Pressan - 15.04.1993, Page 7

Pressan - 15.04.1993, Page 7
F R E TT I R Fimmtudagurinn 15. april 1993 PRESSAN 7 sýna að samtökin hafa sem stundað víðtækar persónunjósnir ARNI FlNNSSON ;t meira með Magnúsi hann vill vera láta. Fylgist en „MAGNUS BORÐARALLT" Ýmsar upplýsingar er að finna ískjölunum og hér er sýnishorn af því. PRESSAN hefiir í fórum sín- um skjöl sem sýna fram á að Grænfriðungar (Geenpeace) hafa fylgst sérstaklega með Magnúsi Guðmundssyni kvik- myndagerðarmanni um nokk- urra ára skeið. í skjölunum kemur meðal annars ffam að til þess hafi þurft einn starfsmann í fullri vinnu. í síðustu viku kom fram í fréttaþættinum „60 Minutes“ á Nýja-Sjálandi að Grænfriðungar hefðu stundað víðtækar njósnir um Magnúsi Guðmundsson, kvikmyndagerðarmann og höf- und myndarinnar Lífsbjargar í Norðurhöfum. PRESSAN heiur komist yfir skjöl sama eðlis úr tölvukerfi Grænfriðunga, og sýna þau ffam á svo ekki verður um villst að Magnús hefur verið samtökunum sérlega hugleik- inn og fylla upplýsingar um hann og mynd hans hundruð blaðsíðna. Skjölin sem blaðið hefur undir höndum ná allt fram til 15. mars 1993 og eru meðal annars skrifuð af þeim Árna Finnssyni, sem starfar á skrif- stofu Grænfriðúnga í Gauta- borg, og Jakob Lagercrantz, starfsmanni alþjóðadeildar Grænfriðunga, en hann hefur aðsétur í Amsterdam. í skjölun- um er meðal annars að finna þýðingar á viðtölum og umfjöll- un um Magnús í íjölmiðlum hér á landi. Svo virðist sem engin viðtöl við hann, sama hvaða fjölmiðill á í hlut, hafi farið ffam hjá árvökulum augum og eyr- um Grænffiðunga. Þá eru einn- ig persónulegar upplýsingar um Magnús, svo sem um álit „koll- ega“ Magnúsar á honum, hvað honum þykir skemmtilegast að gera og svo ffamvegis. Þá má sjá á skjölunum að Grænffiðungar hafa fylgt honum effir á ferða- lögum erlendis. Einnig inni- halda þau vangaveltur og full- yrðingar um tengsl Magnúsar við stjórnvöld hér á landi, auk þess sem nokkrir þekktir ein- staklingar fá mjög neikvæða umfjöllun, þar á meðal Ólafur Sigurðsson, fféttamaður Sjón- varps. Fullt starfað fylgjast með Magnúsi Hinn 15. febrúar 1990 skrifar Lagercrantz til áróðursstjóra Grænffiðunga að mál Magnúsar Guðmundssonar eða „The Gudmundsson Affair“ hafi sýnt ffam á þörfina á því að samtök- in bregðist við „vandamálun- um“ sem eiga upptök sín á Norður-Atlantshafssvæðinu. „Ég hef talað við nokkra um þörfina á því að fá eina mann- eskju í fullt starf við að berjast við „vandamálið“ í tiltekinn tíma,“ segir hann. Síðan bætir hann því við „að Magnús muni ekki hverfa af sjónarsviðinu að eigin frumkvæði“, hvað svo sem meint er með því. Á ensku segir orðrétt: „It is apparent that Gudmundsson just doesn’t go awaybyhimself.“ í öðru bréfi ffá Lagercrantz, þar sem fjallað er um málefni Grænffiðunga, er sérstakur kafli helgaður Magnúsi. Þar kemur sitthvað fram um þá áætlun samtakanna að gera Magnús að ómerkingi í fjölmiðlum og losna þannig við óþolandi at- hugasemdir hans. Tillaga Lag- ercrantz er eftirfarandi: 1. Safna saman þeim upplýs- ingunum sem samtökin hafa þegar aflað sér um Magnús og leita jafnffamt með aðstoð Áma eftir nýjum upplýsingum á ís- landi. 2. Kynna öðrum mögulegar MagnúsGuðmundsson „Æði sjúklegt" „Mér varð illa við þegar ég frétti af skjölunum. Þetta kom mér þó ekki á óvart, nema þá hversu ítarlegt þetta er. Það setti óneitanlega að manni dá- lítinn hroll.