Pressan - 15.04.1993, Side 4
HRAKFARIR
PRESSAN
Fimmtudagurinn 15. apríl 1993
^BcztifCáíiar
Vildi ekki
litasjón-
varp
„Páls Péturssonar, fortnanns
þingflokksframsóknarmanna,
er ekki oftgetið í sambandi við
breytingar eðaframfarir í sjón-
varpsrekstri. Þó vakti Eiður
Guðnason, umhverfisráðherra
ogjyrrverandi sjónvarpsfrétta-
maður, máls á því í umrœðum
á Alþingifyrir nokkru, að
hann hefði fyrst séð Pál, þegar
þingmaðurinn vará leið ísjón-
varpsþátt til að andmœla lita-
sjónvarpi á íslandi.“
Björn Bjamason íMorgun-
blaðinu.
Páll Pétursson, þingmaður
Framsóknarflokksins:
„Þetta er algjör útúrsnúningur
hjá Eiði, sem Björn étur upp
eftir honum. í umræddum
þætti lýsti ég aðeins yfir þeirri
ósk minni, að áhersla yrði lögð
á að ljúka við að sjónvarp-
svæða landið þannig að allir
Hliðhollir
Kínverjum
„Ríki, samtök ogeinstaklingar
hafa um nokkurra ára skeið
lýst vanþóknun sinni á Kina-
stjórn með því að einangra
hana... FUJ íReykjavíkfor-
dœmirferð sagnfræðinemanna
í sendiráðið og lœtur í Ijós þá
ósk að íslenskur œskulýður sýni
meðbrœðrum sínum ogsystr-
um í Kína meiri samúð og
samstöðu íframtíðinni."
Ályktun Félags ungrajafnað-
armanna í Reykjavík.
Ragnhildur Helgadóttir,
stjórn Félags sagnfræðinema
við HÍ:
„Atburðirnir á Torgi hins him-
neska friðar eru hörmulegir.
Heimsóknir sagnfræðinema í
kínverska sendiráðið voru þá
famar í menningarlegum til-
landsmenn næðu útsending-
um sjónvarpsins, áður en
menn færu að einbeita sér að
öðru. Ég hef aldrei verið mót-
mæltur litasjónvarpi á íslandi.
Hins vegar þótti mér brýnna
að hægt væri að sjónvarpa um
allt land en að þeir útvöldu
gætu notið sjónvarpsins í lit.
Því fannst mér eðlilegt að bíða
ári lengur með litavæðinguna.
Þess má reyndar geta, að enn
þann dag í dag eru nokkur
heimili á landinu sem ekki ná
útsendingum sjónvarpsins og
það er auðvitað afleitt.“
**
stjórnandi Litrófs, fyr-
ir að ná Kristjáni Jó-
hannssyni söngvara á
flug i Sjónvarpinu.
gangi, ekki pólitískum. Flestar
stórþjóðir liggja undir ámæli
fyrir pólitísk grimmdarverk.
Það er rík tilhneiging hér að
taka pólitíska afstöðu til allra
mála, og í þá gryfju hafa ungir
jafnaðarmenn fallið.
Góðvinur
Reagans
„Hannes Holmsteinn leggur
nú allt sitt traust á stefnu Ron-
alds Reagans — ísama mund
og bandaríska þjóðin hefur
hafnaðþeirri stefnu með kjöri
Clintons iforsetastól. Er
Hannes tekinn til við að skrifa
langhund íMorgunblaðið um
Reagan, eins konarframhald
bókarinnar um Jón Þorláks-
son... Ekkifer vel á því að
maður, sem velst til kennslu-
starfa, reki einhliða áróður í
fjölmiðlum. Fersenn að skiljast
hvers vegna prófessorar við
Háskóla íslands að rektor
meðtöldum vildu ekki taka við
Hannesi. Þar er ekki einasta að
hann sé utangátta í heimi
stjórnmálanna, heldur líka
öfgafullur í afstöðu.“
Ríkisstarfsmaður i Tímanum.
Hannes H. Gissurarson, dó-
sent við HÍ:
„Höfundur þessa lesendabréfs
er auðvitað Halldór Kristjáns-
son frá Kirkjubóli, og er það
von, að hann vilji ekki kannast
við afkvæmi sitt. Það er að vísu
rangt hjá honum, að ég hafi
ekki verið velkominn í Háskól-
ann: Sigmundur Guðbjarna-
son, þáverandi rektor, sagði
einmitt í blaðaviðtölum, þegar
deilur voru sem háværastar
vegna ráðning-
ar minnar sum-
arið 1988, að ég
væri velkom-
inn, en hann
vildi hins vegar
hafa annan hátt
á ráðningunni
en mennta-
málaráðherra.
