Pressan - 12.08.1993, Qupperneq 8
FRÉTTI R
8 PRESSAN
Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993
l->eiksýning Pé-leik-
hóp'sins, „Fiskar á þurru landi“ eftir
Áma Ibsen, fékk mjög góðar viðtök-
ur á Listahátíð í Hafnarfirði sem
haldin var fyrr í sumar. Luku gagn-
rýnendur miklu lofsorði á leikstjór-
ann, Andrés Sigurvinsson, og leik-
endur, þau Guðrúnu Ásmundsdótt-
ur, Ólaf Guðmundsson, Aldísi Bald-
vinsdóttur og Ara Matthíasson.
Sýningar Listahátíðar voru þó aðeins
örfáar og færri komust að en vildu.
Því hefur nú verið ákveðið að taka
upp að nýju sýningar á Fiskum á
þurru landi í byrjun september, að
þessu sinni í íslensku óperunni. Fisk-
arnir verða hinir sömu og áður og
stefnt er að fimmtán sýningum...
letooeinendur
I LIKAMSÞJALFUN
1. Byrjendanámskeið:
Fyrir þá sem vilja fá grunnþekkingu og undirþúning
fyrir eróbikkkennslu.
Námskeiðið er dagana 16. - 21. ágúst.
Námsefni: lífeðlisfræði, vöðvafræði, uppbygging tíma
o.m. fl. bóklegt og verklegt.
Samt. 20 tímar. (19.00 -23.00 mán-fös)
• --Ágústa Johnson
Leiðbeinendur: 9---Hrafn Friðbjörnsson
• --Halldóra Björnsdóttir
Líkamsræktarstöðvarnar eru ávallt á höttunum eftir
hæfileikaríku og hressu fólki til að kenna eróbikk.
Skelltu þér á námskeið og stattu vel að vígi þegar þú
sækir um!
2.Námskeið fyrír starfandi
eróbikk- og íþróttakennara:
Allt það nýjasta frá IDEA ráðstefnunni í USA.
Námskeiðið verður haldið þann 29. ágúst.
kl.10.00 - 18.00
Eins og alltaf bjóðum við uppá vandaða kúrsa
sem eru pakkaðir af nýjum æfingum, sporum,
rútínum og nýjum ferskum hugmyndum.
1. Mjúkt eróbikk, einfaldar samsetningar.
2. Mjúkt eróbikk m/dansívafi
3. Mjúkt og hart eróbikk
4. Tröppur, einfaldar samsetn.
5. Tröppur, flóknari samsetn.
6. Vaxtamótun á tröppum
7. Nýtt! Æfingar m. V-spaða. (thighmaster)
8. Barnaeróbikk
Ný tónlist á kassettum til sölu Láttu skrá þig
í síma 689868'
AGUSTU OG HRAFNS
SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868
iMamsKeio
Flugróðsmenn góttaðir ó embætlismönnum Flugmólastjórnar:
ENGAR ATHUGASEMDIR
VID ÖRYGGISMÁL ÓBINS
JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON. „Vinnubrögðin eru forkastanleg hjá þessum embættismönn-
um. Þeir segja eitt á fundinum en hlaupa síðan með allt annað í fjölmiðla."
Mikil reiði ríkir meðal flugráðs-
manna vegna yfirlýsinga Grétars
H. Óskarssonar, framkvæmda-
stjóra loftferðaeftirlits Flugmála-
stjórnar.Jjess efnis að sitthvað sé
athugavert við öryggismál hjá
flugfélaginu Óðni. Flugráð sam-
þykkti á þriðjudag samhljóða það
álit sitt að Óðinn teldist hæfúr til
að annast áætlunarflug milli
Reykjavíkur og Kulusuk á Græn-
landi. Á fúndinum voru Grétar H.
Óskarsson, framkvæmdastjóri
Loftferðaeftirlitsins, og Skúli Jón
Sigurðarson, framkvæmdastjóri
flugslysadeildar Flugmálastjórnar,
sérstaklega spurðir um öryggismál
Óðins, í ljósi alvarlegra athuga-
semda Skúla í bréfi til Halldórs
Blöndal samgönguráðherra. Bár-
ust engar athugasemdir ffá Grétari
á fundmum, þvert á móti, og réð
það mestu um afgreiðslu ráðsins.
SENDI ÓSTAÐFESTAjR
SOGUSAGNIR TIL RAÐ-
HERRA
Bréf Skúla inniheldur harðar
ásakanir og aðdróttanir í garð Óð-
ins og telja forráðamenn félagsins
alvarleg meiðyrði felast í bréfinu;
ósannar aðdróttanir um öryggis-
mál.
