Pressan - 12.08.1993, Side 6

Pressan - 12.08.1993, Side 6
M E N N 6 PRESSAN Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993 Menn Hinn fullkomni stríðsfréttaritari Haukur Haraldsson, heimildamaður Heimsmyndar ó Pattaya: Frægasti betlarinn á ströndinni HAUKUR HARALDSSON Pan-kóngur í glaðværum hópi á Tælandi. látíð í té. Þá má geta þess að ástæða þess Það hefur vakið at- hygli fjölmargra ís- lendinga sem lagt hafa- leið sína til Tælands hve frjálslega Haukur Haraldsson lýsir lífi sínu og annarra íslend- inga á Tælandi í nýlegu Heimsmyndarviðtali. Haukur er flestum kunnur fyrir afskipti sín af Pan-hópnum fræga fyrir nokkrum árum. Hópurinn stóð fyrir léttum kynlífssýn- ingum og um leið hafði Haukur heldur vafasamt orð á sér. Eftir að hópurinn lagði upp laupana sneri Haukur sér að því að reyna að stofha nýjan stjórnmálaflokk. Þegar það gekk ekki ffelsaðist hann og hélt til Sví- þjóðar og síðar Pól- lands, þar sem hann ætlaði að boða fagnað- arerindið. Þegar því lauk blandaðist hann í ólög- legan innflutning á merkjavöru hingað til lands. Fluttí hann meðal annars inn Boss- og Lacoste-vörur sem saumaðar höfðu verið í Austurlöndum. Eftir að hafa fengið dóm fýrir þetta til- tæki fór hann til Tælands, þar sem hann hefur verið um skeið. Samkvæmt heimildum íslenskra Tæ- landsfara eru lifnaðarhætttir Hauks þar ekki sérlega uppbyggilegir og virðist þeim sem hann hafi viðurværi sitt að nokkru leytí af betli af Islendingum sem þangað koma. Einnig mun hann bjóða þeim ýmsa þjónustu sem hann getur síðan ekki að hann var fullkæddur á myndinni í Heimsmynd mun vera sú að hann keyrði drukkinn á ljósastaur á Tælandi og var því allur krambúleraður, sem væntanlega hefði kornið heldur illa út á mynd. Agnes hatar karla eins og mig. Hún hefúr látið þá Garra og Náttdagfara hafa það óþvegið. Eg er sammála Agnesi og sé villu míns vegar. Ég hef því ákveðið að opin- bera mig. Ég heiti Álfur Sveinsson og ætla aldrei að gera þetta aftur. Punktur basta. Mér finnst Agnes frábær. Hún hefúr farið eins og rétt- sýnn hnífur í gegnum samfé- lagið; skorið upp heilu stjórn- málaflokkana, flakað sægreif- ana og rassskellt óþæg systkini sín á hinum fjölmiðlunum. Allt með vísindalegri ná- kvæmni þannig að ekki skeik- ar einum staf. Agnes er minn maður eða þannig. Mig hefur alltaf grunað að það væri hálfgert óþarfapakk sem ynni á fjölmiðlum. Fólk sem er þannig innréttað að það stendur fyrir aftan lög- ffæðinginn á gatnamótum og bíður effir að eitthvað ömur- legt gerist. Þeir sem ég þekki eru tómir lúserar sem dunda sér við að níða skóinn af rétt- sýnu fólki. Ef til er skítapakk, þá er þetta hið eina sanna skítapakk. Það er gott að Agnes er búin að skrifa upp á það. Það er óheppni Agnesar að ísland skuli aldrei hafa átt í al- mennilegu stríði, því hún er stríðsfréttaritari að upplagi. Hún er fullkomlega óttalaus og skeytingarlaus um eigin hag. Hún hefur skrifað öll helstu stórmenni landsins í kaf, en eins og í Valhöll forð- um þá rísa menn upp að kvöldi og setjast að drykkju saman og erfa ekki það sem gerðist fýrr um daginn. Það er huggulegt að sjá hve hispurslaust hún umgengst ráðamenn landsins. Lýsing hennar á