Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 31
4 Fimmtudagurinn 6. maí 1993 18. tbl. 4. árg. PRESSAN 230 krónur í lausasölu (\fikuritid PRESSAHI fylgir án endurgjalds) HAFA SKAL SEM BETUR HLJOMAR Gíslatakan í útvarpshúsinu Umsátrinu lokið Fólið fær aðalhlutverk í mynd Þráins Bertelssonar. Efstaleiti, 5. maí. ... .............. Umsátrið um útvarpshúsið hlaut farsælan endi í gær. Fólið, sem hef- ur gengið argandi um ganga húss- ins og haldið þremur mönnum í gíslingu, gafst þá upp eftir flóknar samningaumleitanir. Fólið gerði kröfu til þess að fá að leika aðalhlutverk í sjónvarpsmynd eins gíslanna, Þráins Bertelssonar, „Sigla himinfley“. Myndin fjallar um unga, fallega stúlku sem fer í fisk- vinnu til Vestmannaeyja. „Með nýj- ustu tækni í andlitsförðun er hægt að Hrafn og Þráinn þvinga fram bros fyrir Ijósmyndara GPvið undirritun samkomulagsins í út varpshúsinu í gær. Þegar myndin var tekin var Hrafn Þráinsson nýbúinn að fá að vita um nafnbreytinguna. Ef myndin prentast vel má sjá kutann sem fólið heldur að hnakka Þráins Bertelssonar. vinna kraftaverk,“ sagði Þráinn að- spurður um hvort aðrir hefðu ekki verið heppilegri í hlutverkið. Hann sagðist ekki enn vera búinn að leysa hvernig hlutverkinu yrði breytt til samræmis við framsögn fólsins og tungutak. Það sem tafði fyrir samningum voru áköf mótmæíi annars gísls, Hrafns Gunnlaugs- sonar, sem vildi fá að gera myndina sjálfur. Sem málamiðlun sættist hann á að þriðji gíslinn, sonur Þráins, yrði skírð- ur Hrafn og fengi hlut- verk í myndinni. „Þetta skapar ákveðna samfellu í sögu kvik- myndagerðar á Islandi,“ sagði Hrafn. „Ég og vinir mínir megum ekki til þess hugsa að hér verði gerð kvikmynd án þess að nafn mitt tengist henni.“ Fólið gaf frá sér ógreinilegt snörl sem erf- itt var að skilja, en túlkur þess, Arthúr Björgvin Bollason, sagði að það virtist vera ánægt með þessi málalok. Sigrún gnæfir hér upp úr mannþrönginni í 1. maí- kröfugöngunni. Sigrún Stefánsdóttir var í 1. maí-kröfugöngunni STILLT, PRÚÐ OG HÆGLÁT - segir íyfirlýsingu starfsfélaga hennar Reykjavík, 6. maí. „Við viljum vera á undan um- ræðunni núna,“ sagði Hákon Már Oddsson, einn af vinnufé- lögum Sigrúnar Stefánsdóttur fréttamanns og lektors, en þeir hafa þegar sent frá sér tilkynn- ingu um framferði Sigrúnar í 1. maí-kröfugöngunni. Þar kemur fram að Sigrún hafi hvorki orgað, æpt né stappað í göng- unni. „Reyndar tók Sigrún kipp þeg- ar hún sá Davíð Oddsson ganga inn í Stjórnarráðið, en okkur tókst að koma á hana böndum áður en illindi hlutust af,“ sagði Hákon. „Það var líka varla nein hætta á ferðum því Davíð greikkaði sporið um leið og hann kom auga á Sigrúnu." „Ég hef ástæðu til að efast um að þetta sé satt,“ sagði Hannes Hólm- steinn Gissurarson, samkennari Sigrúnar við Háskólann, en hann hefur tekið að sér að fylgjast með framferði Sigrúnar. „Ég stillti mér upp á uppáhaldsnjósnastað mfnum við Dómkirkjuna en því miður fór kröfugangan ekki þar ffamhjá. Ég sá því ekki til Sigrúnar en það þýðir samt ekki að hún hafi ekki gert neitt af sér,“ sagði Hannes. Þór Freysson ásatrúarmaður lærir á veðurspátölvuna hjá Eiði Guðnasyni. Ásatrúarmenn bjóðast til að bæta veðrið Vílja fá að fórna Magn úsi Jónssyni til að endurheimta sumarið Reykjavík, á miðri hörpu. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra hefur nú til meðferðar beiðni frá ásatrúarmönnum sem vilja fá að fóma Magnúsi Jónssyni, nýskipuðum veðurstofustjóra, til að stöðva snjókomu og sudda sem Kæra lögð fram vegna Fegurðarsamkeppni íslands Fór í brjóstastækkun en var svo ekki keppt í peirri grein Reykjavík, 6. maí. „Ég skalf og nötraði þegar ég uppgötvaði að ekki átti að S|fr|Jpv P* - v' ' keppa um bestu brjóstin og að það hafi aldrei staðið til,“ . sagði Una Geirsdóttir, 19 ára stúlka frá Þorlákshöfn. Una hefur höfðað mál á hendur , , forráðamönnum keppninnar Fegurðardrottning íslands vegna þess að ekki var keppt um bestu brjóstin í keppn- f >■■ I inni. Una komst reyndar aldrei inn í forkeppnina en sagðist hafa gengist undir próf hjá manni sem hún taldi vera fulltrúa keppninnar heima í Þorláks- ■ a .. . „ , , r.- Una Geirsdóttir við hina meintu brjósta- Það varekk.fyrr en éghorfð! mælingusemforráðamennk innar a utsendmguna um h gma em yj ekkj viðurkenna að haf. ™ eg attaði m.g á svikunum. I stað um þess að keppa um bestu brjóstin var bara keppt um bestu fótleggina. Ég hafði auk þess (járfest í brjóstastækk- un þannig að mér finnst lágmark að mér sé endurgreiddur sá kostnaður,“ sagði Una. „Við skiljum ekki hvað stúlkan er að fara,“ var það eina sem Gróa Ás- geirsdóttir, forráðamaður keppninnar, vildi láta eftir sér hafa þeir telja hann bera ábyrgð á. „Við teljum að þetta sé eina ráðið til að endurheimta sumarið,“ sagði Sveinbjörn Beinteinsson æðstigoði í samtali við GULU PRESSUNA. „Þess finnast hvergi merki í fornum bókum að veðurfar hafi áður verið með þessum hætti í maímánuði. Þacf^* getur varla verið tilviljun að þetta ger- ist sama vorið og Magnús Jónsson er ráðinn veðurstofustjóri.“ „Veðurguðirnir eru æfir. Ég veit ekki hvað veldur, en það liggur beint við að þeir vilja fá friðþægingu og þetta er það eina sem okkur dettur í hug,“ sagði Þór Freysson í Fórnar- ráði ásatrúarmanna. „Við berum eng- an sérstakan kala til Magnúsar, en það er morgunljóst að hann á ekki ar* komast upp með að bera þennan kala til landsmanna." „Þetta er ekki sá Magnús sem ég réð,“ sagði Eiður Guðnason og bætti við að hann leitaði nú að eftirmanni Magnúsar. Aðspurður um nöfh vildi hann engu svara og neitaði að hann væri undir þrýstingi ff á Ólafi G. Ein- arssyni um að ráða Heimi Steins- son. „Ég veit ekki til þess að Heimir sé genginn í Alþýðuflokkinn, þótt hann sé farinn úr Sjálfstæðisflokknum," sagði Eiður. Effir því sem komist verður næst munu ásatrúarmenn ætla sér að taka-«. yfir veðurspána og hafa gert formlegt tilboð í hana. Eiður vildi heldur ekki tjá sig um það, en sagði að reynt yrði að tryggja að veður yrði áfram.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.