Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 13
S KOÐ A N 1 R Fimmtudagurinn 6. maí 1993 PBESSAN 7 3 b8 -finpítm íslandsbanki hf. Síðasti aðalfundur íslands- banka hf. var sögulegur fyrir þær sakir helstar, að fundurinn var fyrsti aðalfundur þessa stóra almenningshlutafélags þar sem hluthafarnir voru velkomnir. Eignarhaldsfélög gömlu bank- anna voru leyst upp og hluthaf- ar þeirra fengu hlutabréf í rekstrarfélaginu, en hlutabréfiil eru aðgöngumiðar á aðalfund- inn. Fyrri aðalfundir líktust því af- mælisveislum þar sem fulltrú- um eignarhaldsfélaganna var boðið kaffi og kökur en í hlut- verki boðflenna voru nokkrir starfsmenn gamla Útvegsbank- ans sem höfðu slysast til að kaupa hlutabréf þegar Útvegs- bankinn varð hf. Ekki hafði bor- ið á því að hluthafar í eignar- haldsfélögunum hefðu keypt sér aðgöngumiða til að skipta séraf og skaprauna þeim, sem valdið höfðu. Fulltrúar eignarhaldsfélag- anna voru leystir út með gjöfum í formi bankaráðssæta. Til að enginn réði meiru en aðrir var fulltrúa grátkórsins, formanni LIÚ, úthlutað 7. sætinu í banka- ráðinu í umboði Fiskveiðasjóðs. Að þessu sinni flutti grátfor- maðurinn skýrslu stjórnar. Fjallaði hún um taprekstur en hann er ekki ókunnugur slíkum rekstri, því það hefur verið sam- fellt tap á útgerðinni í þann ald- arfjórðung, sem hann hefur ver- ið formaður LÍÚ, en formaður bankastjórnar las og skýrði rekstrarreikning bankans. Var það ljótur lestur. Ekkert var upplýst um það hver væri uppruni hinna af- skrifuðu útlána, enda talið að upplýsingar um það gætu skað- að samstöðu hluthafahópsins. Hluthafar voru að vonum óánægðir með árangurinn og töldu að árangurinn af samein- ingunni væri ekki góður. Bent Scheving-Thorsteinsson, sem safhar hlutabréfum eins og frí- merkjum, þótti 2,5% arður lág- ur, enda stendur svo lág arð- greiðsla til einstaklinga ekki undir opinberum gjöldum af hlutabréfaeigninni. Arðgreiðsl- an svarar til þess að bankinn hefði allt hlutaféð að láni á inn- lánskjörum hlaupareiknings. Einhver hafði reiknað það út, að bankinn tapaði útlánum, sem næmu mánaðarlaunum banka- stjóra á degi hverjum. Það er ekki lítið. Fundurinn stóð lengur en aðrir aðalfundir, nema ef vera skyldi fundir í Sameinuðum verktökum hf. Samþykktir fs- landsbanka hf. voru aðlagaðar breyttum hfuthafahópi. Kosning í bankaráð var með öðrum hætti en verið hefur. Framboðið til setu í bankaráð- inu var meira en eftirspurnin. Einn frambjóðandinn. Jón Hall- dórsson, þorði ekki í framboð því hann fann enga stuðnings- menn. Annar frambjóðandi svo enn opinberaður þegar hið nýkjörna bankaráð fór að til- mælum radda á hluthafafundi og lækkaði tvo bankastjóra í tign og gerði þá að fram- kvæmdastjórum. En eitthvað er þetta nú málum blandið því bankastjórnin, sem effir er, og framkvæmdastjórarnir fimm mynda svo sex manna „banka- stjóm“. Skipulagsleg uppbygging bankans hefur verið vandamál hans frá stofnun. I upphafi voru tvö boðorð, sem fara skyldi eft- ir. Boðorðin voru þau, að oln- bogarými yrði fyrir alla banka- stjóra gömlu bankanna, svo og alla þá sem þeim voru þóknan- legir. Stöður voru skapaðar fyrir menn, en ekki sniðnar að stærð bankans. Því var það mjög vel þegið þegar starfsmenn í „stöð- um“ létu af störfurri. Ásmund- ISLANDSBANKI H F hafði unnið sína heimavinnu betur en hinir ffambjóðendurn- ir. Orri Vigfusson hafði smalað vel og hafði í raun 