Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 20
20 PPESSAN Fimmtudagurinn 6. maí 1993 Maður vikunnar Pierre Bérégovoy Heiðarlegur, en dauður Það átti enginn von á miklu þegar Pierre Bérégovoy tók við af Edith Cresson sem forsætis- ráðherra Frakklands í apríl í fyrra. Og þess vegna varð eng- inn hissa þegar ekkert breytt- ist við valdatöku hans. Og þess vegna varð enginn hissa þegar sósíalistar stórtöpuðu í þing- kosningunum fyrir fáeinum •vikum. En það átti enginn von á að maðurinn færi að skjóta sig út af því. Það kom reyndar fleira til. Bérégovoy var heiðarlegur maður og vildi halda þeirri ímynd út á við. Eitthvert dóm- greindarleysi fékk hann hins vegar til þess árið 1986 að taka við vaxtalausu láni upp á eina milljón franka frá Roger-Patr- ice Pelat, einkavini Mitterr- ands, sem seinna var kærður fyrir innherjaviðskipti. Bérégovoy ætlaði að kaupa sér litla íbúð í París, þá sextugur, en eignaleysið var kannsld til marks um hversu lítið spilltur hann var. Þeir Bérégovoy og Pelat geta nú rætt um þessi meintu mistök við rólegri að- stæður, því Pelat dó fyrir nokkrum árum. Það var sem sagt ekki bara ósigur sósíalista sem knúði Bérégovoy til sjálfsmorðs, heldur hnekkirinn sem mann- orð hans beið vegna lánsins. Sjálfur hélt hann því alltaf fram að ekkert óhreint hefði verið í pokahorninu og virðist því ekki hafa skynjað að vaxta- laust lán til stjómmálamanns ffá einkaaðila gæti grafíð und- an trausti almennings á störf- um hans. Fjölmiðlar þreyttust hins vegar ekki á því að benda á þessa staðreynd og það tók grandvar stjómmálamaðurinn nærri sér. Og vitanlega hefur fjölmiðl- um verið kennt um dauða hans. Ef þeir hefðu ekki staðið í þessum pólitísku ofsóknum, er sagt, þá hefði andlegu jafh- vægi Bérégovoys ekki verið raskað svona mikið. Bérégo- voy var fórnarlamb skipu- lagðrar ófrægingarherferðar, sagði Paul Quilés, fyrrum inn- anrfkisráðherra. Ergo: hann væri enn á lífí ef ekki væri fyrir fjölmiðla. Blaðamenn hafa náttúrlega lítið sér til varnar annað en að benda á að þeir skrifi fréttir um stjórnmála- menn og fleiri án þess að fá fyrst geðheilbrigðisvottorð til að tryggja að viðkomandi fari sér ekki að voða. Og auk þess megi búast við að maður sem orðinn er forsætisráðherra eigi að þola og megi búast við að hann sé gagnrýndur þegar til- efni gefast. En Frakkland syrgir sjálf- menntaðan járnbrautarstarfs- mann sem brauzt til æðstu metorða á greind sinni, heil- indum og heiðarleika. Það bendir ekkert til þess að Bérégovoy hafi sótzt sérstak- lega eftir embætti forsætisráð- herra. Það út af fyrir sig eru meðmæli og ekki svo oft sem Frakkar hafa tækifæri til að syrgja saman heiðarlega pólit- íkusa. £f)c fWctt 3)oflt íimcé Hreinsiðþið nú til á Ítalíu ítalir hafa fengið nýja ríkisstjórn með umboð ffá almenningi til að hreinsa til í ítölskum stjórnmálum. En trausti rúnir stjórnmála- menn og iðnjöffar eru enn að reyna hvað þeir geta til að bjarga kerf- inu sem gerði þá ríka. Italska stjórnkerfið er fjarri því að vera laust úr krumlum spillingarinnar. Bezta leiðin til að hreinsa til