Pressan - 15.04.1993, Side 9
Fimmtudagurinn 15.apríl 1993
F R E TT I R
PRESSAN
Endurtekin stór gjaldþrot hjá meðferðarstofnunum í rannsókn eftir grfðarlegt tap á að
þurrka erlenda áfengissjúklinga
BANKINN ÆTLAR AD
RANNSAKA VIÐSKIPTI
MEBFERDAR
Á næstunni er ætlunin að
ljúka skiptum á þrotabúi Með-
ferðar hf. sem teldð var til gjald-
þrotaskipta 14. ágúst 1991. Að
sögn skiptastjórans, Sveins
Sveinssonar héraðsdómslög-
manns, er beðið eftir lítilsháttar
upphæð sem fannst á reikningi
erlendis, en að því loknu verður
búinu lokað.
Það blasir við að nánast eng-
ar eignir eru í þrotabúi Með-
ferðar hf., sem stofnað var í
febrúar árið 1988 til að reka
meðferðarstöð íyrir áfengis- og
vímuefriasjúklinga. Frá upphafi
einbeitti fyrirtækið sér að því að
sinna áfengissjúklingum ffá
Norðurlöndunum.
Kröfur í þrotabúið eru geysi-
háar. Lýstar almennar kröfur
eru upp á 160 milljónir og for-
gangskröfur 22 milljónir. Þessar
tölur þarf reyndar að setja frarn
með fyrirvara vegna þess að
ekki hefur verið fyllilega útilok-
að að um tvílýsingar sé að ræða.
Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR hafa komið
upp hugmyndir meðal kröfu-
hafa um að gjaldþrotið verði
rannsakað nákvæmar en ein-
föld meðferð skiptastjóra býður
upp á. Óljóst er þó hver ætti að
kosta slíka málsmeðferð. í sam-
tali við blaðið upplýsti einn
kröfuhafinn að mönnum þætti
ekki einleikið hvernig til skuld-
bindinga hefði verið stofiiað.
Einnig finnst mönnum fram-
ganga nokkurra af aðstandend-
unum úti í Svíþjóð einkennileg í
ljósi þeirrar stöðu sem skilin var
eftir hér heima. Eru meðal ann-
ars uppi grunsemdir um að há-
ar útistandandi kröfur Með-
ferðar hf. erlendis hafi aldrei
skilað sér heim. Um getur verið
að ræða nokkra tugi milljóna.
Þá hefur Búnaðarbanki ís-
lands falið Hróbjarti Jónat-
anssyni hæstaréttarlögmanni
að fara ofan í saumana á þessu
máli og leita eftir möguleikum á
að fýlgja kröfum bankans eftir
erlendis.
Forverarnir líka
gjaldþrota
Það var ekki ný hugmynd að
nýta sérþekkingu íslendinga í
áfengismeðferð til að lækna er-
lenda sjúklinga. Var í því sam-
bandi rætt um útflutning á ís-
lensku hugviti þar sem með-
ferðarfulltrúar og læknar væru
íslenskir auk þess sem byggt
væri á íslenskum aðferðum.
Á undan Meðferð hf. komu
líknarfélagið Von, Sjúkrastöðin
Von hf. og dönsku félögin Von
ÓlafurRagnarGrímsson
Milljónirnar hans bárust til
Meðferðar í þá mund sem
fyrirtækið varð gjaidþrota.
veritas og Von behandling.
Samhliða Meðferð hf. var rekið
húsfélagið Fitjar hf. sem átti
húseignina Fitjar í Mosfellsbæ
sem keypt var af Kristni heitn-
um Finnbogasyni. Meðferð hf.
greiddi 700.000 krónur fyrir það
í húsaleigu á mánuði.
Öll þessi félög eru gjaldþrota
eða til gjaldþrotaskipta. Skipt-
um á Sjúkrastöðinni Von hf.
lauk 28. júní 1992 og fékkst ekk-
ert upp í almennar kröfiir upp á
45 milljónir. Skiptum á Fitjum
hf. lauk 7. desember síðastlið-
inn og fékkst ekkert upp í al-
mennar kröfur upp á 26,4 millj-
ónir. íslandsbanki leysti hins
vegar húseignina til sín á nauð-
ungaruppboði.
