Pressan


Pressan - 15.04.1993, Qupperneq 8

Pressan - 15.04.1993, Qupperneq 8
8 PRESSAN F R E TT I R Fimmtudagurinn 15. apríl 1993 ÓVISSAINNAN HSÍ VEGNAHM1995... Forráðamenn hand- J knattleikshreyfingar- innar bíða þessa dag- ana mjög spenntir eftir fundi tækninefndar Alþjóðahand- knattleikssambandsins (IHF), sem haldinn verður 17. apríl. Þá kemur í ljós hvort íslendingar fá að halda keppnina og það sem meira er; hvort okkur verður yftrhöfuð gert kleift að halda hana. Ágreiningur hefur verið milli Islendinga og IHF um keppnistímann. Hér vilja menn að keppnin fari fram í apríl en þeir hjá IHF hafa meiri hug á sumrinu, þá júní eða júlí. Ef tækninefndin ákveður að keppnin verði í júní þá er hún svo gott sem búin að útiloka ís- lendinga frá því að halda hana, þar sem allur grundvöllur fyrir henni er brostinn. Meðal ann- ars yrði ómögulegt að útvega nægt hótelrými fyrir keppnislið og blaðamenn. Sem dæmi má taka að álíka mörg hótelher- bergi eru á Akureyri og leik- menn og föruneyti sex keppnis- liða þurfa, þ.e. einn keppnisrið- ill. Það þýðir að enginn ferða- maður mætti vera í bænum þann tíma sem keppnin stæði yjar, sem er, eins og allir vita, hápunktur ferðamannatímans. Svo má guð vita hvar blaða- menn og aðrir aðdáendur lið- anna ættu að gista. Samkvæmt þ.essu bíða Hákon Gunnars- son, framkvæmdastjóri HM ’95, og aðrir aðstandendur keppninar með öndina í hálsin- um eftir fundinum og þar með hvort störf þeirra hingað til hafi verið unnin fyrir gýg. STARFSMAÐUR SJÓNVARPSINS HYGGSTKÆRATIL JAFNRÉTTISRÁÐS... /Jj»fcVíðar er karpað um j mannaráðningar inn- an Ríkissjónvarpsins en á æðstu stöðum, en skipan Ágústs Tómassonar, fyrrum dagskrárritstjóra hljóðvarps, í stöðu forstöðumanns texta- varps er umdeild. Hefur annar umsækjandi, Anna Hinriks- dóttir, fullan hug á að kæra starfsráðninguna til Jafnréttis- ráðs þar sem hún telur kynferði hafa haft úrslitaáhrif á ákvörð- un Péturs Guðfinnssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Sjónvarps. Anna telur hvorki menntun sína né starfsferil standa sér fyrir þrifum en hún hefur lokið prófi í fjölmiðla- fræði auk þess sem hún hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns umsjónarmanns textavarps (deildarsérfræðings) nánast frá upphafi og unnið að fleiri verk- efnum innan sjónvarpsins. Ennfremur gekk Anna í starf Geirs Magnússonar, fyrrum forstöðumanns textavarps, sem hætti störfum fyrir skömmu og gekk til liðs við íþróttadeild Stöðvar 2. Anna hefur nú sagt upp störfum hjá Sjónvarpinu og segist ekki telja sér fært að sitja sem undirmaður manns sem hún telur síst hæfari til að gegna stöð- unni en hún sjálf. jldbindingarui ijtdmmtÆ-''' § jfe Staða lífeyrissjóðanna hefur batnað vegna góðrar ávöxtunar síðastliðin fjögurár, auk þess sem réttindi hafa verið skert og viðmiðun- araldur hækkaður. Marglr lífeyrissjóðanna munu þó aðeins lifa með aðstoð skattgreið- enda og/eða áframhaldandi verulegri skerð- ingu á réttindum sjóðfélaga. Varlega áætlað nemur gatið í núverandi kerfi lífeyrissjóða á bilinu 160 til 165 milljörðum króna. Miðað við stöðu flestra lífeyrissjóða, sem voru til skamms tíma 88 talsins, í árslok 1991 er þegar fyrirliggjandi gat upp á 125 til 130 milljarða, en þá eru reiknaðar með áfallnar skuldbindingar umffarn hreinar eignir til greiðslu lífeyris. Við þetta má síðan bæta halla ókominna ára, þ.e. þeim halla sem bætist við næstu áratugina að óbreyttu, en þar er