Pressan - 15.04.1993, Síða 11
Fimmtudagurinn 15.apríl 1993
S T E L P U R
STELPULEGIR STRAKAR
PRESSAN 1 1
Thelma Guðmundsdóttir
Komin á samning í Tókýó.
íslensíai fyrirsœturnar
Siqursœlar í j\few Yorfc
Hvorki meira né minna en
níu verðlaun komu í hlut ís-
lensku keppendanna í svokall-
aðri MAAI-íyrirsætukeppni,
sem er ein virtasta keppni sinn-
ar tegundar í heiminum í dag.
Keppnin var haldin í New York
um páskahelgina á Waldorf As-
toria-hótelinu (þar sem A1 Pac-
ino dansar tangó í
Konuilmi). AIls
kepptu þarna 600
fyrirsætur hvað-
anæva úr heim
inum, þar af
tuttugu frá
íslandi.
„Þetta var besti árangur einn-
ar þjóðar. Við megum vera
mjög stolt af íslensku fyrirsæt-
unum,“ segir Eydís Eyjólfs-
dóttir, starfsmaður hjá Mód-
el/mynd og íslenskum fyrirsæt-
um og ein þeirra er þjálfuðu ís-
lensku fyrirsæturnar fyrir
keppnina úti.
Hrund Teitsdóttir og Hrönn
Johannsen fengu alls sautján
tilboð og margir fleiri nokkur
tilboð um að starfa sem fyrir-
sætur úti í hinum stóra heimi.
Keppnin var núna haldin í
33. sinn og þarna voru fulltrúar
ffá ekki minni umboðsfyrir-
tækjum en ENG Models, Pau-
line, Premiére og Vilhelmina.
íslensku fyrirsæturnar áttu
að koma heim í gær en vegna
velgengninnar seinkar heim-
komunni.
Elva Hrönn
Eiríksdottir
Komin á samning
á Ítalíu.
Fáir eru spámenn í sínu „föður-
landi“. Þetta sannaðist enn og aftur í
lítilli grein sem birtist um indversku
prinsessuna Leoncie í hinu víðlesna
víkutímaríti Entertainment. Þar fær
nafnspjald prinsessunnar hvorki
meira né minna en titilinn „Nafn-
spjald mánaðarins“. Blaðinu berast
víst nafhspjöld frá tónlistarfólki hvað-
anæva, en í þetta sinn barst þeim eitt
O U S » « 8 » »
Ja> k> Lady
"tVs' »*»'*'»"
Wkevlv, f
a-> f»T |
sírvot* .
Jj
vrkhaíútntéKiu'Indhu, ,
slbtuftír*- ;
» fíroetiltf*. Úöá |
-ew by wöfhilwsf-) I
a m\ig «“4lkd
. *.*&*>&> m. >í (fx&0*istsAsf. m i Kísrr
- - «*«•■■ -
findodwl /«!
slíkt í fyrsta sinn alla leið frá íslandi.
Entertainment hefur að auki aldrei áð-
ur fengið nafnspjald dans- og söng-
meyjar með slíkan og þvílíkan titil,
söngkonu sem hefur tekið upp plötu í
Tékkóslóvakíu er ber nafnið Story
From Brooklyn og hefur að geyma tit-
illagið Madonna is Dead (That is the
Question). Leoncie ritar að auki: „Svo
virðist sem ég hafi hneykslað fslend-
inga með nektardansi
mínum. Kjaftaganginum
ætlar aldrei að linna...
Komir þú til íslands skal
ég bjöða þér heim til mín í
mat.“ Entertainment spyrt
hvort nektardans sé inni-
falinn!
ICEICE LADY
Entertainment fannst
nafnspjaid Leoncie
óendanlega fyndið;
indversk prinsessa frá
íslandi!!??
íslendingarnir fengu fyrstu
verðlaun í svokölluðu „group-
modelling“ sem byggist á tísku-
sýningum, dönsum og pósum.
Fllutskörpustu ljósmyndafyrir-
sæturnar voru einnig frá ís-
landi; þau Steindór Gíslason
og Hrund Teitsdóttir.
Önnur verðlaun í svokallaðri
tískugöngu fengu þær Díana
Bjarnadóttir og Hrönn Jo-
hannsen, en hún vann Elite-
keppnina fyrir tveimur árum.