Fluttu sig til Svíþjóð-
ar
Stjórn Meðferðar hf. var
skipuð þeim Bergi Guðna-
syni, sem var stjórnarformað-
ur, Kristjáni Omari Krist-
jánssyni og Bjarna Stein-
grímssyni. Auk þeirra voru
meðal hluthafa þeir Grétar
Haraldsson, Skúli Thorodd-
sen, Brynjólfur Hauksson,
Jóhannes Jónsson og Grettir
Gunnlaugsson. Hlutafé var
skráð 480 þúsund krónur.
Það er ljóst að menn eru ekki
á eitt sáttir um
hvernig málum
hefur lyktað. Þrír
þ e s s a r a
manna,
Skúli,
Brynjólfur og Bjarni, hafa flutt
sig til Svíþjóðar og stofnað nýja
stöð, Saga Svartnes, sem er um
300 km frá Stokkhólmi. Skúli
stjórnaði lengst af Norður-
landasamskiptunum og rak
skrifstofu í Svíþjóð sem sá um
að afla sjúklinga og sambanda.
Heyra má á þeim sem eru eff-
ir hér heima að þeir telja þre-
menningana hafa svikið sig í
tryggðum. Kom meðal annars
fram hjá Bergi Guðnasyni að
hann taldí þá ekki hafa unnið af
'heilindum fyrir Meðferð hf. al-
veg síðan haustið 1990 eða í um
það bil ár áður en fyrirtækið
varð gjaldþrota. Sagðist Bergur
telja að þeir hefðu unnið allan
þann tíma að því að koma undir
sig fótunum í Svíþjóð og taka
um leið það verðmætasta úr
rekstri Meðferðar, semsagt
þekkingu og viðskiptasam-
bönd. Bergur baðst undan að tjá
sig að öðru leyti um málefni
Meðferðar en játaði aðspurður
að hann hefði tapað verulegum
fiárhæðum á þessu öllu saman.
I svipaðan streng tók Grettir.
Þess má geta að Bergur var eig-
andi Fitja ásamt þeim Bjarna óg
Skúla.
Fóru gjaldþrota út
en hafa mikil umsvif
þar
Þremenningarnir sem fóru til
Svíþjóðar bjuggu allir við það að
vera persónulega gjaldþrota, en
samkvæmt heimildum frá Svf-
þjóð sér þess ekki merki í um-
svifiun þeirra þar. Effir því sem
komist verður næst er Saga
Svartnes í einkaeigu þeirra, en
þeir hefa fengið opinbera að-
stoð, meðal annars frá sænsk-
um þróunarsjóðum, við að
koma rekstrinum af stað. Einn-
ig bárust sögur af því að þeir
notuðu hagnað af rekstrinum
úti til að endurheimta eignir
sínar hér heima. Slíkt fékkst þó
ekki staðfest. Við Saga Svartnes
vinna sautján íslendingar.
„Ég h't svo á að þeir séu land-
Fitjar í Mosfellssveit
Meðferð borgaði 700.000 krónur á mánuði í húsaleigu
flótta þarna úti í Sví-
þjóð og þeir láta
ekki einu sinni ná í
sig í síma til að ræða
málefni Meðferðar,"
sagði maður kunn-
ugur rekstri Með-
ferðar hér heima.
Skúli sagðist ekki
geta fallist á að þeir
væru landflótta: „Ég
hef dvalið erlendis
síðan 1988 og unnið
við það lengst af að
senda sjúklinga til
íslands. Starf mitt
hér í dag er í beinu
framhaldi af því, en
þetta fyrirtæki teng-
ist ekki Meðferð og
Von á neinn hátt,“
sagði Skúli þegar
náðist í hann úti í
Svíþjóð.
Hann sagði að
þrennt hefði stuðlað
að því að niðurstað-
an varð sú sem raun
ber vitni: Of lítið fé í
fyrirtækinu í upp-
hafi, fjarlægð frá
markaðnum og
skortur á opinberri
fyrirgreiðslu.
Fengu 20 milljónir
frá ríkinu rétt fyrir
gjaldþrotið
Þessi síðasttöldu ummæli eru
forvitnileg í ljósi þess að í fjár-
aukalögum haustið 1991 var
farið fram á 20 milljóna króna
heimild á lánsfjárlögum undir
liðnum „bindindisstarfsemi“.
