnu og fann Spiro, að hans «
sögn, einan fyrir í húsinu.