Pressan - 12.08.1993, Blaðsíða 20
20 PRESSAN
Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993
Páll Magnússon er sjónvarpsstjóri á Stöó 2. Hann mótaöi þá stefriu
sem fylgt hefur veriö á fréttastofu Stöðvarinnar, en með árásargjam-
ari vinnubrögðum blés hann nýju lífí í fréttafíutning í íslensku sjón-
varpi. Á skömmum tíma varð hann afar áberandi persóna og lenti
oftlega á milli tannanna á fólki. Slétt og felld framkoma hans hefur
þó vafalaust fíeytt honum langt og hann á ekki marga óvini þrátt fyr-
ir að hafa farið ómjúkum höndum um suma. Hann berst nú minna á
en áður og vinnur meira á bak við tjöldin. Það breytir því ekki að
hann hefur sem fyrr skoðanir á málum.
Islensk sjónvarpsstöð
— ekki myndbanda-
leiga
Hvaða hlutverki gegnir fjöl-
miðill eins og Stöð 2?
„Við skilgreinum okkur í
grundvallaratriðum sem af-
þreyingar- og upplýsingamiðil
og leggjum höfuðáherslu á
þetta tvennt, bæði á Bylgjunni
og Stöð 2. Við rekum öfluga
fréttastofu fyrir báða miðlana
og leitumst við að veita fólki
afþreyingu og hvíld ffá amstri
dagsins."
Sendingar frá gervihnöttum,
sem þið voruð að fá leyfi fyrir,
er enn meiri útvíkkun á þessu
hlutverki.
„Með EES-samningunum
þótti sýnt að samkeppni í
formi útsendinga frá gervi-
hnattastöðvum yrði leyfð hér-
lendis, án þýðingarskyldunn-
~ ar. Við fórum út í þetta fyrst
og ffemst vegna þess að allt ffá
byrjun var ljóst að enginn
annar en Stöð 2 gæti boðið
upp á slíkar útsendingar á
jafnhagkvæman hátt fyrir
neytandann. Við erum að
vissu leyti að kalla samkeppni
yfir okkur sjálfa en benda má
á þá röksemd að ef á annað
borð er hægt að hafa tekjur af
endurvarpi erlends sjónvarps-
efnis, hvar eru þær þá betur
komnar en hjá íslenskri sjón-
varpsstöð sem getur notað
þær til að búa til íslenskt sjón-
varpsefni?“
Stöð 2 er varla frœg fyrir að
beita sér mjögfyrir intilendri
dagskrárgerð.
„f upphafi var staðið að
henni meira af kappi en forsjá
og varð fyrirtækið nánast
gjaldþrota um áramót
1989-1990, meðal annars
vegna þessa. Menn ffeistuðust
á stundum til að taka skrefið á
undan sjálfúm sér og ofmetn-
aðurinn sem einkenndi rekst-
urinn í upphafi varð til þess að
útgjöldin uxu hraðar en tekj-
umar. Við þá endurreisn sem
félagið hefur farið í gegnum
síðan hefur þótt nauðsynlegt
að-skera verulega niður, eink-
anlega í innlendri dagskrár-
gerð, því íslenskt efni er um
15-20 sinnum dýrara en er-
lent efni og skilar ákaflega lid-
um tekjum. Við höfum þó
aukið það jafnt og þétt og
framleiðum nú um 300
klukkustundir af íslensku efni
á ári, fyrir utan fféttir. Dýrari
dagskrárgerð, svo sem leikrit,
höfúm við svo einfaldlega ekki
bolmagn til að fara út í enn
sem komið er.“
Utn Stöð 2 hefur verið sagt
að þar fari eitt stórt mynd-
!„ bandaleigufyrirtœki.
„Þessi gamli frasi keppi-
nautanna hefur aldrei átt við,
ef litið er á málið af sanngirni.
Við verjum miklum pening-
um í að vera íslensk sjón-
varpsstöð en ekki einhver
myndbandaleiga.“
Vœri pláss fyrir fleiri íslensk-
ar sjónvarpsstöðvar?