Þá lentu áðurnefndur Steindór
og Ingvar Bj. Ingvarsson,
báðir frá Akureyri, í verðlauna-
sæti fyrir framkomu í auglýs-
ingum. Elva Hrönn Eiríks-
dóttir fékk 1.000 dollara verð-
laun og er komin á samning á
Ítalíu; Thelma Guðmunds-
dóttir fékk 500 dollara og
samning í Tókýó; Ásdís María
Franklín var boðuð í viðtöl við
23 umboðsskrifstofur vestra; 19
umboðsskrifstofur vilja tala við
Oddnýju Arnbjörnsdóttur;
Hrund teitsdóttr
Varkjörin besta Ijósmyndafyrirsætan,
sem Bonni Ijósmyndari á reyndar nokkuð stór-
an þátt í, því Ijósmyndamappan hennar þótti
heldur gæðaleg.
-kvenleg áhrif í karlatískunni
IMivVKBK* PRINSCÖÖAN
\kr
xm xmteŒSS;
IXONOE
- í • ttas’
Lagskipting er lykilorðið. Skyrta yfir bol. Vestiyfir
skyrtu. Jakki yfír allt saman. Klútar vafðir um háls-
inn. Pottlok á hausinn. Jafnvel pils. Nett-kvenlegt!
Prjónaefni eru allsráðandi og hugmyndum stolið
frá ýmsum tímabilum tískunnar. Það erþví hæfíleg
blanda afhippastílsjöunda áratugarins, töffara-
tísku og amerískri gallabuxnatísku sem nánast
hver einasti tískufrömuður lætur frá sér fyrir sumar-
ið; Dolce e Gabbana, Jean Paul Gaultier, Michiko
Koshino, Emporio Armani, Comme des Gargons,
Paul Smith, Joseph, Nicole Fahri og Nick Cole-
man. Frekar fríkað stöff.
Stuttmyndadögum á Hressó
lauk á skírdag. Myndbandið
Athyglissýki eftir Reyni
Lyngdal var valið besta
myndin. Flestir eru
sammála því að fr amtak
eins og Stuttmyndadag-
ar sé bráðnauðsynlegt til
eflingar íslenskri kvilonynda-
gerð. Á stuttmyndadögunum
var meðal annars að finna Ara
Matthíasson leikara, Júlíus
Kemp og
Ingibjörgu
Stefáns-
dóttur,
Kristínu
Jóhannes-
dótturkvik-
myndaleik-
stjóra, Bryndísi Schram ffam-
kvæmdastjóra kvikmyndasjóðs
(nema hvað!), dótturina Kol-
finnu Baldvinsdóttur
ásamt Birni Jörundi
Friðbjörnssyni,
Sveinbjöm I. Bald-
vinsson og kvik
myndagerðar-
mennina Jón
Tryggvason, Snorra
Þórisson og Guðmund
Þórarinsson, umbann Þor-
stein Kragh sem fær þessa
dagana ekki frið fyrir tréstólum
og Úlli á Gauknum brosti
breitt. Þá var þar einnig borgar-
stjórinn Markús Örn An-
tonsson sem afhenti verð-
launin fyrir bestu myndina
og því má ekki gleyma að
Hrafn Gunnlaugsson
kom þar einnig við.
f frumsýnmgarteitinu sem
haldið var til heiðurs Stutta
frakkanum og stutta fótbrotna
Frakkanum á Tveimur vinum
voru fjölmargir, þar á
. meðal þau Þor-
t valdur Bjarni og
lAndrea úr
/Todmobile, Helgi
/Björns úr SSSól,
''antípartíkarlarnir
"Þorsteinn Kragh um-
bi og Páll Rósinkranz söngvari
úr Jet Black Joe, Bergþór Páls-
^son söngvari, þó ekki
. grand tenore,
l Björn Jörundur
lFriðbjörnsson
log Daníel Ágúst
rHaraldsson úr
rNýdanskri, Þorgeir
Ólafsson listfræðing-
ur, Þorsteinn J.
hjálmsson þetta
þetta líf, Birgir Bíl-
velta pizzaumbi og
Lilja Pálmadóttir úr'
Hagkaupsveldinu,
flestallt leikaragengið úr
Stuttum frakka og margir,
margir, margir fleiri....
H-moll-messan eftir Bach
hreyfir jafnan mikið við fólki.