Heimildin sem þarna var sótt
um var vegna framlags sem þá-
verandi fjármálaráðherra, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, hafði
samþykkt í mars 1991
(skömmu fyrir kosningar) að
veita Meðferð hf. Þess má geta
að Ólafur Ragnar og Skúli voru
flokksbræður. Þessi upphæð
var greidd út í tvennu lagi og
hefur seinni upphæðin borist
rétt fyrir gjaldþrotið. Á því ári
Skúli Thoroddsen
Stjórnar nú rekstri með-
ferðarheimilis í Svíþjóð.
var 34 milljónum króna varið til
bindindisstarfsemi. Þessi opin-
bera fyrirgreiðsla vekur reyndar
einnig athygli vegna þess að við
gjaldþrotið skuldaði fyrirtækið
mikið af opinberum gjöldum,
enda fór upphæðin ekki í það
að standa skil á þeim eins og þó
eru fordæmi fyrir.
Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR fóru milljón-
irnar 20 beint til Búnaðarbank-
ans til að laga stöðu Meðferðar
gagnvart honum. Meðferð var í
viðskiptum þar og nema kröfur
bankans í þrotabúið um 36
milljónum króna. Mikið af því
er tilkomið vegna yfirdráttar í
bankanum. Þess má reyndar
geta að eftir því sem komist
verður næst átti bankinn að
standa skil á launum og launa-
tengdum gjöldum en sveikst
um hið síðarnefhda.
Aðstandendur fyrirtækisins
verja þessa fyrirgreiðslu með
því að fyrirtækið hafi flutt mikla
starfsemi inn í landið án fyrir-
greiðslu í líkingu við það sem
fiskeldi og loðdýr fengu.
Sala á eignum Vonar
vakti furðu
Þann tíma sem Meðferð
starfaði munu um 1.000 sjúk-
lingar hafa komið þangað til
meðferðar. Um 600 þeirra voru
ffá Svíþjóð en hinir ffá Færeyj-
um, Grænlandi, Noregi og Dan-
mörku. Fljótlega hættu þó við-
skiptin við Færeyinga, sem þótti
meðferðin of dýr. Velta fyrir-
tækisins þennan tíma nam um
380 milljónum en starfsmenn
voru um fjörutíu. Fyrirtækið var
með skrifstofur í Nuuk á Græn-
landi, í Svíþjóð og Noregi.
í apríl 1991 urðu blaðaskrif í
DV vegna ásakana um fjármál-
amisferli aðstandenda Meðferð-
ar. Ásakanirnar voru settar
ff am af Gylfa Guðmundssyni,
sem lengi rak knattborðsstofu
hér í bæ og er núna búsettur í S-
Afríku. Gylfi hélt því fram að
með prettum hefði húseign ver-
ið höfð af sér og konu sinni.
Bjarni Steingrímsson
Rekur nú heimili í Svíþjóð.
Ásaknirnar beindust í raun að
þeim sem ráku Sjúkrastöðina
Von, en þar voru þeir Bjarni og
Brynjólfur eigendur ásamt Ew-
ald Bemdsen, Hinrik Bernd-
sen og Þóru Hallgrímsson.
Eftir því sem komist varð næst
höfðu Gylfi og kona hans selt
þeim einbýlishúið á Bárugötu
11 út á skuldabréf útgefin af
Von. Þau greiddust aldrei og
töpuðu þau andvirðinu.
Við skiptameðferð á Sjúkra-
stöðinni Von kom ýmislegt
fram sem orkaði tvímælis í bók-
haldi og voru á tímabili uppi
hugmyndir um að fara fram á
opinbera rannsókn. Af því varð
þó ekki. Eitt af því sem skipta-
ráðanda fannst þar athugavert
voru viðskiptin með eignir
Sjúkrastöðvarinnar Vonar sem
Meðferð hf. keypti. Voru gefin
út þrjú skuldabréf vegna þessa,
hvert að fjárhæð 1.250.000
krónur, og áttu 2.700.000 krón-
ur að vera greiðsla fyrir eignir
Sjúkrastöðvarinnar Vonar.
Greiðsla þessi kom ekki fram
sem eign í þrotabúi Vonar og
ekki vitað hvað um hana varð.
Sigurður Már Jónsson