4% fleiri at- kvæði en hann þurfti til að ná kjöri í margfeidiskosningu. Höfðaði hann til þess að í bankaráðinu sætu aðeins full- trúar stofhana og fýrirtækja en hann væri fulltrúi litla manns- ins. Hann og fjölskylda hans höfðu sett gamlan síldargróða í hlutabréf í Verslunarbankan- um. En svo þurfti bankaráðið að skipta með sér verkum. Orri hefur vafalaust gert sér grein fyrir því að honum yrði ekki gatan greið í formannsstólinn og hefur því vafalaust dottið í hug að gera bandalag v'ið Guð- mund H. Garðarsson gegn því að Guðmundur yrði formaður en-hann varaformaður. En svo fór nú ekki, því fulltrúi ríkis- valdsins, grátformaðurinn, var kjörinn formaður í þessum einkavædda banka. Tilvistarvandi bankans var ur, forseti ASÍ og fyrsti formað- ur bankaráðs, sagði að samein- ingin hefði á allan hátt verið framkvæmd eftír ffæðikenning- um. En fræðikenningar um sameiningu segja að best sé til frambúðar að losa sig við alla gömlu yfirmennina til að losna við ríg og meting á neðri þrep- um. Mörg kveðjuhóf voru haldin fyrsta misserið og þeir, sem voru kvaddir, voru ekki kvaddir með söknuði. Við hverja brott- för var stjórnskipulagið endur- skoðað. Nú bíða hluthafar spenntir eftir árangri hins nýja banka- stjóra. Tekst honum það sem þremur tókst ekki áður og verð- ur þá sameiningin fullkomnuð með því að taka aftur í notkun gömlu Iðnaðarbankaskiltin eða þarf hann að láta bankann leita ásjár eigenda sinna og biðja um nýtt hlutafé á hlaupareiknings- kjörum? Það er spurningin. FJÖLMIÐLAR Et tu, 19. júní? Nítjándi júm er núna þrisvar á ári. Blaðið, það er að segja, málgagn Kvenréttindafélags ís- lands. Það kom út um daginn í fyrsta sinn á árinu, en óvart var þá komið inn í það annað blað, blað Jafnréttisráðs íslands. Tímamót í samstarfi, segja for- mennirnir tveir í greinum í blaðinu. Tímamót? Gott og vel. En mér er spurn: Af hverju í ósköp- unum er Jafnréttisráð ríkisins að gefa út blað í samvinnu við Kvenréttindafélag íslands? Það er allt sem mælir á móti því - ekkert sem mælir með því: Fyrst er að nefna að stofnun- in heitir Jafnréttisráð en ekki Kvenjafnréttisráð. Þótt tilefni stofnunar þess sé óþolandi mis- rétti gagnvart konum hafði Ai- þingi blessunarlega vit á að fela því að gæta réttar karla lika. Og slík mál hafa komið til kasta þess. Má búast við því að Jafn- réttisráð bjóði næst upp á sam- starf við karlafélög á borð við Rótaryumdæmið á íslandi? Eða frímúrararegluna? f annan stað minnist ég um- ræðu fyrir skömmu um stöðu og framtíð Kvennalistans. Þar var áberandi það sjónarmið kvenna, sem standa fyrir utan listann, að kvennabaráttan væri orðin of mörkuð af þessum stjórnmálaflokki sem hefði sömu einkenni og aðrir flokkar: innbyrðis samkeppni og flokka- drætti, öfund og valdaásælni, sem drægi athygli kvennanna ffá því sem þær ætluðu og eiga að vera að fást við. Ef Kvenna- listinn, sú kaotíska fylking, er orðinn sú stofnun að hugsan- lega ógni kvennabaráttunni, þá hef ég svona prívat verulegar efasemdir um að henni sé þjón- að með blaðaútgáfu á vegum Jafnréttisráðs ríkisins. . Loks hlýtur þessi stefna að ganga þvert á þær hugmyndir sem þokkaleg samstaða hefur verið um síðustu misseri, sumsé að ríkið hætti að borga fyrir hvers lags starfsemi á vegum „Má búast við því að Jafnréttisráð bjóði nœst upp á samstarfvið karlafélög á borð við Rótaryumdœmið á íslandi? Eðafrí- múrararegluna?