Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 24
24 PRESSAN LJOÐSKALD L A U M Fimmtudagurinn 6. maí 1993 Klassíkin • Sinfóníuhljómsveit ís- lands flytur Píanókonsert nr. 3 eftir Sergei Rachmaninoff og Sinfóníu nr. 5 eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Hljómsveitar- stjóri er Eistinn Paavo Járvi. Einleikari er Norðmaðurinn Leif Ove Andsnes. Háskólabíó kl. 20. Leikhúsin • Dýrin í Hálsaskógi. Hlut- verkaskipan er að því leyti sérkennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús. Kvöld- sýning. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stíl- færður og stór leikur fer vel á sviði. Síðasta sýning. Þjóðleik- húsið, Smíðaverkstæði, kl. 20. • Pelíkaninn. Nemendaleik- húsið sýnir kammerleikrit Augusts Strindberg í leik- stjórn Kaisu Korhonen. Leik- endur eru Hinrik Ólafsson, Dofri Hermannsson, Björk Jakobsdóttir, Gunnar Gunn- steinsson, Vigdís Gunnars- dóttir og Jóna Guðrún Jóns- dóttir. Lindarbærkl. 20.30. Leikhúsin • Kjaftagangur. Gamanleik- ur Neils Simon íjeikstjórn As- kos Sarkola. Meðal leikenda eru Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Örn Árnason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Pálmi Gestsson, Halldóra Björns- dóttir og Sigurður Sigurjóns- son. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Leðurblakan. Óperetta Johanns Strauss sýnd norðan heiða. Leikstjóri er Kolbrún Kristjana Halldórsdóttir. Með stærstu hlutverk fara Jón Þor- steinsson, Ingibjörg Mar- teinsdóttir og Guðrún Jóns- dóttir. Leikfélag Akureyrar kl. 20.30. Leikhúsin • My fair lady. Stefán Bald- ursson leikstjóri hefurskilið nauðsyn góðrar útfærslu vel og kostar miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum pósti undir styrkri stjórn Stefáns. Þjóð- leikhúsið kl. 20. • Stund gaupunnar. © Ágætir leikhæfileikar Ingvars, Lilju og Guðrúnar fara til spillis í þessu fáránlega leik- riti. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Tartuffe. ★★★ Verkið er keyrt á ótrúlegum hraða frá byrjun til enda, troðið af bröndurum, hlátri og upp- hrópunum. Borgarleikhúsið kl. 20. • Coppelía. Ballettsýning fs- lenska dansflokksins í upp- færslu Evu Evdakimovu. Að- alhlutverk eru í höndum Láru Stefánsdóttur og Hany Ha- daya. Síðasta sýning. Borgar- leikhúsið kl. 20. • Sardasfurstynjan. ★★★ Góð skemmtun á meðan á henni stendur og ágæt til- raun til að skemmta fleirum en þeim sem þegar eru fasta- gestir fslensku óperunnar. Síðasta sýning. íslenska óper- an kl. 20. • Pelíkaninn. Nemendaleik- húsið. Lindarbærkl. 20.30. • Leðurblakan. LeikfélagAk- ureyrarkl. 20.30. Leikhúsin • Ronja ræningjadóttir. Það er mikill styrkur fyrir sýn- inguna að svo snjöll leikkona sem Sigrún Edda Björnsdóttir skuli geta leikið hina tólf ára gömlu Ronju án þess að maður hugsi mikið út í ald- ursmuninn. Síðasta sýning. Borgarleikhúsið kl. 14. • Stund gaupunnar. ®Þ/óð- leikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Hafið. Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans bíða mikil átök og líka húm- or. Þjóðleikhúsið kl. 20. Fjölmiðlafólk yrkir „Og tíðlega bælir með Ljóðrænir stemmningarmenn finnast margir í fjölmiðlastétt. Við grófum upp Ijóð eftir nokkra einstaklinga sem þekktir erufyrir störfsín viðfjöl- miðla. Fyrst ber að geta Stefáns Jóns Hafstein, en á menntaskólaár- um sínum var hann eitt af skólaskáldum Menntaskólans við Tjörnina. Aðeins einn nem- andi var iðnari við skrif í skóla- bfaðið. Sá var Einar Kárason. Skáldskapur Stefáns Jóns var gæddur ákveðnum hressileika og húmorinn sjaldan fjarri. Sitt- hvað benti til þess að Stefán Jón tæki þessa iðju sína ekki of há- tíðlega en margt gerði hann lip- urlega og býsna skemmtilega. Kvæði Stefáns Jóns voru yfir- leitt löng. Meðal þeirra var bálk- ur sem nefndist Sveinn ungi (Ofurhetja og lýðsforingi) og hófst svo: Þeir skópu goðsögn um Svein- inn unga sitjandi við þjór... En Sveinn er aðeins gufa, gróm, grilla heimskra svanna, KOLBRUN BERGÞÓRSDÓTTIR Sveinn er bara hismi, hjóm, hugsýnjlárra manna. Því, sannlega égsegiyður, Sveinn er blekking, tál. Hann er rotinn, visinti viður, vond hans spillta sál. I seinnihluta bálksins segir: Þá aftur blómgast Itfsins auð- ur þá ungi Sveinninn liggur dauður. Ogþá mun enginn sögu segja um Svein að stunda þjór, því þeir er sínum Drottni deyja drekka ekki bjór. Eitt skemmtilegasta kvæði Stefáns Jóns var ort eftir að hann hafði séð kvikmynd Ro- berts Altman, Brewster MacCloud. Kvæðið birtist í skólablaði Menntaskólans við Sund árið 1975 með þessari út- skýringu skáldsins: „I raun og sannleika er þessi Brewster MacCloud til. Eg sá hann í bíómynd. Þó viðurkenni ég að hann — Brewster í bíó- myndinni — er ekki sá Brewst- er sem ég yrki um. Ég hreifst að- eins af nafni hans og tók það láni í kvæðið. — Annars var myndin prýðisgóð.“ Hér eru sýnishorn úr kvæð- inu, en það mun líklega teljast í djarfari kantinum: SigurðurG.Tómasson Sporþín brunnu afmaurildum í mjúkum sandi undir skógarvegg. ÁSLAUG RAGNARS Fellurfnjúk um nótt fyrst á vetri enn um haust. ArthúrBjörgvinBollason Hver veit nema stríðið vinnist þráttfyrir allt efþú ert mín. Brewster MacCloud hann er vírill ogvakur og viljugur sáir ífrjósaman akur, því Brewster MacCloud kann á tœkninni tökin og tíðlega bœlir með kvenfólki lökin. Ogjafnvel þó eigi hann óvild- artnenn aldrei hann hugfallast lengi í senn því hvarsem að hnappa sig velsœmisverðir — Veltir þeim Brewster — háttar ogserðir. Því sannlega félagar — segi ég yður, mér sárnar það ekki — né þykirsvo miður að Brewster MacCloud er í konum ogköllum — hvert sem þið lítið — Er Brewster íöllum. Lengsta kvæði Stefáns Jóns ffá menntaskólaárunum er Rúnir, um það bil 170 lín- ur (reyndar fá orð í hverri línu). Það er í fjórum erindum sem nefnast Sólrún, Dagrún, Eldrún og Hugrún. Þarna birtist Stefán Jón sem ljóðrænn mælskumað- ur en skáld- skapurinn var satt best að segja býsna kynlegur. Það er svo sem engin furða sé að því gætt hvað- an höfundi kom inspírasjónin. Sjálfur lét hann fylgja kvæðinu þessa skýringu: „Undir áhrifum frá D. Bowie og Hrafni Gunn- laugssyni, þó að öllu leyti á ábyrgð höfundar og frumsamið ljóð frá hans hendi.“ Hér er stutt sýnishorn: Skatnma stund virðist blóðmóða nýs morguns œtla að taka á sig ákveðna mynd. Hin torráðna þokumynd morgunsins hverfur í Ijóslifattdi mynd dagsins, Mynd, — sem þó í mörgu erenn óskiljanlegri og illkvittnari við æðra vitundarlíf en hinfyrri. Hallgrímur Thorsteinsson, fféttamaður Bylgjunnar, var við nám í sömu menntastofnun og Stefán Jón og skáldskapur hans birtist einnig í skólablöðum. Hér er eitt af galgopaljóðum Hallgríms; Flatnefur gerir upp- reisn: Svaladyrnar opnast íaustur fíflið þitt sagði konungsdóttirin ísí- mann við garðyrkjumatminn. Tveitn dögum seinna sást ettgintt gróður umhvetfts höllina. Stefán Jón og Hallgrímur

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.