í ítölskum stjórnmálum og leysa efnahag landsins úr höftum er að draga mútuþega og mútugjafa hvern og einn fyrir dómstóla. ítalir geta hvorugt ef þeir eru ekki reiðubúnir að horfast í augu við fortíðina. Spillingin á rætur í kalda stríðinu, þegar það þurfti að kaupa atkvæði handa kristilegum demókrötum og sósíalistum til að halda kommúnistum ffá völdum. Bandarísk stjómvöld tóku þátt í þessum subbuskap og sannarlega er ástæða til að vekja athygli á því. En það getur enginn hreinsað til á Italíu nema ítalir sjálfir. Mannréttindabarátta íBandaríkjunum Hommar og lesbíur taka flugiðfc - f!i Hommar og lesbíur hafa verið að öðlast áðuróþekktáhrifí bandarísku þjóðlífi. Þó benda kannanir til aðþauséufærrien áðurvartaliðog meira að segja vinir þeirrahopaþegará hólminn kemur. Það liggur við að það sé í tízku að vera hommi og lesbía í Bandaríkjunum þessa mánuð- ina. Mannréttindabarátta sam- kynhneigðra hefur aldrei verið jafnmikið í sviðsljósinu og aldrei hlotið jafngóðan hljóm- grunn meðal valdhafa. Nýjar kannanir um fjölda þeirra, svo og hvort líffræðilegar ástæður liggi til samkynhneigðar, hafa hleypt enn meira lífi í umræð- una, sem þurffi þó varla til, þar sem öðrum megin víglínunnar stendur umdeildasti minni- hlutahópur landsins og hinum megin heittrúarmenn sem veifa Biblíunni með bölbænir á vör. Barátta samkynhneigðra í Bandaríkjunum er af tvennum toga. Annars vegar barátta fyrir sjálfsögðum mannréttindum, sem fær helzt birtingarform þessar vikurnar í deilunni um homma og lesbíur í hernum. Hins vegar er barist fyrir auknu fé í rannsóknir á alnæmi og stuðning við þá sem smitast af HIV- veirunni. Til að ná árangri í hvoru tveggja þurfa þau hins vegar meiri pólitísk áhrif og við- urkenningu en þau hefur dreymt um í áraraðir. Þetta hafa samkynhneigðir verið að öðlast smám saman, en nýjar kannan- ir um fjölda þeirra og undan- sláttur vina þeirra hefur sett óvænt strik í reikninginn. Eitt prósent á móti tíu Hingað til hefur því verið haldið fram að um tíu prósent karla að jafnaði séu samkyn- hneigðir. Þessi tala er 45 ára gömul, hefur alltaf verið um- deild og hafa bæði hærri og lægri tölur verið nefhdar henni- til höfúðs. Fyrir nokkru kom út í Bandaríkjunum könnum sem gaf til kynna að einungis eitt prósent karlmanna væru hommar og rímar sú tala við svipaðar nýlegar kannanir í Bretlandi og Frakklandi. Sumir talsmenn samkyn- hneigðra benda á að í þjóðfélagi sterlö-a fordóma sé ekki líklegt að fólk svari rétt spurningum ókunnugra um samkynhneigð sína. Aðrir benda á að það skipti engu máli, hversu mörg hommar og lesbíur séu; þau hljóti að eiga að njóta sömu mannréttinda og aðrir burtséð ffá höfðatölu. Hins vegar gera allir sér grein fyrir að í pólitík skiptir at- kvæðafjöldi máli og það kann að draga úr þeirri pólitísku upp- sveiflu sem samkynhneigðir hafa notið. í síðustu kosninga- baráttu voru hommar og lesbí- ur meira áberandi en nokkru sinni fyrr og það sem ekki skipti síður máli: létu meira fé af hendi rakna og skipulegar en nokkru sinni fyrr. í lykilfylkjum á borð við Kaliforníu og New