1 bréfinu er í sömu andrá fjallað
um flugrekstur Helga Jónssonar
og Óðins, en Helgi er stór hluthafi
í Óðni, sem hefur tekið við þeim
rekstri sem Helgi hafði áður með
höndum. í bréfinu er meðal ann-
ars gefið í skyn að grunsamlegt sé
BlRGIR ÞORGILSSON ferðamálastjóri og
flugráðsmaður. Spurði flugmálastjóra og
hans menn sérstaklega, í Ijósi bréfs eins
þeirra, hvort þeir hefðu einhverjar athuga-
semdir fram að færa gagnvart Oðni. Engar
athugasemdir voru gerðar—fyrr en í
fjölmiðlum daginn eftir.
að Helgi Jónsson/Óðinn hafi
aldrei tilkynnt óhapp eða slys, eða
bilanir og galla. Skúli segir að upp-
lýsingar hafi hins vegar „borist til
okkar eftir öðrum leiðum“. Hann
ber síðan ónafngreint starfsfólk
Helga Jónssonar fyrir því að því
hafi verið bannað af gefa Flug-
málastjórn upplýsingar eða til-
kynna atvik.
Skúli heldur því síðan frarn að
nokkrum sinnum hafi legið við
slysi vegna „harðfýlgni HJ/Odin
Air í Grænlandsflugi og í flestum
tilfellum var tvísýnt veður með í
spilinu og naumlega sloppið...
Ennfremur má tilgreina nokkur
tiltekin atvik, þar sem flugvélum
HJ/Odin Air var lent á síðustu
dropunum eftir flug ffá Kulusuk
og sannarlega lá við stórslysi.
Meðal flugstjóra þar var Jón
Helgason." Jón Helgason er sonur
Helga Jónssonar.
ÍTREKAÐ SPURÐIR UM
ATHUGASEMDJR Á
FUNDI FLUGRAÐS
Skúli kemst að þeirri niður-
stöðu að Helga Jónssyni sé ekki
treystandi til að annast flugrekstur
í atvinnuskyni. Hann gerir í bréf-
inu engan greinarmun á flug-
rekstri Helga annars vegar og Óð-
ins hins vegar.
Fund Flugráðs á þriðjudag sátu
bæði Grétar og Skúli, sem og Þor-
geir Pálsson flugmálastjóri. Flug-
ráðsmenn höfðu bréf Skúla í
höndunum og áttu von á athuga-
semdum. Birgir Þorgilsson
spurði ítrekað hvort Þorgeir eða
þeir hinir hefðu einhverjar at-
hugasemdir við það að Óðinn
flygi umrædda flugleið, en engar
slíkar athugasemdir voru lagðar
fram. Lét Birgir bóka að hann
greiddi atkvæði með Óðni í ljósi
þess að Flugmálastjóm hefði eng-
ar athugasemdir við að Óðinn
sinnti þessu áætlunarflugi.
Fundinn sat einnig Jörundur
Guðmundsson og sagði hann í
samtali við PRESSUNA að yfirlýs-
ingar embættismannanna í fjöl-
miðlum hefðu vægast sagt komið
á óvart í ljósi þess sem kom ffam á
fundi ráðsins.
„LOFTFERÐAEFTIRLITIÐ
MISMUNAR FLUG-
REKSTRARAÐILUM"
„Vinnubrögðin eru forkastan-
leg hjá þessum embættismönn-
um. Þeir segja eitt á fundinum en
hlaupa síðan með allt annað í fjöl-
miðla. Mér hefur sannast sagna
lengi fundist að loftferðaeftirlitið
mismuni flugrekstraraðilum og sé
sérstaklega í nöp við Helga Jóns-
son og fjölskyldu, sem þó hafa
uppfyllt allar kröfur Flugráðs og
samgönguráðuneytisins. Það er
ekki langt síðan Öðni var veitt
flugrekstrarleyfi og hefði maður
haldið að þá yrðu athugasemdir
gerðar við öryggismál félagsins, en
svo var ekki. Mér sýnist sem þessir
embættismenn séu leynt og ljóst
að reyna að koma Helga Jónssyni
og Óðni yfir um. Ef þetta er sá
andi, sem opinberir embættis-
menn vinna eftir, má Guð hjálpa
okkur,“ sagði Jörundur.
Friörik Þór Guömundsson
Þú hringir í síma 611720 kvöldiö fyrir
brottför og pantar bílinn. Símaþjónusta
BSR sér um aö vekja þig á réttum tíma.
Bíllinn kemur stundvíslega,
hlýr og notalegur.
Og þú ferð í loftið afslappaðri en ella.
Við bjóðum nú þessa þjónustu á
tilboösveröi, kr. 3900.- eöa aðeins
975.- á mann miðað við fjóra.
tSimi
611720
<0ofJ(r
BSR