um 30 til 35 milljarða króna að ræða. Hér er miðað við 3 prósenta árs- vexti. Dulin en allveruleg vísitöluskerðing réttinda Þessar tölur kunna að breyt- ast talsvert á næstu árum. Breytingar hafa þegar orðið all- nokkrar með fjögurra ára góð: æri hjá lífeyrissjóðunum, þar sem ávöxtun hefur verið allgóð. Staða flestra lífeyrissjóða hefur þannigbatnað til muna. Annað sem sett hefur og mun áffarn setja strik í reikninginn er skerðing lífeyris-, örörku- og makalífeyrisréttinda. Flestir líf- eyrissjóðanna hafa þegar skert réttindi sjóðfélaga-verulega. SAL-sjóðirnir svokölluðu breyttu um áramótin 1991/92 viðmiðunarvísitölu lífeyris úr launavísitölu yfir í lánskjaravísi- tölu. Reynslan undanfarið bendir til þess að laun hækki að meðaltali um eitt prósent á ári umfram lánskjaravísitölu og þetta eykur framtíðarraun- ávöxtun sjóðanna. Þetta þýðir með öðrum orðum að reikni- stuðullinn fyrir útgreiddan líf- eyri er lægri sem þessu eina prósenti á ári nemur. Auk þessa rná nefna að sjóð- irnir hafa hækkað viðmiðunar- aldur lífeyrisþega úr 67 í 70 ára aldur. Unt leið hefur réttur maka til makalífeyris verið skertur verulega og margir sjóð- ir hafa að undanförnu íhugað að skerða réttindi til örorku- bóta. Hinir ríkistryggðu bjóða best og standa verst Staða einstakra lífeyrissjóða er mjög mismunandi og ekki ofsögum sagt að þar breyti mestu hvort sjóður nýtur ábyrgðar ríkissjóðs, ríkisbanka eða sveitarfélaga. Slíkir sjóðir hafa ekki haff þann hvata á við aðra sjóði að styrkja innviði sína til að geta sjálfir mætt skuldbindingum sínum. Með öðrum orðum hafa þeir boðið upp á bestu kjörinvbæði éftir- launakjör og lánskjör, og ávísað óhjákvæmilegum halla yfir á ríkissjóð og sveitarfélögin; til skattgreiðenda. ^ Þannig má áætla að af áður- nefndu 160 til 165 milljarða króna gafi megi rekja 90 til 95 milljarða til-17 lífeyrissjóða sem háfa á bakVið sig'ábyrgð ríkis- sjóðs1, ríkisbanka eða sveitarfér ■ laga. • •• -•»- >« Þetta eru- um leið verst stæðu sjóðirnir. Lífeyrissjóður starfs- manna-ríkisins-á rúmlega 1-6 milljarða eignir (árslok 1991) en áfallnar skuldbindingar hljóð- uðu upp á tæplega 84 milljarða, reyndar miðað við 2 prósenta vexti. í þessum eina lífeyrissjóði er því fyrirliggjandi stórt gat upp á um 67 milljarða króna, gat sem almennir skattgreið- endur fjármagna að fullu, mið- að við óbreyttar reglur og kerfi. Nýlega er lokið trygginga- fræðilegri úttekt á stöðu Lífeyr- issjóðs starfsmanna Reykjavík- urborgar og þegar reiknað er með halla ókominna ára (aukn- ing skuldbindninga umfram aukningu iðgjalda) sést gat upp á 10,5 milljarða króna, við 3 prósenta vexti. Nánar tiltekið hljóðaði höfuðstóll sjóðsins upp á 242,5 milljónir og verðmæti iðgjalda framtíðarinnar upp á 1.220 milljónir, en fyrirliggjandi og áætlaðar skuldbindingar voru 10,5 milljörðum hærri. Sé miðað við 2 prósenta ársvexti stækkar gatið upp í 13,2 millj- arða. Það er vert að bæta því við, hvað þennan sjóð varðar, að gagnvart þessu stóra gati skilaði sjóðurinn 11,4 prósenta raunávöxtun árið 1991, sam- kvæmt samantekt Vísbending- ar, sem má heita ótrúlega gott, því 85 prósent eigna sjþðsins voru fólgin í Iánum til sjóðsfé- laga og hefur þessi sjóður ekki verið þekktur fyrir vaxtaokur í því sambandi. Skuldbindingar allt að fímmtán-faldar eignirnar I sömu andrá er rétt að nefha Lífeyrissjóð sjómanna, sem er með fyrirliggjandi gat upp á 7,5 milljarða, en gat upp á yfir 20 