Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 27

Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 27
Fimmtudagurinn 6. maí 1993 M Y N DLI ST PBESSAN 27 ROMAN SlGNER Tvær tunnur, viður, gúmmímottur, eldiviður, hvellhetta, tréstigi, uppákoma í Weissbad 1988. Langflest verka Svisslendingsins Signers krefjast náttúrulegs umhverfís. LISTASAFN ÍSLANDS OG UMHVERFI UNDIRLAGT Ljóðlína Steins Steinarr „Kannske hefurþú aldrei verið til" öðlast nýtt lífá sýningu sem Listasafn fs- lands ogumhverfiþess er hlutiafoghefst8. maí. Alls takaþátt ísýningunni átta listamennfrá Norður- löndunum, ítalíu og Sviss. Þeir eru Giovanni An- selmo, Finn Naur Petersen, Finnbogi Pétursson, Ulf Rollof, Roman Signer, Bente Stokkem, Steina Vas- ulka ogMaariu Wirkkala. Sýningin nefnist Borealis óþvíhún ersú sjötta í röðinni Borealis, semþýðir norðlœgur. Þar er œtlunin að sýnajjölbreytnina og sköpunargleðina í norrœnni umhverfislist sem og höggmyndalistsamttmans. Fyrsta Borealis-sýningin var hefðbundin farandsýning, önnur Jjallaði um nor- rcen efni og var réttfyrir utan Osló. Súþriðja var í Málmeyþar sem þemað var málverk og landslag. Borealis 4 fórfram iLouisiana-safninu íDanmórku ogvoruþar sýnd staðbundin umhverfisverk ogsú fimmta fjallaði um efnið ogáhrifþess. Sýningþessi mun standayfir til 20. júnt'. GlOVANNI ANSELMO Eittþekkasta og athyglisverðasta nafn sýningarinn- ar er ítalinn Giovanni Anselmo, sem er bæði elstur myndlistarmannanna og hefur haldið flestar sýningarnar. Hér sést afar athyglisvert verk eftir hann: Nafnlaust verk sem snýr í norður. STEINA VASULKA Er fædd á íslandi en býr íSanta Fe íMexíkó. Hún er myndbandagerðarmaður „á mörkum aflvæðingar og rafvæðingar". UMHVAÐTALA LEIKARAR?... ^ffijjkHrafn Gunnlaugssoi £ J er ennþá á allra vörum re^SS þö ag raddirnar um af rek hans um ævina, og ekki sís vina hans, fari lækkandi. / þessum árstíma ríkir jafnar mikil spenna í röðum leikan vegna þess að nú fer fram verk efhaval stóru leikhúsanna fyfT næsta leikár og hlutverkin en um það bil að raðast niður á þ; sem leikstjórarnir hafa trú á Mikið er um það skrafað oj skeggrætt hverjir hljóta stærsti bitana og hver leikari af öðrurr mátar hvert stóra hlutverkið a öðru í huganum. Um það ei einhig rætt hve vel tókst til hj; báðum leikhúsunum á síðast; leikári, en þó einkum og sér lagi hjá Þjóðleikhúsinu. Þá eri einnig á allra vörum leikaraefh in átta sem síðasta laugardaj voru valin úr sextán mann; hópi sem gengið hafði í gegnun súrt og sætt saman. Leikarai lýsa allflest- ánægju sinni með ráðningu Viðars Eggerts- sonar sem khús- stjóra hjá Leikfélagi Akureyrar og aðrir samgleðjast Guðjóni Peder- sen sem hefur fengið boð un að fara til Finnlands að leikstýr; Stræti. Þá er enn verið að velfr fyrir sér bíómyndum sumars ins. Mesta stemmningin er þó kringum umræðuna um kvik- myndahátíðina í Cannes; er þangað ætla fjölmargir leikarai og aðrir aðstandendur Sódómt Reykjavíkur að flykkjast. I hóp inn sem ætlar utan hafa þe^' bæst Ingvar Þórðarson, sen fór með framkvæmdamál Sód- ómu, og að öllum líkindun Sóley Elíasdóttir leikkona. Oj fleiri eiga án efa eftir að bætast hópinn. Kvikmyndahátíðin Cannes ku vera einhver ævin- týralegasta kvikmyndahátí* sem haldin er um gervalla ver- öld, segja leikarar. e>$s£a í$ /, , Vmmlana naíiia ! „Þvíþeir eru svo skemmtilega eitr- aðir. Það lýsir sér íþvíaðámín- útufrestifæ ég þriggja sekúndu- brota einbeit- ingu." SJÓN MYNDLIST Kjarvalsstaðasyrpa CUNNARJ. ^^ttrl KJARVALSSTAÐIR ÁRNASON ^^^ DAÐIGUÐBJÖRNSSON !'-?.¥ SVAVA BJÖRNSDÓTTIR & lp LINDAVILHJÁLMSDÓTTIR igr SÆMUNDUR VALDIMARSSON ',-''' m/- ¦'SíPr Um þarsíðustu helgi var márgt um manninn á Kjarvals- stöðum, enda voru fjórar sýn- ingar opnaðar samtímis. Allar verðskulda þær athygli þannig að ég sé mig knúinn til að minnast á þær hverja fyrir sig. Daði Nú vill svo til að undirritaður skrifar formála að sýningarskrá fyrir sýningu Daða Guðbjöms- sonar þannig að ég á í nokkrum erfiðleikum með að bæta nokkru við. Það er þó ljóst að þetta er viðamesta sýning Daða frá upphafi. Hann sýnir í vest- ursalnum þrjátíu og sjö mál- verk. Þetta er stór sýning en varla tímamótasýning. Það má frekar líta á hana sem hápunkt á þró- unarferli sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Kunn- uglegum stefjum úr fyrri myndum bregður fyrir. En krafturinn er enn meiri en áð- ur, margar myndanna gneista og glæringar fljúga um