spjallinu við lón Baldvin um daginn, þar sem „Hún hefurfarið eins og réttsýnn hnífur í gegnum samfélagið; skorið upp heilu stjórnmálaflokkano, flakað sœgreifana og rassskellt óþœgsystk- ini sín á hinumjjöl- miðlunum. “ kjötmálið bar á góma, var virkilega hugljúf. í innihalds- ríku samtali, þar sem súper- blaðakonan ræddi við súper- stjórnmálamanninn um helstu hagsmunamál þjóðar- innar, var rétt tæpt á kjötmál- inu. Máttur Agnesar er slíkur að menn játa að fyrra bragði og Jón Baldvin sagði allt af létta. Sem betur fer sá Agnes hveru léttvægt málið var. Hún eyddi ótta Jóns Baldvins og svo hlógu þau að öllu saman. Sem hefði auðvitað verið við- eigandi endir, því í eðlilegu þjóðfélagi hefði Jón Baldvin orðið gleðimálaráðherra, en það er önnur saga. Auðvitað vissu Agnes og Morgunblaðið af kjötmálinu, en það þýðir ekki endilega að þau séu að gaspra um það út um öll torg. I starfi sem þessu verður að sýna ábyrgð. Það þýðir ekki að segja frá öllu sem maður veit, það yrði bara til að skapa glundroða. Al- menningur hefur ekki gott af að frétta allt of mikið. Meira máli skiptir að fréttirnar sem almenningur fær séu ná- kvæmlega hárréttar fréttir. Ekki einhverjar asnalegar fréttir sem engin leið er að hafa stjóm á og hlaupa bara út og suður. Það er einmitt kost- urinn við Agnesi; hún flytur agaðar fféttír og það eina sem vantar er þjóðfélag sem þær eiga við. ÁLIT Öm Clausen DavíðÞór Björgvinsson Theodóra Þórarinsdóttir Sjöfri Kristjánsdóttir Sólveig Pétursdóttir Tölur um ákærur í nauðgun- armálum frá árinu 1991 sýna að aðeins var ákært í einu máli af tíu sem voru til umfjöllunar hjá Ríkissak- sóknara. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort snúa eigi við sönnunar- byrði í nauðgunarmálum. Á að sttúa sönnunarbyrði í nauðgunarmálum? örn Clausen hæstaréttar- lögmaðun „Nei, svarið er nei, þá sætum við allir inni. Stígamótakonur hafa orðað þetta áður og ég hef lent í útvarpsþáttum og deilum við þær út af því. Þær vtIúu láta saksóknara höfða mál hvemig sem á stæði, bara ef kært yrði. Ástæða þess að rlkissaksóknari ákærir í svo fáum nauðgunar- málum er sú að það er farið varlega í það þegar konur em að lcæra einhvem til að ná sér niðri á honum. Það er farið varlega í að hlaupa á effir ein- hverju sem ekki er hægt að festa hendur á. Það er af og frá að snúa sönnunarbyrði við í þessum málum, það væri fá- ránlegt. Það er mín skoðun að til að draga úr nauðgunum ættu konur að fara varlegar en þær hafa gert, drekka minna og vera svolítið minni druslur en þær hafa verið á opinberum stöðum." Davíð Þór Björgvinsson, dósent í lagadeild HI: Það er engan veginn í takt við nútímaviðhorf í þessum málum að fara að snúa sönn- unarbyrðinni við. Ég hef ann- ars eldd hugleitt þessi mál sér- staklega. Það er augljóst að ákveðinn fjöldi nauðgunar- mála er bara tóm vitleysa frá upphafi. Sfðan geri ég ráð fýrir því að önnur mál hafi verið með þeim hætti að talið hafi verið útilokað að sanna að um nauðgun hafi verið að ræða. Ég skil þessa umræðu, en ég get ekki séð að það sé hægt að fórna prinsippinu um að menn séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð, í þessum málum sérstaklega. Án þess að ég hafi kannað það held ég að öfug sönnunarbyrði í sakamál- um væri brot á mannréttinda- sáttmálanum.