Pressan - 12.08.1993, Qupperneq 14
LATINN FJUKA MEÐ FALKAORÐUNA
14 PRESSAN
Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993
Paul Zukofsky sagt upp störfum sem stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar æskunnar:
„JUt sem viö höfnm gert var bá rangT
„Það er staðreynd að það er
alltaf bölvaður yfirgangur í
manninum og eintómt vesen í
kringum hann,“ segir fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Sin-
fóníuhljómsveitar æskunnar
(SÆ) og á þar við stjómanda
hennar, Paul Zukofsky, sem
sagt var upp störfum 12. júlí
síðastliðinn. Fram til þess dags
hafði Zukofsky verið svotil
einráður um starf sveitarinn-
ar. Þegar ný stjórn tók til
starfa í haust vildi hún að þar
yrði breyting á og tók til við
að endurskoðá reglur SÆ og
gera drög að ráðningarsamn-
ingi við Zukofsky. Fram að
því höíðu allar ákvarðanir um
starfíð verið munnlegar og
innsiglaðar með handsali.
Engum þeim sem PRESSAN
ræddi við þótti óeðlilegt að
gerður yrði samningur, enda
hljómsveitin orðin að miklu
fyrirtæki sem veltir háum fjár-
hæðum (í kringum sjö millj-
ónum króna á ári). Stjórnin
gerði hins vegar þau mistök,
að áliti Erlendar Sveinssonar,
fyrrum fulltrúa foreldra í nýju
stjórninni, að ræða ekki við
Zukofsky um breytingarnar
eða um samninginn fyrr en
hann var borinn undir hann.
Sjálfur segist Zukofsky ekki
hafa æskt annars en halda
áfram að starfa við óbreytt
skilyrði.
Eitt af ágreiningsatriðunum
um samninginn varðaði lengd
hans, en í fyrsta samnings-
uppkasti stjómarinnar var að-
eins gert ráð fýrir eins og hálfs
árs samningi. I rauninni var
þar verið að gera annan samn-
ing um atriði sem búið var að
innsigla með handsali, sem
var flutningur á Parsifal eftir
Richard Wagner í samvinnu
við Óperusmiðjuna í Borgar-
leikhúsinu í vetur og frum-
flutningur á Sögusinfóníu
Jóns Leifs á Listahátíð í
Reykjavík 1994. Skömmu áð-
ur en upp úr slitnaði var talað
um fimm ár, en í millitíðinni
hafði Zukofsky talað um tíu
ára samning og „jafnvel ævi-
ráðningu,“ að sögn Halldórs
Haraldssonar, fulltrúa Tón-
listarskólans í Reykjavík, auk
þess sem hann vildi ekki sam-
þykkja að samningnum yrði
rift þótt fjárveitingar brygðust.
HÆTTIR AÐ TALA
SAMAN
Nokkuð löngu áður en
þessar sættir náðust voru
stjórnarmeðlimir og Zukofsky
hættir að geta talað saman og
fóru allar viðræður fram í
gegnum þriðja aðila, Björn
Bjamason alþingismann, vin
Zukofskys. Lengd samnings-
tímans var þá ekki lengur
helsta deiluatriðið, heldur
snerist málið orðið um völd:
Ef stjórnin samþykkti að Zu-
kofsky réði því hvenær nám-
skeið væru haldin, hvort og
hvenær fenginn yrði gesta-
stjórnandi og hvaða verk yrðu
valin til flutnings, þýddi það
að ekki væri þörf fyrir stjóm-
ina. Og það gat hún ekki sam-
HALLDÓR HARALDSSON. Segir að stjórnin hafi verið öll af vilja gerð til að ná
JÓN LEIFS. Til stóð að SÆ frumflytti
Sögusinfóníu hans á Listahátíð 1994.
þykkt.
Tímasetning námskeiðanna
virðist reyndar ekki vera
vandamál í augum annarra en
stjórnarmeðlima og skóla-
stjóra tónlistarskólanna, eftir
því sem PRESSAN kemst
næst. Nemendur sem rætt var
við sögðu að það hefði yfirleitt
hentað öllum best að halda
námskeiðin í jóla- og páskaffí-
um og hið sama segir Zukof-
sky. Hann hefur reynt að
halda námskeið bæði í júní og
snemma á haustin, en segist
þá hafa átt í erfiðleikum með
að fá nemendur.