Ég held satt að segja, að há-
skólakennarar geri aðallega
gagn úti í þjóðlífinu með því
að upplýsa fólk um staðreynd-
ir og hrekja þjóðsögur. Það hef
ég verið að gera í greinum
mínum í Morgunblaðinu um
stjórnartíð Reagans: Ég hef
blátt áff am bent á tölur og
staðreyndir, sem nægja til að
hrekja nokkrar goðsagnir
vinstrimanna um stjómartíð
hans, t.d. að hinir fátæku hafi
þá orðið fátækari, erfiðara hafi
verið að koma yfir sig þaki og
skeytingarleysi um lítilmagn-
annhafiaukist."
JEAN-PHILIPPE Labadie
Hér má sjá hvar keyrt er á hanrt í bíómyndinni um stuttan frakka. Sagan
endurtók sig fyrir framan 22 á Laugaveginum og þá íraunveruleikanum.
Þvílíkur minjagripur sem
ég hafði með mér heim!
Þegar franski leikarinn Jean
Philippe Labadie var staddur
hérlendis í tilefni af frumsýn-
ingu á kvikmyndinni Stuttum
frakka lenti hann í alvarlegu
óhappi og brotnaði illa á fæti.
Hann var fluttur með fyrstu vél
til Parísar í hjólastól og gekkst
undir uppskurð á mánudag. Je-
an Philippe er óvinnufær með
öllu en verður orðinn rólfær eft-
ir um þrjá mánuði. Þangað til er
honum fyrirskipað að hafa hægt
um sig. I kvikmyndinni lendir
hann einnig í ákeyrslu en grun-
aði aldrei að hann þyrfti að taka
hlutverk sitt svona alvarlega.
Hvað gerðistþarna um kvöldið?
„Ég var í dásamlegu skapi því
kvikmyndin hafði fengið góðar
viðtökur og ég var í skemmti-
legum félagsskap. Ég var að tala
við stúlku fyrir utan skemmti-
staðinn 22 eftir lokun hans en
þar voru um tuttugu manns
saman komnir. Allt í einu kem-
ur bíll aðvífandi og ekur inn í
miðjan hópinn en ég sá hann
aldrei og vissi ekki fyrri til en
hann lenti á mér svo ég kastað-
ist í götuna. Annað framhjól
bílsins fór yfir fótinn á mér og
olli því að sköflungurinn brotn-
aði hreinlega í tvo hluta. Öku-
maðurinn hafði sig á brott hið
snarasta en mörg vitni voru að
atburðinum og fólki tókst að ná
bæði niður númeri bílsins og
tegund. Með ökufantinum voru
þrír eða fjórir farþegar og ég
vona svo sannarlega að þeir
finnist."
Hver kom þér til hjálpar?
„Ég vissi eiginlega hvorki í
þennan heim né annan og man
því ekki gjörla hvað gerðist, en
einhver hafði vit á að taka mig
upp af götunni, koma mér fyrir
inni í bíl og færa mig á slysa-
deild. Ég var hræddur um að
fleiri hefðu slasast alvarlega en
sá ótti reyndist ástæðulaus. Á
spítalanum var tekið vel á móti
mér en ég fann fyrir miklum
sársauka og óttaðist mest af öllu
að fóturinn væri brotinn og
endurtók því í sífellu: „Ekki
segja mér að fóturinn hafi
brotnað! Ekki segja mér að fót-
urinn hafi brotnað!“ Það kom
hins vegar í ljós að martröð mín
varð að veruleika og ég verð að
viðurkenna að ég varð nokkuð
reiður.“
Þú hefur drifið þig úrlandi?
„Það þurfti að gera aðgerð á
fætinum og vegna þess hversu
skelkaður ég var treysti ég lækn-
unum á íslandi ekki til að koma
mikið við mig (seinna sögðu
franskir starfsbræður þeirra
mér að engin ástæða hefði verið
fyrir mig að efast um getu
þeirra). Ég tók því fyrstu vél til
Frakklands, var fluttur í gifsi og
í hjólastól af landi brott og mér
komið fyrir á spítala hér í París.
Nú er ég í þeirri aðstöðu að ég
má ekki hreyfa fótinn í margar
vikur og þarf að halda kyrru fyr-
ir að öllu leyti.“
Hvaða áhrifhefurþetta á vinnu
þína?
„Þetta kemur sér afar illa. Sex
vikna leikför til Bandaríkjanna,
sem átti að leggja upp í næsta
laugardag, var ffestað með öllu
þar sem ekki var hægt að kalla
til nýjan leikara í tæka tíð. Að
henni lokinni átti ég að leika
hlutverk þar sem jafnframt er
lögð áhersla á dans en það er nú
út úr myndinni því dansað get
ég alls ekki í þessu ásigkomu-
lagi. Eftir það hefði tekið við
enn eitt verkefni, en því hlut-
verki held ég að öllum líkindum
þar sem beðið verður ögn með
verkið þar til ég hef jafnað mig
að mestu, en gert er ráð fyrir að
ég verði vinnufær að nýju eftir
þrjá mánuði eða svo. Það er
ekki oft sem leikari hefur svo
mikið að gera hér í Frakklandi
og því kaldhæðnisleg örlög að
lenda í þessu einmitt þegar
svona bjart var ffamundan.“
Hvað hyggstu fyrir í hreyfingar-
leysinu?