„Meðan ráðamenn hafa
hvorki kjark né pólitískt þrek
til að rýma til fyrir einkaffam-
takinu á þessum vettvangi,
með því að hætta að standa
sjálfir í sjónvarpsrekstri, hef ég
enga trú á að markaðurinn
leyfi fleiri sjónvarpsstöðvar.
Við hræðumst ekki sam-
keppnina og fögnum þeim
sem reyna fyrir sér í þessari
grein. Ég mundi hins vegar
ekki ráðleggja neinum að fara
út í rekstur á hefðbundinni
sjónvarpsstöð við þau skilyrði
sem eru fyrir hendi í dag. En
það er mitt að halda, annarra
að reyna.“
Fréttastofa í stjórnar-
andstööu
Fréttastofa Stöðvar 2 og
Bylgjunnar hefur oft verið
gagnrýnd fyrir að menn fari
þar offari í fréttaflutningi. Á
þessi gagnrýni sér stoð?
„Ég lít svo á að hlutlaus,
sterk fréttastofa eigi að vera
stöðugt í stjórnarandstöðu, í
þeim skilningi að bæði emb-
ættismönnum og stjórnmála-
mönnum á að vera ljóst að
einhver er að fylgjast með
þeim. Harka okkar í frétta-
mennsku hefur ef til vill geng-
ið skrefi lengra en þeirra hjá
Rikissjónvarpinu, en þar fyrir
er ekki sanngjarnt að segja að
fréttastofan sé of óvægin.
Fréttamennska er línudans og
það eina sem fféttamenn geta
gert er að leitast stöðugt við að
halda sig á línunni.“
Nú standa miklir áhrifa- og
eignamenn að íslenska út-
varpsfélaginu. Heldur frétta-
stofan hlutleysi sínu?
„Stjórnarmenn hafa aldrei
beitt þrýstingi varðandi al-
mennan fréttaflutning. Rit-
stjórnarmálefni fféttastofúnn-
ar eru nánast aldrei rædd á
stjómarfúndum og því starfar
hún með öllu sjálfstætt. Hins
vegar koma einstakir stjómar-
menn auðvitað að máli við
mig sem einstaklingar, hafa
sínar skoðanir og koma þeim
á framfæri við mig eins og
hundmð annarra íslendinga í
hverjum mánuði.“
Almenningur kýs oftlega að
líkja frétta- og blaðamönnum
við hrægamma og úthrópar þá
fyrir óvönduð vitinubrögð.
„Mér er til efs að þetta sé al-
menningsálitið. Stjórnmála-
menn eiga það hins vegar til
að segja að fjölmiðlar séu
óvandaðir auk þess sem þeir
telja fféttamenn elta sig og of-
sækja. Að mínu viti er þetta
einfaldlega rangt. Það eina
sem kann að há íslenskum
fjölmiðlum er sú staðreynd að
þeir eru smáir, sem gerir sér-
hæfingu einstakra frétta-
manna erfiða. Afleiðingin er
sú að fféttamennskan virðist á
stundum verða yfirborðs-
kennd en almennt er ég þó
þeirrar skoðunar að íslenskir
fjölmiðlar standi sig vel.“
Siðanefnd blaðamanna hef-
ur komið við sögu fréttastof-
unnar. Hvernig hefur hún að
þínu mati tekið á málum?
„Mér hefur ekki þótt ástæða
til að kveinka mér yfír ein-
stökum niðurstöðum hennar
en hefúr fúndist bera mjög á
óvönduðum vinnubrögðum.
Hún hefur fellt úrskurði í
málum án þess að kanna þau
til hlítar og á stundum ekki
einu sinni talað við þá frétta-
menn sem hlut hafa átt að
máli. Siðanefndin er hins veg-
ar nauðsynlegur vettvangur
fyrir það fólk sem telur sig
hafa verið misrétti beitt í sam-
skiptum sínum við fjölmiðla."
Ykkur hefur verið borið á
brýn að stela fréttum.