York gat stuðningur samkyn- hneigðra því skipt sköpum og það nýttu þau sér. Það er hins vegar óvíst hvaða ffambjóðend- ur hefðu Iagt sig eftir stuðningi svo umdeilds hóps, ef hann var aðeins eitt prósent af þjóðinni. Vinur samkyn- hneigðra — en ófor- betranlegur pólitík- us Það sem opnar samkyn- hneigðum ekki sízt leið að valdastofnunum nú eru kyn- slóðaskipti í stjórnkerfinu. Fólk á borð við Bill og Hillary Clin- ton er af fyrstu kynslóðinni sem hefur leyft sér að umgangast og eiga vingott við samkynhneigða opinberlega. Sem forseti á Clin- ton sér meira að segja opinber- an ráðgjafa í málefnum sam- kynhneigðra, gamlan vin sinn David Mixner. Það eru þrír „opinberir" hommar í starfsliði Hvíta hússins og þar af einn eyðnismitaður. Einn maður, Bob Hattoy, hefur á sinni könnu tengsl við samtök smkynhneigðra. En í stuðningi við samkyn- hneigða eins og svo mörgum öðrum málum er Bill Clinton hentistefnumaður par excel- lence. Enginn forseti hefúr sýnt réttindamálum homma og lesbía eins mikinn stuðning og meint það eins einlæglega. Pól- itíkusinn í honum bauð honum hins vegar að láta sig hverfa úr bænum þegar samkynhneigðir fóru mikla kröfúgöngu í Wash- ington fyrir skömmu; hann lét sér nægja fund í Hvíta húsinu með forystumönnum þeirra nokkrum dögum áður. Það var náttúrlega heigulsháttur, en pólitískt klók ákvörðun, þar sem meirihluti þjóðarinnar er andvígur veru samkynhneigðra í hernum og stór minnihluti lít- ur á samkynhneigð sem óásætt- anlegan „lífsstíl“. Andstæðingar samkynhneigðra eru auk þess vel skipulagðir og háværir. Það kom í ljós þegar umræð- an hófst um samkynhneigða í hernum. Clinton ætiaði (og seg- ist enn ætla) að aflétta því banni, en lét undan vel skipu- lögðum mótmælum heittrúar- manna, íhaldsmanna og for- ystusveitar hersins. Hann segist ætla að aflétta banninu upp úr miðju ári, en fátt bendir til að andstaðan verði minni eða pól- itískt kapítal forsetans meira þá. Mannréttindabar- átta tiunda áratug- arins Clinton hefur sýnt alvörutil- burði til að auka fé til eyðnimál- efna, sem var áberandi um- ræðuefni í kosningabaráttunni. Hann hefúr eyrnamerkt hluta af AndrewSullivan Breti, íhaldsmaður, hommi og ritstjóri áhrifamesta pól- itíska tímarits Bandaríkj- anna. styrkjum ríkisins til borga til notkunar í þessum tilgangi og ætlar að stofnsetja nýtt embætti, „AIDS-czar“, í stíl við það sem George Bush gerði í upphafi baráttunnar gegn eiturlyijum. Það er hins vegar einföld mannréttindabarátta sem mun setja svip sinn á málflutning samkynhneigðra. Þeim hefur ekki nýtzt sá árangur, sem náð- ist í mannréttindabaráttu á sjö- unda áratugnum, en reka nú málflutning sinn á mjög svipuð- um nótum. í mörgum fyikjum eru mök milli fólks af sama kyni enn lögbrot. Fyrir tilverknað Hæstaréttar hefur þeim tilvik- um farið fækkandi þar sem hægt er að neita fólki um þjón- ustu eða réttindi — húsnæði, vinnu, opinbera aðstoð, aðgang að veitingastöðum — á grund- velli kynhneigðar, en bæði er ÚTÚRSKÁPNUM Það er enn bannað að vera hommi i hernum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.