“ Theodóra Þórarinsdóttir, starfsmaður Stígamótæ „Öfúg sönnunarbyrði er leið sem þegar hefur verið reynd í sumum fylkjum Bandaríkj- anna. Umræða hefur einnig farið frarn á Norðurlöndum, að Islandi undanskildu, um hvort taka eigi upp öfúga sönn- unarbyrði. Það er löngu tíma- bært að slík umræða hefjist hér á landi. Þar sem ekkert virðist vera að gerast í réttarkerfinu hvað nauðgunarmál varðar hér á landi teljum við á Stígamót- um ástæðu til að skoða hug- myndir um öfúga sönnunar- byrði líkt og aðrar þjóðir hafa gert. öfug sönnunarbyrði er einn möguleiki, sem reyndar er vandmeðfarinn, því með því er réttarkerfinu ógnað. öfug sönnunarbyrði brýtur í bága við allar réttarhefðir og venjur, en við teljum viðhorfsbreyt- ingu nauðsynlega." Sjöfii Kristjánsdóttir er lög- fræðingur og hefur setið í framkvæmdahópi Stígamótæ „Ég get ekki samþykkt það að sönnunarbyrði sé snúið við í nauðgunarmálum vegna þess að það stríðir gegn þeirri grundvallarreglu réttarfars að maður sé saklaus uns sekt hans er sönnuð. Það gengur ekki að taka út þennan eina málaflokk opinberra mála og krefjast öf- ugrar sönnunarbyrði. Mér finnst þó einkennilegt hve faar kærur í nauðgunarmálum enda með ákæm af hendi ríkis- saksóknara og mér þætti áhugavert að sjá hve margar kærur enda með ákæm í öðr- um málaflokkum opinberra mála. Skyldu sömu hlutföll koma fram þar og í þessum málaflokki? Ég skil vel reiði kvennanna sem kæra og hefúr verið nauðgað, því það virðist ekkert gerast, og þrátt fyrir ítrekaðar yfirheyrslur enda þessi mál oft niðri í skúffu. Maður spyr sjálfan sig að því, hvort það geti verið að hugar- far rannsóknarmanna ráði því hve fá mál enda með ákæru. Mér fyndist það skref í áttina ef fleiri konur væm yfirmenn og tækju ákvarðanir á rannsókn- arferlinu í þessum málum. Þama er ég að tala um bæði Rannsóknarlögreglu og Ríkis- saksóknara." _ Sólveig Pétursdóttir alþing- ismaður. „Sönnunarbyrðin í opinber- um málum hvílir á ákæmvald- inu. Það er afar mikilvæg regla og byggist m.a. á sjónarmiði um réttarvemd einstaklingsins gagnvart ríkinu. I opinberum máum er oft um að ræða þau brot á hegningarlögum sem þung reísing, svo sem fangelsi, liggur við. Sönnun á sekt er því afar mikilvæg í slíkum málum. Hitt er svo annað mál að þvi hefúr verið haldið ffam að eitt- hvað sé að í meðferð nauðgun- armála hér á landi, bæði hvað varðar rannsókn RLR og ákær- ur ríkissaksóknara. Mér þætti eðlilegt að vinnubrögð þessara aðila yrðu könnuð og athugað hvort eitthvað væri að í með- ferð þessara mála og þá leitað allra leiða til úrbóta. Það verður að tryggja að nauðgunarkærur séu jafnréttháar og kærur vegna annarra afbrota. Mér þykir einnig sjálfsagt að það sé athugað hvernig meðferð þess- ara mála er háttað annars stað- ar, t.d. í nágrannalöndum okk- ar, hvort ástæða hefúr þótt til að snúa sönnunarbyrði við í þessum eina málaflokki eða hvort önnur úrræði hafa dug- að. Það verður hinsvegar að hafa í huga að öfúg sönnunar- byrði gengur á svig við það réttarfar sem allar siðvæddar

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.