„Það er merki um heimótt-
arskap og smásálarhátt þegar
menn treysta sér ekki til að
vitna í aðra fjölmiðla. Engin
ástæða er þó til að geta annars
miðils sé hann eingöngu upp-
spretta fféttar sem hefur verið
betur unnin og hefur fengið
nýjan flöt. Stefna mín var
ávallt sú að vitna til annarra
miðla, ef aðrar heimildir voru
ekki fyrir hendi, og ég veit
ekki til þess að stefnubreyting
hafi orðið með nýjum ffétta-
stjóra. Þetta verður hins vegar
tilefni til þess að spurst verður
fýrir um málið.“
Morgunblaöiö á lítiö
skylt viö lifandi frétta-
miðil
Fjölmiðlar eru í eðli sínu afar
misjafnir og sumir fjalla mikið
um ákveðin mál meðan aðrir
þegja þunnu hljóði. „Kjötmál-
ið“ svokallaða endurspeglar
þetta ágœtlega og Agnesi
Bragadóttur, blaðamanni
Morgunblaðsins, þótti ástœða
til að gera athugasemd við
fréttaflutning Stöðvar 2. Hver
eru viðbrögðþín?
„Morgunblaðið gegnir nú-
orðið ákaflega skrítnu hlut-
verki í íjölmiðlun á íslandi og
virðist fyrst og fremst vera
upptrénuð stofnun sem á lítið
skylt við lifandi fréttamiðil.
Varðandi þetta ákveðna mál
ættu stjórnendur blaðsins að
hafa mun meiri áhyggjur af
því, af hverju aldrei var sagt
efnislega ffá málinu, en hverj-
um höndum aðrir fjölmiðlar
fóru um það. Morgunblaðið
kaus að líta með öllu framhjá
þessu máli, utan að birta sam-
hengislausar yfirlýsingar því
tengdar og þrjár skopmyndir.
Það er full ástæða til að velta
þvi fyrir sér hvort taka ber al-
varlega fjölmiðil sem sinnir
ekki fréttaflutningi betur en
þetta. Agnesi Bragadóttur
fannst sér greinilega renna
blóðið til skyldunnar að verja
vini sína, ráherrahjónin, en al-
mennt hef ég þá skoðun að
vinskapur áhrifamanna innan
Morgunblaðsins við ákveðna
einstaklinga í samfélaginu sé
að verða smánarblettur á
blaðinu sjálfu og geri það að
enn verri og óáreiðanlegri
fféttamiðli en það var fyrir.“
Þetta er þó útbreiddur miðill
og oft það semfólk byggir skoð-
anirsínará.
„Áður var þetta blað hluti af
lífi flestra íslendinga en það
hefur nú breyst og æ oftar læt-
ur fólk í Ijós þá skoðun sína að
það finnur sig ekki knúið til
að lesa blaðið. Áhyggjur
stjómenda blaðsins ættu fyrst
og fremst að snúa að þeirri
staðreynd að sú kynslóð, sem
nú er á aldrinum 35-45 ára, er
sú síðasta sem telur sig knúna
til að lesa Morgunblaðið af
gömlum vana. Auk þess er
Morgunblaðið afar íhaldssamt
batterí og jafnvel forstokkaðra
í afturhaldssemi sinni en til
dæmis fréttastofa Ríkissjón-
varpsins, sem hefúr gert mun
meira af því að hreyfa sig í takt
við tímann.“
Utanríkisráðherrahjónin
fara tneð burðarhlutverk í
„kjötmálinu“, en þetta er ekki í
fyrsta sinn sem þau lenda undir
hnífnutn hjá ykkur og skemmst
er að minnast afmœlisveislu
Bryndísar. Erþetta tilviljun?
„Utanríkisráðherrahjónin
eru afar áberandi í íslensku
þjóðlífi og hljóta mikið pláss í
fjölmiðlum, sem kemur ekki
síst til af því að þau eru afar
skemmtilegt og heillandi fólk.
Þar af leiðandi er skiljanlegt að
tekið sé eftir því sem út af
kann að bera hjá þeim, hversu
smávægilegt sem það er.
Hefðu þau leyst „kjötmálið“
með því að viðurkenna stund-
ardómgreindarleysi strax í
upphafi og hefði „vinargreiði“
Agnesar ekki komið til hefði
eftirmálinn orðið allt annar og
minni. Málið sjálft var nefni-
lega ekki stórvægilegt, í besta
falli broslegt, og flestir íslend-
ingar þekkja sig í þeirra
stöðu,“________________
Telma L. Tómasson