“ hagsmunasamtaka. Það nægir að nefha Fiskifélagið, Búnaðar- félagið og hvað þetta heitir sem saman einu sinni var kallað vel- ferðarkerfi atvinnuveganna. Ríkið hefur dregið verulega úr kostnaði sínum vegna starfsemi þessara félaga. Þessi „tíma- mótasamvinna“ Jafnréttisráðs við Kvenréttindafélag Islands gengur þvert á þá stefnu. í þessu samhengi er athyglis- vert að rifja upp hver er núver- andi formaður Kvenréttindafé- lags íslands. Það er enginn gamalkommi sem aldrei hefur kunnað að gera neitt nema á kostnað skattgreiðenda. Nei, konan sú heitir Inga Jóna Þórð- ardóttir. Karl Th. Birgisson STJORNMAL Denni snýr aftur Stormviðvörun: Steingrímur Hermannsson er ekki að hætta í -pólitíL Hann tók þá ákvörðun- eftir að hafa lesið litla frétt á blaðsíðu 34 í Morgunblaðinu á laugardaginn. Fyrirsögnin var: Framsókn mælist nú stærsti flokkurinn. Gott og vel. Síðustu vikur hafa ekki verið mikill hamingju- tími fyrir afmælisbörnin í ríkis- stjórninni. Það segir raunalega sögu þegar Páll Pétursson frá Höllustöðum er þess umkom- inn að gerast siðameistari og hirta forystumenn Sjálfstæðis- flokksins einsog hverja aðra óknyttadrengi. En það voru eiginlega allir búnir að gleyma garminum honum Steingrími. Síðustu ár hefur maður gengið undir manns hönd við að útvega hon- um vinnu annarsstaðar svo hann gæti stimplað sig útúr pól- itík. Rifjum upp fáein brot úr þeim farsa. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra staðfesti á sínum tíma að hann hefði kalls- HRAFN JÖKULSSON að við kollega sína á Norður- löndum hvort vænta mætti stuðnings við Steingrím Her- mannsson í embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Þessari málaleitan mun hafa verið tekið af samnorrænni kurteisi, og ráðherrarnir lofuðu að athuga málið. Einhverra hluta vegna náði þessi hugmynd aldrei lengra, en lifir víst enn í dag góðu lífi — sem brandari í diplómataboðum. Þar fór aðalritaraembættið. En framsóknarmönnum var í mun að rýma til fyrir Halldór erfðaprins Ásgrímsson, og ein- hver fékk þá snjallræðishug- mynd að gera Steingrím að seðlabankastjóra. í fyrstu hugn- aðist Steingrími þessi tilhugsun vel, enda lítil vinna, gott kaup ognógaflaxi. En því miður! Hver hefði skipað Steingrím í embættið? Jú, Jón. Sigurðsson. Og hver verður innan tíðar aðalbanka- stjóri Seðlabankans? Átti Steingrímur að verða undirmaður Jóns Sigurðssonar? Over my dead body, sagði Denni. Og þannig fór bankastjóra- stóllinn sömu leið og staða aðal- ritans. Þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf enn einu sinni kost á sér í fyrra kom hún síðan í veg fyrir að Steingrímur gæti orðið for- seti lýðveldisins. En sú var tíðin að það var aðeíns talið formsat- riði að Steingrímur yrði bóndi á Bessastöðum. Og þannig varð Steingrímur Hermannsson smám saman hornkerling í húsi maddömu Framsóknaf. Ný kynslóð var komin til sögunnar, kynslóð með aðra lífsskoðun og aðra pólitík en Steingrímur. Þessi kynslóðaskipti kristölluðust í EES-málinu í vetur þegar þing- flokkurinn klofnaði í tvennt. Unga fólkið fylgdi Halldóri Ás- grímssyni og gekk í berhögg við Steingrím. Hverjir fylgdu for- ingjanum? Jú, heilagur 'Páll frá Höllustöðum, Ólafiir Þ. og gamla gengið. Það virtist formsatriði að parkera Denna, og það átti að gerast á flokksþingi Framsókn- ar haustíð 1994. En bíddu hæg- ur, Halldór minn! Steingrímur Hermannsson er nefnilega bú- inn að finna