mynd- flötinn. Kímnigáfan og fjörið hafa sannarlega ekki yfirgefið Daða, en einnig má greina þunga undiröldu í myndum eins og „Krákur yfir akri". Það er svo margt að gerast í myndunum að það getur verið erfitt að einbeita sér að hverri mynd fyrir sig á svo stórri sýn- ingu. Hyggilegast er að velja sér fáeinar myndir og gefa sér tíma til að skoða þær vel. Takið eftir myndunum „Ný kvenímynd", „Astsælir penslar" og „Who's afraid of red, yellow and blue". Svava Stílhreinasta sýningin, á því er engin vafi. Sex einingum, nokkurn veginn jafhstórum, er raðað á vegginn gegnt dyrun- um í austursalnum. Það er allt og sumt, en þó er salurinn alls ekki tómlegur. Hlutföllin milli myndraðarinnar og salarins ganga upp á áhrifaríkan hátt. Svava Björnsdóttir hefur þá sérstöðu meðal íslenskra myndlistarmanna að nota pappamassa í verk sín. Hún formar litsterkan massann í mót og í þessu tilfelli tvö stykki sem eru lógð saman eins og samloka. Formin eru byggð upp á einföldum og reglulegum einingum. Öll verkin eru sam- hverf um tvo ása og hver mynd um sig er einlit. Samkvæmt lýs- ingunni mætti ætla að þau væru ströng og hörð í forminu en eru reyndar furðu frjálsleg, enda mýkt í útfærslu formanna og í hrjúfleika pappans. Mynd- irnar koma fyrir sjónir eins og stækkanir og tilbrigði við um- búðaböggla sem maður gæti rekist á í daglegu lífi. Það er eins og þær séu til þess gerðar að umlykja eða innihalda eitt- hvað. Það er ekki aðeins að þær pakki inn, heldur geyma, vernda og þar af leiðandi búa yfir einhverju. Myndirnar hafa eitthvað að fela, en þannig að allir sjái til. Sæmundur íslendingar hafa haft sérstakt dálæti á listamönnum sem eru náttúrubörn í listinni og hafa „Hvar á sú meðhöndlun orða og tungumáls, sem við köllum Ijóð, heima? Sú hugsun lœðist að manni að Ijóðabókin sé ekki eins hlutlaus og eðlilegur vett- vangur og œtla mœtti." því tekið Sæmundi Valdimars- syni opnum örmum. Þegar Sæ- mundur kom fyrst fram taldist hann til nævra listamanna, en ég efast um að sú nafnbót sé viðeigandi lengur. A ganginum milli salanna standa þrjátíu og þrjár fígúrur, tálgaðir rekaviðardrumbar sem Sæmundur hefur farið næmum höndum um og blásið lífi í. Mannamyndirnar búa yfir sér- stökum þokka sem er í senn viðkvæmur og harðgerður. Mörg bráðskemmtileg tilbrigði við mannslíkamann koma fyrir þar sem saman fer mikil ein- földun í búk og útlimum en áhersla á atriði eins og augu og geirvörtur. Hárgreiðslan er í sumum tilvikum stórbrotin. Það er þröng á þingi á gang- inum og fígúrurnar keppa um athygli. Það hefði farið betur á því annaðhvort að hafa færri myndir eða gefa þeim meira pláss og huga betur að íyrir- komulagiþeirra. Linda Það hefur ekki farið framhjá neinum að Kjarvalsstaðir hafa fengið ljóðskáld til samvinnu við sig og verið með ljóðasýn- ingar á göngunum. Stundum hefur þetta tekist mætavel og gefið ljóðunum nýja mynd- ræna vídd, þar sem form og hlutföll ljóðanna fá aukið vægi. Linda Vilhjálmsdóttir fer aðrar leiðir. Hún hefur tekið ljóð úr ljóðabókum sínum Blá- þráður og Klakabörnin, svipt þau sínu verndaða athvarfi í ljóðabókunum og búið um þau í umhverfi sem yfirleitt telst fjandsamlegt amrðum ljóðlist- arinnar, m.ö.o. umbúnaði sem við þekkjum betur í heimi fjöl- miðla, auglýsinga og verslunar. Afleiðingin er sú að maður þarf að einbeita sér sérstaklega að Ijóðunum, því truflunin er tölu- verð. Á fimm myndbandsskjám skiptast glæsilegar þulur rfkis- sjónvarpsins á að lesa upp ljóð Lindu, einkar vel eins og búast hefði mátt við. Uppi á vegg renna nokkur ljóð í gegnum ljósaskilti, af þeirri gerð sem víða má sjá í búðargluggum. A sama vegg er sjálfsali, sem á stendur; „Ljóð í lausasölu", verð 2 x 50 kr. Hugmyndin að nota boðskiptatækni ýmiss konar í listrænum tilgangi er ekfc!,¦, . óþekkt. En í þessu samhengi gefur notkun þeirra tilefni til umhugsunar. Hvar á sú með- höndlun orða og tungumáls, sem við köllum ljóð, heima? Sú hugsun læðist að manni að ljóðabókin sé ekki eins hlutlaus og eðlilegur vettvangur og æÚT* mætti. Ef við ályktum sem svo að ljóðið eigi ekki, frekar en annars staðar, heima sem prentað mál í bók, hlýtur sú spurning að vakna hvort form- ið, ljóðabókin og nánar tiltekið blaðsíðan, hafi ekki nokkur áhrif á hvers konar ljóð eru bi£"* in til í dag og hvernig við lesum þau? En það má jamframt skilja þetta sem áskorun og ákall: Gefið ljóðinu líka pláss!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.