Atriðin sem valda hvað
mestum ágreiningi eru hver
eigi að ráða verkefhavali sveit-
arinnar og hvort fá eigi gesta-
stjórnanda. Halldór Haralds-
son telur það heilbrigt fyrir
hljómsveit sem er komin á
þetta stig að fá skoðanir frá
öðrum, þ.e.a.s. gestastjórn-
anda: „Sú hugmynd er ekki
hugsuð sem vantraust á Zu-
kofsky. Okkur finnst það að-
eins heilbrigt og eðlilegt frá
listrænu sjónarmiði. Margir
tónlistarkennarar hafa látið
þessa skoðun í ljós.“ Sigurjón
Halldórsson, ldarinettleikari
og fýrrum SÆ-meðlimur, tek-
ur undir hugmyndina um
gestastjórnanda og segist ekki
geta séð að sá myndi skaða
sveitina. En Paul Zukofsky vill
ekki ræða þetta atriði við
stjórnina, enda verður ekki
annað séð en hann skilji tillög-
una sem vantraustsyfirlýsingu.
„Hljómsveitarstarfið hefur
gengið vel undir minni stjórn,
svo ef þeir treysta mér ekki
lengur hvers vegna segja þeir
það þá ekki?“
PAUL ZUKOFSKY. Hefur náð undraverðum árangri með SÆ. Hann vildi fá að starfa við sömu skilyrði og áður.
FÆLIR NEIVJ-
ENDUR FRA
Sjálfur er Zu-
kofsky þekktur
fyrir annað en að
liggja á skoðun-
um sínum ef
honum mislíkar.
„Þetta er ekki
fagleg gagnrýni
heldur fer hann í
manngreinar-
álit,“ segir fýrrum meðlimur í
SÆ, sem „lenti illa í Zúkka“.
„Hann hagar sér eins og svín
og hefur komist upp með það
allt of lengi. Hann leyfir til
dæmis aldrei mistök, sem mér
finnst ekki eðlilegt þegar
svona ungir krakkar eiga í
hlut. En það verður að játa að
hann nær ótrúlegum árangri
með þessum týranísku aðferð-
um sínum,“ segir þessi sami
hljóðfæraleikari.
Framkvæmdastjórinn fýrr-
verandi segir að Zukofsky hafi
með aðferðum sínum fælt
nemendur ffá hljómsveitinni
og sumir hafi hreinlega gefist
upp við að mæta á námskeið-
in. Erlendur Sveinsson er
þeirrar skoðunar að sögusagn-
ir af þessu tagi hafi haff áhrif á
ákvarðanir stjórnarinnar, og
bæði Siguijón Halldórsson og
Einar Jónsson, básúnuleikari í
SÆ, eru á því að þessar sögur
séu ekki með öllu sannar.
„Paul leyfir sér að rjúka upp
og skamma menn á æfingum.
Sumir hafa tekið því illa, en
sjálfúm fannst mér alltaf gott
að vinna með honum. Sumir
hafa jú haldið því fram að
hann gerði þetta að ástæðu-
lausu, en ég tel það vera mis-
skilning," segir Siguijón. Einar
man heldur ekki eftir því að
Zukofsky hafi tekið nemendur
fýrir. „Ég man eftir fagottleik-
ara sem hljóp grátandi af æf-
ingu, en það er orðið langt
síðan og ég man ekki eftir
öðru slíku tilfelli. Þetta var
orðin samheldin hljómsveit
og náinn kunningsskapur
meðal krakkanna, sem mörg
koma ár eftir ár. Við mættum
þama öll til þess að hitta Paul,
enda vomm við að gera með
honum stórkostlega hluti.“
Ekki einu sinni þeir sem „lent
hafa í Zúkka“ geta neitað því:
„Við höfum fengið að spila
verk sem Sinfóníuhljómsveit
Islands hefur ekki lagt í og
tónleikarnir voru alltaf stór-
kostleg stund.“
AFBjíÝÐISEMI
STJORNAR ÁKVORÐ-
UNUM
Þegar borin eru undir Zu-
kofsky ummæli þeirra sem
segja að erfitt sé að vinna með
honum svarar hann hiklaust:
„Ef þeim finnst það þá er það
vegna þess að ég er hreinskil-
inn og vægðarlaus. Ég held
fast við skoðanir mínar og ef
fólk segir að ég miðli hvorki
málum né skipti um skoðun
eftir því hvernig pólitískir
vindar blása, þá er ég sekur.