milljarða þegar iðgjöld og skuldbindingar framtíðarinnar bætast við. Þetta eru þeir sjóðir sem hafa stærstu götin tölulega séð, en um þá má þó segja að einhverj- ar eignir liggja að baki. Ólíkt er því farið hjá Lífeyrissjóði al- þingismanna og Lífeyrissjóði ráðherra. Þessir sjóðir eiga eng- ar eignir, en fyrirliggjandi skuldbindingar hljóða upp á um 2,5 milljarða króna. Sú tala mun hækka linnulítið næstu ár- in og áratugina og ávísast beint á skattgreiðendur. í árslok 1991 fengu úr Lífeyrissjóði ráðherra 14 fyrrum ráðherrarog 11 mak- ar, en úr Lífeyrissjóði alþingis- manna 62 fyrrum þingmenn og 40 makar. Stór göt í krónum talið segja ekki alla söguna. Lífeyrissjóðir þingmanna og ráðherra eiga engar eignir og því ekki hægt að reikna út hversu margfalt skuldbindingarnar eru meiri en eignirnar. í yfirliti bankaeftirlits Seðlabanka sést að nokkrir sjóðir, sem tölur liggja fýrir um, eru með skuldbindingar á bak- inu sem eru margfalt hærri en eignirnar. Versta hlutfallið í yfirlitinu var að finna hjá Lífeyr- issjóði starfsmanna Vest- mannaeyjakaupstaðar, en um gantlar tölur var að ræða eða ffá 1987. Þá töldust skuldbindingar sjóðsins fimmtán sinnum hærri stær - J-cTÍ ■ \j.eynssj. sxansmanna hkisi, ífeyrissj. sjömanna ífeynssj. starfsmanna Rkv. : Lífeyrissj. hjúkrunarkvenna 6.400: Lífeyrissj. Dagsbr. og Frams QXQQrLífí 3.900: L$ 3.600: Lífeyrissj. má 3.400: Íífeyrissj, Samviiíhulí na ■sm • K-' ** en eignir. Lífeyrissjóður starfs- manna Reykjavíkur, Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins og lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna skulduðu á bilinu sex tii átta sinnum meira en eignir voru fyrir og Lífeyrissjóður sjó- manna, Lífeyrissjóðurinn Skjöldur, Eftirlaunasjóður Hafnarfjarðar og Eftirlauna- sjóður Keflavíkur skulduðu á bilinu þrefaldar til fimmfaldar eigur sínar. Batnandi ástand, en sumum ekki við bjargandi Sem fyrr segir hefur hagur flestra lífeyrissjóða vænkast á síðustu fjórum árum. „Staðan hefur batnað geysilega mikið á þessum árum og gamli hallinn minnkað mikið,“ segir Guðjón Hansen tryggingafræðingur, sem gert hefur úttekt á stöðu margra sjóða. „Það hafa komið nokkur góð ár í röð með mjög góðri ávöxt- un um leið og gjaldstofhinn hef- ur hækkað. En staða sjóðanna er eftir sem áður mjög mismun- andi; sumir hafa lofað meiru en aðrir og standa því verr að vígi en aðrir, ef þeir þá ætla að standa við loforð sín. Með sama áframhaldi má búast við að margir sjóðanna nái því að eiga fyrir skuldbindningum sínum, en ekki allir. Það eru til sjóðir sem standa svo illa að góð ávöxtun dugir ekki til. Þeir sem búa við eðlilegar aðstæður munu flestir ná sér upp, að því tilskildu að þeir dragi eitthvað úr réttindum," segir Guðjón. . Að lokum má geta þess að góð ávöxtun er ekki alls staðar mergurinn málsins. Víða þýðir ~góð ávöxtun það sama og- háir vextir á lánum til sjóðfélaga og í mörgum lífeyrissjóðum hefur í því sambandi ríkt kynslóða- stríð. Slíkt stríð leiddi til „hallar- byltingar“ innan Lífeyrissjóðs verkfræðinga og í kjölfarið var ákveðið að Iána sjóðfélögum með aðeins 3,5 prósenta vöxt- um, en flestir sjóðanna lána nú á 6 til 7 prósenta vöxtum. Þessi ákvörðun verkfræðinga jafn- gildir því að sjóðfélagar taka líf- eyrinn sinn út að hluta til fýrir- ffam; þeir fá nú lán á betri kjör- um gegn skertum réttindum í ffamtíðinni.________________ Friörik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.