“ Hvaðfinnst þér um samtök Grænfriðunga í Ijósi þessa mdls? „Þetta sýnir að samtökin eru afskaplega vafasöm. Þau stunda persónunjósnir þegar þau þykjast raunverulega vera að berjast fýrir umhverfis- vernd og eitthvað hljóta þessi ósköp að kosta. Mér þykir hæpið að þeir, sem gefa þeim peninga, myndu gefa þá til þessa markmiðs — að njósna um fólk. Ég er sannfærður um að ég er ekki sá eini sem er f þessum sporum, þar sem gagnrýnendur samtakanna eru farnir að skipta einhverj- um hundruðum í heiminum. Annars finnst mér þetta fyrst og ffemst æði sjúklegt. Þeir einstaklingar sem eru þarna að velta fyrir sér mínu ágæti, minni persónu og lífi, þeir ganga tæplega heilir til skógar. Eg hef hitt alla þessa menn og ég viðurkenni það fuslega að mér hefur ekki liðið vel í návist þeirra. Hatrið sem skín í gegn, sérstaklega frá Árna Finnssyni, er langt frá því að vera normalt. Þá finnst mér einnig að margt af því sem hann skrifar sé frekar til- raun hans til að upphefja sjálf- an sig í augum yfirboðara sinna. Hann gerir mikið úr hlutverki sínu sem duglegs spæjara og þeim samböndum sem hann hafi hér á landi, svo sem nánum vinskap við fjöl- miðla, sem ég leyfi mér að draga í efa að sé til staðar.“ aðgerðir sem kunna að gera lítið úr eða skaða Magnús og fullyrð- ingarhans. 3. Bjóða Magnúsi birginn í fjölmiðlum við hentug tækifæri. Af ofangreindu má sjá, að eitt af verkefnum Árna Finnssonar á fslandi hefur verið að fylgjast náið með Magnúsi. Líta á Magnús sem óvin númer eitt Augljóst er af þessum skjöl- um að Grænfriðungar líta á Magnús sem sinn helsta óvin. Þar kemur ffarn að hann hafi skaðað samtökin verulega og komið fram á sjónarsviðið á versta tíma. „f mars 1989 (sama mánuði og Lífsbjörgin var ffumsýnd) vorum við alveg við það að fá almenning á okkar band vegna viðskiptabannsins, og því er ákaflega ergilegt að h'ta yfir jákvæðar blaðagreinar ffá þessum tíma,“ segir Lagercr- antz í einu bréfi sínu. Hann bætir því við, að mál Magnúsar hafi fært mönnum heim sann- inn um að hægt sé að skaða samtökin, en fyrir þann tíma hafi þeim ekki staðið ógn af neinum — samtökin hafi með öðrum orðum ekki átt sér „óvini“. Ýmsar áætlanir samtakanna er að fmna í þessum skjölum, svo sem hvernig sérstaklega skuli ráðist á þau lönd þar sem mynd Magnúsar hafi verið tek- in til sýningar. Þá kemur einnig fram, að samtökin hafi fólk á sínum vegum á íslandi, sem sé tilbúið að gagnrýna Magnús. Það muni þó bera meiri árangur ef efnið komi annars staðar ffá en úr smiðju Grænffiðunga. Því er svo bætt við, að fólkið bíði einungis eftir rétta augnablik- inu. „Markmið okkar er að grafa undan stuðningi almenn- ings við Magnús á íslandi,“ seg- ir Lagercrantz. Og bætir við að samtökin sjái sér ekki fært að kveða niður ásakanir Magnúsar án stuðnings annarra. Nýjustu skjölin manaðargömul Grænfriðungar hafa greini- lega fylgst vel með Magnúsi á erlendri grundu. f skjölunum er meðal annars fjallað um þátt- töku Magnúsar í ráðstefnu í Utah í Bandaríkjunum, og einn- ig um dvöl hans vestanhafs í öðrum erindagjörðum. Þar kemur fram að samtökin hafi fundið út að utanríkisráðuneyti íslands hafi pantað hótelher- bergi fyrir Magnús Þó að slík þjónusta sé eðlileg í hugum ís- lendinga telur Lagercrantz að þetta gæti litið grunsamlega út í augum útlendinga og því væri vert að nota það gegn honum. Til dæmis gætu Norðmenn litið á þetta sem skýra sönnun þess að Magnús nyti fjárstuðnings ffá Jóni Baldvini Hannibals- syni. Hlutverk Árna Finnssonar í skrifunum virðist greinilega hafa verið að senda allt sem Hvenær leið honum best? „Þegar hann sá börn sín koma í heiminn." Hvað finnst honum skemmtilegast?