Mér var kennt að vera skoð-
unum mínum trúr og á með-
an enginn hefur betri tillögur
skipti ég ekkert um skoðun,“
segir Paul Zukofsky.
Hann telur ákvarðanir
stjórnarinnar byggðar á af-
brýðisemi:
BJÖRN BJARNASON. Þriðji aðilinn sem hélt samningaviðræðum gangandi eftir
að Zukofsky og stjómin voru hætt að talast við.
Zukofsky handhafi fálkaorðunnar
Paul Zukofsky kom fyrst hingaö til lands
áriö 1979 á vegum Tónlistarskóla Reykja-
víkur til aö halda námskeiö, sem síöan
hafa veriö kennd viö hann. í framhaldi af
námskeiöunum var Sinfóníuhljómsveit
æskunnar stofnuö áriö 1985 og hélt Zu-
kofsky þá áfram aö koma hingað til lands
tvisvar til þrisvar á ári til aö æfa hljóm-
sveitina fyrir tónleika. Tónleikar SÆ hafa
vakið veröskuldaða athygli vegna þess ár-
angurs sem hljómsveitin hefur náö, þrátt
fyrir erfitt og áræöiö verkefnaval. Þar má
nefha sjöttu, sjöundu og níundu sinfóníur
Mahlers og aöra og sjöttu sinfóníur Bru-
ckners. Forseti íslands sá ástæöu til aö
veita Paul Zukofsky fálkaorðuna fyrir vel
unnin störf meö SÆ og veitti hann henni
viötöku 10. janúar 1990.
„Við tökum krakka sem
[skólastjórarnir] segja að geti
ekki spilað og látum þá spila.
Núna eru þeir búnir að taka
Parsifal út af verkefnaskránni
vegna þess að þeir töldu það
of nútímalegt. Þetta gera þeir,
þó svo fjárveiting til hljóm-
sveitarinnar hafi fengist til
þessa verks. Það skiptir ekki
máli þótt okkur hafi tekist
sambærilegir hlutir áður. I
rauninni þýðir þetta að allt
starf okkar til þessa hafi verið
rangt.“
„Zukofsky er móðgaður út í
okkur, en það er
aðallega vegna
misskilnings.
Við reyndum
eins og við gát-
um að ná þess-
um samningum
og erum með
hreina samvisku
hvað það varð-
ar,“ segir Halldór
Haraldsson.
„Stjórnin vildi
eindregið ná
samningum.“
En þið viljið
róða ákveðnum hlutum, eins
og verkefnavali?
„Verkefnaval Zukofskys
hefur verið mjög spennandi
og djarft, en við sjáum fyrir
okkur að það mætti koma
með annað með, eins og
Mozart og Beethoven.“
En væri SÆ þá ekki að leika
sömu verk og Sinfóníuhljóm-
sveit íslands?
„Hugmyndin er sú að SÆ
sé vettvangur fýrir nemendur
til að spila í stórri sinfóníu-
hljómsveit sem tekst á við
meiriháttar hljómsveitarverk,
sinfóníur og fleira."
Gunnar Gunnarsson, full-
trúi Samtaka skólastjóra tón-
listarskólanna í stjórninni,
bætir því við að „Sinfóníu-
hljómsveitÆskunnar [sé] ekki
Zukofsky“. Hann er ekki
hræddur um að ekki takist að
finna nýjan stjómanda, þó svo
flestir virðist eiga erfitt með að
sjá starfið fýrir sér án Zukof-
skys.
Margrét Elísabet Olafsdóttir