sér starf við hæfi. Hann ætlar að verða forsætis- ráðherra. Steingrímur Hermannsson, formaður stærsta stjórnmála- flokksins og verðandi forsætis- ráðherra, hélt fyrstu ræðuna í eldhúsdagsumræðum á mánu- daginn. Það var einsog hann hefði yngst um tíu ár við að lesa ff étt- ina á blaðsíðu 34 í Mogganum á Iaugardaginn. Landsfaðirinn ljúfi var mættur aftur og talaði blaðalaust til þjóðar sinnar. Boðskapurinn var gamalkunn- ur og traustvekjandi, og ræðan byggð upp á áhrifamikinn hátt í kringum stefið: Ég hef áhyggj- ur... Steingrímur Hermánnsson reyndist hafa áhyggjur af öllu milli himins og jarðar. Einkum hafði hann þó áhyggjur af þeim manni sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Myndavélam- ar sýndu okkur Davíð Oddsson þarsem hann hímdi hnípinn bakvið hauga af skjölum og reyndi að líta út einsog maður sem ekki hefur áhyggjur af því að vera bara formaður næst- stærsta stjómmálaflokksins. Steingrímur Hermannsson, formaður stærsta flokks þjóðar- innar nú um stundir, talaði í tíu mínútur. í níu mínútur úthúð- aði hann núverandi rfkisstjótn. Helst var á honum að skilja að Davíð Oddsson bæri persónu- lega ábyrgð á hruni þorsk- stofnsins. Og alveg áreiðanlega var það Davíð að kenna að rík- issjóður tekur ekki nærri nóg af lánum til að redda atvinnumál- unum. Eftir að hafa lýst sívaxandi áhyggjum sínum í níu mínútur sagði Steingrímur að sér dytti ekki í hug að vera með tóma gagnrýni en engar tillögur til úr- bóta. Svo lýsti Steingrímur því hvernig hann ætlar að leiða þjóðina útúr eyðimörkinni. Það tók eina mínútu. Steingrímur ætlar að lækka vexti, og það með handafli ef þörf krefur. Hann ætlar líka að fella gengið og ná þjóðarsátt við fólkið í landinu svo allir snúi bökum saman. Og hann er sko ekkert smeykur við það að taka lán. Semsagt: Þjóðarsátt um gengisfellingu, vaxtalækkun og stórfelldar erlendar lántökur þegar Steingrímur verður kom- inn á sinn stað affur í stjórnar- ráðinu. Ljómandi. Steingrímur er kominn aftur í pólitík og hann hefur ekkert breyst. En áður en hann tekur formlega við stjórn- artaumunum affur ætti hann að spyrja hollvinina gömlu úr SÍS afhverju þeim hafi ekki dottið það snjallræði í hug að taka bara meira af lánum til að redda sér. Höfundur er rithöfundur. Á UPPLEIÐ Ý STEINGRÍMUR HERMANNSSON FORMAÐUR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS Miðað við útkomu Fram- sóknarflokksins í skoðana- könnunum er þjóðin alveg búin að gleyma stjórnarárum Steingríms. Ogþví fleiru sem þjóðin gleymir um Steingrím, því hærra verður gengi hans. HRAFN GUNNLAUGSSON FRAMKVyEMDASTJÓRI SJONVARPS Það er undantekningarlaust merki um að eitthvað hefur verið gert rétt þegar pólitísku varðhundarnir í útvarpsráði byrja að gelta. JÓN MÚLIÁRNASON KOMMUNISTI Hann þorði það sem laumu- kommarnir eru löngu hættir að þora: boða byltinguna enn, þrátt fýrir allt og allt. Á NIÐURLEIÐ MARKUSORN ANTONSSON BORGARSTJORI Allar hans reikningskúnstir og prósenmbrot bjarga hon- um ekki frá afspyrnulélegri útkomu í skoðanakönnun Heimsmyndar. ÓLAFUR SKÚLASON BISKUP Það sem stendur upp úr eft ir nokk- urra ára embættissetu er að helm- ingurþjóðar- innar vill taka hann af launaskrá ríkis- ins. GÆSASTOFNINN Það er ekki nóg með að Flug- málastjórn langi á skyttirí, heldur vilja Skotar núna að við drepum gæsir fýrir þá. Hvar er Greenpeace?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.