„Að lesa góðar bækur." Hver er uppáhaldsmatur hans?„Hann borðar allt." Hvað likar honum best i fari fólks? „Húmor." Hvað gerir hann í fritíma sínum?„Les eða horfir á sjónvarp." Hvað finnst honum leiðin- legast? „Aðgera skatt- skýrsluna." (Arni bætir inn í að þetta sé afsökun hjá Magnúsi vegna þess að hann hafi staðið í vafa- sömum fjármálaævintýr- um!) „Hvala-Magnús, eins og stjórnandi þáttarins kynnti hann eða Magnús i Hvalnum eins og hún sagði síðar. Aumingja maðurinn. Hún var að gera grin að honum," seg- irÁrni í bréfi til Grænfrið- unga. „Mér er sagt affólki sem þekkir hann að hann skorti dómgreind og i þessari viku sannaði hann það rækilega," sagði Árni. „Skilaboð okkar eru þau að ásakanir Magnúsar séu rangar og honum sé ekki treystandi. Við sýn- um fram á tengsl milli hans og sjávarútvegs- ráðuneytisins og Sjón- varpsins. Með því að sjá til þess að fjölmiðlum ber- ist upplýsingar um for- sögu Magnúsar, svo trú- verðugleiki hans verði at- hugaður," segir Jakob Lagercrantz í plaggi þar sem lögð eru á ráðin fyrir réttarhöldin gegn Magn- úsi í Noregi. birtist um Magnús í íslenskum fjölmiðlum til höfuðstöðvanna. Nýjustu skjölin sem PRESSAN hefur komist yfir eru mánaðar- gömul. I þeim fjallar Árni meðal annars um grein sem birtist ný- verið í Vikublaðinu þar sem greint er ffá því að Magnús hafi fengið hálfrar milljónar króna styrk úr hinum svokallaða „Hvalasjóði“. „Þetta er allt sem við þurftum. Nú getum við hik- laust kallað Magnús erindreka ríkisstjórnarinnar,“ segir Árni. Nýjasta mynd Magnúsar, „Paradís endurheimt“, er Árna mjög hugleikin og 15. mars sl. skrifar hann Grænfriðungum að ekkert nýtt sé í myndinni, ef marka megi íslenskan blaða- mann sem hafi séð myndina. Þá segir hann að íslenskir fjölmiðl- ar séu lítið spenntir fyrir nýju myndinni fyrir utan Sjónvarpið. Þess má geta að í skjölunum kemur margoff ffam að Græn- friðungar telja óeðlilegt sam- band vera á milli Sjónvarpsins og Magnúsar. Ekki náðist í Árna Finnsson, sem nú er staddur í Stokkhólmi, en síðastliðinn laugardag lét hann eftirfarandi orð falla í út- varpsfréttum Bylgjunnar: „Einkalíf Magnúsar Guð- mundssonar er engan veginn áhugavert fyrir Greenpeace, ekki á nokkurn hátt.“ Um full- yrðingar Magnúsar í aðra veru sagði hann: „Ég veit ekki akkúr- at um hvað Magnús er að tala, en ég á bágt með að ímynda mér að hann hafi nokkuð undir höndum í þá áttina vegna þess að ekki hef ég séð neitt eða heyrt sem heitir, eða getur verið nokkurs konar umfjöllun um hann sérstaklega, an'nað en að hann er kvikmyndagerðarmað- ur sem býr á Islandi og rekur kvikmyndagerðarfýrirtæki sem hefur einkum unnið að því að gera kvikmyndir um Green- peace og önnur umhverfis- verndarsamtök.*1_____________ Jónas Sigurgeirsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.