Var hún flutt í Langholtskirkju
á föstudaginn langa. Það var
mál manna að kórinn,
undir stjórn Jóns^
Stefánssonar,i
hefði aldrei náðí
' betur saman. Þessi
má geta að líklega*
verður sama messa^
flutt í London að ári7
Fullt var út úr dyrum en
það sást þó til Friðriks
Erlingssonar og hans
unnustu, Markúsar
Arnar Antonssonar,
Bryndísar Schram og
Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, séra Sigurðar
Hauks Guðjónssonar, Guð-
rúnar Gunnarsdóttur svan-
fríðar og Valgeirs Skagfjörð
leikstjóra, Guðmundar Pét-
urssonar gítarista, Guðjóns
Friðrikssonar sagnfræðings og
Þórunnar Sveinbjamardótt-
ur starfsmanns Kvennalista.
Þess má geta að séra Flóki
Kristinsson labbaði að
vanda út úr kirkjunni þegar
lófatakið hófst, enda mun
það fara fyrir brjóstið á hon-
um að klappað sé í kirkju.
... að sundlaugarnar verði opn-
ar til miðnættis í sumar
það er ekkert betra en fara seint að
kveldi í sund.
... fleiri frídögum
það er svo þægilegt að liggja með
lappirnar upp í loft.
... Stuttum írakka
ætli maður sér að komast í smá-
stuð
Líkamsrækt. Hreyfing. Ið. Með
hækkandi sól er ekki hægt að þver-
fóta fyrir trimmurum, enda afar
góð hreyfmg þótt slíkt hopp geti
orsakað of mikið álag fyrir hin ve-
sælu hné. Og margir nota einmitt
sem skothelda afsökun. Eftir nýj-
■fe ustu uppgötvunina í Bandaríkj-
SB unum verða slíkar afsakanir að-
■ eins hjómeitt. Hxerloper-farartæki
■ eru nýjasta uppgötvunin vestra.
I Það eru einhvers konar trimm-
■ skór, sem minna þó meira á skíða-
WM skó á bogum. f raun réttri trimmar
Hf rnaður ekki beinlínis á þeirn heldur
H líkjast hreyfmgarnar nieira hoppi,
H líkt og væri maður staddur á tungl-
H inu. Maður svífur. Álagið á hnén
H verður nánast ekkert! Og þótt
maður stækki um 10 sentímetra á
H þessum skóm eru þeir stöðugir,
Hf hraðvirkir og hreint frábærir
M „trimmskór“. Hlaupin verða helm-
m ingi hraðari, álagið á hnén er nán-
ast ekkert. Exerloper eru inni, svo
0 framarlega sem fslendingar fá að
njóta þeirra hið fyrsta, enda yrðu
i svífandi trimmarar á götum hin
skemmtilegasta sýn.
„Persónulega skil ég
ekki þetta áfengisbann
umpáskana. Sjálfurer'
ég til dœmis aldrei jji
guði en þegar ég er edrú. Þá
upplifi éghelvíti. Hinsvegar'
líður mér stundum guðdóm-
lega þegar ég erfullur. Einu
sinni sá ég meira að segja
guð áfylleríi og talaði við
hann — þótt kunningi
minn haldi þvífram að
éghafi talað við Ijósastaur.
Hann birtist bara þannig, al-
veg eins oghann birtist í runn
anum forðum.“
Fáránleikinn. Fáránlegar ráðn-
ingar. Fáránleg sambönd. Fárán-
legir skemmtistaðir. Fáránlegt fólk.
Og síðast en ekki síst fáránlegir
brandarar og svolítið klúrir, á borð
við þennan: Bóndi átti í stökustu
vandræðum með hana nokkurn
sem var svo graður að allar hæn-
urnar í búrinu lágu máttlausar all-
an sólarhringinn; offullnægðar.
Þessu undi bóndinn ekki og ákvað
að bjarga hænunum frá hananum
og setti hann hjá kindunum. Graði
haninn setti ekki aðra dýrategund
fyrir sig heldur tók einnig í allar
kindurnar. Með sömu afleiðing-
um. Bóndinn gat með engu móti
látið þetta viðgangast og ákvað því
að setja hanann einan í griðingu.
Næsta dag, þegar bóndinn fer að
vitja hanans, liggur hann hreyfing-
arlaus innan girðingarinnar og
horfir upp í Ioft. Yfir honum
sveima hrægammar. Bóndanum
bregður í brún því hann heldur að
graði haninn sé dauður: hann
hleypur að hon-
um og kallar til
hans. Þá
heyrist í
hananum;
U s s s ,
píkur.