Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 30

Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 30
2£L PRESSAN S K I L A B O Ð Fimmtudagurinn 6. maí 1993 KAUPMNGÍBOBBA... .Mörgum hagþenkjandi | mönnum brá í brún síðast- liðinn föstudag, þegar heil- síðuauglýsing um hlutabréf í Softís birtist í Morgunblaðinu. í auglýsing- unni, sem lítur út fýrir að vera frá verðbréfafyrirtækinu Kaupþingi, er íjallað um mann sem seldi bflinn sinn til að kaupa hlutabréf og daginn eftir höfðu bréfin hækkað svo mikið að **tlann gat keypt sér tvo bíla. Þar kemur einnig fram fullyrðing um að gengi bréfanna fari hækkandi. Auglýsing þessi hefur valdið Kaupþingsmönn- um miklu hugarangri, þar sem Kaup- þing stóð ekki á nokkurn hátt fyrir henni, heldur Softís sjálft. Kaupþing hafði hins vegar tekið að sér að selja bréf þeirra á hinum svokallaða Opna tilboðsmarkaði og því höfðu Softís- menn sett merki Kaupþings í auglýs- inguna. Þetta var auðvelt að misskilja og olli verðbréfafyrirtækinu talsverð- um leiðindum, enda þykir ekki sér- lega fagmannlegt í greininni að lofa því í auglýsingum að verð hlutabréfa muni fara stighækkandi. Hins vegar mun sagan um manninn sem seldi bílinn sinn vera sönn, eftir því sem heimildir PRESSUNAR komast næst. HRAFNOGKOLBRÚNÍ r EINASÆNG... , Hann verður sjálfsagt forvitnilegur bók- menntaþátturinn sem hleypt verður af stokkunum á Rás 1 í júníbyrjun. Til að hafa stjórn á nokkrum þáttum þar hafa verið ráðin Hrafii Jökuls- son og Kolbrún Bergþórs- dóttir. Um bæði hefúr nokkuð gustað að undanförnu. Hrafn hefur vakið athygli sem rithöf- undur og gagnrýnandi og hún fýrir bókmenntaumfjöllun í tímariti Máls og menningar og samskonar umfjöllun og snarpa gagnrýni á síðum PRESSUNN- AR. Bimbo BARNAFATAVERSLUN Háaleitisbraut 58-60. simi 38260 Gleðilegt sumartilboð! Fötin hjá okkur eru á stórmarkaðsverði eða lægri í stærðunum 50-176 {0-13 ára). Gód aðkoma, næg bílastæði. Aðeins gegn afhendingu þessa miða færð þú 15% staðgreiðsluafslátt, 7% gegn grerðslukortum. Póstsendum um iand ailt. Gildir til l.júní. X KRAKKAR - KRAKKAR - FORELDRAR - FORELDRAR SUMARDVALARHEIMILIÐ KJARNHOLTUM, BISKUPSTUNGUM 31.MAÍ-28. ÁGÚST Ævintýraleg sumardvöl fyrir 6-12 ára börn. Reiðnámskeið, íþrótta- og leikjanámskeið, ferðalög, sund, sveitastörf, kvöldvökur. Nýjung! Hægt er að skrá sig inn á heimilið alla daga. eins lengi og hverjum hentar. Við mælum með 10-14 dögum lágmark. Stórlækkað verð! Aðeins kr. 2.000 á dag og kr. 1.600 í ágúst. Systkinaafsláttur. Upplýsingar og innritun í síma 91 -641929 •<a* ACO kynnir ódýrasta lita-leysisprentarann á markaðnum íbúð við Grettisgötu Til sölu 4ra herb., 100 fer- metra risíbúð á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Hagstæð langtímalán áhvflandi. Upplýsingar i sima 65 39 73eftirkl, 17 Til sölu BMW 316, árgerð '82, ekinn 138.000 km. Bfll í ágætu standi Útv. segul- band. 90.000 stgr., 105.000 afborganir. Uppl. í sima 12707 eða 62 67 75 íbúðaskipti - Maastricht Óska eftir skiptum á 4ra herb. íbúð í Maastricht, Hollandi og íbúð í Reykjavík í júh' eða ágúst í sumar. Upplýsingar í síma 90-3143-25 7503 Bíll óskast Óska eftir að kaupa ódýran bfl, helst skoðaðan '93. Uppl. í síma 94-2019, Þórður eða Silja. Á sama stað óskast ódýr isskápur með frvstihólfi. Til sölu Glæsilegur Silver Cross barnavagn til sölu. Dökkblár með stálbotni. Dýna, grind og skiptitaska fylgja með. Notaður í 1/2 ár. Ragnheiður og Jóhann, slmi 11059 Atvinna Óskum eftir að ráða svein eða laghentan lærling í trésmíði í tilfallandi verk og ýmsan frágang innan- húss. Hentarþeim sem vill taka að sér aukaverk utan vinnu. Almenna bókafélagið hf. Frekariuppl. eruveittarí sima 643170 Sumarbústaðar- lóðir Skammt firá Flúðum í Hrunamannahreppi. Heitt og kalt vatn, mikið og fallegt útsýni. Margskonar útivistarmöguleikar, t.d. golf, veiði, hestar og margt fleiraUppl. eruveittarí síma 98-66683 Pennavinir Það hefur margt sér til ágætis að skrifast á við fólk af ýmsu þjóðemi. Það eflir bræðralag manna. I nternat ional Pen Friends hefur pennavini mjög víða. Frekari upplýsingar: IBF pósthólf4276, 124 Revkjavflc íbúð óskast Reglusöm og skilvis 26 ára gömul stúlka óskar eftir að taka á leigu einstaklings- eða tveggja herbergja íbúð frá 1. júni til lengri tima. Helst í vesturbæ • Reykjavíkur. Heimilisaðstoð kemur vel til greina. Upplýsingar í síma 623750 tilkl. 16:30 eða hs. 624221 e. kl. 17. Sigrún Óskast keypt Óska eftir að kaupa Atlanter eða JR tölvurúllur, 3 stk., 24 volt. Ennfremur vantar mig varahluti í Suzuki Alto '81. Sími 97-31654 Tll sölu Ýmislegt ódýrt, hjónarúm, rúm og rúmdýna. Borðstofuborð, leðursófi og þrektæki. Uppl. í sima 642980 ið þurrkuðum út einu hindrunina fyrir kaupum þínum á lita-leysisprentara Primera Það ótrúlega color print.er hefurgerst. Kominn er á markaðinn lita- .leysisprentari fyrir PC- tölvur á verði sem er tugum þúsunda lægra en áður hefur þekkst eða aðeins 79.900 krónur. Primera prentarinn prentar allt að fjórum sinnum hraðar en bleksprautuprentari og með honum fylgir Microsoft Windows 3.1 rekill (driver). Litirnir eru skfrir og gæði prentunar hin bestu enda er hér um að ræða hitaprentara. Og nú þegar verðið er orðið jafn ótrúlega gott og raun ber vitni er vissara að höndla hratt því birgðir eru takmarkaðar. SKIPHOLT 17 ■ 105 REYKJAVlK SÍMI: 91-627333 ■ FAX 91-628622

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.