Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagurinn 6. maí 1993
S K I L A BOÐ
PRESSAN
BRÆÐURMUNU
BERJAST...
Ljóst er á um-
| mælum þeim sem
Davíð Oddsson
forsætisráðherra lét falla í
eldhúsdagsumræðum á Al-
þingi síðasdiðinn mánudag
að deilan á milli hans og
Þorsteins Pálssonar sjáv-
arútvegsráðherra um
þorskaflann er ekki búin.
Davíð sagði að ekki væri
hægt að skera aflann meira
niður en gert hefði verið á
síðasta ári, en Þorsteinn
hefúr hins vegar látið í veðri
vaka að líklega sé ekki hægt
að veiða nema um það bil
175 þúsund tonn, töluvert
minna en Davíð vill. Það
verður fróðlegt að fylgjast
með hvemig þeim fjandvin-
unum gengur að setja þessa
deilu niður, en í fyrra end-
aði hún með því að Þor-
steinn hótaði afsögn ef hann
fengi ekki sitt fram.
GUÐMUNDURÍ
KLAUSTURHÓLUM
TILGJALDÞROTA-
SKIPTA...
Nýlega var kveð-
inn upp gjaldþrota-
úrskurður yfir
Guðmundi Axelssyni,
sem kunnastur er fyrir list-
muna- og bókauppboð í
Klausturhólum. Hann hóf
feril sinn á þessu sviði fyrir
tuttugu árum, þá í samfloti
við Knút Bruun, en síðar
skildi leiðir þeirra. Með ár-
unum efiiaðist Guðmundur
vel á viðskiptunum og
byggði upp Laugaveg 71
(þar sem Hvannbergsbræð-
ur og Parísartískan hafa ver-
ið). Þá fasteign seldi hann
og keypti Breiðfirðingabúð
við Skólavörðustíg og er það
talið hans fyrsta feilspor.
Enn síðar keypti hann
Laugaveg 8 og byrjaði að
byggja tvær hæðir ofan á þá
fasteign. Þær ffamkvæmdir
mörkuðu endalok veldis
Guðmundar; 1986 var fast-
eignin slegin Útvegsbank-
anum á uppboði, en bank-
inn fékk þó ekki afsal fyrir
eigninni fyrr en þremur ár-
um síðar vegna málaferla.
Af meintu fjármálaveldi
Guðmundar má nefha frægt
dæmi: Við álagningu 1985
vegna 1984 hafði Guð-
mundur ekki skilað ffamtali
og var því áætlað á hann og
vel smurt. Niðurstaðan var
skattar sem ffamreiknað til.
núvirðis þýddu að hann
hefði fiaft í 'tekjur um 4,5.
milijónir á mánuði, sem
þýddi 105% hærri tekjur en
hjá Þorvaldi Guðmunds-
syni í Síld og fisk. Álagning-
in var kærð ’og við endur-
álagningu lækkuðu fram
talin mánaðarlaun niður í
115 þúsund að núvirði. Það
eru vissulega ekki miklar
tekjur, hjá manni sem með-
al annars affekaði það 1982
að selja einmitt Þorvaldi
Guðmundssyni Lífshlaup
Kjarvals, þ.e. vinnustofú Jó-
hannesar Kjarvals, og var
mikil samkeppni um „verk-
ið“.
Hagstæðustu ferðatilboð
sumarsins eru
hjá Heimsferðum
Með einstökum samningum geta Heimsferðir nú tryggt þér frábært sumarleyfi á
spennandi áfangastöðum þar sem þú nýtur þjónustu reyndra fararstjóra með margra
ára reynslu í fararstjórn og besta aðbúnað.
París Benidorm Mexíkó
19.900,- 29.900,- 59.900,-
Frá 7. júlí - 25. ágúst. Flug frara og til balca, vilculegar brðttfarir. Bcint lciguflug í samstarfi við stmrstu ferðaskrifsofur Frakklands. 29.900,- flug oggisting í viku. Takmarkað sætamagn. • Brottfön 7. júlí - 6 sæti laus ll.ágúst -fasæti laus 18,ágúst-uppselt. Frá 14. júlí - 22. sept. Bcint leiguflug, brottför alla miðvifeudaga. 34.900,- verð pr. mann, hjón með 2 böm, Evamar í 2 vikur. Glæsileg, ný íbúðahótel. Brottför: H.júlí-12 sacti taus 4. ágúst - fá sæti laus ■ 18. ágúst - uppselt Beint leiguflug Verð pr. mann, m.v. hjón með 2 böm, 2 vifeur, 8. júlí. 69.900,- verð pr. mann m.v. 2 í studio. Glæsileg 4 stjömu hótel. Brottför: 24. maí - uppsclt 10. júní - laus sæti , 24. júní - laus sæti
Flngvallarskattar:
Flugvallarskattar og forfallatrygging
kr. 3.090,' f. fullorðinn, kr. ‘1.865,- f. böm.
Flugvallarskattar:
Flugvallarskattar og forfallatrygging
kr. 3.510,- \. fullorðim, kr. 2.285,- f. börn.
Flugvallarskattar:
Flugvallarskattar og forfallatrygging
kr. 3.710,- f. tullorðinn, kr. 2.485,- f. börn.
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
l.vinnmgur!
Vertu með
-draumurinn gæti orðið oð veruleika !
MERKISMENN HF