„Satt að segja hef ég ekki hug-
mynd um það, því ég er vanur
að vera á stöðugum þönum.
Ástandið er þó aldrei svo svart
að ekki finnist einhver jákvæður
punktur í því og ég geri ráð fyrir
að ég muni lesa mikið, horfa á
mikið af kvikmyndum... og
reyna að auka enskukunnáttu
mína.“
Enfýrir utan alltþetta, hvernig
varísland?
„ísland var dásamlegt og allir
sem ég kynntist voru yndislegir
— í rauninni of gott til að vera
satt. Ég hugsaði því með mér að
dvöl mín hlyti að enda með
skelfingu, eins og kom á daginn,
en svona er tilveran víst. Ég var
mjög ánægður með útkomu
myndarinnar, en ætlaðist þó
ekki til þess að ákeyrsluatriðið í
henni rættist. Þvílíkur minja-
gripur sem ég hafði með mér
heim!“
d 6 b 6 ft
„Ámi er fr ekar skapgóður maður og fylg-
inn sér í þeim málum sem hann tekur að
sér,“ segir Margrét Frímannsdóttir, þing-
maður Alþýðubandalags. „Mér finnst
óskaplega gaman að Áma, því hann er líflegur
og skemmtilegur. Það er aldrei lognmolla í
kringum hann. Hann hefur reynst mér ómiss-
andi á neyðarstundum, traustur félagi og fórn-
ar sér algerlega fyrir mann ef því er að skipta.
Árni hefur bjargað lífi m(nu,“ segir Ragnar
Axelsson, stórvinur hans og ferðafélagi til
margra ára. „Ég held að það sé ekki neitt já-
kvætt við þennan mann, ekki neitt sem hann
hefur gert gott sem ég veit um,“ segir Karl 01-
sen yngri, sem átti samskipti við Árna vegna
öryggisútbúnaðar sjómanna fyrir nokkrum
árum og fékk af þeim sökum einn á lúðurinn
eins og frægt varð. „Þetta er dugnaðarforkur
og drengur góður. Hann er afkastamikijl í
þeim málum sem hann tekur að sér og úr-
ræðafi'nn. Góður félagi, vinur vina sinna og
sérlega mikill Eyjamaður," segir Þórarinn
Sigurðsson, félagi hans úr Vestmannaeyj-
um og formaður Hrekkjalómafélagsins.
ÁRNITOHNSEN
Ltflegur og ómissandi — eða
óþolinmóður og uppstrílaður
svindlari?
Þegar Árni Johnsen tók til máls á Alþingi vegna
Heimis- og Hrafnsmálsins á dögunum lyftist brúnin
á flestum þingmönnum og þegar Árni hafði röng um-
mæli eftir Svavari Gestssyni hló þingheimur.
kredit
„Mér finnst hann ekki alltaf sjást fyrir í ákafanum og
svo held ég að hann sé betri blaðamaður en þingmað-
ur. Þá er hann ekki heldur besti ræðumaður sem ég
veit um,“ segir Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Al-
þýðubandalagsins. „Honinn hættir til að svindla á mér
í borðtennis. Þá mætti hann einnig henda þessum
þingmannajakkafötum sínum og klæða sig öðruvfsi,
þar sem það á ekki við hann að vera svona uppstrflað-
ur,“ segir Ragnar Axelsson, vinur hans og félagi af Morg-
unblaðinu. „Hann er auðvitað alveg afskaplega bráður
og segja má að hann framkvæmi fyrst og hugsi svo,
eða eins og maðurinn sagði; skjóti fyrst og spyrji svo,“
segir Karl Olsen yngri, sem Árni gaf á kjaftinn að sjó-
mannasið fyrir nokkrum árum. „Það sem helst er hægt að
finna honum til foráttu er að hann er oft óþolinmóður og
svo að ég noti hans eigin orð; „hann vill spúla dekkið og
setja hrygg í málið“, þannig að málin voru kláruð „í gær“
eins og sagt er. Hann hefur ekkert tímaskyn og þegar hann
er í vinnuham á hann það til að hringja í mann klukkan
þijú og fjögur á nóttunni og þá til að athuga hvort „ekki sé
allt mjaklegt að ffétta“. Kannski er hans helsti ókostur að
hann er Bjamareyingur," segir Þórarinn Sigurðsson, vinur
hans úr Eyjum og lundaveiðimaður í Elliðaey.